Hafsteinn hugumstóri

Hafsteinn hugumstóri
(Lag / texti: Snæbjörn Ragnarsson / Sævar Sigurgeirsson)

Ég er sá sem berst við bavíana,
birni, dreka‘ og ljón.
Mín hetjulund, menn sko ekkerthafi‘ í hana,
heljarmenni í sjón.
Og eiturslöngum og þjófum bý ég bana
bara‘ ef þau vinna tjón.

Svo alltaf þegar að þér steðjar
ógnin hættuleg
þá traustið settu á hugumstóra
Hafstein, það er ég.

Ef á mig ræðst ófreskja, aflífana,
einn ég greiði úr þraut.
Með sveiflu rek ég mitt sverð á kaf í hana,
sýð svo hana í graut.
Og vanti sverðið þá sting ég staf í hana,
sterkur er ég sem naut.

Svo alltaf þegar að þér steðjar
ógnin hættuleg
þá traustið settu á hugumstóra
Hafstein, það er ég.

[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]