Vakúmpakkað líf
(Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson)
Kjúklingabringa
vakúmpökkuð snyrtilega
ræræræræ
hver vill borða hræ.
Þau myrtu þig
til að seðja mig.
Leifarnar af drápinu
í kæliborðinu.
Er nauðsynlegt að éta þau.
Ólst upp í fjósinu,
kynntist aldrei dagsljósinu.
Vakúmpakkað líf
sama hvert ég sný.
[af plötunni Prins Póló – Sorrí]