Afmælisbörn 21. október 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

Sigurjón Brink (1974-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink (Sjonni Brink) var hæfileikaríkur og fjölhæfur listamaður sem hafði um nokkurra ára skeið smám saman verið að skapa sér nafn í tónlistarheiminum þegar hann féll frá aðeins 36 ára gamall, fáeinum dögum áður en lag hans var flutt í undankeppni Eurovision keppninnar hér heima. Hans nánasta fólk ákvað að halda nafni hans…

Sigurður Þórðarson [1] (1895-1968)

Sigurður Þórðarson tónskáld og kórstjórnandi vann mikið og merkilegt starf í íslensku tónlistarsamfélagi um margra áratuga skeið á síðustu öld en hann var m.a. stofnandi og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur auk þess sem hann samdi fjöldann allan af þekktum lögum og tónverkum. Sigurður fæddist vorið 1895 en hann var frá bænum Söndum í Dýrafirði. Segja má…

Sigurjón Steinsson (1929-2017)

Sigurjón Steinsson var harmonikkuleikari, alþýðulistamaður sem lék á dansleikjum á yngri árum, hann tók aftur upp nikkuna á efri árum og gaf þá út plötu með harmonikkutónlist. Sigurjón eða Ninni eins og hann var iðulega kallaður var fæddur í Stíflu í Fljótum 1929 og bjó þar framan af ævi, það var svo árið 1961 sem…

Sigurjón Brink – Efni á plötum

Sigurjón Brink – Sjonni Brink Útgefandi: Sigurjón Brink Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Allt er ekki nóg (Ekkert er of mikið) 2. Flökkuhjartað 3. Brosið þitt lýsir mér leið 4. Lífið er stutt 5. Þú ert falleg 6. Við þráum öll að hefja okkur hátt 7. Skuggaspil 8. Viltu bíða? 9. Kulnuð ást 10.…

Sigurður Þórðarson [1] – Efni á plötum

Óperettan Í álögum (Spellbound: An operette in four acts) – úr óperettuÚtgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 29 Ár: 1957 1. Act one – Scene: The sub-governor‘s home at Dalur 2. Act two – Scene: A warehouse 3. Act three – Scene: In the mountains 4. Act four – Scene: The sub-governor‘s home Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – einsöngur…

Sigurður Skagfield – Efni á plötum

Sigurður Skagfield – Friður á jörðu / Heimir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphon XS 42306 Ár: 1924 / 1928 1. Friður á jörðu 2. Heimir Flytjendur: Sigurður Skagfield – söngur Helge Bonnén – píanó                                      …

Sigurður Skagfield (1895-1956)

Tenórsöngvarinn Sigurður Skagfield er flestum gleymdur í dag enda hefur af einhverjum ástæðum ekki þótt ástæða til að halda nafni hans á lofti með útgáfu safnplatna með úrvali laga hans, sem er undarlegt því Sigurður er sá listamaður hér á landi sem hefur gefið út hvað flestar plötur en hátt í sjötíu 78 snúninga plötur…

Skeint til blóðs (um 1980)

Glatkistan hefur í fórum sínum lista yfir fjöldann allan af einkennilegum hljómsveitanöfnum sem litlar eða engar heimildar finnast um og er hljómsveitin Skeint til blóð, sem var að öllum líkindum pönksveit starfandi í kringum íslensku pönksenuna um 1980, ein af þeim. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar,…

Skattsvikararnir (1994)

Sumarið 1994 starfaði hljómsveit um nokkurra vikna skeið sem bar heitið Skattsvikararnir en sveitin var eins konar undirleikarasveit Sigtryggs Baldurssonar í gervi Bogomils Font. Bogomil Font hafði sungið með Milljónamæringunum áður en Sigtryggur fluttist vestur um haf haustið 1993 en þegar hann kom til Íslands í frí sumarið 1994 stofnaði hann Skattsvikarana sem lék á…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] (1930-)

