Það stirnir á goðin

Það stirnir á goðin
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Þarna‘ er stjarnan sem spratt upp úr íslensku grálúðuslori,
líkt og flugan hún flögrar um íslenskan glansmynda heim.
En flugan sem skríður úr skítnum lifandi að vori,
að haustinu leggst hún á bakið í gluggann og deyr.

Viðlag
Það stirnir á goðin,
það stirnir á goðin.
Það stirnir á goðin, goðin, goðin,
dansið þið með.

Þarna‘ er gaurinn sem þráði að vinna að málstaðnum góða,
þarna‘ er gaurinn sem þráði að sameina þrælandi menn.
En hugsjónin vék fyrir villandi myndum og gróða
og löggiltir hálfvitar eignast eitt afstyrmið enn.

Takið þið mynd, takið þið mynd,
takið þið mynd, smellið þið mynd.
Takið þið mynd, það væri synd
að taka ekki reglulega huggulega ægilega fallega mynd.

Viðlag

Þarna‘ er stjarnan sem spratt upp úr íslensku grálúðuslori,
líkt og flugan hún flögrar um íslenskan glansmynda heim.
En flugan sem skríður úr skítnum lifandi að vori,
að haustinu leggst hún á bakið í gluggann og deyr.
 
Viðlag
 
[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]