Sveinbjörn I. Baldvinsson (1957-)

Sveinbjörn I. Baldvinsson er öllu þekktari sem rithöfundur en tónlistarmaður en hann hefur þó komið að tónlist sem laga- og textahöfundur auk þess að starfa með hljómsveitum. Sveinbjörn Ingvi Baldvinsson fæddist í Reykjavík 1957 og fór hefðbundna skólagöngu, ekki liggur fyrir hvort hann lærði í tónlistarskóla en hann nam þó eitthvað af Gunnari H. Jónssyni…

Swingtríó Ívars Þórarinssonar (1939-42)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Ívars Þórarinssonar (einnig kallað Sving tríóið) starfaði á árunum fyrir og í kringum heimsstyrjöldina síðar, líklega frá 1939 til 42. Swingtríóið lék einkum í kabarett- og revíusýningum á höfuðborgarsvæðinu og innihélt þá Ívar Þ. Þórarinsson hljómsveitarstjóra og fiðluleikara, Einar B. Waage kontrabassaleikara og Guðmund Karlsson gítarleikara, allir sungu þeir…

Swingbræður [3] (2012)

Swingbræður var að öllum líkindum sönghópur sem var starfræktur á Sauðárkróki (eða nágrenni) árið 2013. Swingbræður komu þá fram á tónleikum ásamt undirleikaranum Stefáni R. Gíslasyni en upplýsingar vantar um meðlimi hópsins og er því hér með auglýst eftir þeim, sem og um nánari tildrög hans.

Swingbræður [2] (2007)

Óskað er eftir upplýsingum um djasssveit sem kom fram vorið 2007 á hátíðarhöldum á Eyrarbakka undir nafninu Swingbræður en þar var haldið upp að öld var liðin frá konungsheimsókn Friðriks 8. Svo virðist sem Swingbræður hafi aðeins komið fram í þetta eina skipti og er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar sem og hljóðfæraskipan hennar.

Swingbræður [1] (1979-80)

Hljómsveitin Swingbræður er flestum gleymd og grafin en hennar hefur verið minnst sem fyrstu hljómsveitar Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Swingbræður var unglingahljómsveit, líklega stofnuð árið 1979 en hún kom fyrst fram í upphafi árs 1980 og vakti þá strax athygli enda hafði hún að geyma kornunga djasstónlistarmenn, 16-18 ára gamla en þá hafði verið eins konar…

Sweet peace (um 1973)

Hljómsveitin Sweet peace starfaði í  Hagaskóla líklega í kringum 1973 eða 74. Um þessa sveit eru fáar heimildir, vitað er að Eggert Pálsson sem síðar varð slagverksleikari var í sveitinni og lék þar líkast til á trommur eða hljómborð en um aðra meðlimi hennar er ekki vitað og er því óskað eftir upplýsingum um þá…

Swingtríó Stefáns Þorleifssonar (1947)

Stefán Þorleifsson harmonikku- og saxófónleikari starfrækti sumarið 1947 litla hljómsveit sem hann kallaði Swingtríó Stefáns Þorleifssonar. Þessi hljómsveit lék meðal annars á dansleik austur á Stokkseyri en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvorki um hverjir spilafélagar hans voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku né hversu lengi hún starfaði. Stefán átti síðar eftir…

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar (1949)

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar var skammlíf sveit sem harmonikkuleikarinn Róbert Þórðarson starfrækti haustið 1949 en þá lék hún á samkomu skáta á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan kvartett, Róbert var um þetta leyti nýkominn til Íslands eftir nokkurra mánaða námsdvöl í Bandaríkjunum og ekki er ólíklegt að hann hafi tekið með sér jazzstrauma…

Afmælisbörn 22. mars 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Afmælisbörn 21. mars 2023

Á þessum degi eru afmælisbörnin fjögur á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út…

Afmælisbörn 20. mars 2023

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og sex ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er níutíu og eins árs gamall í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér…

