Haust

Haust
(Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Konráð Bjarnason)
 
Fuglarnir fljúga burtu,
finna það kemur haust.
Hvíslið í blænum breytist,
birkilauf fýkur burt.
Fennir í fjallabrúnir,
finnast nú hvergi skjól.
Blómin sofa svefninum langa
sunnan undir hól.

Fögru haustkvöldin hljóðu
hafa töfrandi val.
Þegar stjarnanna leiftrandi ljós
lýsir á bárunnar fald.
Sumarsins söngur hljóðnar,
sindrar á héluð strá.
Ljúfust minning lifir í huga
liðnu sumri frá

[af plötunni Valdimar J. Auðunsson – Ástartöfrar]