Tryggvi Tryggvason [2] (1942-)

Upptökumaðurinn Tryggvi Tryggvason er ekki með þekktstu hljóðversmönnum hér á landi en hann hefur um árabil skapað sér nafn meðal þeirra virtustu í klassíska geira tónlistarinnar og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Tryggvi (skírður Tryggvi Jóhannsson) fæddist á Íslandi 1942 en fluttist þriggja ára með fjölskyldu sinni til Bretlands við stríðslok 1945 en systir…

Tryggvi Tryggvason [1] – Efni á plötum

Tryggvi Tryggvason og félagar – Tryggvi Tryggvason og félagar 1 Útgefandi: Ríkisútvarpið  Útgáfunúmer: RÚV CD 009 Ár: 2003 1. Allt fram streymir 2. Seltjarnarnesið 3. Tárið 4. Ríðum sveinar senn 5. Nú sefur jörðin 6. Kostervalsinn 7. Hrafninn flýgur um aftaninn 8. Hann Árni er látinn í Leiru 9. Rennur sólin úr svalköldum geimi 10. Þrek og tár…

Tryggvi Tryggvason [1] (1909-87)

Söngvarinn Tryggvi Tryggvason var fremur þekktur hér fyrr á árum fyrir söng sinn í útvarpi ásamt félögum sínum, hann kom þó víðar við í sönglist sinni. Tryggvi (Frímann) Tryggvason fæddist 1909 í Gufudal á Barðaströnd en var iðulega kenndur við Kirkjuból, þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og fjölskyldu. Hann lauk kennaranámi og hóf…

Tutto bene (1993)

Tutto bene var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði sumarið 1993. Meðlimir sveitarinnar voru söngkonurnar Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir sem þá höfðu sungið með hljómsveitinni Kandís, Grettir Sigurðsson [bassaleikari ?], Baldur Sigurðarson (Ofur Baldur) hljómborðsleikari og James Olsen trommuleikari.

Tussull (1991-92)

Rokksveitin Tussull starfaði í um eitt ár á höfuðborgarsvæðinu og sendi á þeim starfstíma frá sér eina snældu. Nafn sveitarinnar, sem líklega var stofnuð í Verzló, poppar fyrst upp í fjölmiðlum haustið 1991 en engar upplýsingar finnast þó um hvenær hún var stofnuð nákvæmlega. Meðlimir hennar voru í upphafi Stefán Már Magnússon [gítarleikari?], Arnar Knútsson…

Turnover (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Turnover og gæti hafa verið starfandi í Vestmannaeyjum, hvenær liggur þó ekki fyrir. Hverjir meðlimir þessarar sveitar voru, hvenær hún starfaði og hversu lengi o.s.frv. væru upplýsingar sem væru vel þegnar.

Tunnubandið (1944-45)

Í Vestmannaeyjum við stríðslok var starfandi hljómsveit ungra tónlistarmanna í gagnfræðiskólanum í Vestmannaeyjum, sem sumir hverjir áttu síðar eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið í Eyjum og víðar. Það var vorið 1944 sem þeir Marinó Guðmundsson (kallaður þá Malli skó) trompetleikari, Gísli Hjálmar Brynjólfsson gítarleikari, Guðjón Kristófersson gítarleikari, Guðni A. Hermansen harmonikkuleikari, Björgvin Guðmundsson…

Afmælisbörn 19. apríl 2018

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextug og á því stórafmæli, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrítug á þessum annars ágæta degi og á því sannkallað stórafmæli. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur…

Afmælisbörn 17. apríl 2018

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er fimmtíu og sjö ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur…

Blúsmenn Andreu í Bæjarbíói

Nú halda Blúsmenn í Hafnarfjörð og halda tónleika í hinu frábæra tónleikahúsi, Bæjarbíói við Strandgötu, föstudagskvöldið 20. apríl. Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar, hefur starfað frá árinu 1989. Sveitin er skipuð einvalaliði en auk Andreu skipa sveitina þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Einar Rúnarsson á orgel, Jóhann Hjörleifsson á trommur…

Afmælisbörn 16. apríl 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og sjö ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe…

Afmælisbörn 14. apríl 2018

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól á stórafmæli dagsins en hann er fimmtugur í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá…

Afmælisbörn 13. apríl 2018

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru fjögur í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og fjögurra ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Trítiltoppakvartettinn (1978-79)

Trítiltoppakvartettinn var starfandi árin 1978 og 79, og var eitthvað viðloðandi félagsskapinn Vísnavini. Líklega var frekar um að ræða hljómsveit en söngflokk en meðal meðlima mun hafa verið Kjartan Ólafsson síðar tónskáld. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann spilaði né hverjir aðrir skipuðu sveitina. Á einhverjum tímapunkti 1979 munu hafa verið fimm manns í…

Trípólí tríó (1994-2000)

