Ég á mig sjálf [1]

Ég á mig sjálf
(Lag / texti: Magnús Þór Jónsson [Megas])

Ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf
en Mammaboba
starfrækir mig.

Mamma var vel
af guði ger
og ég var með guði
en mamma með sér
í kviðinn á henni
það kom einhver mér – inn
einhver af vangá,
ég veit ekki hver.

Svo losnaði mamma
við mig út úr sér
og ég var með henni
og hún var með mér
og svo varð ég stór
og svo kom ég hér – og
ég var með mér,
mamma með sér.

Ég fór á ball
og ég var svo skver
og ég fór með veggjum
og var ein og sér,
allir með öllum,
enginn með mér – nei
endaði sök,
æ því fór ver.
&nbsp
Ég átti eitthvað
sem er og sem fer,
svo reið einhver vaðið,
veit ekki hver
og þeir komust yfir
sem ætluðu sér – en
ég gildnaði ekkert,
ég gætti að mér.

Og ég var á balli,
ballið á mér
uns einhver á Benz loks
mig eignaði sér
er skreiddist ég undan,
skolaði úr mér – ég
kvað eins og Davíð:
ég kem og ég fer.

Og ég var með Páli,
Páll var með mér,
kom mér með illum klæk
uppí með sér
og ég var rúnn
en hann var skver – og
ég var með mér,
hann barasta sér.

Ég var með Jóni,
Jónas með mér
og svo kom stríð
og svo kom her
og svo kom friður
og enn meiri her – og
ég ég var með
Jónatan sér.

Og ég var með
með heilum her
og ég var með honum,
hann var með mér
og ég var á bænum
og bærinn á mér – aa
því fer sem fer
en það er meðan er.

Og ég er með borginni,
borgin með mér
og ég á seðla
og ég á gler
og ég er með öllum,
allir með mér –
filippíni kemur,
filippíni fer.

Ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf
en Mammaboba
starfrækir mig.

[af plötunni Megas – Millilending]