Gæfa eða gjörvileiki
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Sigurður Bjóla)
Ég er ólofuð kona á óléttukjól,
það gerðist sísona rétt eftir jól.
Ef bara ég væri persóna í
Gæfa‘eða gjörvileiki.
Þá dveldi ég löngum í Flórens og Róm,
rápaði í búðir á ítölskum skóm.
það væri ekki ónýtt að eiga‘ ykkur að,
Gæfa‘ eða gjörvileiki.
Ídýfur og ostapinnar nótt sem nýtan dag,
merkilegt hvað sherry kemur skapinu í lag.
Elskan fáðu þér After eight, allt í lagi bless,
ég legg metnað minn í það að vera hátt uppi‘ og hress.
En lífið er einsleitt og tilveran trist,
ég afgreiði‘ í sjoppu, við höfum hist,
stundum á götu heilsið þið mér,
Gæfa‘ eða gjörvileiki.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Ísland]