Göfugugginn

Göfugugginn
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ég kafa í minn innri manna,
af alefli ég göfga hann
með lestri um hin lífsins duldu mál.
En ef mig vantar eitthvert svar
ég alsæll rýni í stjörnurnar,
því stöður þeirra stjórna minni sál.

Ég er sjálfskoðuð sál,
ég er sannleikans mál,
ég er opinn sem útsprungið blóm.
Ég er heilsandi hönd,
og mig hefta‘ engin bönd,
því ég hugsa´ekki´ um veraldarhljóm.

Ég iðka jóga af áfergju,
minn andi fyllist hamingju
og svífur um í sælu, laus við stress.
Ég brosi út að eyrunum
við öllu sem ég heyri um,
því ég vil vera jákvæður og hress.

Ég er sjálfskoðuð sál,
ég er sannleikans mál,
ég er opinn sem útsprungið blóm.
Ég er heilsandi hönd,
og mig hefta‘ engin bönd,
því ég hugsa´ekki´ um veraldarhljóm.

Ég er svo jákvæður og líbó,
er jafnvígur á drama og skríbó.
Er opinn fyrir öllu,
Eyvindi sem Höllu.
Ég fíla öll fræði,
gef öllu séns.
Ég digga bæði
Trabant og Bens.

Ég er sjálfskoðuð sál,
ég er sannleikans mál,
ég er opinn sem útsprungið blóm.
Ég er heilsandi hönd,
og mig hefta‘ engin bönd,
því ég hugsa´ekki´ um veraldarhljóm.

Svo drekk ég í mig dulspeki
og doðranta um lífsgleði
sem hjálpa manni að höndla innri frið.
Hugrækt er mér hjartans mál,
ég hugsa djúpt um mína sál,
því þroski andans er jú takmarkið.

Ég er sjálfskoðuð sál,
ég er sannleikans mál,
ég er opinn sem útsprungið blóm.
Ég er heilsandi hönd,
og mig hefta‘ engin bönd,
því ég hugsa´ekki´ um veraldarhljóm.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Glens er ekkert grín]