Skólahljómsveit Miðbæjarskólans (1962-63)

Skólahljómsveit mun hafa verið starfandi við Miðbæjarskólann veturinn 1962-63 en upplýsingar um þá sveit eru afar takmarkaðar – reyndar svo að það eina sem liggur fyrir um hana var að Helga Einarsdóttir gegndi hlutverki söngkonu í sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um tilurð þessarar sveitar sem og annarra sveita sem kallast gætu skólahljómsveitir í Miðbæjarskólanum.

Fleiri sveitir hafa starfað hafa starfað innan skólans þótt ekki geti þær gert tilkall til skólahljómsveitartitils en sú fyrsta þeirrar tegundar var vafalaust SOS tríóið sem kom fram 1948.