Hilmar Oddsson (1957-)

Hilmar Oddsson er fyrst og fremst kvikmyndagerðarmaður en hann hefur einnig í gegnum tíðina fengist við tónlist með margvíslegum hætti, sem tónskáld og textahöfundur, hljóðfæraleikari og söngvari, og eftir hann liggja tvær útgefnar plötur. Hilmar er fæddur 1957 í Reykjavík og stundaði sem barn nám í Barnamúsíkskólanum en þar lærði hann á selló og hugsanlega…

Hilmar Oddsson – Efni á plötum

Skepnan – úr kvikmynd Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 019 Ár: 1985 1. Allur lurkum laminn 2. Önnur sjónarmið 3. Við getum allt 4. Menn sem þykjast mestir 5. Vakandi-sofandi 6. Úr leikriti lífsins 7. Nauthveli á Skjálfanda Flytjendur: Bubbi Morthens – söngur Edda Heiðrún Backman – söngur og raddir Jóhann Sigurðarson – söngur og raddir…

Hestbak (2003-)

Hestbak er framsækin rafdjassspunasveit sem hefur starfað síðan 2003, sveitin hefur sent frá þrjár plötur hið minnsta og starfar með hléum. Hestbak mun hafa orðið til innan Listaháskóla Íslands en þar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson og Páll Ivan Pálsson við nám. Þeir tveir stofnuðu líkast til sveitina og fengu til liðs við sig tvo…

Hestbak – Efni á plötum

Hestbak – Gratín Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Hestbak – Mjólk Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Hestbak – Iceland Airwaves Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 [engar…

Hinir glaðbeittu hálfbræður (1999-2000)

Hljómsveitin Hinir glaðbeittu hálfbræður var starfrækt um og eftir síðustu aldamót og lék á nokkrum dansleikjum. Fyrstu heimildir um þessa sveit eru frá því á þorrablóti í Þorlákshöfn í byrjun ársins 2000 en hún telst líklega vera þaðan, þá skipuðu sveitina Jónas Sigurðsson söngvari og gítarleikari, Jón Haraldsson gítarleikari, Róbert Dan Bergmundsson hljómborðsleikari, Stefán Jónsson…

Hinir geðþekku fautar (um 1995)

Hljómsveit sem ber nafnið Hinir geðþekku fautar starfaði undir lok 20. aldarinnar en mun mestmegnis hafa leikið í einkasamkvæmum eins og brúðkaupum innan vinahópsins. Upplýsingar um þessa hljómsveit eru af skornum skammti, hún var líklega virkust á seinni hluta tíunda áratugarins en var endurvakin að minnsta kosti í eitt skipti síðar, árið 2007. Meðal meðlima…

Hinir endalausu (2001-02)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Reykjanesbæ undir nafninu Hinir endalausu upp úr síðustu aldamótum. Sveitin var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppninni Allra veðra von sem fram fór í Vestmannaeyjum snemma árs 2002 en annað er ekki að finna um þessa sveit, s.s. upplýsingar um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér…

Hip Razical (2004-07)

Rokksveitin Hip Razical starfaði á Sauðárkróki snemma á þessari öld og tók tvívegis þátt í Músíktilraunum. Sveitin var stofnuð árið 2004 og lék þá eitthvað opinberlega á heimaslóðum s.s. á Landsmóti UMFÍ sem haldið var um sumarið á Króknum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir skipuðu sveitina í upphafi en hún mun hafa farið í…

Hinn íslenski dvergaflokkur – Efni á plötum

Hinn íslenski dvergaflokkur – Dvergaflokkurinn [ep] Útgefandi: Minningarsjóður Kristjáns Eldjárn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2022 1. Vættir 2. Skuldahalasúpa 3. Óminnishegrinn 4. Hermes – strigaskór 5. Flöskuldur 6. Alkunna Flytjendur: Finnur Bjarnason – [?] Kristján Eldjárn – [?] Sigtryggur Ari Jóhannsson – [?] Stefán Sigurðsson – [?] Guðmundur Stefánsson – [?]

Hinn íslenski dvergaflokkur (1990-92)

Hinn íslenski dvergaflokkur (Dvergaflokkurinn) starfaði innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð á árunum 1990 til 92, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er það sótt til Hins íslenska þursaflokks og það var tónlistin reyndar líka. Það munu hafa verið Finnur Bjarnason söngvari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari sem stofnuðu Hinn íslenska dvergaflokk árið 1990 en…

Hinir vonlausu (1988-89)

Hljómsveitin Hinir vonlausu var unglingasveit sem skipuð var tónlistarmönnum sem sumir hverjir urðu þekktir sem slíkir en sveitin starfaði í Árbænum. Meðlimir sveitarinnar voru Óli Hrafn Ólafsson gítarleikari, Birgir Örn Thoroddsen (síðar Curver Thoroddsen) gítarleikari, Gauti Sigurgeirsson söngvari og Daníel Þorsteinsson trommuleikari, enginn bassaleikari var í sveitinni. Hinir vonlausu mun hafa starfað í um eitt…

Hinir og þessir (1988)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hinir og þessir var skammlíf sveit sem sett var sérstaklega saman fyrir einn dansleik á Bíldudal sumarið 1988. Forsaga málsins var sú að vinnuflokkur frá Dýpkunarfélagi Siglufjarðar var þá staddur við hafnardýpkun á Bíldudal sumarið 1988 og í spjalli þeirra við heimamenn kom í ljós að innan hópsins væru tónlistarmenn, svo…

Hippabandið [1] (1981-82)

Hippabandið var hljómsveit sem starfaði innan Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði snemma á níunda áratug síðustu aldar en sveitin var þó í raun frá Hvammstanga. Hippabandið var líklega stofnuð haustið 1981 sem skólahljómsveit á Reykjum, og voru meðlimir hennar þeir Geir Karlsson gítarleikari, Júlíus Ólafsson söngvari, Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) gítarleikari, Ragnar Karl Ingason bassaleikari…

Afmælisbörn 3. apríl 2024

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari fagnar fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…