Svartfugl [2] (2001)

Árið 2001 var starfrækt hljómsveit undir nafninu Svartfugl. Einu upplýsingarnar sem Glatkistan hefur undir höndum um þessa sveit er að Páll Banine mun hafa verið í henni, hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Svartfugl, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Svartfugl [1] (1998-99)

Djasstríóið Svartfugl starfaði um rúmlega eins árs skeið undir lok síðustu aldar. Svartfugl kom fyrst fram sumarið 1998 þegar tríóið lék á Jómfrúnni lög eftir Cole Porter í eigin útsetningum og Cole Porter var jafnan meginstef sveitarinnar framan af en þeir félagar léku einkum á höfuðborgarsvæðinu og á stöðum eins og áðurnefndri Jómfrú, Múlanum og…

Svanhildur Leósdóttir – Efni á plötum

Svanhildur Sumarrós Leósdóttir – Perlur minninganna Útgefandi: Svanhildur Sumarrós Leósdóttir Útgáfunúmer: SSL cd 01 Ár: 1997 1. Heima á Mýrarlóni 2. Kveðja til farmannsins 3. Hljóðnar dagsins hvinur 4. Vornóttin blíð 5. Mín heimabyggð 6. Stjörnublik 7. Heimkynni bernskunnar 8. Blíðasti blær 9. Dönsum og syngjum 10. Perlur minninganna 11. Bærinn minn 12. Nikkuball 13.…

Svanhildur Leósdóttir (1940-2009)

Nafn Svanhildar Leósdóttur er þekkt um norðanvert landið en hún kom víða við í tónlistarlegum skilningi, samdi bæði lög og ljóð, starfrækti hljómsveitir, var öflug í félagsstarfi  harmonikkuleikara við Eyjafjörð og gaf út plötu í eigin nafni. Svanhildur Sumarrós Leósdóttir fæddist sumarið 1940 á Akureyri en ólst upp á Mýrarlóni sem í dag er vel…

Sveiflubræður [1] (1968)

Hljómsveitin Sveiflubræður var líklega aldrei til sem starfandi sveit og aukinheldur er líklegt að hún hafi fengið nafn sitt fjörutíu árum eftir að hún lék á upptöku í Súlnasal Hótel Sögu. Í raun var hér um að ræða hljómsveit Ragnars Bjarnasonar sem starfaði á Hótel Sögu og var húshljómsveit þar til margra ára. Þeir félagar…

Svartur ís (1998)

Hljómsveitin Svartur ís starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1998 og skartaði þekktum tónlistarmönnum, sveitin lék fönkskotna tónlist á skemmtistöðum borgarinnar og sendi frá sér eitt lag á safnplötu sem fór reyndar ekki hátt. Svartur ís kom fram á sjónarsviðið í mars 1998 en gæti hafa verið starfandi frá því árið á undan, sveitin lék…

Sveiflubræður [2] (2015)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem kom fram í tengslum við messu í Árbæjarkirkju í Reykjavík haustið 2015 undir nafninu Sveiflubræður. Ekkert er að finna um þessa sveit, hvort um var að ræða starfandi sveit eða hvort hún var sett saman einvörðungu fyrir þennan viðburð – því er óskað eftir frekari upplýsingum um það,…

Afmælisbörn 8. febrúar 2023

Afmælisbörnin eru fimm talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og átta ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…

Afmælisbörn 7. febrúar 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og fimm ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 5. febrúar 2023

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2023

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2023

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og sjö ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Afmælisbörn 2. febrúar 2023

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins: Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá…

Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Súellen – Efni á plötum

Súellen – Zom aldrig standzer [snælda] Útgefandi: Súellen Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Magnús Guðmundsson – raddir Magnús Þór Sigmundsson – raddir [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Súellen – Súellen [ep] Útgefandi: Pjesta Útgáfunúmer: PJESTA 4001 Ár: 1987 1. Símon 2. Glaskó 3. Dabbi 4. Sveppalagið Flytjendur: Tómas Tómasson –…

