Landsvísa

Landsvísa
(Lag og texti: Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson))
 
Eins og forðum daga sjeikspír heitinn sagði:
sú er raunin mest tu bí or not tú bí –
og það má líka sjá á einu augabragði
að Íslendingar hafa lifað eftir því.
Þessi myndarþjóð af fornu kappakyni,
sem að kvaddi í fússi Noregsstrandar bú.
Og við finnum enn í fræknum Jóhannessyni,
hvernig föðurbetringarnir eru nú.

Það var lán að við skyldum losna undan Dönum
sem að lifa fyrir pylsur, bjór og snafs
og að lenda í þessum kærleikum með Könum,
þessu kirkjurækna fólki vestanhafs.
Þú munt fjalladrottning, eins og aðrar skvísur
eflaust njóta þín í bólinu hjá Sam,
þó hann kuni að draga öðru hvoru ýsur
eftir ævintýrið stóra í Víetnam.

[af plötunni Ási í Bæ – Undrahatturinn]