Þessi þungu högg

GG blús – Punch GCD 006, 2019 Blúsrokkdúettinn GG blús kom opinberlega fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs en hefur þó starfað frá árinu 2017 og þróað tónlist sína í bílskúr á Álftanesinu. Dúettinn er skipaður gamalreyndum póstum og nöfnum úr íslenskri popp- og rokktónlist, þeim Guðmundum Jónssyni margþekktum gítarleikara og lagahöfundi úr sveitum…

Þyngdaraflið krufið

Meistarar dauðans – Lög þyngdaraflsins Askur games AG 002, 2018     Tríóið Meistarar dauðans sendi árið 2015 frá sér tíu laga plötu samnefnda sveitinni og vakti hún töluverða athygli og aðdáun þó ekki væri nema fyrir það hversu ungir meðlimir þess voru en yngsti meðlimur sveitarinnar, trymbillinn Þórarinn Þeyr Rúnarsson var þá einungis tólf…

Áheyrilegt og vandað gæðapopp

Bjarni Ómar – Enginn vafi Bjarni Ómar Haraldsson LP01 / CD03, 2018     Tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson frá Raufarhöfn hefur leikið með fjölda nafntogaðra og minna þekktum sveitum norðan heiða í gegnum tíðina, þeirra á meðal má nefna sveitir eins og Kokkteil / Antik, Þrumugosa, Laugabandið, Þokkalegan mola og Sífrera. Fyrir margt löngu hafði…

Ljúft og persónulegt áheyrnar

Sólmundur Friðriksson – Söngur vonar Sólmundur Friðriksson [án útgáfunúmers], 2017     Tónlistarmaðurinn Sólmundur Friðriksson sendi nú síðsumars frá sér sína fyrstu plötu en hún ber titilinn Söngur vonar og var að mestu leyti fjármögnuð í gegnum Karolina Fund sem er leið sem margir nota þessa dagana og er snilldin ein, sérstaklega fyrir einyrkja sem…

Kveður nú við nýjan tón

Dölli – Upp upp mín sál og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með Laglega lagið [án útgáfunúmers], 2017     Ekki verður annað sagt um Dölla (Sölva Jónsson) en að hann sé afkastamikill tónlistarmaður en platan Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur er fimmta plata hans,…

Tilraun til að bjarga heiminum

Dölli – Illur heimur [án útgáfunúmers], 2016 Tónlistarmaðurinn Dölli eða Sölvi Jónsson hefur vakið nokkra athygli fyrir tónlist sína en hann hefur verið afkastamikill um það bil síðasta eina og hálfa árið, fyrst með plötunni Guðjón missti af lestinni, síðan barnaplötunni Viltu vera memm?, þá Ó hve unaðslegt það var þetta síðsumarskvöld þegar ég var…

Rokk og ról

Nykur – Nykur II Gustuk GCD 005, 2016 Hljómsveitin Nykur gaf nýverið út sína aðra plötu en sveitin er skipuð ólíkum reynsluboltum úr hinum fjölbreytilegustu skúmaskotum rokksins, þarna eru fremstir í flokki lagahöfundarnir Guðmundur Sálverji Jónsson gítarleikari og Davíð Þór Hlinason söngvari og gítarleikari en sá hefur löngum verið kenndur við sveitir eins og Dos…

Aldarfjórðungi of seint á ferð

Geirmundur Valtýsson – Skagfirðingar syngja Zonet CD 050, 2015 Geirmund Valtýsson þarf varla að kynna, hann hafði verið í og starfrækt hljómsveitir í Skagafirðinum um árabil, Rómó og Geiri, Geislar, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo komu til sögunnar áður en fyrsta smáskífan leit dagsins ljós 1972 með laginu Bíddu við en þá hafði hann stofnað…

Bera nafn með rentu

Meistarar dauðans – Meistarar dauðans Askur games AG001, 2015 Hljómsveitin Meistarar dauðans hafa fyrir löngu vakið athygli fyrir framlag sitt til tónlistarinnar þrátt fyrir að vera ungir að áður. Þeir hafa náð sér í heilmikla reynslu á því fjögurra ára tímabili sem sveitin hefur starfað en trymbill sveitarinnar Þórarinn Þeyr Rúnarsson var aðeins átta ára…