Svalbarði [2] (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um blúshljómsveit sem starfaði árið 2003 og lék þá á tónleikum á vegum Menningarnætur í Reykjavík. Heimild hermir að stór hluti sveitarinnar hafi komið úr Danna og Dixieland-dvergunum sem þá starfaði um svipað leyti og var skipuð fremur ungum tónlistarmönnum en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, nöfn þeirra…

Svalbarði [1] (1997-2000)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir síðustu aldamót undir nafninu Svalbarði, um var að ræða einhvers konar rokksveit. Svalbarði virðist hafa starfað að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000 en hvenær nákvæmlega liggur ekki alveg fyrir, og lék sveitin í fáein skipti opinberlega á stöðum eins og Rósenberg, Kaffileikhúsinu og Gauki á Stöng –…

Svalbarði [4] (2008)

Svalbarði var nafn á djasshljómsveit sem var skammlíf, starfandi árið 2008 og kom líkast til fram opinberlega aðeins fáeinum sinnum. Um var að ræða sjö manna sveit og voru meðlimir hennar allt kunnir tónlistarmenn, þeir Róbert Þórhallsson bassaleikari sem var líklega titlaður hljómsveitarstjóri, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari, Ólafur Hólm trommuleikari, Steinar Sigurðarson…

Svalbarði [3] (2008)

Hljómsveitin Svalbarði var starfrækt utan um samnefndan sjónvarpsþátt sem sendur var út á fyrri hluta árs 2008, frá því snemma um vorið og fram á sumarið – líklega var þar um að ræða tíu þátta röð. Sjónvarpsþátturinn Svalbarði var spjallþáttur í anda bandarískra þátta Jay Leno o.fl. en hann var í umsjá Þorsteins Guðmundssonar grínista.…

Svartamyrkur (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um svartmálmsveit sem starfaði vorið 2004 undir nafninu Svartamyrkur. Svartamyrkur mun hafa spilað eitthvað opinberlega en aðrar upplýsingar er ekki að finna um sveitina og er því óskað eftir þeim, s.s. um starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað. Myndefni er einnig alltaf vel þegið.

Svarta síða skeggið (1998)

Unglingahljómsveit starfaði um tíma í Hafnarfirði undir nafninu Svarta síða skeggið og lék á tónleikum í bænum haustið 1998. Meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal Harðarson en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Svarta síða skeggsins og hljóðfæraskipan.

Svarta María (1972-73)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1972 til 73 að minnsta kosti, undir nafninu Svarta María. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar, fyrir liggur að Haukur Ásgeirsson var í henni og lék að líkindum á gítar, sem og Páll Rúnar Elíson sem hugsanlega var söngvari. Einnig gæti hafa verið meðlimur í sveitinni sem kallaður var…

Svanir [2] (?)

Innan barnastúkunnar Siðsemdar (st. 1891) var um tíma starfræktur drengjakór undir nafninu Svanir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær þessi kór var starfandi en stjórnandi hans var Steinunn Steinsdóttir á Sólbakka í Garði og stjórnaði hún á sama tíma stúlknakór innan stúkunnar sem gekk undir nafninu Liljurnar. Steinunn lést árið 1944 svo ljóst er að…

Svartar sálir (? / 2010-12)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Svartar sálir sem starfaði á Höfn í Hornafirði, annars vegar sem unglingahljómsveit á áttunda áratugnum (á að giska) og hins vegar í kringum 2010. Engar heimildir er að finna um Svartar sálir frá fyrra starfsskeiði hennar utan þess að meðlimir hennar eru sagðir vera Gulli [?] gítarleikari, Milli [?] gítarleikari, Fúsi…

Afmælisbörn 1. febrúar 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Afmælisbörn 31. janúar 2023

Á þessum degi koma sex afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og sex ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2023

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á…

Afmælisbörn 29. janúar 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sex ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Afmælisbörn 28. janúar 2023

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og sex ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Afmælisbörn 27. janúar 2023

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Afmælisbörn 26. janúar 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og þriggja ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Siggi Guðfinns eða Sigurður Kristinn Guðfinnsson…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Sultarleikur (1993)

