Austmenn (1967-70)

Austmenn 1967

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum.

Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum dansleikum í húsinu um sumarið. Einnig lék sveitin í Hallormsstaðarskógi um verslunarmannahelgina. Austmenn störfuðu að því er virðist nokkuð samfleytt til 1970 en hætti líklega störfum um haustið 1970 eða fljótlega eftir að sveitin lék í Atlavík um verslunarmannahelgina.

Meðlimir Austmanna í upphafi voru þeir Óli Gjöveraa (Ólafur Friðrik Baldursson) söngvari, Hermann Sveinbjörnsson orgelleikari, Ágúst Ármann Þorláksson bassaleikari, Karl Jóhann Birgisson gítarleikari og Smári Geirsson trommuleikari en yfirleitt mun sveitin hafa verið sextett, einnig virðast hafa komið við sögu sveitarinnar þeir Hjálmar Bjarnason bassaleikari, Kári Hilmarsson [?] og Örn Óskarsson gítarleikari, ekki liggur fyrir hvenær og hvernig þær breytingar á liðsskipan hennar var háttað. Reyndar starfaði sveitin sumarið 1968 án Ágústar Ármanns bassaleikara (sem þá lék með Ómum) en það sumar kallaði sveitin sig Fimm.

Austmenn komu saman á nýjan leik sumarið 1989 í tilefni af 60 ára afmælihátíð Neskaupstaðar og þá skipuðu sveitina þeir Óli, Hjálmar, Ágúst Ármann, Hermann, Smári, Karl Jóhann og Þröstur Rafnsson gítarleikari.