Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Fjórir félagar, og lék gömlu dansana hjá dansklúbbnum Eldingu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg á árunum 1974 til 80.
Vitað er að Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari tilheyrði Fjórum félögum í upphafi en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Inga Jónasar (Ingibjörg Jónasdóttir) frá Suðureyri söng með sveitinni um tíma árið 1980 en lítið meira er að finna um þessa sveit.