Tárið (1969-70)

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap. Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Sven Arve Hovland gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega…

Táningar (1966-68)

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ). Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en…

Taxmenn (1966-68)

Hljómsveitin Taxmenn (væntanlega með skírskotun í bítlalagið Taxman) starfaði í Menntaskólanum á Akureyri og lék á fjölmörgum böllum nyrðra en varð einnig svo fræg að leika í Glaumbæ þegar sveitin fór suður til Reykjavíkur. Meðlimir Taxmanna voru Haukur Ingibergsson gítarleikari, Sigurður G. Ringsted trommuleikari, Kári Gestsson gítarleikari og Stefán Ásgrímsson bassaleikari, sveitin var stofnuð upp…

Tennessee Trans (1994)

Hljómsveitin Tennessee Trans var efnileg sveit og hafði alla burði til að slá í gegn eftir að hafa sent frá sér lag á safnplötu sumarið 1994 sem naut nokkurra vinsælda. Sveitin fylgdi þeirri velgengni hins vegar ekki eftir og gleymdist fljótt í kjölfarið. Nafn Tennessee Trans kemur fyrst upp í tengslum við Músíktilraunir Tónabæjar snemma…

Tempó (1963-67)

Tempó er klárlega meðal þekktustu unglingahljómsveita sem hérlendis hafa starfað en meðlimir hennar voru afar ungir að árum, það er því óhætt að kalla þá félaga barnastjörnur. Sveitin var stofnuð í Langholtsskóla haustið 1963, sveitarliðar voru þá tólf og þrettán ára gamlir og léku mestmegnis á skemmtunum innan skólans. Það voru þau Halldór Kristinsson trommuleikari,…

Tempest (1995-97)

Hljómsveitin Tempest úr Reykjavík var nokkuð áberandi í keppnum hljómsveita í kringum miðjan tíunda áratug síðustu aldar, sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum og einnig í Rokkstokk kepppninni í Keflavík. Ekki liggur fyrir hvenær Tempest var stofnuð en hún komst fyrst á blað í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir sveitarinnar þá voru Davíð Gunnarsson bassaleikari og…

Afmælisbörn 21. nóvember 2017

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 19. nóvember 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er níræður og á því stórafmæli. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er tuttugu og átta ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur, öll nema eitt þeirra eru farin yfir móðuna miklu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er tuttugu og níu ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fjórar breiðskífur, þá síðustu fyrr á þessu ári. Næsta…

Afmælisbörn 15. nóvember 2017

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst var þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Tan (1965)

Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina Tan frá Hornafirði væru vel þegnar. Tan spilaði um verslunarmannahelgina 1965 í Hallormsstað en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, meðlimaskipan hennar eða líftíma.

Talúla (1997)

Tríóið Talúla (Talulla) vakti nokkra athygli fyrir lag sem það átti í kvikmyndinni Blossi: 810551, sem sýnd var í bíóhúsum landsins 1997. Það voru þeir Davíð Magnússon, Ottó Tynes og Þórarinn Kristjánsson sem skipuðu sveitina, og höfðu verið nokkurn tíma í henni þegar platan með tónlistinni úr myndinni kom út. Ekki liggur þó fyrir hversu…

Talisman (1992)

Talisman var hljómsveit, reykvísk að öllum líkindum, sem spilaði í örfá skipti opinberlega vorið 1992. Líklega var um sveit ungs tónlistarfólks að ræða en engar upplýsingar finnast um meðlimi hennar.

Tartarus [1] (1995-96)

Hljómsveitin Tartarus var af Eyjafjarðarsvæðinu og var ein af síðustu dauðarokksveitunum úr þeirri vakningu sem hafði kviknað hér á landi um 1990. Tartarus keppti í Músíktilraunum 1995 en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá verið starfandi um langan tíma, sveitin komst ekki áfram í úrslit en meðlimir hennar voru þá Stefán Ásgeir Ómarsson gítarleikari,…

Tarot (1989)

Hljómsveitin Tarot var skammlíf rokksveit með blúsívafi eins og hún var skilgreind, starfandi sumarið 1989 en það sumar lék sveitin á Rykkrokk tónleikunum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar og eru upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.

Yoshiyuki Tao – Efni á plötum

Yoshiyuki Tao – Yoshiyuki Tao leikur á Yamaha rafmagnsorgel Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 002 Ár: 1975 1. If the rain stop to fall 2. Sakura sakura 3. Ég veit þú kemur 4. Vor við sæinn 5. Besame mucho 6. Last time I saw him 7. Dagný 8. Íslenskt ástarljóð 9. Vegir liggja til allra átta…

Yoshiyuki Tao (1948-)

Japanski orgelleikarinn Yoshiyuki Tao (fæddur 1948) kom hingað til lands haustið 1975 og hélt hér tónleika í Háskólabíói í boði Hljóðfæraverslunar Poul Bernburg en Japaninn var þá á tónleikaferðalagi um Evrópu. Þrátt fyrir að hann dveldi hér einungis í fjóra daga lék hann einnig nokkur lög sem tekin voru upp í Sjónvarpssal, og tók upp…

Tannpína (1993)

Hljómsveit sem bar nafnið Tannpína var starfandi sumarið 1993 og lék þá á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Hér er giskað á að meðlimir sveitarinnar hafi verið fremur ungir að árum en allar upplýsingar um hana óskast sendar Glatkistunni.

