Sultur (1992-94)

Sultur

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults voru þeir Alfreð Alfreðsson trommuleikari Jóhann Vilhjálmsson söngvari, Ágúst Karlsson gítarleikari og Harry Óskarsson bassaleikari.

Þeir félagar sendu frá sér um haustið 1992 átta laga kassettu en hún hafði verið hljóðrituð á Púlsinum, þá átti sveitin einnig eitt lag á safnplötunni Sándkurl sem kom út 1994.

Efni á plötum