Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar (1995-)

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar er um margt merkileg hljómsveit en segja má að verkefni hennar hafi í gegnum tíðina verið tvíþætt, fyrir utan að vera venjuleg hljómsveit sem leikur á dansleikjum af ýmsu tagi hefur sveitin haft það megin markmið að varðveita og gefa út alþýðutónlist af austanverðu landinu – tónlist sem annars hefði horfið af…

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Efni á plötum

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar Útgefandi: Ris Útgáfunúmer: Ris 005 Ár: 1996 1. Sumarstemmning 2. Gleðisveifla 3. Blíðasti blær 4. Láttu þig dreyma 5. Vor við Löginn 6. Þá og nú 7. Þegar þoka grá 8. Vonarland 9. Kveldóður 10. Á fornum slóðum 11. Fljótsdalshérað 12. Austfjarðarþokan 13. Tjörulagið Flytjendur: Friðjón Ingi Jóhannsson – söngur, raddir, tambúrína, hristur,…

Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar (1989)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar úr Vestmannaeyjum en sveit með því nafni lék á „litla pallinum“ á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga verslunarmannahelgina 1989. Einar Sigurfinnsson (Einar klink) sem sveitin er kennd við var söngvari sveitarinnar og hafði sungið með Eyjasveitum fyrrum en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar. Þessi hljómsveit…

Hjá Geira (1995-96)

Hjá Geira var söngsextett sem starfaði innan Samkórs Norðurhéraðs veturinn 1995-96, líklega undir stjórn Julian Hewlett. Ekki liggur fyrir hvaðan nafn sextettsins kemur en hópinn skipuðu þau Rosemary Hewlett, Ásdís Snjólfsdóttir, Julian Hewlett, Egill Pétursson, Anna Alexandersdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Sextettinn kom fram á nokkrum tónleikum þar sem samkórinn söng, einkum þó um vorið m.a.…

Hít (1995)

Danshljómsveitin Hít var skammlíf sveit sem starfaði vorið 1995 og lék á fáeinum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona, Birgir J. Birgisson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Tómas Jóhannesson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari.

Hittumst í himnaríki (1992)

Upplýsingar um norðlenska rokksveit sem bar nafnið Hittumst í helvíti eru af skornum skammti en þessi sveit var starfandi árið 1992 á Akureyri og innihélt m.a. fóstbræðurna Rögnvald Braga Rögnvaldsson [bassaleikara?] og Kristján Pétur Sigurðsson [söngvara?]. Ekki er vitað um aðra meðlimi og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Himbrimi [2] – Efni á plötum

Himbrimi – Himbrimi Útgefandi: Himbrimi Útgáfunúmer: HBRIM001CD Ár: 2015 1. Tearing 2. Waiting 3. Give me more 4. Forrest 5. Drifting 6. Highway 7. Broken bones Flytjendur: Margrét Rúnarsdóttir – söngur, raddir píanó, Wurlitzer og Rhodes píanó Birkir Rafn Gíslason – gítarar, hljómborð, forritun og sánd Hálfdán Árnason – bassi Skúli Arason – hljómborð og…

Himbrimi [2] (2013-18)

Hljómsveitin Himbrimi starfaði um nokkurt skeið á öðrum áratug þessarar aldar en sveitin átti rætur að rekja til Hafnarfjarðar rétt eins og önnur sveit með sama nafni mörgum árum fyrr, líklega er þó enginn skyldleiki milli sveitanna tveggja. Himbrimi var stofnuð árið 2013 og voru meðlimir hennar frá upphafi þau Margrét Rúnarsdóttir söngkona og hljómborðsleikari,…

Hljómsveit Einars Loga (1959-66)

Um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit að nafni Hljómsveit Einars Loga en sú sveit lék víða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og var reyndar á tímabili fastagestur í hinum ýmsu klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu heimildir um hljómsveit Einars Loga eru frá því í mars árið 1959 en það er áður…

Hjálmar Guðnason (1940-2006)

Hjálmar Guðnason trompetleikari var mikilvægur póstur í tónlistarlífi Vestmannaeyinga en auk þess að vera trompetleikari kenndi hann tónlist og stjórnaði lúðrasveitum í Eyjum, þá var hann einnig virkur í samfélagi Betel safnaðarins og stýrði þar margs konar söngstarfi auk annars. Hjálmar var fæddur í Vestmannaeyjum haustið 1940 og bjó þar alla ævi, fyrst á Vegamótum…

Hjálmar Eyjólfsson (1911-90)

Hjálmar Eyjólfsson, kenndur við Brúsastaði í Hafnarfirði var kunnur harmonikkuleikari en hann lék á dansleikjum og öðrum skemmtunum um árabil, mestmegnis á heimaslóðum í Hafnarfirði en einnig víðar á landsbyggðinni. Hjálmar var fæddur sumarið 1911 og bjó líkast til mest alla ævi sína í Firðinum þaðan sem hann stundaði sjómennsku, starfaði við skipasmíðar og eitthvað…

Haukur og Kalli (1947-69)

Tvíeykið Haukur og Kalli voru harmonikkuleikarar á Akureyri sem léka víða um norðanvert landið á dansleikjum frá því á fimmta áratugnum og fram á þann sjöunda en þá viku þeir fyrir yngri kynslóðum tónlistarmanna í kjölfar breytts tíðaranda. Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson hófu að starfa saman árið 1947 undir heitinu Haukur og Kalli en…

Afmælisbörn 24. apríl 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…