Jörðin sem ég ann

Jörðin sem ég ann
(Lag / texti: Magnús Þór Sigmundsson)

Þar sem sveitin áður var,
fuglasöngur, lækjarhjal og friður
horfið nú er.
Jörðin er þjökuð
af mannanna stjórn,
ástin og lífið á hvergi skjól.

Þú, þú, þú,
átt þú þar sök
eða viltu gefa og elska á nýjan leik?

Þú, þú, þú,
hefur þú mátt til að breyta og lifa á nýjan hátt?

Þetta er jörðin sem ég ann,
þetta er landið sem ég ann,
hvar er sveitin, hóllinn minn.
Þetta er jörðin sem ég ann,
þetta er landið sem ég ann,
hvar er sveitin mín, hóllinn minn,
í höndum andlit fel er ég horfi á heiminn,
hvað hefur skeð?

Skemma, tæta, rífa, brenna,
ráðvillt fólk sem leiðir okkar heim
til glötunar.
Fólk sem er sokkið
í hisma og hjóm,
fólk sem vinnur jörðinni tjón.

Þú, þú, þú,
dansar þú með
eða bara bíður og vonar og horfir á?

Þú, þú, þú,
hefur þú mátt
til að breyta og lifa á nýjan hátt?

Þetta er jörðin sem þú átt,
þetta er landið sem þú átt,
hvar er sveitin mín, hóllinn minn,
Þetta er jörðin sem ég ann,
þetta er landið sem ég ann,
hvar er sveitin, hóllinn minn,
í höndum andlit fel er ég horfi á heiminn,
hvað hefur skeð?

[af plötunni Magnús Þór Sigmundsson – Álfar]