Forvitnilegt en líklega ekki allra

Dölli – Ó hve unaðslegt það var þetta síðsumarskvöld þegar ég var brottnumin af fölbláu geimverunum Ullútgáfan [án útgáfunúmers], 2016 Dölli (Sölvi Jónsson) birtist síðastliðið haust með ferska og öðruvísi barnaplötu sem bar titilinn Viltu vera memm? og vakti nokkra athygli fyrir skemmtilega textanálgun og ekki síður myndbönd. Platan, sem Dölli vann að mestu með…

Gæðaefni á ferð

Vestanáttin – Vestanáttin Gustuk GCD 004, 2015 Hljómsveitin Vestanáttin sendi nú í sumar frá sér plötu samnefnda sveitinni en hún er það fyrsta sem heyrist frá þessu ársgamla bandi. Það er kannski rétt að byrja á að taka fram að þrátt fyrir að fyrirfram væri ljóst að sveitin léki sveitatónlist tengdi ég tvírætt nafn hennar…

Óttarlegur samtíningur

Gunnlaugur Briem – Liberté Gramy records GR114, 2014   Gunnlaugur Briem er líklega þekktasti trommuleikari landsins, hann hefur leikið með Mezzoforte nánast síðan hann var krakki og einnig með sveitum eins og Model, GCD, Mannakornum, Ríó tríói, Sléttuúlfunum og Ljósunum í bænum, aukinheldur hefur hann leikið á plötum nánast allra tónlistarmanna á Íslandi sem eitthvað…

Nýdönsk og diskóskrefið

Nýdönsk – Diskó Berlín Skýmir SK141, 2014 Hljómsveitin Nýdönsk hefur verið starfandi allt frá árinu 1987 þegar hún var stofnuð af nokkrum félögum í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hefur alið af sér margt tónlistarfólkið – og annað listafólk. Sveitin gekk í gegnum ýmsar mannabreytingar einkum framan af en hefur hin síðari verið skipuð þeim stofendum…

Næsta skref tekið

Skálmöld – Með vættum SOG 201, 2014 Skálmöld var stofnuð haustið 2009 og hlutirnir gerðust strax hratt. Þeir félagar fóru í upptökur og gáfu út Baldur 2010 og Börn Loka 2012 sem báðar slógu eftirminnilega í gegn – einkum hjá fólki á miðjum aldri sem hingað til hefði fundist slík tónlist óaðgengileg. Í nóvember 2013…

Gjörsamlega rökrétt framhald

Grísalappalísa – Rökrétt framhald 12T065, 2014 Grísalappalísa er rétt að verða þriggja ára gömul sveit en hefur þegar þetta er skrifað þó gefið út tvær breiðskífur og tvær vínylsmáskífur (sjö tommur) með ábreiðulögum eftir Megas og Stuðmenn þannig að hún er afkastameiri en flestar aðrar, það eru e.t.v. bara fáeinar sveitir eins og Utangarðsmenn og…

SG stemmingin rifjuð upp og fönguð

SG hljómplötur: 75 bráðskemmtileg dægurlög frá 1964 – 1982 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu SG-hljómplatna (x3) – ýmsir  Sena SCD 643 (2014) Sena sendi nýverið frá sér þrefalda safnskífu sem hefur að geyma fjölbreytt úrval dægurlaga sem Svavar Gests, undir merkjum SG-hljómplatna gaf út á árunum 1964-82, reyndar gaf…

Einkar áheyrilegt

Kiasmos – Kiasmos Erased tapes records ERATP062CD, 2014 Kiasmos er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds og Færeyingsins Janus Rasmussen en þeir hafa unnið saman síðan 2007 og skapað eins konar instrumental rafteknó. Ólafur er flestum orðinn kunnur í dag en hann hefur gefið út nokkrar sólóplötur með tónlist sem hefur verið skilgreind sem nýklassík en framan af…

Rokkkeyrsluveisla frá A til Ö

Dimma – Vélráð  GB records GB008 (2014) Ferli hljómsveitarinnar Dimmu má algjörlega skipta í tvennt, það má jafnvel ganga svo langt að tala um tvær hljómsveitir. Fyrir og eftir hlé. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um tíu árum sem leifar af hljómsveitinni Stripshow sem hafði vakið athygli utan landsteinanna, þá gaf hún út…

