Vor við Reyðarfjörð
(Lag og texti Guðmundur Magnússon)
Nú er vor um veröld alla,
vermir sólin kalda jörð.
Stillt og kyrrt um strönd og hjalla,
stafalogn við Reyðarfjörð.
Inn á leirum litlir fætur
léttan stíga vorsins dans.
Í morgunsárið grasið grætur
gullnum tárum skaparans.
Ríktu kyrrð um veröld víða,
vorsins friður signi jörð.
Út um sjó og upp til hlíða
ársól gylli Reyðarfjörð.
[engar upplýsingar um útgáfu]