Sannaðu til

Sannaðu til
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Þú átt allan heiminn
og ég á heiminn með þér.
Snúum bökum saman.
Hefurðu reynt hve góður hann er?

Ég er einn af mörgum
og þú ert einn af þeim
sem trúa á undur lífsins.
Hefurðu séð hve fagurt það er?

Fyrstu skrefin ég heilsa þér,
heimsins von sem leitar dagsins í hjarta mér
um nætur.

Við eigum allan heiminn,
hann bíður eftir oss.
Snúum bökum saman,
sannaðu til, já sannaðu til.

[á plötunni Spilverk þjóðanna – Sturla]