Amma

Amma
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Amma er grálúsug, grettin og feit,
með gleraugu, klaufir og horn,
og hún er með kryppu og handónýtt skegg.
Menn halda að frúin sé norn.

Hún býr ein í kofa á kyndugum stað.
Í kjallara geymir hún pott.
Þar sýður hún krakka í kippum hvern dag,
því ketið af þeim er svo gott.

Hún foreldrum barnanna býður í mat,
svo blíðleg, svo saklaus og mild.
Skríkir í laumi og skelfur af nautn
og skaffar þeim ábót að vild.

Á kvöldin oft heyrast úr húsinu vein,
hræðileg búkhljóð og fret.
Hver sem að álpast þar inn fyrir dyr
endar sem mauksoðið ket.

Amma er grálúsug, grettin og feit,
með gleraugu, klaufir og horn,
og hún er með kryppu og handónýtt skegg.
Menn halda að frúin sé norn.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]