Óvæntar troðnar slóðir

Sindri Eldon – Bitter & resentful Smekkleysa SM169CD, 2014 Sindri Eldon hefur goldið þess frá fæðingu að vera sonur foreldra sinna, hann hefur þó alltaf farið sínar eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni, verið í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Dynamo fog, Slugs og Desidiu sem flestar hafa sent frá sér efni, jafnvel plötur, nú síðast…

Þegar maður gerir of miklar kröfur

GusGus – Mexico Sena SCD 613 (2014) GusGus er að verða tuttugu ára gömul en upphaf sveitarinnar verður rakið til 1995 þegar hópur ungs fólks vann að kvikmyndinni Pleasure, sem fór ekki hátt en tónlistin úr myndinni varð í raun að fyrstu plötu sveitarinnar, þetta varð eins konar fjöllistahópur sem gerði tónlistina fljótlega að aðaláherslu…

„Læt ekki dýralækna um fjármálin mín“

Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni  Vesturbær VSB001 (2014) Íslenska rappsenan hefur fyrir löngu slitið barnsskónum og náði kannski hámarki sínum fyrir um fimmtán árum, þrátt fyrir að ýmsir hafi spáð henni stuttri ævi hefur enn ekki alveg fjarað undan henni og reyndar hefur hún lifað ágætu lífi á köflum. Úlfur Kolka Freysson var einn þeirra…

Úr einu í annað

Olga vocal ensemble – Olga vocal ensemble Olga vocal ensemble OVE001 (2014) Íslensk/hollensk/rússneski söngkvintettinn Olga vocal ensemble hefur verið starfandi frá 2012 í Utrecht í Hollandi en þar hafa þeir félagar verið í söngnámi undanfarið undir handleiðslu Jóns Þorsteinssonar. Íslendingarnir voru upphaflega þrír fimmtu Olgu vocal ensemble en fækkað hefur um einn þeirra og er…

Glamúrfyllt geimpopp

DJ flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum Eldflaug records [án útgáfunúmers] (2013) Steinunn Harðardóttir er með sérstakari listamönnum og aukasjálf hennar, Dj flugvél og geimskip, styður það. Steinunn hefur myndlistabakgrunn sem að hluta til skýrir nálgun hennar á tónlist, sem er óhefðbundin í öllum skilningi. Önnur skýring á nálgun hennar kann að vera tónlistaruppeldi…

Óhefðbundin snilld

Prins Póló – Sorrí Skakkapopp SKA 08 (2014) Svavar Pétur Eysteinsson er löngu þekktur í íslensku tónlistarlífi, hann var í hljómsveitum eins og Skakkamanage, Létt á bárunni, Rúnk og fleiri böndum en kom fyrst fram á sjónarsviðið sem Prins Póló árið 2009 þegar hann gaf út fjögurra laga smáskífuna Einn heima. Síðan hefur hann reglulega…

Poppsveitin Sólstafir kveður sér hljóðs

Sólstafir – Ótta  Season of mist SOM 331D (2014) Saga Sólstafa nær bráðlega tveimur tugum ára og á þeim árafjölda hefur sveitin sent frá sér ógrynni efnis í formi diska, vínylplatna og snælda. Framan af starfaði sveitin neðanjarðar og kom til að mynda ekki opinberlega fram fyrr en 1999, en þá hafði hún reyndar sent…

Fjölbreytileg flóra tónlistaratriða

Tónleikaumfjöllun – Iceland Airwaves 2014 Iceland Airwaves tónlistarhátíðin var nú um helgina haldin í sextánda skipti en hún hefur verið fastur liður í tónlistarlífi Íslendinga síðan 1999, þá var hún haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og er í dag orðin risa…

Ljúft með morgunkaffinu

Hafdís Huld – Home Hafdís Huld HH01 (2014) Hafdís Huld Þrastardóttir sendi í vor frá sér sína fimmtu breiðskífu (þar af eru tvær ætlaðar börnum) en útgáfunni hafði þá seinkað vegna barneigna söngkonunnar. Hafdís hafði vakið athygli kornung í Gusgus og enn meiri athygli hlaut hún þegar hún var rekin úr sveitinni 1999 en þá…

Áframhaldandi partí með afturhvarfi til eitísins

FM belfast – Brighter days  World Champion Records RECD037 (2014)  FM Belfast var stofnuð af þeim Árna Rúnari Hlöðverssyni og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur haustið 2005 en þau höfðu komið víða við í listalífinu reyndar eins og Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason sem komu inn síðar en lengst af hafa þau fjögur skipað bandið, fleiri…