Nemendur nýlistadeildar MHÍ - Summer music

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Efni á plötum

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Summer music (x2) Útgefandi: Dieter Roth’s Verlag Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Part 1 and 2 2. Part 3 1. Part 4 2. Part 5 Flytjendur: Ari Kristinsson – [?] Daði Guðbjörnsson – [?] Eggert Einarsson – [?] Eggert Pétursson – [?] Guðmundur Oddur Magnússon – [?] Haraldur Ingi Haraldsson –…

Nemendur nýlistadeildar MHÍ í tónleikaferðalagi

Nemendur nýlistadeildar MHÍ (1979-80)

Innan Myndlista- og handíðaskóla Íslands (MHÍ) var starfrækt á sínum tíma nýlistadeild sem var nokkuð umdeild, reyndar svo mjög að Einar Hákonarson skólastjóri skólans vildi leggja deildina niður (sem var stofnuð 1975 af Hildi Hákonardóttur þáverandi skólastjóra) um 1980 en honum fannst óþarft að innan skólans væri sérdeild fyrir nýlist aukinheldur sem nemendur deildarinnar ættu…

Nerdir

Nerdir (1990)

Hljómsveitin Nerdir úr Reykjavík starfaði 1990 og var þá um vorið skráð í Músíktilraunir Tónabæjar, sveitin virðist þó ekki hafa mætt til leiks af einhverjum ástæðum. Nerdir mun hafa innihaldið sjö meðlimi, þar af söngkonu en engar upplýsingar liggja fyrir um nöfn þeirra. Allar upplýsingar tengdar Nerdum/Nördum væru því vel þegnar

engin mynd tiltæk

Nepall (1992)

Hljómsveitin Nepall frá Selfossi starfaði árið 1992 að minnsta kosti og var þá áberandi á sveitaböllum sunnanlands. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Gunnarsson söngvari, Stefán Hólmgrímsson trommuleikari, Gunnar Ólason gítarleikari og Steinar Erlingsson bassaleikari. Á einhverjum tímapunkti tók Hilmar Hólmgrímsson við af Stefáni bróður sínum, einnig er mögulegt að Nepall hafi innihaldið einn meðlim til viðbótar…

Neol Einsteiger - Heitur vindur

Neol Einsteiger – Efni á plötum

Neol Einsteiger – Heitur vindur …og þá hefst rigningin Útgefandi: Minningarsjóður Péturs Inga Þorgilssonar Útgáfunúmer: HV1 Ár: 1994 1. I don’t want it 2. Hrun 3. Yggdrasill 4. Söngur morðingjans 5. Næturflug 6. Péturslag I 7. Heitur vindur 8. Only want to 9. Doorman 10. I can’t be that hollow 11. Enough money 12. I…

Neol Einsteiger 1994

Neol Einsteiger (1994)

Hljómsveitin Neol Einsteiger var stofnuð gagngert til að gefa út tónlist eftir Pétur Inga Þorgilsson sem lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri. Það voru vinir Péturs sem stóðu að útgáfunni en hann hafði skilið eftir sig mikinn fjölda laga og vildu vinirnir heiðra minningu hans með plötunni Heitur vindur … og þá hefst rigningin.…

Garðar Cortes - Íslenzk einsöngslög I

Afmælisbörn 24. september 2016

Afmælisbörnin eru þrjú í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og sex ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…

Erla Stefánsdóttir

Afmælisbörn 23. september 2016

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Vignir Þór Stefánsson

Afmælisbörn 22. september 2016

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og tveggja ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Nefbrot

Nefbrot (1993)

Hljómsveitin Nefbrot úr Mosfellsbæ starfaði 1993 og lék rokk í þyngri kantinum. Nefbrot var ein þeirra sveita sem lék á tónleikum í Fellahelli undir yfirskriftinni Vaxtarbroddur snemma vors 1993 og stuttu síðar keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Daníel Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Bjarni Ingvar Jóhannsson trommuleikari, Vigfús Þór Hreiðarsson gítarleikari og…

Náttúra – Efni á plötum

Náttúra – Magic key Útgefandi: Náttúra records Útgáfunúmer: NTR 008 Ár: 1972 1. Could it be found 2. Out of the darkness 3. Gethsemane garden 4. Butterfly 5. My magic key 6. Tiger 7. Confusion 8. Since I found you 9. A little hymn for love and peace Flytjendur: Shady Owens – söngur og raddir…