Sumarið 1993 var skammlíf hljómsveit starfandii á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sultarleikur en hún var einhvers konar afkvæmi sveitar sem þá hafði áður verið starfandi undir nafninu Sultur. Sultarleikur kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega og var skipuð þeim Ágústi Karlssyni gítarleikara, Alfreð Alfreðssyni trommuleikara og Harry Óskarssyni bassaleikara en þeir höfðu allir verið í…

Sumargleðin – Efni á plötum

Sumargleðin – Sumargleðin syngur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 019 Ár: 1981 1. Á ferðalagi 2. Ég fer í fríið 3. Prins póló 4. Því vildirðu ekki koma 5. Ó manstu je je je 6. Ljúfa langa sumar 7. Eitt lítið auganblik 8. Símtalið 9. Bús-áhöldin 10. Hvar ertu 11. Dolores 12. Sumargleðin syngur Flytjendur: Ragnar…

Súersæt [2] (1990)

Hljómsveit starfaði í skamman tíma á Akureyri árið 1990 (frekar en 1991) undir nafninu Súersæt (Suicide). Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Helga Kvam var einn meðlima hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Súersæt [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt (líklega skólahljómsveit tónlistarfólks á grunnskólaaldri) á Norðfirði í kringum 1980, hugsanlega 1981 undir nafninu Súersæt (Suicide). Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, Jóhann Geir Árnason (síðar í Súellen) var trommuleikari hennar en engar aðrar heimildir er að finna um hana.

Supermono (1997)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði árið 1997 undir nafninu Supermono. Hún var þó að öllum líkindum nátengt hljómsveitunum Blome og Lunch og að einhverju leyti skipuð sömu liðsmönnum. Það eina sem liggur fyrir um Supermono er að Ívar Páll Jónsson var gítarleikari sveitarinnar en óskað er eftir upplýsingum um aðra liðsmenn…

Súrheyssystur (1996)

Tríó söngkvenna sem kallaði sig Súrheyssystur skemmti heimamönnum á Þórshöfn á Langanesi í nokkur skipti árið 1996, og kom þá m.a. á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli þorpsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um nöfn þeirra Súrheyssystra en þær sungu að líkindum m.a. stríðsáratónlist í anda Borgardætra og mun nafnið vera…

Súpermódel (2000)

Hljómsveitin Súpermódel keppti í Músíktilraunum vorið 2000 en komst ekki í úrslit enda þurftu þeir að kljást við sveitir eins og 110 Rottweiler hunda (XXX Rottweiler), Snafu og Búdrýgindi á undankvöldinu, tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar Scooter-popp. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson tölvu-, hljómborðs- og bassaheilaleikari, Jónas Snæbjörnsson tölvu-, hljómborðs- og trommuheilaleikari og…

Súkkulaði mono band (1974)

Upplýsingar óskast um hljómsveit unglinga í Garðabær, starfandi árið 1974 eða 75 undir nafninu Súkkulaði mono band. Fyrir liggur að Pétur Jónasson gítarleikari var í þessari sveit en upplýsingar óskast um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem fylgir slíkri umfjöllun.

Spíss (1982)

Hljómsveitin Spíss var pönksveit ungra tónlistarmanna á Norðfirði, stofnuð og starfandi árið 1982 í kjölfar sýningar kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Meðlimir sveitarinnar voru líklega á aldrinum tólf til þrettán ára gamlir og meðal þeirra var Steinar Gunnarsson sem síðar lék á bassa með hljómsveitinni Súellen. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi Spíss.

Súrheysturninn sem hrundi (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Súrheysturninn sem hrundi en hún gæti hafa verið starfandi um miðjan áttunda áratuginn jafnvel fyrr. Ísólfur Gylfi Pálmason og Gústaf Þór Stolzenwald munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari upplýsingum þess efnis.

Afmælisbörn 25. janúar 2023

Átta afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Afmælisbörn 23. janúar 2023

Þessi dagur er vægast sagt fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins er áttatíu og eins árs gömul í dag. Helena gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Hún söng jafnframt inn á fjölmargar plötur…

Afmælisbörn 22. janúar 2023

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést fyrr á þessu ári, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í…

Afmælisbörn 21. janúar 2023

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2023

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…