Hvernig getur staðið á því?

Hvernig getur staðið á því?
(Lag / texti: Jakob Frímann Magnússon / Bubbi Morthens)
 
Hvernig getur staðið á því
að úti regnið lemji gluggan?
Vakna ég um morguninn,
þreyttur, slappur, með verk í baki
arka ég í saltfiskinn.

Stafla í stæður, harkan ræður
fram á kvöldmatinn.
Fara í bíó á kvöldin,
sjá amerískar hetjur hafa völdin,
það er draumurinn.

Hvernig getur staðið á því?
Kjaftagangur allan daginn
út um allan Norðfjörðinn
um aðkomu lýðinn, dópista skrílinn,
helvítis móralinn.
Ef þú vinnur nógu mikið,
notar ekki hausinn,
þjösnast bara með skrokkinn þinn,
þá kemstu í klípu, úrvals klípu,
elsku litli Bubbi minn.
 
[af plötunni Bubbi Morthens – Fingraför]