Um síðuna

Vefsíðan sem kemur þér hér fyrir sjónir er hugarfóstur undirritaðs til margra ára. Fyrir utan að vera hefðbundin vefsíða um íslenska tónlist verður einnig að finna á henni viðamiklar heimildir og upplýsingar um íslenska tónlist fyrr og síðar og er hún hugsuð sem safn upplýsinga um flytjendur tónlistar, óháð útbreiðslu og útgáfu. Markmiðið er m.ö.o. að varðveita sögu einstakra tónlistarmanna, hljómsveita, kóra og annars sem við kemur íslenskri tónlist – hér er því um menningarsögulega varðveislu að ræða.

Upphaflega hófst þessi vinna sem skrá utan um lítið plötusafn, smám saman hlóð skráin (og plötusafnið) utan á sig og þróaðist yfir í handbók eða skrá yfir útgefna íslenska tónlist, og þar var ekki staðar numið heldur ákveðið að hún næði yfir óútgefna jafnt sem útgefna tónlist. Það var þá sem höfundur gerði sér grein fyrir að slíkur gagnagrunnur færi aldrei á bók, enda var hann orðinn það umfangsmikill að hann ætti hvergi erindi annað en á veraldarvefinn. Aukinheldur hentaði það fullkomlega þar sem slíkt efni er í stöðugri endurnýjun og uppfærslu, og því verður þessari vinnu auðvitað aldrei lokið.

Gagnagrunnurinn er unninn upp úr munnlegum og rituðum heimildum, ekki er vísað í hverja og eina heimild þar sem það á við heldur má sjá allar heimildir á sérsíðu þess efnis. Heimildir eru mis áreiðanlegar eins og gengur og gerist, og því kann sumt í gagnagrunninum að vera beinlínis rangt, vefurinn er þó hugsaður sem gagnvirkur að því leyti að ef lesendur vita betur er sjálfsagt að senda línu, auk þess er íslenskri tónlistarsögu hvergi nærri lokið og því eru allar ábendingar um íslenska flytjendur, hljómsveitir, kóra eða hvaðeina sem fólki dettur í hug, vel þegnar. Allt ritað efni í gagnagrunninum er samið af undirrituðum og er því háð höfundarétti. Birting þess á öðrum vettvangi er því bönnuð án leyfis.

Athygli er vakin á að vefurinn er tómstundatengt einkaframtak og unninn að mestu leyti án nokkurra utanaðkomandi styrkja. Þeim sem vilja styrkja framtakið og stuðla þar með að áframhaldandi tilveru Glatkistunnar er bent á þessa síðu.

© Helgi Jónsson

Ein athugasemd við “Um síðuna

  1. Jakob Óskar Jónsson hefur verið virkur á sviðinu í hálfa öld. Gerð hefur verið heimasíða um hann. jakoboskar.wix.con/jakob. En jakob lagði sönginn á „hilluna“ á síðasta ári. 2014.

    Líkar við

    • Sæll, takk fyrir þessar upplýsingar – Jakob er nú þegar í gagnagrunninum og bíður þess að það verði unnið úr heimildum um hann þannig að þegar fram líða stundir munu upplýsingar um hann birtast á Glatkistunni. Kv. Helgi J.

      Líkar við

  2. Góðan dag..Smá upplýsingar um La Bella luna and ðe lúní tjúns. Við stofnuðum þessa hljómsveit á Stöð 2 árið 1987. Hún spilaði á öllum helstu skemmtunum Stöðvar 2 á árunum 1987 til 2005. Eftir að flestir lykilmenn hljómsveitarinnar hættu á Stöð 2 hefur dregið heldur úr virkni hljómsveitarinnar en hún er enn dregin fram við hátíðleg tækifæri. Meðal meðlima hafa verið: Þór Freysson gítar . Friðrik Friðrikson gítar.
    Hera Ólafsdóttir söngkona. Björn Vilhjálmsson bassi. Þorgeir Ástvaldsson harmonika. Egill Aðalsteinsson maragas. Börkur B Baldvinsson maragas. Bergsteinn Björgúlfsson trommur og söngur. Þórður Jónsson ásláttur. Hreiðar Júlíusson ásláttur. Heimir Barðason saxófónn. Henning Haraldsson gítar. Finnbogi Péturson madolín. og … frábært framtak þessi síða. kv.Þór