Self-Pity – ný smáskífa frá Myrkva

Hljómsveitin Myrkvi sendir nú frá sér sína aðra smáskífu á árinu 2023 – Self-Pity en í ársbyrjun kom lagið Draumabyrjun út með sveitinni. Lögin eru af væntanlegri breiðskífu Myrkva (Magnúsar Thorlacius) og Yngva Holm en þeir kumpánar hafa ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina. Týndu árin og hljóðheimur uppvaxtaráranna, sitt hvorum megin við aldamótin, brutust…

Afmælisbörn 18. mars 2023

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands er fimmtíu og eins árs í dag. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral…

Lúðrasveit verkalýðsins býður til stórtónleika í Hörpu

Lúðrasveit verkalýðsins fagnar um þessar mundir sjötíu ára afmæli sínu og hefur af því tilefni blásið til stórtónleika í tónlistarhúsinu Hörpu sunnudaginn 26. mars nk. kl. 14, í Silfurbergi. Sveitin leikur þá undir stjórn Karenar Sturlaugsdóttur og hefur jafnframt verið stofnuð Stórsveit verkalýðsins sérstaklega fyrir þessa tónleika, þá kemur fram með sveitinni góðvinur hennar, Jón…

Afmælisbörn 17. mars 2023

Fimm tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtíu og þriggja ára í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram,…

Fjöll gefa út Festar

Ný hljómsveit, Fjöll, gefur nú út fyrsta lagið sitt á öllum helstu dreifiveitum. Lagið heitir Festar, ljúfsár og seigfljótandi óður til horfinna tíma og rofinna tengsla, og veitir það forsmekkinn að fleiri lögum sem hljómsveitin vinnur að þessa dagana. Þótt Fjöll séu ný hljómsveit byggir hún á gömlum grunni, því þrír meðlimir sveitarinnar, Guðmundur Annas…

Afmælisbörn 16. mars 2023

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Svavar Pétur Eysteinsson (1977-2022)

Svavar Pétur Eysteinsson var fyrst og fremst þekktur sem sóló tónlistamaðurinn Prins Póló, sem reyndar gat orðið að hljómsveit þegar á þurfti að halda en hann var einnig í þekktum sveitum eins og Rúnk og Skakkamanage. Eiginkona Svavars Péturs, Berglind Häsler starfaði oft með honum í tónlistinni en saman urðu þau einnig þekkt fyrir margvísleg…

Svavar Pétur Eysteinsson – Efni á plötum

Múldýrið – Múldýrið [ep] Útgefandi: Skakkamanage Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Kúrekinn á múldýrinu 2. Pulse modulation 3. Pulse modulation beat cancel 4. Sumar á sólbekk Flytjendur: Kristín Jónsdóttir – söngur [?] Svavar P. Eysteinsson – [?] Einar Þór Kristjánsson – [?] Kristinn Gunnar Blöndal – [?] Helgi Örn Pétursson – [?] Viddi [?]…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927)

Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og píanóleikari er fyrst og allra fremst þekktur sem höfundur þjóðsöngs okkar Íslendinga, Lofsöngs (Ó, guð vors lands) en hann galt nokkuð fyrir að búa og starfa erlendis megnið af ævi sinni og því kynntust landsmenn ekki því sem hann hafði fram að færa sem tónskáld fyrr en síðar en hann var…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Efni á plötum

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone ZS 67002 Ár: 1925 1. Idyl 2. Vikivaki 3. Íslenzk rhapsodia Flytjendur: Sveinbjörn Sveinbjörnsson – píanó Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 074 Ár: 1974 1. Ó, Guð vors lands 2. Ingólfs minni 3. Á Sprengisandi…

Svölurnar (1988)

Fáar heimildir er að finna um hip hop dúett (sem líklega hefur verið með allra fyrstu hip hop sveitum landsins) sem bar nafnið Svölurnar en dúettinn kom fram á einum tónleikum (ásamt fleirum) á Zansibar (Casablanca) sumarið 1988 en hlaut afar neikvæða gagnrýni blaðamanns Morgunblaðsins, sem hefur e.t.v. átt þátt sinn í að hann varð…

