Vakna
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)
Vakna – vakna.
Líttu’ á þennan fallega dag.
Vakna – vakna.
Þetta kemur skapinu í lag.
Já brosum í takt.
Ég segi þér það,
þjótum af stað – ójá.
Vakna – Vakna.
Komið nú með mér.
Nýr dagur er hér.
Það er svo margt að gera og sjá,
þú kominn ert á stjá.
Ég segi satt.
Við hlaupum dönsum hægri snú.
Syngjum allir saman nú – ójá.
Vakna – vakna.
Líttu’ á þennan fallega dag.
Vakna – vakna.
Þetta kemur skapinu í lag.
Já brosum í takt.
Ég segir þér það,
þjótum af stað – ójá.
Vakna – vakna.
Ekkert okkar veit
hvað vor ævi er löng.
Svo fyllum allt með
dansi og söng …úúúú
Málið er bara að …
Vakna – vakna.
Líttu’ á þennan fallega dag.
Vakna – vakna.
Þetta kemur skapinu í lag.
Já brosum í takt.
Ég segi þér það
þjótum af stað – ójá.
Vakna – Vakna – Vakna.
[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]