Náttúra 1973

Náttúra (1969-73)

Hljómsveitin Náttúra starfaði á hippa- og progrokktímum um og eftir 1970, var meðal vinsælustu og metnaðarfyllstu sveita þess tíma og gaf út eina plötu sem telst í dag meðal gersema íslenskrar tónlistarsögu. Um það leyti sem Náttúra var stofnuð var mikil gróska og vakning í íslensku rokklífi, frumbítlið hafi kvatt og þróaðri tilraunir með formið…

Náttsól [1]

Náttsól [1] (1985)

Tríóið Náttsól starfaði um nokkurra mánaða skeið í Vestmannaeyjum árið 1985 og lék þar á öldurhúsunum. Meðlimir Náttsólar voru þau Sigurrós Ingólfsdóttir söngkona og gítarleikari, Sigurgeir Jónsson söngvari og gítarleikari og Ruth Reginalds söngkona en sú síðast nefnda bjó um tíma í Vestmannaeyjum. Náttsól starfaði frá því um veturinn og eitthvað fram á sumarið 1985.

engin mynd tiltæk

Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Neistar - Karl Jónatansson

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

engin mynd tiltæk

Neistar [2] (1966-68)

Hljómsveitin Neistar frá Sauðárkróki starfaði um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eini kunni meðlimur sveitarinnar er skagfirski tónlistarmaðurinn Hörður G. Ólafsson gítarleikari sem samdi m.a. Eurovision-framlagið Eitt lag enn og hefur verið í fjölda hljómsveita, en hann mun hafa verið í Neistum um tveggja ára skeið ungur að árum, er tímabilið 1966-68 hrein…

engin mynd tiltæk

Neistar [1] (1964)

Elstu heimildir um hljómsveit að nafni Neistar er að finna frá haustinu 1964 en þá lék sveit með því nafni í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hér er því giskað á að Neistar hafi verið af Austurlandi. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en Sigríður Rockley er auglýst sem söngkona með henni, hún…

engin mynd tiltæk

Neikvæði sönghópurinn (1979)

Neikvæði sönghópurinn var skammlífur kór sem var angi af Kórs Rauðsokka en Ásgeir Ingvarsson var stjórnandi hans. Ekkert bendir til annars en að kórinn hafi einungis verið starfandi í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1979, en hann kom fram opinberlega í nokkur skipti þann stutta tíma.

engin mynd tiltæk

Negatif (1982)

Afar litlar upplýsingar finnast um njarðvísku hljómsveitina Negatíf en hún starfaði árið 1982, jafnvel eitthvað fyrr. Ekkert er að finna um meðlimi sveitarinnar en þeir munu hafa verið þrír, tónlist hennar var að öllum líkindum nýbylgjutengd.

engin mynd tiltæk

Neistar [4] (1975)

Hljómsveitin Neistar starfaði á Patreksfirði árið 1975 en þar með eru allar upplýsingar um sveitina upp taldar. Frekari heimildir um þess vestfirsku sveit óskast sendar Glatkistunni.

Neistar [3] – Efni á plötum

Neistar [3] – Neistaflug Útgefandi: Almenna umboðsskrifstofan Útgáfunúmer: GACD 1 Ár: 1991 / 1996 1. Dúr eða moll 2. Hvirfilvindur 3. Angan vorsins vinda 4. Pínu polki 5. Minning 6. Norðannepja 7. Caparet; syrpa 8. Eva 9. Heartache 10. Love letters in the sand 11. Harbour lights 12. Einn dropi í hafið 13. Red roses…

Linda Gísladóttir

Afmælisbörn 21. september 2016

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Atli Heimir Sveinsson tónskáld er sjötíu og átta ára gamall í dag. Atli Heimir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan tónfræði- og tónsmíðanám í Þýskalandi á árunum í kringum 1960. Hann kom heim að loknu námi og kenndi m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík og…

Sigurjón Kjartansson

Afmælisbörn 20. september 2016

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtug og á því stórafmæli á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Finnbogi Kjartansson

Afmælisbörn 19. september 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Carl Möller píanó- og hljómborðsleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur í gegnum tíðina starfað með fjöldanum öllum af danshljómsveitum, meðal þeirra má nefna Neo tríóið, Sextett Ólafs Gauks, Fimm í fullu fjöri, Hljómsveit Hauks Morthens, Diskó sextett og Sumargleðinni. Carl hefur einnig samið…

