Kveðjustund

Kveðjustund
(Lag / texti: Þorgeir Tryggvason / Snæbjörn Ragnarsson og Sævar Sigurgeirsson)

Oft á vorin verða skil,
veðrið breytist, kemur frí.
Vaknar líf sem var ei til,
vappa lömb og suðar mý.

Þá er vetur þotinn burt,
þá er komin sumartíð.
Vinir kveðjast þá með kurt,
kannski bara þó um hríð.

Kvíðum engu samt
því við sjáumst aftur síðar,
já við eigum örugglega annan fund.

Hérna margoft höfum við
haft það gott já ég og þú.
Þetta er aðeins upphafið
enda þótt við kveðjumst nú.

Verið ætíð velkomin
vinir, hér er aldrei læst.

Eins við kveðjum ykkur hin
öll með tölu þar til næst.

Kvíðum engu samt
því við sjáumst aftur síðar,
já við eigum örugglega annan fund.

Kvíðum engu samt
því við sjáumst aftur síðar,
já við eigum örugglega annan fund,
okkar stund.

[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]