Dagskrárliðurinn Síðasta lag fyrir fréttir er án nokkurs vafa elsti dagskrárliður útvarps hér á landi en hann hefur verið viðhafður hjá Ríkisútvarpinu nánast frá upphafi stofnunarinnar þótt vissulega hafi það ekki verið alveg samfleytt og án breytinga. Það mun hafa verið á upphafsdögum Útvarpsins, nánar til tekið á sjöunda starfsdegi þess síðla árs 1930 sem…

Síðan skein sól en svo fór að rigna en það er allt í lagi því mér finnst rigningin góð (um 1990)

Þeir lesendur Glatkistunnar sem vita eitthvað um málið mættu gjarnan senda vefsíðunni línu um pönksveit sem starfaði í kringum 1990 undir nafninu Síðan skein sól en svo fór að rigna en það er allt í lagi því mér finnst rigningin góð. Hér vantar allar upplýsingar um sveitarmeðlimi, manna- og hljóðfæraskipan, staðsetningu, starfstíma og annað sem…

Skapti (1969-70)

Hippasveit sem bar nafnið Skapti var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1969-70, jafnvel lengur. Skapti lék á einhverjum samkomum norðan heiða og var skipuð fimm meðlimum, Kristján Pétur Sigurðsson gítarleikari og Helgi Hannesson gítarleikari voru tveir þeirra en ekki finnast upplýsingar um hina þrjá, því er óskað eftir þeim upplýsingum hér með.

Skátar [1] (1987)

Skátar voru skammlíf djasshljómsveit sem starfaði í fáeina mánuði árið 1987. Skátar munu hafa komið fyrst fram um verslunarmannahelgina það árið en sveitin lék þá í Reykjavík, þar voru meðlimir hennar Friðrik Karlsson gítarleikari, Pétur Grétarsson trommuleikara og Birgir Bragason bassaleikari en þeir höfðu sér þá til fulltingis forláta slagverks- eða trommuheila einnig. Ekki liggur…

Afmælisbörn 20. október 2021

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á stórafmæli en hún er fimmtug í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp…

Lame dudes í Húsi Máls og menningar

Blásið verður til tónleika í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í kvöld, mánudagskvöldið 18. október en þá munu Lame dudes stíga á svið og leika eigið efni, nýtt og gamalt í bland við valin kóverlög. Lame dudes skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Jakob Viðar Guðmundsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson bassaleikari, Gauti…

Afmælisbörn 18. október 2021

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Afmælisbörn 16. október 2021

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies…

Afmælisbörn 15. október 2021

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og átta ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Sigurður Ólafsson (1916-93)

Baritón-söngvarinn Sigurður (Jón) Ólafsson er með þekktari söngvurum íslenskrar tónlistarsögu, hann var fjölhæfur í list sinni, söng dægurlög jafnt á við klassík og allt þar á milli og þótti jafn hæfur á allar þær hliðar. Fjöldi platna kom út með söng Sigurðar og mörg laga hans hafa öðlast sígildi og heyrast reglulega spiluð á ljósvakamiðlum,…

Sigurður Ólafsson – Efni á plötum

Sigurður Ólafsson – Hvar varstu í nótt / Litli vin [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 13 Ár: 1952 1. Hvar varstu í nótt 2. Litli vin Flytjendur: Sigurður Ólafsson – söngur hljómsveit Bjarna Böðvarssonar: – Bjarni Böðvarsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Sigurður Ólafsson – Komdu, þjónn / Meira…

Sigurður Þórarinsson (1912-83)

Dr. Sigurður Þórarinsson (1912-83) sem margir hinna eldri muna eftir úr sjónvarpsviðtölum með rauða skotthúfu við eldstöðvar og á jöklum, var jarðvísindamaður og virtur fyrir rannsóknir sínar og fræðistörf, hann ritaði fjöldann allan af fræðigreinum og -bókum og var þekktur sem slíkur en hann var einnig kunnur fyrir sönglagatexta sína sem skipta tugum, margir þeirra…

Sigurður Sigurjónsson – Efni á plötum

Úllen dúllen doff – Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 133 / 794 / SGCD 133 Ár: 1980 / 1992 1. þáttur: Afhending færeyska jólatrésins – Menning og list í Skepnufirði 2. þáttur: Á Sánkti Bernharðssjúkrahúsinu – Öldrunardeildin – Fyrri heimsóknartími – Seinni heimsóknartími 3. þáttur: Húð og hitt – Misminni – Lyfjagjöf…

