Það rignir látlaust á mig

Það rignir látlaust á mig
(Lag / texti: erlent lag / Páll Óskar Hjálmtýsson)
 
Alltaf spá þeir vitlaust,
regnið virðist stanslaust,
gott steypibað.
Manneskjurnar sem ég sé
leita skjóls við næsta tré,
ég stend í stað.

Og það rignir látlaust á mig,
já það rignir látlaust á mig,
hvenær ætlar að stytta upp?
Ó seg mér hvenær styttir upp.

Sem ég ráfa um og nem
augnablikið fögru sem
ég fangaði
berst ég við að iðrast ei
alls þess sem ég gerði’ aldrei
en langaði.

Og það rignir látlaust á mig.

Svo vilja allir hjálpa
og nóg er til
af góðmennskunni allt í einu
en milli mín og þeirra er gler
og þetta’ er svona veður
sem enginn sér
því rigningin hófst
inni’ í höfðinu á mér.

Síðan leggst ég upp í rúm,
inni’ í mér er tómarúm
sem sængin sér,
ljósin slökkt, ég úrvinda
velti mér og ímynda
að þú sért hér.

Því það rignir látlaust á mig.

[af plötunni Páll Óskar – Palli]