Spoon (1992-96)

Hljómsveitin Spoon vakti verðskuldaða athygli um miðbik tíunda áratugarins en sveitin sendi þá frá sér plötu og náðu tvö lög hennar miklum vinsældum. Spoon kom jafnframt söngkonunni Emilíönu Torrini á kortið og flestir þekkja feril hennar eftir það. Spoon hafði verið stofnuð 1992 og átti sér rætur í samspili hjá Stefáni Hjörleifssyni í FÍH tónlistarskólanum,…

Spoon – Efni á plötum

Spoon – Spoon Útgefandi: Spoon records Útgáfunúmer: 94JAP016-2 Ár: 1994 1. Da capo 2. Taboo 3. Vibes 4. Tomorrow 5. Awake 6. Brazilian sky 7. Doubts 8. Q no A 9. Observing 10. Adorable 11. So be it Flytjendur: Emilíana Torrini – söngur og raddir Höskuldur Örn Lárusson – gítar, raddir og söngur Friðrik Júlíusson…

Stalla hú (1991-2003 / 2009-11)

Stemmingssveitin Stalla hú skipar stóran sess í hugum Eyjamanna sem fylgdust með handboltanum á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin hélt þá uppi magnaðri stemmingu og stuði á leikjum ÍBV liðsins í handbolta. Ekki liggja fyrir mikla upplýsingar um sveitina sjálfa en hún virðist hafa verið sett á stofn fyrir bikarúrslitaleik Víkinga og ÍBV í…

Staccato (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, líkast til frá Hvolsvelli eða nágrenni sem starfaði vorið 1985 en hún lék þá á dansleik tengdum Héraðsvöku Rangæinga. Hér er giskað á að Friðrik Guðni Þórleifsson hafi jafnvel verið viðloðandi þessa sveit en þar er um tóma ágiskun að ræða. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma…

Stallsystur (1951)

Sönghópurinn Stallsystur var starfræktur um nokkurt skeið vorið og fyrri part sumars 1951 og skemmti þá m.a. í Vetrargarðinum í Vatnsmýrinni þegar þar opnaði um vorið en einnig í nokkur skipti utan hans, s.s. í Tjarnarcafé og víðar um höfuðborgarsvæðið. Stallsystur var söngkvartett sem söng undir stjórn Eddu Skagfield og er líklegt að hún hafi…

SS [útgáfufyrirtæki] (2001-11)

Plötusafnarinn Sigurjón Samúelsson frá Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi stóð fyrir endurútgáfu á efni sem komið hafði út á 78 snúninga plötum fram yfir miðja sjötta áratug síðustu aldar, en hann safnaði þessu efni á eins konar safnplötur á geisladiskaformi og seldi undir útgáfumerkinu SS (S.S.) – þessar plötur voru ýmist helgaðar einstaklingum eða blandaðar flytjendum. Efni…

Spuni BB (1995-98)

Hljómsveitin Spuni BB var eitt af afsprengjum eða útibúum Sniglabandsins þó svo að sveitin væri ekki nema að hluta til úr þeim ranni, sveitin starfaði líklega á árunum 1995 til 98 með hléum og kom fram í nokkur skipti. Nafn sveitarinnar á sér augljósa skírskotun til gjörninasveitarinnar Bruna BB. Fyrstu fregnir af Spuna BB er…

Stalag 17 (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði líklega um eða upp úr 1990, hugsanlega á Norðurlandi undir nafninu Stalag 17. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan hennar, hvenær og hvar hún starfaði auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

SSSpan (1993)

Hljómsveitin SSSpan starfaði um nokkurra mánaða hríð árið 1993 og þótti gera góða hluti í rokkinu, sveitina skipuðu nokkrir ungir menn sem áttu eftir að setja mark sitt á íslenska tónlist. SSSpan var líklega stofnuð snemma árs 1993 og starfaði fram á haust en hún var að nokkru skipuð sömu meðlimum og starfræktu hljómsveitina Xerox…

SSP (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Tálknafirði (og líklega einnig Patreksfirði) sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar undir nafninu SSP (S.S.P.), að minnsta kosti á árunum 1992 og 93. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þegar hún átti lag á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl, sem kom út árið 1992 var…

Spilaborgin [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spilaborgin lék töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins árin 1993 og 94 og hafði á boðstólum blöndu af djassi og blús en einnig frumsamið efni. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þau Ásdís Guðmundsdóttir söngkona, George Grosman gítarleikari, Pétur Kolbeinsson bassaleikari og Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari en flest þeirra…

