Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin 2023
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, voru afhent á KEX í kvöld. Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls hljóta Kraumsverðlaunin – árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, fyrir plötur sínar. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru veitt. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra…

