Bíllinn (1992-93)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Bíllinn eru af skornum skammti en sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins í um eitt og hálft ár að minnsta kosti og kom fram á rokktónleikum tengdum listahátíðum sumrin 1992 og 93. Svo virðist sem Helgi Hauksson [?] og Valtýr Björn Thors [?] hafi verið í Bílnum en…

Auglýsingar

Birnur (1967)

Sönghópurinn Birnur úr Hveragerði starfaði árið 1967 og kom fram í nokkur skipti vorið og sumarið 1967. Birnur skipuðu fimm stúlkur og lék ein þeirra á gítar en annars er engar upplýsingar að hafa um þær. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Birta (1973-75)

Hljómsveitin Birta starfaði í ríflega eitt ár um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lék einkum það sem kallað var „brennivínstónlist“, þ.e. dæmigerða sveitaballatónlist eftir aðra. Sveitin læddi þó einu og einu frumsömdu lagi inn á milli. Birta var stofnuð haustið 1973 af Björgvini Björgvinssyni trommuleikara en auk hans voru í sveitinni Birgir Árnason gítarleikari,…

Birtan hinumegin (1991)

Birtan hinumegin var eins konar nýbylgjusveit frá Húsavík sem starfaði í skamman tíma 1991 og var þá hluti af hinni svokallaðri Húsavíkursenu í rokkinu. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi Pétursson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Haraldur Steingrímsson trommuleikari og Aðalheiður [?] bassaleikari.

Bismarck (1982)

Litlar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bismarck frá Stöðvarfirði en árið 1982 sendi sveitin frá sér plötuna Ef vill. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem blúsrokk en á plötunni var að finna tíu lög sem flest voru eftir Garðar Harðarson einn meðlima sveitarinnar en hann lék á gítar, bassa hljómborð og fleira auk þess að syngja, eitt…

Bismarck – Efni á plötum

Bismarck – Ef vill Útgefandi: Bismarð Útgáfunúmer: BISM 01 Ár: 1982 1. Sumar og sól 2. Anna í Hlíð 3. Sólarlagið 4. Frakkastígurinn 5. Bréfið 6. Skreiðarblús 7. Styrjöldin 8. Togarablús 9. Róninn 10. Hallærisplanið Flytjendur: Jóhann Steindórsson – trommur Magnús Axel Hansen – rafgítar Garðar Harðarson – raf- og hljómgítarar, bassi, hljómborð, munnharpa, söngur…

Bisund (1997-99)

Hljómsveitin Bisund var nokkuð áberandi í harðkjarnasenunni í kringum aldamótin en hún vakti fyrst athygli í Músíktilraunum 1998. Bisund var stofnuð haustið 1997 og fáeinum mánuðum síðar eða vorið 1998 birtist sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir hennar voru þá bræðurnir Andri Freyr Viðarsson gítarleikari og Birkir Fjalar Viðarsson trommuleikari, Ragnar Freyr Magnússon bassaleikari og Agnar…

Bíldudals búggarnir (1986)

Bíldudals búggarnir var hljómsveit sett saman fyrir eina uppákomu á Bíldudal milli jóla og nýárs 1986. Sveitin lék á dansleik ásamt annarri sveit sem einnig var sett saman af þessu tilefni. Meðlimir hennar voru Þórarinn Hannesson söngari, Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Örn Ástvaldsson hljómborðsleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari.

Bíó (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Bíó sem starfaði að öllum líkindum á Akureyri árið 1989, hugsanlega lengur. Hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan, starfstími o.s.frv.

Bíó tríóið (1987-88)

Bíó tríóið starfaði 1987 og 88, og var eins konar húshljómsveit í Bíókjallaranum ásamt hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns sem þá var að stíga sín fyrstu skref. Líklega voru sveitirnar tvær að einhverju leyti skipaðar sömu liðsmönnum en frekari upplýsingar þess efni óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 14. ágúst 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fjörutíu og níu ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2018

Glatkistan hefur þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2018

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og sex ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2018

2018 fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og fimm ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er…

Afmælisbörn 9. ágúst 2018

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og þriggja ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2018

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sextíu og níu ára gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Big nós band (1982-83)

Big nós band var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Pjeturs Stefánssonar tónlistar- og myndlistamanns en hann hóaði saman í hljómsveit þegar kom að því að gefa út plötu. Sveitin sem var stofnuð snemma árs 1982 kom a.m.k. tvisvar fram undir nafninu Stockfield big nose band, m.a. á Melarokki en þegar platan kom út hafði því…

Big nós band – Efni á plötum

Big nós band – Tvöfalt siðgæði Útgefandi: Gallerí Austurstræti 8 Útgáfunúmer: PS 001 Ár: 1983 1. Gribban 2. Fullnægðu mér 3. Ökuþórinn Steindór 4. Bak við gler 5. Get ekki hætt 6. Nýbylgjustöff 7. Mér er sama 8. Íslenskt lag 9. Rythm blues 10. Piano 11. Tvöfalt siðgæði 12. Tónstiginn Flytjendur: Pétur Stefánsson – söngur,…

Bigg-fí-band (1975-77)

Bigg-fí-band var hljómsveit starfrækt á Héraði um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var til að byrja með dúett sem þeir Birgir Björnsson hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson gítarleikari skipuðu. Réttu ári síðan bættust þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari og Þórarinn Rögnvaldsson gítarleikari í sveitina og við þær breytingar færði…

Bikkjubandið (um 1960)

Tríó, hugsanlega harmonikkutríó var starfandi í kringum 1960 og var skipað þremur vinnufélögum af tilraunabúinu að Hesti í Borgarfirðinum. Bikkjubandið lék á dansleikjum í Borgarfirðinum en ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi þess, utan að Birgir Hartmannsson var einn þeirra.