Hljómsveitin Trípólí tríó (einnig nefnd Tríó Trípólí) starfaði um nokkurra ára skeið og lék mestmegnis á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en svo virðist sem það hafi verið nokkurn veginn á árunum 1994 til 2000, jafnvel með einhverjum hléum. Meðlimir Tríópólí tríós voru þeir Ingólfur Haraldsson söngvari, Sævar…

Troubles (1967-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Troubles var starfrækt á Raufarhöfn á árunum 1967 til 1972. Troubles gerði aðallega út á ballspilamennsku og coverlög þótt sveitin hefði eitthvað frumsamið á prógrammi sínu, þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nærsveitum en fóru líklega víðar yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar lengst af voru Jói Gvendar [?], Stebbi Geira [?]…

Trompet – Efni á plötum

Trompet – Trompet Útgefandi: Hljóðsmárinn ehf Útgáfunúmer: ABCD 001 Ár: 2000 1. Gosh 2. Julys 3. Occasion 4. Not alone 5. Jonah 6. Once in a blue moon 7. Isolated 8. Romantic 9. Open up your eyes 10. My sky Flytjendur: Grétar Þór Gunnarsson – bassi Brynjólfur Snorrason – trommur og slagverk Oddur Carl Thorarensen…

Trompet (1998-2001)

Hljómsveitin Trompet hafði verið starfandi í um tvö ár sem hálfgerður klúbbur þegar hún birtist skyndilega á sjónarsviðinu með plötu aldamótaárið 2000. Meðlimir Trompets, sem vel að merkja var langt frá því að vera lúðrasveit heldur popprokksveit með kristilegu ívafi, voru Grétar Þór Gunnarsson (Gismo) bassaleikari, Oddur Carl Thorarensen söngvari, Jón Örn Arnarson gítarleikari, Einar…

Tromp – Efni á plötum

Tromp – Myndir Útgefandi: Ragnar Karl Ingason Útgáfunúmer: RK 001 Ár: 1996 1. Sælustund 2. Frumskógarlögmálið 3. Söngur um draum 4. Kominn heim 5. Aldrei aftur 6. Alvörublús 7. Geng hér um 8. Stríð 9. Ævintýrin 10. Myndir Flytjendur: Harpa Þorvaldsdóttir – söngur, raddir, píanó og hljómborð Ragnar Karl Ingason – söngur, raddir, gítar, bassi,…

Tromp (1996-98)

Dúettinn Tromp var eins konar tímabundið verkefni, sett saman fyrir útgáfu einnar plötu. Það var Ragnar Karl Ingason frá Hvammstanga sem fékk snemma árs 1996 til samstarfs við sig sextán ára söngkonu, Hörpu Þorvaldsdóttur einnig frá Hvammstanga. Þar sem Ragnar bjó þá á Blönduósi varð samstarfið ekki samfellt en þau komu þó fram í nokkur…

Trúbrot [2] [útgáfufyrirtæki] (1972)

Hljómplötuútgáfan Trúbrot var stofnuð af meðlimum hljómsveitarinnar Trúbrot til að gefa út plötu sveitarinnar árið 1972 en engin plötuútgáfa hér á landi treysti sér til að taka það verkefni að sér vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar en ljóst var áður en upptökur hófust að um dýrustu plötu Íslandssögunnar yrði að ræða. Það voru þeir Gunnar Jökull Hákonarson,…

Trúbrot [1] – Efni á plötum

Trúbrot [1] – Trúbrot Útgefandi: Fálkinn / Shadoks music Útgáfunúmer: SPMA 27 / SHADOKS 125 Ár: 1969 / 2010 1. Sama er mér 2. Hlustaðu á regnið 3. Þú skalt mig fá 4. Við 5. Frelsi andans 6. Konuþjófurinn 7. Byrjenda boogie 8. Elskaðu náungann (byggt á Pílagrímakórnum úr Tannhauser eftir Richard Wagner) 9. Án…

Trúbrot [1] (1969-73)

Hljómsveitin Trúbrot er án nokkurs vafa ein allra þekktasta og áhrifamesta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, hún var aukinheldur fyrsta alvöru súpergrúppa Íslands í anda Blind faith, Bad company, ASIA o.fl. og skildi eftir sig fjölda platna og laga sem sömuleiðis teljast með þeim merkustu hér á landi, platan …lifun hefur t.a.m. oftsinnis skipað sér meðal efstu…

Trómet blásarasveitin (1979-85)

Trómet blásarasveitin var skipuð ungum hljóðfæraleikurum, starfaði um og upp úr 1980 og vakti heilmikla athygli. Sveitin var stofnuð haustið 1979 og starfaði allt til vorsins 1985, alla tíð undir stjórn Þóris Þórissonar. Á þeim tíma hélt hún fjölda tónleika bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni og vakti athygli fyrir framlag sitt, tónskáld eins…

Trygg recordings [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1977-82)

