Er þér sama?

Er þér sama?
(Lag / texti: Kristján Viðar Haraldson / Kristján Viðar Haraldsson, Felix Bergsson og Jón Ingi Valdimarsson)

Allir vilja hafa lúxus,
allir vilja vera smart,
eignast sífellt meir og meira,
okkur langar í svo margt.
Þeir sem strita‘ í sínum svita
en fá þó aldrei neitt.
Margir þeirra þykjast vita
að þeir geti engu breytt.

Hey, hey, hey, þú, er þér kannski alveg sama?
Hey, hey, hey, þú, er þér kannski alveg sama?

Við verðum að trúa á lífið,
okkar takmörkum að ná.
Bara ef þig langar nógu mikið,
þá færðu allt sem þú vilt fá.

Hey, hey, hey, þú, er þér kannski alveg sama?
Hey, hey, hey, þú, er þér kannski alveg sama?

[af plötunni Greifarnir – Blátt blóð]