Bilun (1987)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Bilun sem starfaði í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu og tók þátt í hljómsveitakeppni á vegum Menningasamtaka Norðurlands (MENOR) og Svæðisútvarpsins á Akureyri vorið 1987. Sveitin hafnaði í fjórða og síðasta sæti keppninnar. Allar frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Bimbó tríó (1962-65)

Bimbó tríó var unglingasveit starfandi á Selfossi eða nágrenni, líklega á árunum 1962 til 65. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Þórarinsson, Guðmundur Benediktsson og Þorvaldur Guðmundsson. Líklegt er að um hafi verið að ræða svokallaða Shadows-sveit, þ.e. að hún hafi leikið instrumental gítarrokk í anda Shadows. Bimbó tríó kom m.a. fram á tónleikum í Austurbæjarbíói 1963…

Birds (1987-88)

Hljómsveitin Birds (Fuglar) var sett á stofn fyrir tónlistarsýninguna Allt vitlaust, sem sýnd var á Broadway árið 1987. Það voru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rúnar Georgsson og Stefán S. Stefánsson saxófónleikarar og Gunnar Þórðarson gítarleikari sem skipuðu Birds en Gunnar var jafnframt hljómsveitarstjóri. Söngvarar í sýningunni…

Birgir & the Mind stealers (1997)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um flytjanda sem gaf út fimm laga plötu haustið 1997 til styrktar Geðhjálp undir nafninu Birgir & the mind stealers. Platan hlaut nafnið Who is stealing my mind? og innihélt m.a. gamla ELO / Olivia Newton John smellinn Xanadu í tveim útgáfum. Ýmsir nafnkunnir tónlistarmenn komu við sögu á plötunni…

Birgir & the Mind stealers – Efni á plötum

Birgir & the mind stealers – Who is stealing my mind? [ep] Útgefandi: Geðhjálp Útgáfunúmer: GH001 Ár: 1997 1. Spooky 2. Baby loves 3. Xanadu-today 4. Haunted 5. Xanadu-oldy’s Flytjendur: Birgir [?] – söngur og tal Ester Jökulsdóttir – söngur Þórður Guðmundsson – bassi Hafþór Guðmundsson – trommur Siggeir Pétursson – raddir Njáll Þórðarson –…

Birgir Hartmannsson (1937-)

Birgir Hartmannsson er kunnur harmonikkuleikari og hefur leikið bæði einn og með hljómsveitum sem slíkur. Birgir fæddist 1937 í Fljótum í Skagafirði og bjó nyrðra þar til hann fluttist á Suðurlandið um 1960. Hann var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og starfaði við bústörf, fangavörslu og fleira. Birgir heillaðist snemma af harmonikkunni og eignaðist sína…

Birgir Helgason – Efni á plötum

Kór Barnaskóla Akureyrar – Árstíðirnar & Siggi og Logi Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T10 Ár: 1973 1. Árstíðirnar (söngleikur e. Jóhannes úr Kötlum – tónlist e. Birgi Helgason) 2. Siggi og Logi (saga í ljóðum e. Margréti Jónsdóttur – tónlist e. Sigfús Halldórsson) Flytjendur: Kór Barnaskóla Akureyrar – söngur undir stjórn Birgis Helgasonar Björg Gísladóttir –…

Birgir Helgason (1934-)

Birgir Helgason hefur gegnt stóru hlutverki í akureysku tónlistarlífi í gegnum árin en hann stjórnaði m.a. Kór Barnaskóla Akureyrar í áratugi. Birgir Hólm Helgason fæddist 1934 á Akureyri, lærði ungur á orgel, fyrst hjá Þorsteini Jónssyni og síðan Jóni Áskelssyni og fleirum áður en hann gekk í Tónlistarskólanna á Akureyri, þar sem hann nam einnig…

Birgir Marinósson (1939-)

Tónlistarmaðurinn Birgir Marinósson var um tíma nokkuð áberandi í norðlensku tónlistarlífi en hann starfaði þá með hljómsveitum og var þekktur textahöfundur. Birgir er frá Árskógsströnd í Eyjafirði (fæddur 1939) en hefur lengst af búið á Akureyri. Hann starfaði fyrst með hljómsveitum við Samvinnuskólann á Bifröst í kringum 1960, lék á gítar og víbrafón og lék…