Þórarinn Jónsson tónskáld

Afmælisbörn 18. september 2016

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar: Þórarinn Jónsson tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann lést þjóðhátíðarárið 1974, hann er yfirleitt talinn með fyrstu íslensku tónskáldunum. Þórarinn fæddist árið 1900 í Mjóafirði, hann var farinn að gera tilraunir með að semja tónlist barn að aldri en lærði á orgel…

Purrkur Pillnikk 1982

Fréttir af Glatkistunni

Keyrsla nýs efnis í gagnagrunn Glatkistunnar er nú aftur komin í fullan gang eftir rólegheit í sumar, og það sem af er september mánaðar hafa þrjátíu og fjórir flytjendur (hljómsveitir, kórar o.s.frv.) bæst inn í stafina P og N. Þeirra á meðal má nefna þekktari nöfn eins og Purrk pillnikk, Nabblastrengi, P.S. músík [útgáfufyrirtæki] og…

engin mynd tiltæk

Nasasjón (1973-74)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Nasasjón sem lék á böllum á Seyðisfirði og nágrannasveitum 1973 og 74, jafnvel lengur. Eini meðlimur Nasasjónar sem heimildir er að finna um er Magnús Einarsson (Þokkabót o.fl.) en hann lék líkast til á bassa í sveitinni. Upplýsingar um aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

engin mynd tiltæk

Narsissa [2] [útgáfufyrirtæki] (1994-99)

Útgáfufyrirtækið Narsissa var stofnsett í kringum samnefnda hljómsveit sem starfaði innan Hvítasunnuhreyfingarinnar á Akureyri. Narsissa gaf út líklega tvær af þremur plötum hljómsveitarinnar en einnig jólaplötu Erdnu Varðardóttur, Jólanótt, 1999. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri útgáfur á vegum Narsissu.  

Narsissa - Kallið kemur

Narsissa [1] – Efni á plötum

Narsissa [1] – Að komast inn Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: Ris 003A Ár: 1995 1. Guð er að kalla 2. Ein á ferð 3. Það vaknaði líf 4. Bjarg mitt og vígi 5. Þú munt koma Drottinn 6. Elóí Elóí lama sabaktaní 7. Það er ljós í myrkri 8. Barnið mitt 9. Hann er allt…

Narsissa1

Narsissa [1] (1994-97)

Hljómsveitin Narsissa var starfandi innan Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og var skipuð ungum hljómlistarmönnum þar í bæ. Meðlimir sveitarinnar voru Sara Helgadóttir sönkona og kassagítarleikari, Valdimar Júlíusson gítarleikari og söngvari, Ágúst Böðvarsson bassaleikari, Hjörtur Birgisson trommu- og gítarleikari og Erdna Varðardótir söngkona. Ólafur Zophoníasson hljómborðsleikari bættist fljótlega í hópinn. Alli [?] mun einnig hafa verið í…

Nanna Egilsdóttir

Nanna Egilsdóttir (1914-79)

Nanna Egilsdóttir var söngkona og hörpuleikari sem átti viðburðaríka ævi. Nanna fæddist í Hafnarfirði 1914, hún var tvíburasystir Svanhvítar Egilsdóttur sem einnig lagði fyrir sig söng en þær systur lokuðust niðri í Austurríki við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari haustið 1939 en þar voru þær starfandi. Nanna hafði farið 1933 til Þýskalands til að nema söng og…

engin mynd tiltæk

Náttfari [1] (um eða eftir 1930)

Um eða eftir 1930 var starfandi kór á Húsavík undir nafninu Náttfari en hann mun þó ekki hafa verið langlífur. Engar upplýsingar er að finna um Náttfara sem ku hafa verið fremur fámennur kór en meðlimir hans skipuðu síðan kjarnann í Karlakórnum Þrym [2] sem Friðrik A. Friðriksson og fleiri stofnuðu haustið 1933.

engin mynd tiltæk

Nautn (1982)

Árið 1982 virðist hafa verið hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Nautn. Allar upplýsingar um þessa hljómsveit væru vel þegnar.

