Njáll og Bergþóra
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Úti‘ í Norræna
bíður Bergþóra
eftir eiginmanni sínum og hundi
þeir koma flaumósa,
fá sér tebolla,
sjænaðir úr gufu og sundi.
Svo fara þau á samnorræna,
góna og mæna –
intresant.
Sýna sig og skoða aðra,
masa og þvaðra,
þau eru róttækt menningarsnobb með sóma og sanni.
Þau eru róttækt menningarsnobb.
Þau fara í leikhúsið,
kunna leikritið
klædd a la Adam og Eva,
skreppa í Kjallarann,
fá sér Manhattan,
ræða náungann, stýfa‘ hann úr hnefa.
Þau ætla sér að eignast íbúð
undir skarsúð –
intresant,
Kafka, Proust og Herman Hesse
Sum fui esse,
þau eru róttækt menningarsnobb með sóma og sanni.
Þau eru sótsvart menningarsnobb.
Njáll og Bergþóra
elska að mótmæla,
kaupa Newsweek, Times og konfekt í laumi.
Hanga á fundunum
löngum stundunum,
kunna Nallann jafnt í vöku og draumi
En byltingin er hlutavelta,
gæti skaðað fjárhaginn,
sprengjan hún er löngu sprungin,
messan sungin.
Þau eru róttækt menningarsnobb með sóma og sanni,
þau eru róttækt menningarsnobb.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Ísland]