Afmælisbörn 22. júní 2022

Sex afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á stórafmæli í dag en hún er sextug. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Afmælisbörn 21. júní 2022

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og fimm ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og fimm ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Afmælisbörn 19. júní 2022

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Afmælibörn 18. júní 2022

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Afmælisbörn 17. júní 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Afmælisbörn 16. júní 2022

Þrjú afmælisbörn dagsins koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þau eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal…

Spilafífl (1980-82)

Hljómsveitin Spilafífl starfaði um tveggja ára skeið í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, og var hluti af pönk- og nýbylgjusenunni sem þá stóð sem hæst og kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin sendi frá sér eina smáskífu en hvarf svo af sjónarsviðinu. Spilafífl var líklega stofnuð haustið 1980 og voru meðlimir hennar í…

Spark [3] (2005)

Spark var ekki eiginleg hljómsveit heldur söngtríó þriggja ungra tónlistarmanna (10 og 11 ára) sem höfðu verið við Söngskóla Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, og sendi frá sér plötu haustið 2005. Það voru þeir Hákon Guðni Hjartarson, Guðjón Kjartan Böðvarsson og Snæþór Ingi Jósepsson sem skipuðu Spark og þegar platan sem hlaut Lífið er leikur, kom út…

Spark [3] – Efni á plötum

Spark – Lífið er leikur Útgefandi: Hljóðsmiðjan Útgáfunúmer: SONG-2005 Ár: 2005 1. MSN 2. Sigurlagið 3. Betra líf 4. Orðin 5. Draumur 6. Tjá og tundri 7. Lífið er leikur 8. Fjöllin hafa vakað 9. Hjá þér 10. Við teljum niður 11. Alltaf er fólk á ferð Flytjendur: Hákon Guðni Hjartarson – söngur Guðjón Kjartan…

Squirt [2] (um 2005)

Hljómsveitin Squirt var starfrækt meðal Íslendinga sem voru við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum um eða eftir miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, í kringum 2005. Meðlimir Squirt voru þeir Sveinbjörn Jónasson, Sigurjón Jónsson, Ágúst Þór Ágústsson og Kári Ársælsson, engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan hennar en sá síðast taldi var líkast til söngvari sveitarinnar. Frekari…

Spyss (um 1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Austfjörðum, hugsanlega á Egilsstöðum eða nágrenni um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar, en hún bar nafnið Spyss. Spyss mun hafa verið meðal þátttökuhljómsveita í hljómsveitakeppni í Atlavík einhverja verslunarmannahelgina en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir upplýsingum um nöfn…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Spurs in the fón (1999)

Spurs in the fón var hljómsveit frá Keflavík starfandi 1999 en það haust tók hún þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk sem haldin var í Reykjanesbæ. Lag með Spurs in the fón kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina og er því hér með óskað eftir þeim, meðlima- og hljóðfæraskipan…

Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Spur [1] (1993)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Spur um skamman tíma árið 1993 en breytti svo nafni sínu í Moskvítsj áður en hún keppti í Músíktilraunum þá um vorið en hún hafði árið áður keppt í sömu keppni undir nafninu Auschwitz, ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin gekk undir Spur nafninu en það gætu hafa verið frá fáeinum…

Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það…

SRV (1995)

Hljómsveit sem bar nafnið SRV (sem var skammstöfun á einhverjum blues- eða soul tónlistarmanni sem Glatkistunni hefur ekki tekist að ráða í) var skammlíf sveit sem lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, vorið 1995 á Gauki á Stöng. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Örn Jónsson hljómborðsleikari sem titlaður var hljómsveitarstjóri, bræðurnir Örlygur Smári söngvari og…

Afmælisbörn 15. júní 2022

Í dag eru þrjú afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á stórafmælir en hann er sjötugur í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Afmælisbörn 14. júní 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og fimm ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2022

Hvorki fleiri né færri en sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á…

Afmælisbörn 12. júní 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2022

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og átta ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og fimm ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2022

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður hefði orðið sjötugur í dag en hann lést á síðasta ári. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim…

Spor [1] [útgáfufyrirtæki] (1981-87)

Útgáfufyrirtækið Spor (hið fyrra) var starfrækt í nokkur ár á níunda áratug síðustu aldar og var undirmerki á vegum hljómplötuútgáfunnar Steina í eigu Steinars Berg en var stýrt af Jónatani Garðarssyni . Spori var ætlað að sinna ýmis konar útgáfu innan Steina og meðal fyrstu platnanna voru erlendir titlar með hljómsveitum eins og Matchbox, Bad…