Sigurður Sigurjónsson (1955-)

Allir þekkja nafn leikarans Sigurðar Sigurjónssonar en hann er meðal ástsælustu leikara Íslandssögunnar og hefur leikið á sviði leikhúsanna, í kvikmyndum og síðast en ekki síst í sjónvarpi og útvarpi þar sem hann var meðal Spaugstofumanna sem nutu mikilla vinsælda. Sigurður er fæddur í Hafnarfirði 1955 og lauk námi í leiklist við Leiklistarskóla Íslands 1976.…

Sigurður Sigurðarson – Efni á plötum

Sigurður Sigurðarson – Lífslög Sigurðar dýralæknis í 60 ár, 1958-2018 … og landslið söngvara (x2) Útgefandi: Sigurður Sigurðarson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2018 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir – söngur Ragnar Bjarnason – söngur Hjördís Geirsdóttir – söngur Álftagerðisbræður: – Sigfús Pétursson – söngur – Gísli Pétursson – söngur – Pétur Pétursson…

Sigurður Sigurðarson (1939-)

Sigurður Sigurðarson fyrrverandi dýralæknir (fæddur 1939 í Bárðardal) er líkast til þekktastur fyrir framlag sitt til sauðfjárveikivarna og fyrir að staðsetja og merkja miltisbrandsgrafir um land allt en hann hefur einnig stuðlað að varðveislu rímna og annars kveðskaps og jafnframt gefið út plötu með frumsömdu efni. Sigurður hefur staðið í fremstu röð rímnaáhugafólks í Kvæðamannafélaginu…

Sigurður Þórarinsson – Efni á plötum

Eins og gengur: söngvísur eftir Sigurð Þórarinsson – Ýmsir Útgefandi: Norræna félagið Útgáfunúmer: NF 001 Ár: 1982 1. Raunasaga úr sjávarþorpi 2. Sofðu rótt 3. Ástarbréf 4. Sem prúðbúin hjarðmey 5. Vögguljóð jöklamæðra 6. Einstæðingsskapur 7. Kom, ljúfasta Hanna 8. Sem ungur og ljós caballeiro 9. Yfir græði og grundum 10. Andvökunótt á Ægissíðu 11.…

Sjö stjörnur án karlkyns (1979)

Óskað er eftir upplýsingum um kvennahljómsveit sem starfaði á Samvinnuskólanum á Bifröst, hugsanlega meðal kennara skólans haustið 1979. Sveitin bar annað hvort nafnið Sjö stjörnur eða Sjö stjörnur án karlkyns og hér er óskað eftir upplýsingum um tilurð hennar, starfstíma, hljóðfæra- og meðlimaskipan o.s.frv.

Skagatríó (um 1974)

Á Akranesi starfaði um skeið hljómsveit sem gekk undir nafninu Skagatríó en sveitin mun hafa orðið til þegar Dúmbó sextett lagði upp laupana. Þeir Reynir Gunnarsson og Ásgeir R. Guðmundsson komu úr Dúmbó en ekki liggur fyrir hver þriðji meðlimur tríósins var, né á hvaða hljóðfæri þeir félagar spiluð Upplýsingar vantar um hversu lengi sveitin…

Skagarokk [tónlistarviðburður] (1989-94)

Þegar minnst er á Skagarokk-tónleikana tengja flestir það við tvenna tónleika sem haldnir voru á Akranesi haustið 1992, annars vegar með Jethro tull, hins vegar Black sabbath. Málið er hins vegar að bæði fyrr og síðar hafa verið haldnir tónleikar á Skaganum undir þessari sömu yfirskrift. Fyrstu svonefndu Skagarokks-tónleikar voru haldnir vorið 1989 í Bíóhöllinni…

Skafti Sigþórsson (1911-85)

Skafti Sigþórsson var fjölhæfur listamaður, fyrir utan að leika á fjölda hljóðfæra og bæði með dans- og sinfóníuhljómsveitum var hann einnig virkur í félagsstarfi tónlistarmanna og textasmiður en fjöldinn allur af þekktum dægurlegatextum eru eftir hann. Skafti Sigþórsson var Þingeyingur, fæddist 1911 en fluttist með fjölskyldu sinni til Akureyrar 1920. Litlar upplýsingar finnast um upphaf…