Trygg recordings var hljóðvinnslu- og útgáfufyrirtæki sem hljóðmaðurinn Tryggvi Tryggvason starfrækti í Norwich í Bretlandi, á árunum 1977 til 82 að minnsta kosti. Litlar upplýsingar er að finna um Trygg recordings en nokkrar íslenskar plötur komu út á vegum fyrirtækisins, plöturnar Íslenzk einsönglög með Garðari Cortes og Krystynu Cortes, Íslenzk þjóðlög og ættjarðarlög o.fl. með…

Afmælisbörn 12. apríl 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2018

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og tveggja gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur, Eik…

Afmælisbörn 10. apríl 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu- og fjöllistamaður er sextíu og tveggja ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda áratug…

Afmælisbörn 8. apríl 2018

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og fjögurra ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Afmælisbörn 7. apríl 2018

Þrjú afmælisbörn heiðra þennan dálk Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og þriggja ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og fjögurra ára. Hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari Sigur rósar er fjörutíu og tveggja gamall á þessum dagi, áður en hann…

Tríó Þorvaldar (1957 / 1981-2001)

Tríó Þorvaldar var starfandi í áratugi en það spilaði mestmegnis danstónlist og gömlu dansana. Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari frá Torfastöðum á Fljótsdalshéraði var fyrst með tríó í eigin nafnið sumarið 1957 en þá voru ásamt honum í sveitinni þeir Páll Sigfússon trommuleikari og Önundur Magnússon klarinettuleikari. Þeir félagar léku þá á böllum í sveitinni og þótt…

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…

Tríó túkall (1979-81)

Tríó túkall starfaði í um tvö ár í kringum 1980 og var annar undanfara Hálfs í hvoru. Þau Bergþóra Árnadóttir söngvari og gítarleikari, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson söngvari og gítarleikari og Gísli Helgason söngvari og flautuleikari höfðu kynnst í félagsskapnum Vísnavinum árið 1979 og úr varð samstarf sem þau kölluðu Tríó túkall. Þríeykið starfaði saman í…

Tríó Trausta Thorberg (1961)

Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari starfrækti um tíma tríó í eigin nafni árið 1961. Með honum í tríóinu voru Reynir Jónasson harmonikkuleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Svo virðist sem tríóið hafi ekki starfað lengi.

Tríó Tóta (1982)

Tríó Tóta starfaði árið 1982 á Héraði en var skammlíf sveit. Meðlimir Tríós Tóta voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Andrés Einarsson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari.

Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík (1930-48 / 1957)

Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði um árabil og var mikilvægur íslensku tónlistarlífi en tríóið lék margsinnis í dagskrá Ríkisútvarpsins og kynnti landsmönnum fjölbreytilega klassík á sínum tíma. Tríóið tók líklega til starfa árið 1930, eða um það leyti að Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður. Meðlimir tríósins í upphafi munu hafa verið þeir Karl Heller fiðluleikari,…

Tríó Örvars Kristjánssonar (1969-71)

Á árunum 1969 til 71 starfrækti harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson tríó í eigin nafni en það tríó lék aðallega í Sjálfstæðishúsinu (Sjallanum) á Akureyri. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar hverjir skipuðu tríóið með Örvari en söngkonan Saga Jónsdóttir var söngkona þess.

Tríó Þóru Grétu Þórisdóttur (1996-99)

Djasssöngkonan Þóra Gréta Þórisdóttir starfrækti að minnsta kosti tvívegis tríó í sínu nafni. Fyrra skiptið var árið 1996 og 97 en þá léku með henni Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari en 1999 voru þeir Páll Pálsson bassaleikari og Óskar Einarsson píanóleikari meðspilarar Þóru Grétu.

Tríó Þorvaldar Steingrímssonar (1958)

Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari starfrækti tríó í eigin nafni árið 1958 en engar frekari upplýsingar finnast um þá sveit. Ef einhver lumar á upplýsingum um Tríó Þorvaldar Steingrímssonar má gjarnan senda Glatkistunni þær.

Tríó Þorvaldar Halldórssonar (2001)

Engar upplýsingar er að finna um Tríó Þorvaldar Halldórssonar sem samnefndur söngvari hélt úti árið 2001, hverjir skipuðu það með honum eða hversu lengi. Tríóið mun hafa leikið tónlist trúarlegs eðlis.

Tríóla [1] (1974)

Þjóðlagasveitin Tríóla starfaði í nokkra mánuði árið 1974 í Hafnarfirði. Fyrst um sinn var um kvartett að ræða en meðlimir voru þá Þóra Lovísa Friðleifsdóttir söngkona, Birgir Grímur Jónasson gítar-, banjó- og munnhörpuleikari, Gunnar Friðþjófsson gítarleikari og Friðþjófur Helgason (síðar ljósmyndari) kontrabassaleikari. Þegar fækkaði um einn í Tríólu var það stundum kallað Þjóðlagatríóið Tríóla, að…

Afmælisbörn 5. apríl 2018

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sextíu og sexmm ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Afmælisbörn 4. apríl 2018

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2018

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarssonar) bassaleikari er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…

Afmælisbörn 2. apríl 2018

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fjörutíu og níu ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…