Naust tríóið

Naust-tríóið (1957-62)

Naust-tríóið var húsband veitingastaðarins Naustsins við Vesturgötu í kringum 1960. Tríóið var skipað erlendum tónlistarmönnum sem höfðu flust hingað á mismunandi tímapunkti en allir höfðu þeir starfað hér um árabil og áttu eftir að gera það áfram enda miklir fagmenn á sínu sviði sem höfðu heilmikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Meðlimir Naust-tríósins voru Carl Billich…

Namm 1991

Namm (1990-96)

Hljómsveitin Namm frá Akureyri var áberandi í skemmtanalífinu norðan heiða en sveitin var hreinræktuð ballhljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og framan af voru meðlimir hennar Viðar Garðarsson bassaleikari (Drykkir innbyrðis o.fl.), Karl Petersen trommuleikari (Opus, Na nú na o.fl.), Hlynur Guðmundsson gítarleikari (Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar o.fl.), Sigfús Arnþórsson hljómborðsleikari (Möðruvallamunkarnir o.fl.) og Júlíus Guðmundsson söngvari…

Name-it

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Gunnar Óskarsson

Afmælisbörn 17. september 2016

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru tvö í þetta skiptið, bæði eru látin: Guðmundur Thoroddsen (1952-96) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn meðlima hljómsveitarinnar Diabolus in musica, sem gaf út tvær plötur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þar lék Guðmundur á hin ýmsu hljóðfæri svo sem píanó, harmonikku, slagverkshljóðfæri og klarinettu auk…

jon-olafsson-kirkjulaek

Afmælisbörn 16. september 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson er sjötíu og sex ára í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið á…

Anna Vilhjálms

Afmælisbörn 14. september 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

andrea-gylfadottir1

Afmælisbörn 13. september 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er fimmtíu og fjögurra ára. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið styrkti hún stöðu sína…

Freymóður Jóhannsson

Afmælisbörn 12. september 2016

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er þrjátíu og sjö ára gamall. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið. Hann hefur…

Nafnið 1975

Nafnið (1970-76)

Hljómsveitin Nafnið starfaði í Borgarnesi um árabil, gerði út á sveitaböllin og var einkum sterk á heimaslóðum. Nafnið var stofnuð í upphafi árs 1970 og var í byrjun fjögurra manna sveit, Vignir Helgi Sigurbjörnsson söngvari og gítarleikari, Kristján Helgason bassaleikari og Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari voru þrír meðlima hennar en nafn þess fjórða er ekki…

Naboens rockband

Naboens rockband (1984-88)

Hljómsveitin Naboens rockband starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar en kom örsjaldan fram opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Már Ólafsson söngvari og gítarleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari, Ægir Sævarsson bassaleikari og Friðrik Jónsson hljómborðsleikari. Naboens rockband hafði verið stofnuð 1984 (jafnvel 1985) en kom fyrst fram á sviði 1988, þá tvívegis.…

Nabblastrengir

Nabblastrengir (1989-90)

Hljómsveitin Nabblastrengir (Umbilical cords) úr Ölduselsskóla í Hafnarfirði hvarf jafnskjótt og hún birtist í íslensku tónlistarlífi en hún sigraði Músíktilraunir og virtust allir vegir færir. Sveitin var stofnuð haustið 1989 í Hafnarfirði en um vorið 1990 mætti hún til leiks í Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar 2 undir nafninu Nabblastrengir (sums staðar ritað Naflastrengir). Valdimar Gunnarsson…

engin mynd tiltæk

Nafnlausa hljómsveitin [5] (2005)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2005. Meðlimir þessarar sveitar voru Sváfnir Sigurðarson, Kjartan Guðnason, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Þórir Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson. Engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

engin mynd tiltæk

Nafnlausa hljómsveitin [4] (2000)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á Akureyri árið 2000. Þetta mun hafa verið sjö manna band sem innihélt tvær söngkonur, Hrönn Sigurðardóttir og Svava Friðriksdóttir önnuðust þann þátt en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Nafnlausu hljómsveitarinnr.

engin mynd tiltæk

Nafnlausa hljómsveitin [3] (1993)

Engar upplýsingar er að finna um Nafnlausu hljómsveitina sem lék á fjölskylduskemmtun á Kirkjubæjarklaustri á þjóðhátíðardaginn 1993, hún gæti líklega hafa verið af svæðinu. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.