Tatarar – Efni á plötum

Tatarar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 541 Ár: 1969 1. Dimmar rósir 2. Sandkastalar Flytjendur: Stefán Eggertsson – söngur Árni Blandon – gítar Jón Ólafsson – bassi Þorsteinn Hauksson – orgel Magnús S. Magnússon – trommur og slagverk Tatarar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 550 Ár: 1970 1. Gljúfurbarn 2. Fimmta boðorðið Flytjendur: Gestur Guðnason…

Tatarar (1968-72)

Hljómsveitin Tatarar vöktu nokkra athygli á tímum blóma- og hippabarna, sveitin sendi frá sér tvær athyglisverðar smáskífur með fjórum lögum og eitt þeirra lifir enn ágætu lífi. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 af nokkrum strákum á menntaskólaaldri, reyndar höfðu þeir félagar starfað undir ýmsum nöfnum frá árinu 1966 s.s. Tacton, Bláa bandið og Dýrlingarnir en…

Tarzan! (1986)

Djasskvartettinn Tarzan! starfaði um nokkurra vikna skeið sumarið 1986 og lék þá m.a. á Hótel Borg í nokkur skipti. Meðlimir Tarzans! voru Sigurður Flosason saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari.

Afmælisbörn 14. nóvember 2017

Einn tónlistarmaður prýðir afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull.

Afmælisbörn 13. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og tveggja ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Fjöldi jólatexta bætist í safn Glatkistunnar

Aragrúa jólalagatexta og -sálma var bætt inn í textaflóru Glatkistunnar rétt í þessu, þá eru vel á annað hundrað slíkra texta á Glatkistuvefnum en ef allir textar eru meðtaldir eru þeir ríflega sjö hundruð talsins. Textasafnið er og verður ekki neitt sérstakt áhersluatriði á Glatkistunni en þó munu af og til bætast við textar eftir…

Heima um jólin

Heima um jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Ég ætla að hengja jólagrein í gluggann og kveikja á jólakertunum. Set bjöllu á útidyrnar, síðan pakka ég inn gjöfunum. Ég skreyti jólatréð svo glitri ljósin skær, því bráðum kemur hann sem stendur hjarta mínu nær. Viðlag Hann verður hjá mér um jólin. Flýttu…

Enn jólin

Enn jólin (Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir)   viðlag Enn jólin. Og alltaf jafn kær. Þetta undir sem frið og birtu okkur fær. Aldrei var grenið svo grænt né glatt yfir litlum krílum. Enn jólin. Og alla tíð hvít. Og í ómældri firð ég stjörnuna lít, hana sem birtuna bar í Betlehem…

Gleðileg jól (allir saman)

Gleðileg jól (allir saman) (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Ætlar þú að setja skó í gluggann þinn? Trúir þú að jólasveinninn líti inn? Notast hann við fjölmörg hreindýr, sem að draga sleðann um, flýgur jólasveinn á sleða um loftin blá? viðlag Gleðileg jól, allir saman, það er komin jólastund. Fögnum öll saman…

Gesturinn

Gesturinn (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Um ómælisgeiminn er ákvörðuð leið, þar agnarsmá jarðstjarna rennur sitt skeið, hún er mannkynsins ógn, hún er mannsandans von og margt fyrir löngu hún hýsti – Mannsins son. Sinn vitjunartíma ei þekkti hún þá, það var tæpast nokkur sem heyrði né sá, sem vísdóm þann nam,…

Snjókorn falla

Snjókorn falla (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Snjókorn falla á allt og alla, börnin leika og skemmta sér. Nú er árstíð kærleika og friðar. Komið er að jólastund. Vinir hittast og halda veislur, borða góðan jólamat. Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins, syngja saman jólalag. Á jólaball við höldum í kvöld, ég ætla…

Jól alla daga

Jól alla daga (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Þegar snjóa fer á fold hverfa grasblettir og mold og brosin breiðast yfir andlit barnanna. Þau smíða hvíta kastala og búa sér til snjókarla, glöð og reif þau una sér í leik og bíða jólanna. viðlag Já ég vildi að alla daga væru jól.…

Rokkað út jólin

Rokkað út jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Kveikjum upp, kyndum vel, kuldalegt er Fróni á. Inni er afar notalegt þó úti blási vindar hafi frá. Verið nú velkomnir, vinir látið sjá ykkur, því hátíð þessa halda skal með hamingjuna á útopnu. Það verður rokkað út öll jólin. Það verður rokk um…

