Það er svo geggjað
(Lag / texti: erlent lag / Flosi Ólafsson)
Finn ég fjólunnar angan,
fugla kvaka í móa.
Kvaka vordaginn langan
villtir svanir og tófa.
Hjartað fagnandi flytur
fagra vornæturljóðið.
Aleinn einbúinn situr,
og hann rennur á hljóðið.
Það er svo geggjað
að geta hneggjað.
Það er svo geggjað að geta það.
Það er svo geggjað
að geta hneggjað.
Það er svo geggjað að geta það.
[m.a. á plötunni Óskalögin 4 – ýmsir]