Svölur (1941-49)

Telpnakórinn Svölur starfaði um nokkurra ára skeið á fimmta áratug síðustu aldar og setti þá heilmikinn svip á sönglíf Reykvíkinga en kórinn kom fram við ýmis hátíðleg tækifæri, t.a.m. á sumardaginn fyrsta sem þá var í hávegum hafður. Það var Jóhann Tryggvason söngkennari við Austurbæjarskóla sem setti Svölurnar á laggirnar haustið 1941 úr úrvali efnilegra…

Svörtu sauðirnir [2] (2008-14)

Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun. Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal…

Svörtu sauðirnir [1] (1992)

Hljómsveit sem bar heitið Svörtu sauðirnir og mun hafa verið starfandi á Akureyri 1992, kom suður til Reykjavíkur síðsumars það sama ár og lék á Amsterdam, þá mun sveitin hafa verið starfandi um tíma fyrir norðan skv. umfjöllun. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir upplýsingum…

Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Svörtu ekkjurnar (1982-84)

Kvennahljómsveit sem bar nafnið Svörtu ekkjurnar starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, sveitin kom töluvert fram á tónleikum í annars nokkuð líflegu tónlistarlífi fyrir norðan á þessum tíma og þess má geta að þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983 þá voru sex aðrar sveitir frá Akureyri í…

Svörfuður (1944-51)

Karlakórinn Svörfuður starfaði á árunum 1944 til 51 í Svarfaðardalnum og var á þeim tíma ómissandi partur af sönglífi Svarfdælinga enda söng kórinn nokkuð oft í heimasveitinni og á Dalvík. Ekki er þó víst að kórinn hafi starfað alveg samfleytt. Svörfuður var stofnaður haustið 1944 á fundi í þinghúsinu á Grund í Svarfaðardal en kórinn…

Svörtu sauðirnir [3] (2010)

Þeir félagar Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni Idol-sigurvegari) og Einar Ágúst Víðisson (Skítamórall o.fl.) komu fram vorið 2010 undir nafninu Svörtu sauðirnir þar sem þeir skemmtu með söng og gítarspili. Ekki liggur fyrir hvort þar var einungis um að ræða eitt eða fáein skipti.

Afmælisbörn 15. mars 2023

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Afmælisbörn 13. mars 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: Baldur Baldvinsson, sem er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann hefur gefið út plötu með Baldvini bróður sínum, sungið í karlakórunum Hreimi og Goða nyrðra auk þess að syngja á plötu Aðalsteins Ísfjörð. (Þórir) Karl Geirmundsson…

Afmælisbörn 12. mars 2023

Á þessum degi eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, Grammy-verðlaunahafi, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og…

Afmælisbörn 11. mars 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Viltu leggja Glatkistunni lið?

Glatkistan hefur nú verið aðgengileg almenningi síðan haustið 2014 og að langmestu leyti án utanaðkomandi stuðnings. Þúsundir lesenda nýta sér vefsíðuna í hverri viku og þess sem þar er að finna enda inniheldur gagnagrunnur síðunnar nú um 5000 umfjallanir um hljómsveitir, kóra, einstaklinga, útgáfufyrirtæki og hvaðeina sem tengist íslenskri tónlist, og auk þess er þar…

Afmælisbörn 10. mars 2023

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…

Afmælisbörn 9. mars 2023

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Svanhildur Jakobsdóttir (1940-)

Söngkonuna Svanhildi Jakobsdóttur ættu allflestir að þekkja en hún söng fjölmörg vinsæl lög á söngferli sínum, fyrst sem söngkona Sextetts Ólafs Gauks og síðar gaf hún út vinsælar barna- og jólaplötur, síðustu áratugina hefur hún hins vegar starfað við þáttagerð í útvarpi og nýtur þar einnig vinsælda. Svanhildur Jakobsdóttir fæddist haustið 1940 í Reykjavík og…

Svanhildur Jakobsdóttir – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Sveinn Þorkelsson (1894-1951)