Birgir Gunnlaugsson (1956-)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, m.a. starfrækt hljómsveit í eigin nafni og komið á fót krakkasönghópnum Rokklingunum sem naut mikillar hylli um og upp úr 1990. (Gunnlaugur) Birgir Gunnlaugsson er fæddur 1956 og var snemma farinn að syngja og spila á gítar. Hann lék með fjölda sveita s.s. Fjörkum, Tríói…

Birkir Þór Guðmundsson (1964-)

Birkir Þór Guðmundsson (f. 1964), oft kallaður rokkbóndinn, sendi árið 1997 frá sér fjögurra laga plötuna Á afskekktum stað en titill plötunnar vísar til heimabyggðar hans á Ingjaldssandi en Birkir er þaðan. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tónlistarferil Birkis utan þess að hann tróð upp stöku sinnum í fjárhúsunum heima hjá sér á Hrauni…

Afmælisbörn 6. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sextíu og níu ára í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað með…

Afmælisbörn 5. ágúst 2018

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er sjötíu og sex ára gamall. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars Ragnarssonar…

Afmælisbörn 3. ágúst 2018

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sextíu og fimm ára. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90, hefur hann mestmegnis…

Afmælisbörn 2. ágúst 2018

Í dag kemur eitt tónistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 1. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og eins árs gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…

Afmælisbörn 31. júlí 2018

Glatkistan hefur tvær tónlistarkonur á skrá sinni á þessum degi, þær eru nöfnur: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og þriggja ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með…

Big band Brútal (1998-2001)

Hljómsveitin Big band Brútal var angi af Tilraunaeldhúsinu sem var áberandi í kringum aldamótin síðustu en sveitin lék einhvers konar tilraunakennda raftónlist. Meðlimir sveitarinnar sem stofnuð var 1998, voru Böðvar Yngvi Jakobsson (Böddi Brútal) söngvari, Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) trommuleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari, Arnþrúður Ingólfsdóttir tölvu og hljómborðsleikari og Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) sampler-…

Big band FBM (1990)

Big band FBM (félags bókagerðarmanna) var skammlíf sveit, líklega sett saman fyrir eina samkomu vorið 1990. Sveitin lék þá undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, en meðal meðlima hennar auk Magnúsar sem lék á píanó má nefna Guðmund Steinsson trommuleikara og Braga Einarsson klarinettuleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri liðsmenn Big band FBM.

Big band FÍH [1] (1969-75)

Big band FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna) hið fyrra starfaði á árunum 1969 til 75 en þá lognaðist starfsemin niður sökum bághags fjárhags og verkefnaskorts. Sveitin var stofnuð innan félagsins af Sæbirni Jónssyni og Magnúsi Ingimarssyni, og var sá fyrrnefndi líklega stjórnandi hennar allan tímann. Big band FÍH lék reglulega á stærri tónleikum í Háskólabíói og…

Big band FÍH [2] (1984-)

Ekkert big band hafði verið starfandi innan FÍH frá árinu 1975 þegar sveit tók til starfa undir því nafni 1984. Það var í reynd sama sveit og hafði verið starfrækt undir nafninu Big band ´81 og Big band Björns R. Einarssonar en nafni hennar var breytt 1984. Starfsemin til þessa dags hefur ekki verið alveg…

Big band Guðmundar Thoroddsen (1985)

Big band Guðmundar Thoroddsen lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, á þorrablóti Íslendinga í Amsterdam í Hollandi 1985. Sveitin var að öllum líkindum sett saman fyrir þetta eina gigg en meðlimir hennar voru sagðir Kjartan [?] bassaleikari, Guðmundur Óli [?] söngvari, Ingveldur [?] söngkona, Jóhanna [?] söngkona, Vilberg [?] píanóleikari, Hróðmar [?] gítarleikari og Ragnar…

Big band Jazzklúbbs Akureyrar (1991-93)

Upplýsingar um Big band Jazzklúbbs Akureyrar eru af skornum skammti en svo virðist sem það hafi verið starfrækt að minnsta kosti um tveggja ára skeið norðan heiða. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, hversu stór hún var, hve lengi hún starfaði og hver hélt utan um stjórnina.

Big band Lúðrasveitar Akureyrar (1991-96)

Big band starfaði innan Lúðrasveitar Akureyrar á tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega en það var a.m.k. 1991 og 96, ekki er einu vinni víst að hún hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Atli Guðlaugsson var stjórnandi lúðrasveitarinnar og allt eins líklegt að hann hafi einnig stýrt big bandinu, upplýsingar…

Big band Rafns Sveinssonar (1986)

Árið 1986 var starfrækt hljómsveit sem bar heitið Big band Rafns Sveinssonar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar líkur eru á að um Rafn Sveinsson trommuleikara á Akureyri sé að ræða. Frekari upplýsingar óskast um Big band Rafns Sveinssonar.

The Big blue (1995-96)

Unglingahljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu The Big blue veturinn 1995-96, jafnvel lengur, og lék frumsamið efni á tónleikum. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til ársins 1989 að minnsta kosti. Aðrir stjórnendur voru Stefán S. Stefánsson og Árni Scheving, hugsanlega…