Spaugstofan (1985-)

Grínhópinn Spaugstofuna þekkja flestir Íslendingar enda hafa þeir skemmt landsmönnum með einum eða öðrum hætti í gegnum miðla eins og sjónvarp, útvarp og Internetið ásamt því að hafa sett leiksýningar og skemmtidagskrár á svið og gefið út plötur. Upphaf Spaugstofunnar má rekja til sumarsins 1985 þegar Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson voru fengnir til…

Spaugstofan – Efni á plötum

Spaugstofan – Sama og þegið Útgefandi: Steinar / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: STLP 085 / IT 265 Ár: 1986 / 2007 1. Sama og þegið 2. Spaug 3. Eyrun þín 4. Grín 5. Telpan frá Thailandi 6. Gys 7. Nú verðum við harðir 8. Ó elsku besti Bens 9. Spé 10. Hrjálpartækjabankinn 11. Glens 12. Suðurlandeyjablús 13. Skop 14.…

Sónata [2] (1995-96)

Hljómsveitin Sónata starfaði í kringum útgáfu plötu sem kom út haustið 1995 en sveitin var skipuð menntaskólanemum sem sumir hverjir áttu eftir að koma heilmikið við tónlistarsögu síðar. Tildrög þess að Sónata var stofnuð voru þau að Blönduósingurinn Einar Örn Jónsson sem þá var við nám í Menntaskólanum á Akureyri vildi koma tónlist sinni á…

Sónata [2] – Efni á plötum

Sónata – Hugarflugur Útgefandi: Tvær gylltar Útgáfunúmer: EINAR 001 Ár: 1995 1. Ekki ennþá 2. Syndandi hugarflugur 3. SÁÁ fund sem Finnur… 4. Svefnljóð 5. Mammon 6. Augnablik 7. Veist þú af hverju? 8. Huldumál 9. Einkamál 10. Skáldið 11. Líðum burt Flytjendur: Anna S. Þorvaldsdóttir – söngur og raddir Einar Örn Jónsson – píanó,…

Spor í rétta átt [félagsskapur] (1992-97)

Spor í rétta átt var félagsskapur austur í Vík í Mýrdal en um var að ræða félag harmonikku- og dansunnenda á svæðinu  sem starfaði á árunum 1992 til 97 að minnsta kosti. Félagið var stofnað vorið 1992 og sama haust voru í því á milli fjörutíu og fimmtíu meðlimir sem hlýtur að teljast dágott í…

Spor [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spor og starfaði árið 2004 að líkindum á Norðurlandi, hugsanlega í Skagafirðinum. Líklegt er að Spor hafi verið hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og hafi innihaldið harmonikkuleikara. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Spor [2] [útgáfufyrirtæki] (1993-98)

Útgáfufyrirtækið Spor – hið síðara undir því nafni starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og komu fjölmargir titlar út undir því merki. Spor var stofnað vorið 1993 en það varð með þeim hætti að þegar hljómplötuútgáfan Steinar var komið nánast í þrot leitaði Steinar Berg eigandi þess til aðal samkeppnisaðilans í útgáfubransanum,…

Spitsign (1997-98)

Hljómsveitin Spitsign gegnir stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir í þeirri harðkjarnasenu sem myndaðist hér á landi í kringum aldamótin 2000 en segja má að sveitin hafi að nokkru leyti mótað og rutt brautina fyrir þær harðkjarnasveitir sem á eftir komu, m.a. með þátttöku sinni í Músíktilraunum – hljómsveitin Mínus varð eins konar…

Spottarnir [1] (1983)

Snemma árs 1983 tróð upp eins konar hljómsveit kvenna undir nafninu Spottarnir á Hótel Borg og var þar meðal upphitunaratriða fyrir Egó sem þar hélt tónleika. Ekki liggur fyrir hvort um eiginlega hljómsveit var að ræða eða einhvers konar tónlistargjörning undir lestri ljóða eftir Skáld-Rósu og Látrar-Björgu. Meðlimir Spottanna voru Brynhildur Þorgeirsdóttir sem var vopnuð…

Sport (1996)

Hljómsveitin Sport lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti vorið 1996 og virðist hafa verið fremur skammlíf sveit. Meðlimir Sport voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Páll Úlfar Júlíusson trommuleikari, Stefán Már Magnússon gítarleikari og Ottó Tynes söngvari og gítarleikari en þeir félagar lögðu einkum áherslu á breskt gítarrokk í bland við eigið frumsamið efni.…

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Afmælisbörn 8. júní 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og sex ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…