Kannski

Kannski
(Lag / texti: erlent lag / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Kannski er orð með efa og sann,
óskhyggja‘ og von er kannski.
Kannski fær aldrei fullvissað mann,
ferðast vegleysur út í buskann.
Kannski í allri vænting, við geymum
kannski í öllum draumanna heimum.
Fyrirheit eilíft, fylgir í senn,
fylgir í senn með kannski.

Kannski mun fjarskinn færast mér nær,
finnst hvergi orðtak kannski?
Kannski ber auðnin gæfu og grær,
grafarþögn söngva fuglanna slær.
Nepjan mun aldrei heilsa og hlýna,
hafaldan aldrei leik sínum týna.
Fjöll verða aldrei jöfnuð við jörð.
Kannski mun aldrei kannski.

[m.a. á plötunni Hálft í hvoru – Horft um öxl]