Sveinn Þorkelsson var kunnur kaupmaður sem hafði söng að áhugamáli og söng í karlakórum auk þess að senda frá sér eina tveggja laga 78 snúninga plötu. Guðbrandur Sveinn Þorkelsson tenórsöngvari fæddist 1894 í Reykjavík. Hann fór til Kaupmannahafnar í verslunarskóla um tvítugt og lærði þá söng þar á sama tíma. Þegar heim var komið hóf…

Sveinstein – Efni á plötum

Sveinstein – Baðstofusaungvar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Bergsveinn Birgisson – söngur og slagverk Steingrímur Birgisson – gítar

Sveinstein (?)

Upplýsingar um dúettinn Sveinstein eru afar takmarkaðar en líkast til var um að ræða stúdíóflipp bræðranna Steingríms og Bergsveins Birgissona, og því hafi sveitin í raun aldrei verið starfandi og þess þá síður spilað opinberlega. Þeir bræður sendu frá sér plötu sem bar nafnið Baðstofusaungvar og eru upplýsingar um hann enn takmarkaðri, Bergsveinn (þekktur rithöfundur)…

Sveinn Þorkelsson – Efni á plötum

Sveinn Þorkelsson – Hjartað og harpan / Tvær vorvísur [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1060 Ár: 1933 1. Hjartað og harpan 2. Tvær vorvísur Flytjendur: Sveinn Þorkelsson – söngur tríó: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Sviss (1982-83)

Hljómsveitin Sviss starfaði um eins árs skeið á höfuðborgarsvæðinu – 1982 og 83 og lék eitthvað framan af á skemmtistöðum eins og Klúbbnum en virðist minna hafa komið fram eftir það. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, trommuleikarinn Ólafur Kolbeins og Axel Einarsson gítarleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar er að…

Sving tríó (1948-49)

Í upphafi árs 1949 var starfrækt í Vestmannaeyjum lítil hljómsveit sem gekk undir nafninu Sving tríó og lék á skemmtun á vegum Leikfélags Vestmannaeyja í samkomuhúsinu í bænum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, jafnvel annað sem ætti heima í umfjölluninni um hana.

Svilar (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Svilarnir en þessi sveit lék á bæjarhátíð á Stöðvarfirði árið 1999, hugsanlega var um að ræða hljómsveit sem lék aðeins í þetta eina skipti opinberlega. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi Svila, hljóðfæraskipan og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Sviknir landpóstar (1999)

Hljómsveitin Sviknir landpóstar frá Norðfirði lék víða um austanvert landið undir lok síðustu aldar, sveitin hætti líklega störfum árið 1999 en átti sér væntanlega nokkra forsögu sem óskað er upplýsinga um. Meðlimir Svikinna landpósta voru þeir Magnús Þór Ásgeirsson gítarleikari, Sigurður Ólafsson bassaleikari, Arnar Guðmundsson Heiðmann gítarleikari og Aðalbjörn Sigurðsson trommuleikari.

Stefán Bjarman (1894-1974)

Stefán Bjarman var fjölhæfur maður, kennari, tungumálamaður, tónlistarmaður og heimsmaður en líklega þekktastur sem þýðandi. Spor hans er víða að finna og þegar kemur að tónlistinni voru það Dalvíkingar og nærsveitungar sem helst fengu að njóta krafta hans. Stefán Árnason Bjarman var fæddur snemma árs 1894 að Nautabúi í Skagafirði en var alinn upp á…

Sigurður Ólafsson [2] (1916-2005)

Sigurður Ólafsson var bóndi í Syðra-Holti í Svarfaðardal og var um tíma öflugur kórstjórnandi og organisti í sveitinni. Sigurður var fæddur að Krosshóli í Skíðadal sumarið 1916 og flutti með fjölskyldu sinni fimmtán ára að Syðra-Holti í Svarfaðardal þar sem hann var lengst af bóndi. Það hafði verið til orgel á æskuheimilinu og á unglingsárum…