    Líkað af 1 einstaklingur

  3. Sæll Helgi. Ein athugasamd. Haukur Morteins var ári á undan okkur í JJ að spila fyrir Færeyinga. Annað; í fyrstu færslunni sem nú hefur verið fjalægð og ég sakna svolítið. En hún var einhvernvegin svona; „JJ þótti alltaf svolítið á skjön við aðrar unglingahljómsveitir á þessum tíma. En það var rétt, því við spiluðum „gömlu dansana“ og gamla slagara því aðal tekjurnar komu af árshátíðum, Þorrablótum, Hestamanna mótum þar sem allir aldurshópar sóttu. vorum t.d. aldrei í Tjarnarbúð, nema hjá Lionis og slíkum hópum. Og þá þurfti breidd í lagavali til að fá svoleiðis „djobb“. En við vorum allir alltaf í fullri vinnu með spilaríinu. Bestu kveðjur og kærar þakkir fyrir að fá að vera með á þinni flottu og vönduðu síðu. Jón Erlings

    Líkar við

  4. Sæll Helgi. Flott síða og metnaðarfull vinna.
    Rakst á nafn móður minnar Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur hjá þér. Fannst það mjög ánægjulegt.
    kv. Þuríður Lilja

    Líkar við

  5. Algjör Biblía – og gífurlega mikilvæg fyrir íslenska tónlistarsögu. Rata oft hingað inn – og tapa mér í hvert sinn.

    Líkar við

  6. Sæll. Takk fyrir góða síðu. Varðandi Fan Houtens Kókó: https://glatkistan.com/2020/10/21/fan-houtens-koko/
    Textarit Fan Houtens Kókó var gefið út af Medúsu í febrúar 1981 og Musique elementaire telst líka útgáfa Medúsu. Anna María Ingadóttir var bassaleikari um hríð sumarið 1981 og er með á kassettunni Það brakar í herra K. Hilmar Örn spilaði á trommur með sveitnni í Þjóðleikhússkjallaranum haustið 1981 og þá kom Sjón fram með sveitinni og líka sem dúettinn Ónýta bókasafnið (með Þór Eldon). Kveðja, Ólafur

    Líkar við

  7. Sæll Helgi. Hljómsveitin Mistök á Núpi 1976-1977. Gítar : Guðjón Ingi Guðmundsson, Bassi Hjalti Garðarsson, Gítar Viðar Kristinsson, Trommur Hilmar, Söngur fyrstu 2-3 mánuðina Óðinn Eininsson. Spilaði á Núpi. Hélt dansleiki á Þingeyri, Flateyri og Bíldudal. Á Bíldudal hafði verið landlega í allmarga daga og þegar Skólinn á Núpi mætti með skólaprógrammið og Mistök á Skemmtikvöld varð afleiðingin eitthvert skemmtilegasta kvöld ( og fjör) sem 17 ára unglingur gat lent í. Brjálað stuð og þurfti svo að ferja mannskaðinn með varðskipi undir morgun aftur á Núp.

    Líkar við

  8. Steinar Viktorsson. spilaði inn á plötuna Eldar brennar með Ásgeiri Hvítaskáli 2008 og nokkur óútgefin lög með ´Ágústi Ragnarsyni

    Líkar við

  9. Komdu sæll Helgi Ég sé hér að þú ert me síðu sem heitir Glatkistan. Takk fyrir góða síðu. Sé að hér er að fynna flesta af mínum geisladiskum. Er þetta síða sem allir geta séð, ? Er ekki alveg með á því. Hef verið búsett í Danmörku síðan 1975. Er hægt að leggja video inn á síðuna, eða heyra lögin ?? bestu kveðjur Gullý Hanna Ragnarsdóttir, Svendborg, Danmörku.

    Líkar við

    • Sæl Gullý Hanna,
      takk fyrir hrósið – Glatkistan er jú síða sem er öllum aðgengileg og þegar fram líða stundir mun hún vonandi hafa að geyma upplýsingar um nánast allt sem viðkemur íslenskri tónlist.
      Ég hef reyndar ekki birt videó á Glatkistunni eða hljóðskrár en ég hef stundum sett inn tengla/linka á Youtube eða aðrar vefsíður á Glatkistuna þannig að það væri e.t.v. hægt að skoða. Sendu mér endilega línu á glatkistan@glatkistan.com varðandi þetta.
      Bestu kveðjur, Helgi J.

      Líkar við

Færðu inn athugasemd