Carnival [2] (2002)

Carnival

Sumarið 2002 fór skammlífur djasskvartett í eins konar hringferð kringum landið og bar hann nafnið Carnival.

Meðlimir kvartettsins voru Ómar Guðjónsson gítarleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Eyjólfur Þorleifsson, allt gamalreyndir djassleikarar. Carnival hafði mestmegnis söngleikjalög á dagskrá sinni.