Vökudraumur
(Lag / texti: Jenni Jóns)
Ljúft er að láta sig dreyma,
liðna sælutíð.
Sólríku sveitina kæru,
svipmikla birkihlíð.
Fjarlægu fjöllin bláu,
frjósama, blómskreytta grund,
baðandi í geislagliti,
glaðværa morgunstund.
Við lékum heim saman að legg og skel,
ljúft var vor og bjart um fjöll og dal.
Ég man hvað við í æsku þar undum vel,
við óm í bröttum fossi í hamrasal.
Og þú sem varst svo barnslega blíð og góð,
bernskuárum gleymi ég aldrei þeim.
Því sendi ég nú vina mín mitt litla ljóð,
ljósvakans á öldum til þín heim.
sóló
Og þú sem varst svo barnslega blíð og góð,
bernskuárum gleymi ég aldrei þeim.
Því sendi ég nú vina mín mitt litla ljóð,
ljósvakans á öldum til þín heim.
[af plötunni Elly Vilhjálms – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]