Æskan skemmtir sér

Æskan skemmtir sér
(Lag og texti: 12. september (Freymóður Jóhannsson))

Komdu hingað Kalli,
komdu Sigga mín,
Pétur, Gunnar, Palli,
Petra, Sigurlín,
Auður, Kristín, Anna,
Óðinn, Þór og Freyr.
Helga, Beta, Hanna,
Hermann, Jón og Geir

Nú skulum við syngja saman,
syngja og dansa – tralla lalla lalla lalla.
Allir hafa af því gaman,
ekki að stansa – ha ha ha ha!
Hér er engu illu að leyna,
allir með hreinan skjöld.
Fjöldi meyja, fjöldi sveina
fagna stöðugt þessu eina:
Dynjandi dansi í kvöld!

Bakkus er hér ekki.
Allt hans fylgdarlið,
ramma reykjarmekki,
róstur, drykkjumið
forðumst við og flýjum.
Feigðin á þar skjól.
Dugum degi nýjum
djörf í morgunsól.

En nú skulum við syngja saman,
syngja og dansa – tralla lalla lalla lalla.
Allir hafa af því gaman,
ekki að stansa – ha ha ha ha!
Hér er engu illt að leyna,
allir með hreinan skjöld.
Öllum þeim sem ennþá bíða
og okkar reglum vilja hlýða,
bjóðum við á ball í kvöld.

[óútgefið]