Afmælisbörn 13. maí 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Afmælisbörn 12. maí 2024

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og sjö ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Jóhann var trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska…

Svartfugl – ný smáskífa frá Myrkva

Tónlistarmaðurinn Magnús Thorlacius eða Myrkvi eins og hann kallar sig sendir í dag frá sér smáskífuna Svartfugl, þá fyrstu af fyrirhugaðri breiðskífu. Í Svartfugli nýtur Myrkvi aðstoðar Valdimars Kolbeins Sigurjónssonar kontrabassaleikara og Arnór Sigurðarsonar trommuleikara en sjálfur syngur Magnús og leikur á gítar, hljómborð og fiðlu. Arnar Guðjónsson annaðist upptökur og hljóðblöndun en um hljómjöfnun…

Afmælisbörn 10. maí 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum fagnar níutíu og eins árs afmæli í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er…

Afmælisbörn 9. maí 2024

Í dag eru afmælisbörn dagsins sex talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður (f. 1928) hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2023. Hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera…

Afmælisbörn 8. maí 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Afmælisbörn 7. maí 2024

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Hákon Leifsson kórstjórnandi, organisti og tónskáld er sextíu og sex ára gamall í dag. Hákon sem er doktor í tónlistarfræðum hefur stjórnað fjölda kóra í gegnum tíðina s.s. Vox Academica, Háskólakórnum, Stúdentakórnum, Kirkjukór Keflavíkurkirkju, Kór Grafarvogskirkju og Barnakór Seltjarnarneskirkju svo aðeins fáeinir séu nefndir en…

Afmælisbörn 6. maí 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og fimm ára gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Afmælisbörn 5. maí 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2024

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru sex talsins að þessu sinni: Jakob Frímann Magnússon er sjötíu og eins árs í dag. Hann er auðvitað einna þekktastur fyrir framlag sitt með Stuðmönnum en Jakob á ennfremur sólóferil sem spannar um tug platna. Hann lék á árum áður með öðrum sveitum eins og Rifsberju, Bone symphony, Hvítárbakkatríóinu (White…

Afmælisbörn 3. maí 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og níu ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Afmælisbörn 2. maí 2024

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru níu tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 1. maí 2024

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar á þessum degi verkalýðsins: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari á fjörutíu og eins árs afmæli í dag en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig fjörutíu og eins árs á…

Afmælisbörn 30. apríl 2024

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2024

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld fagnar stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2024

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet,…

Afmælisbörn 27. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Afmælisbörn 26. apríl 2024

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Afmælisbörn 25. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Afmælisbörn 23. apríl 2024

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2024

Sjö afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sextíu og átta ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Afmælisbörn 21. apríl 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2024

Tvö afmælisbörn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Jónsdóttir söngkona er níutíu og fjögurra ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar Bjarnason, þá söng hún…

Afmælisbörn 19. apríl 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og sex ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og sex ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Afmælisbörn 17. apríl 2024

Glatkistan hefur að geyma upplýsingar um eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir…

Afmælisbörn 16. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2024

Í dag eru tveir tónlistarmenn á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og átta ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Afmælisbörn 14. apríl 2024

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Afmælisbörn 13. apríl 2024

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson fagnar stórafmæli í dag en hann er áttræður. Geirmund þarf varla neitt að kynna, hann hefur starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan tug platna…

Afmælisbörn 12. apríl 2024

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Afmælisbörn 8. apríl 2024

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er áttræð í dag, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna, t.d.…

Afmælisbörn 7. apríl 2024

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og níu ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2024

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sjötugur í dag og á þar með stórafmæli. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm…

Afmælisbörn 5. apríl 2024

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla Helgason og Arnþór Helgason sem eru sjötíu og tveggja ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra…

Afmælisbörn 4. apríl 2024

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 2. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…

Afmælisbörn 31. mars 2024

Á þessum degi eru sjö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og sex ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2024

Afmælisbörnin í dag eru sex talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og níu ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2024

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og…

Afmælisbörn 28. mars 2024

Fjögur afmælisbörn (þrjú þeirra eru látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jónas Þórir Þórisson píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og átta ára gamall í dag. Jónas Þórir er líklega einn þekktasti undirleikari samtímans en hann hefur starfað með ótal tónlistarfólki í gegnum tíðina, þá hefur hann einnig leikið inn á fjölda platna og…

Afmælisbörn 27. mars 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru átta talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sextíu og sjö ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…

Afmælisbörn 26. mars 2024

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fimmtugur og fagnar því stórafmæli í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2024

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni fagnar stórafmæli í dag en hann er áttræður. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við…

Afmælisbörn 24. mars 2024

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sjötíu og tveggja ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2024

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, píanóleikari og tónlistarkennari úr Hafnarfirði er fjörutíu og tveggja ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið…