Í Hallormsstaðarskógi [2]

Í Hallormsstaðarskógi
Lag / texti: erlent lag (Drottinn minn, hvílíkum dýrðarljóma) / Matthías [?]

Sit ég og sé, hvernig sólin sindrar
sit hér í skóginum við Hallormsstað.
Ljómandi fegurð! í ljósi tindrar
limið á kvistunum er skelfur blað.
Op niður’ að Leginum þarna – þarna
þar fann ég lund sem mér geðjast að.
Sit því og sé hvernig sólin sindrar,
sit hér í skóginum við Hallormsstað.

Yngdu þig, yngdu þig, hryggðum hafna,
hér sérðu lundinn þinn, hinn gamla skóg.
Himinninn elti þig alla jafna,
alls staðar boðar hann oss líkn og fró.
Elskaðu, starfaðu, leiktu, lifðu.
Lífið er spilandi, þekkir ei ró.
Sit ég því glaður og sorgum hafna,
syng um hinn fagurlaufga Hallormsskóg.

[engar plötuupplýsingar]