Dagar og nætur

Dagar og nætur [2]
(Lag og texti Geir Reynisson)

Skipið mig ber yfir spegilslétt haf
og stefnan er tekin til þín.
Gleymt hef ég ólgu og óveðragný
og nú kem ég heim á ný.

Í fjörunni stóð ég og fylgdist með sæ
en skipið þitt færðist ei nær.
Nú sé ég betri og bjartari tíð
er nálgast þjóðhátíð.

Já daga og nætur í Dalnum ég dvel
og hér vil ég vera með þér.
Í kvöld logar bálköstur klettinum á,
þá kviknar í hjartanu ástarþrá.

Við svífum um götuna saman í kvöld
og skuggarnir leika við tjöld.
Leiftur á himni og ljósin svo skær
nú laða mig nær og nær.

Já daga og nætur í Dalnum ég dvel
og hér vil ég vera með þér.
Í kvöld logar bálköstur klettinum á,
þá kviknar í hjartanu ástarþrá.

[m.a. á plötunni Í Dalnum – ýmsir]