Jólaþankar

Jólaþankar (Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir) Þeir hétu mér hvítum jólum og heiðríkju allt um kring en regndropar rótast niður og rokið þeim blæs í hring. Man ég jól þegar klukkur klingdu. Kvöldið bjart yfir jörðu snjór. Með blikandi stjörnu á bláum himni og bráðum yrði ég stór. Ég trúði á jólasveina…

Vetrarsöngur

Vetrarsöngur (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Er langir vetrarskuggar leggjast yfir þína slóð, og kaldir fingur vindsins slökkva í þér alla glóð, leitar hugur þinn til sumars sem liðið er á braut til minninga sem hverfa líkt og dögg í græna laut? Er vetur – sækir þig heim. Þegar gnauðar vindsins söngur,…

Stjarna

Stjarna (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Ólafur Haukur Símonarson) Stjarna í himinlind. Ó, hve stillt er ljósið þitt! Stjarna líttu inn um gluggann minn börn sem sofa vært. Veittu allri mannkind frið. Stjarna í himinsal! Ó, hve milt er ljósið þitt! Stjarna blessuð jólastjarnan mín! Færðu öllum frið; frið til allra manna, gættu að…

Það eru að koma jól

Það eru að koma jól (Lag / texti: Magnús Kjartansson / Halldór Gunnarsson) Það eru að koma jól, krakkar fara á ról, á austurhimin árroða slær af aðfangadagssól. Svo lifnar landið við með léttum vélarnið er fólk á síðasta snúningi fer um saltað malbikið. Þá hægist aftur um á öllum látunum, búðum lokað, biðin langa…

Manstu það

Manstu það (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Skín úr tímans djúpi ljós í lágum bæ. Litlir fætur skrifa spor í hvítan snæ. Snerting við lítinn lófa er lagðist myrkrið að. Manstu vinur – manstu ekki það. Stjörnuskin í norðurljósaloga lék sitt töfraspil um himinboga. Hljóð og sæl við biðum því að…

Mamma

Mamma (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Þegar líða fer að jólum vakna óskir börnum hjá, já það er alkunn saga. Og ósköp var það líkt hjá okkur stundum hérna í gamla daga. Fullt af óskum þá og draumum eins og nú, sem mátti engum segja. Þeir ólguðu í brjóstinu og skelfing…

Gamli jólasveinn

Gamli jólasveinn (Lag / texti: höfundur óþekktur / Jónas Friðrik Guðnason) Hún laumast stundum inn og klappar létt á kinn. Og kyssir þig og segir, gamli jólasveinninn minn. Með augu full af hlátri og af hrekkjum og af ást. Já, satt er það, þú átt hér inni eitt leyndarmál með dóttur þinni. Bak við allt,…

Verði ég bara heima um jólin

Verði ég bara heima um jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Rétt eins og fleiri í önnum ég er. Endalaust stúss að höndum ber. Mér virðist oft að ég vinni‘ á við tvo. Það gengur svo. Dagurinn alls ekki endist hjá mér. Ógert er fleira en klárað er. Virðist ei nóg…

Snjórinn fellur

Snjórinn fellur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Snjórinn fellur. Sveipar blæju um borg og sveit. Hylur margt það sem miður fer. Mildar flest sem að augum ber. Snjórinn fellur yfir jörðina hægt og hljótt. Og það er líkt og ysinn lægi. Líkt og erillinn strauminn lægi. Snjórinn fellur, og allt er…

Kæri Jóli

Kæri Jóli (Lag / texti: höfundur óþekktur / Jónas Friðrik Guðnason) Gleymdu ekki vinur að gægjast hjá mér á gluggann. Þú veist að ég bíð eftir þér. Já mundu það. Farðu ekki hjá kæri Jóli. Ég bíð og vona. Hetjur og töffarar hrífa ei mig. Nú hugsa ég bara um svein eins og þig. Mundu…

Jól [2]

Jól [2] (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Jól – Nú hljómar aftur þessi sama saga. Jól – Í svörtu myrkri vaknar dýrust rós. Jól – Oss barn er fætt. Og Betlehems á völlum Jól – þar birtist smalamönnum fagurt ljós. Jól – Og við þau gömlu verðum börn að nýju Jól…

Ég hlakka svo til

Ég hlakka svo til (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Bið, endalaus bið sem bara styttist ei neitt. Nú er hver dagur svo lengi að líða. Mér leiðist skelfing að þurfa að bíða. Langt, dæmalaust langt er sérhvert augnablik nú. Ég gæti sagt ykkur sögu ljóta um sumar klukkur er liggja og…

Þú komst með jólin til mín

Þú komst með jólin til mín (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég trúi því ei hve allt er nú breytt. Ég leitaði einhverju að, en aldrei fann neitt. Í vonlausri villu og brasi án enda var ævinni eytt. Ef fengi ég bara að vera í friði þá mátti fólk halda jól…

Jólaómar

Jólaómar (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég stend við opinn gluggann minn og stjörnur skreyta hvelið blátt; og börnin úti byggja í snjónum, henda boltum, hlæja dátt. Er þreytan þau í rúmið rekur raula ég um jólin lágt: Ó, hve allt nú friðsælt er og óm um húsið ber er það…