Sjö systur (1968)

Haustið 1966 æfðu sjö reykvískar systur söngatriði fyrir sjötíu ára afmælisveislu föður síns og fengu sér til aðstoðar Jón Sigurðsson (bankamann) til að leika undir söng þeirra. Jóni leist það vel á söng systranna að hann hafði milligöngu um að þær myndu syngja í tónlistarþættí í Ríkissjónvarpinu haustið 1968, sem þá var tiltölulega nýtekið til…

Skafti og Jóhannes (1968-74)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dúóið Skafta og Jóhannes sem komu fram víðs vegar um sunnan og vestanvert landið á árunum í kringum 1970, heimildir finnast um þá elstar frá 1968 og allt fram til 1974 en þeir gætu hafa starfað mun lengur. Þeir Skafti og Jóhannes komu mest fram í Borgarfirðinum og þar í…

Afmælisbörn 13. október 2021

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Blúskonsert við Laugardalinn 16. október

Laugardagskvöldið 16. október nk. verðu blásið til blúskonserts á Ölveri en þar munu þeir félagar Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þorleifur Gaukur Davíðsson munnhörpuleikari kafa ofan í rætur sínar í blúsnum. Með þeim á sviðinu verða  Andri Ólafsson bassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari. Tónleikarnir í Ölveri hefjast klukkan 21:00 og miða á þá er hægt…

Afmælisbörn 12. október 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2021

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og þriggja ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2021

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Afmælisbörn 9. október 2021

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og þriggja ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins…

Afmælisbörn 7. október 2021

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og fimm ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Sigurður Karlsson (1950-)

Trommuleikarinn Sigurður Karlsson eða Siggi Karls eins og hann var oft nefndur var einn allra besti trymbill áttunda áratugar síðustu aldar á Íslandi, lék með fjölda þekktra hljómsveita og var vinsæll session maður, óregla varð til að hann dró sig alltof snemma í hlé frá trommuleiknum en fjöldi útgefinna platna með leik hans er ágætur…

Sigurður Karlsson – Efni á plötum

Siggi – Veruleiki? Útgefandi: Sigurður Karlsson Útgáfunúmer: Veran SK 01 Ár: 1982 1. Beirút 2. Hvað er maður? 3. Hvert stefnum við? 4. I 5. Beirút í blóma Flytjendur: Sigurður Karlsson – trommur, söngur, upplestur [?] Pálmi Gunnarsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Sigurður Lyngdal (1948-2020)

Sigurður Einar Reynisson Lyngdal (f. 1948) var lengst af kennari við Hólabrekkuskóla, virkur í félagslífi nemenda sinna og áhugamaður um leiklist. Sigurður kom ekkert sérstaklega að tónlist en eftir hann liggja samt sem áður tvær plötur. Í tilefni af fimmtugs afmæli sínu sumarið 1998 sendi Sigurður út boðskort í formi geisladisks sem bar titilinn Í…

Sigurður Nordal – Efni á plötum

Sigurður Nordal og Jón Helgason – Sigurður Nordal og Jón Helgason lesa úr verkum sínum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Parlophone-Odeon CPMA 10 Ár: 1964 1. Sigurður Nordal – Ferðin sem aldrei var farin 2. Jón Helgason – Áfangar / Í vorþeynum / Ég kom þar / Á afmæli kattarins / Lestin brunar / Á fjöllum /…

Sigurður Nordal (1886-1974)

Sigurður Nordal prófessor (1886-1974) var einn mesti fræðimaður 20. aldarinnar á sviði íslenskra fræða og rannsóknir hans, kenningar og greinar og önnur skrif marka ýmis skil í skilningi okkar á sögu okkar Íslendinga, einkum tengdri bókmentum. Þekktustu fræðiverk hans er líklega Íslenzk menning og Íslenzk lestrarbók – Samhengið í íslenskum bókmenntum. Sigurður var ekki aðeins…