Kaldir næturvindar þjóta

Kaldir næturvindar þjóta
(Lag / texti: erlent lag (Massa’s in the cold ground) / Jón úr Ljárskógum)

Kaldir næturvindar þjóta
svo eyðandi um lönd,
kaldir, svartir þrælar njóta
frásagnar um dauðans strönd.
Þar er svo fagurt.
Ó, hjálpa’ mér, guðs míns son,
ekki herpir brjóstið magurt,
dauðinn er hin eina von.

Sólin snemma fer á fætur,
hitinn brenna fer,
þrælahöldar gefa gætur
soltnum, svörtum þrælaher.
Ó, faðir lífsins,
bjarga’ þú, bjarga’ þú mér,
höndin skelfur, hjartað hrærist,
merki óttans þrællinn ber.

[engar plötuupplýsingar]