Söngfélag Vestmannaeyja (1894-1904)

Söngfélag Vestmannaeyja var einn fyrsti kórinn sem starfaði í Vestmannaeyjum en þá var þar fyrir kirkjukór Landakirkju sem Sigfús Árnason stjórnandi söngfélagsins (og organisti kirkjunnar) stjórnaði reyndar einnig en sá kór hafði verið starfandi í um fimmtán ár. Söngfélagið var stofnað haustið 1894 af Sigfúsi og voru um tuttugu manns sem skipuðu kórinn í upphafi…

Söngfélag Þorlákshafnar [2] (um 1950)

Í kringum 1950 var starfandi söngfélag eða kór undir nafninu Söngfélag Þorlákshafnar um nokkra hríð en um það leyti var þorpið Þorlákshöfn að myndast. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta söngfélag eða eðli þess en Þorlákshöfn byggðist hratt á sjötta áratugnum og er ekki ólíklegt að það hafi verið starfrækt um nokkurra ára…

Söngfélag Þorlákshafnar [1] (um 1900)

Söngfélag var starfandi í Þorlákshöfn um aldamótin 1900 en á þeim tíma hafði engin þorpsmyndun átt sér stað á svæðinu heldur voru þarna verbúðir og var söngfélagið liður sjómanna í því að stytta sér stundir milli róðra í verbúðarlífinu. Reyndar munu tómstundirnar hafa stundum hafa verið öllu meiri en menn vonuðust til þegar veðurfar leyfði…

Söngfélag Vopnafjarðar (1968-80)

Söngfélag Vopnafjarðar starfaði með hléum um ríflega áratugar skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar, heimildir eru um söngstarf á Vopnafirði árið 1968 og er líklegt að þá hafi félagið starfað undir leiðsögn Árna Ingimundarsonar sem kom reglulega frá Akureyri til að kenna söng. Árið 1972 tók Haukur Ágústsson við söngstjórninni og starfaði söngfélagið…

Söngfélag Vonarinnar (1897)

Söngfélag Vonarinnar var starfrækt innan góðtemplarastúkunnar Vonarinnar nr. 15 í Keflavík en félagið var stofnað árið 1897 af Jóni Þorvaldssyni. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði, hversu stórt það var eða hvort það söng eingöngu á samkomum stúkunnar eða utan hennar einnig, þá vantar einnig upplýsingar um hvort Jón þessi Þorvaldsson stjórnaði sjálfur söngnum…

Söngfélag Vestur-Húnvetninga (1968-69)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um blandaðan kór sem gekk undir nafninu Söngfélag Vestur-Húnvetninga og starfaði á árunum 1968 og 69 hið minnsta, vorið 1969 virðist félagið hafa komið fram á bændaviku Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og sungið bæði sem karla- og kvennakór auk þess sem tvöfaldur kvartett karla kom þar fram. Söngstjóri var Sveinn Kjartansson en…

Söngfélag Verslunarskólans (1932-39)

Heimildir eru um að söngstarf hafi verið fyrir hendi innan Verzlunarskóla Íslands síðan laust eftir 1930 og nokkuð samfleytt næstu áratugina á eftir, framan af voru þessir kórar kallaðir Söngfélag Verslunarskólans og miðast sú nafngift við þessa umfjöllun til 1940 en eftir seinna stríð virðist vera komin sú hefð á að tala um Kór Verslunarskólans…

Söngfélag Vestdalseyrar (1897-1900)

Söngfélag var starfrækt á Vestdalseyri undir lok 19. aldarinnar en Vestdalseyri var lítið þorp við norðanverðan Seyðisfjörð og bjuggu þar um þetta leyti á annað hundrað manns. Söngfélag Vestdalseyrar hafði líklega verið starfandi um nokkurt skeið árið 1897 en þá hélt það samsöng til styrktar byggingu spítala á Seyðisfirði, stjórnandi söngfélagsins var Halldór Vilhjálmsson organisti…

Söngfélag Þorlákshafnar [3] – Efni á plötum

Kórar og lúðrasveitir í Þorlákshöfn – ýmsir Útgefandi: Söngfélag Þorlákshafnar Útgáfunúmer: THOR1 Ár: 1998 1. Söngfélag Þorlákshafnar – Þorlákshöfn 2. Skólalúðrasveit Þorlákshafnar – Crystal march 3. Skólakór Þorlákshafnar – Ave Maria 4. Lúðrasveit Þorlákshafnar – Í skrúðgöngu 5. Söngfélag Þorlákshafnar – Hvað dreymir þig? 6. Söngfélag Þorlákshafnar – Svalan mín 7. Skólalúðrasveit Þorlákshafnar – Hafið…

Afmælisbörn 7. júní 2023

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og sjö ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2023

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og sjö ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2023

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtugur í dag og fagnar því stórafmæli. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Afmælisbörn 4. júní 2023

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sex talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og sex ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Afmælisbörn 3. júní 2023

Eitt afmælisbarn úr íslenskri tónlistarsögu er á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Afmælisbörn 2. júní 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrsta afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og þriggja ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Afmælisbörn 1. júní 2023

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…

Afmælisbörn 31. maí 2023

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og níu ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og fjögurra ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Afmælisbörn 28. maí 2023

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2023

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Afmælisbörn 26. maí 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og þriggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælibörn 25. maí 2023

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og fimm ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Söngfélag Stóra-Núpskirkju (1954-)

Söngfélag Stóra-Núpskirkju (Kirkjukór Stóra-Núpskirkju) er um margt merkilegur kór en hann hefur starfað samfellt frá árinu 1954. Söngfélag Stóra-Núpskirkju var stofnað haustið 1954 og var alla tíð hugsað sem blandaður kirkjukór við Stóra-Núpssókn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það var Kjartan Jóhannesson organisti við kirkjuna sem stofnaði kórinn sem strax hafði að geyma tuttugu og átta…

Söngfélag Stóra-Núpskirkju – Efni á plötum

Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna – Ó, syng þínum Drottni: Sálmar séra Valdimars Briem Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2015 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna – söngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur Þorbjörg Jóhannsdóttir – orgel Haukur Guðlaugsson – orgel

Söngfélag Sólheimakapellu (1962)

Lítill kirkjukór, Söngfélag Sólheimakapellu var stofnaður snemma árs 1962 en þá hafði kapellan á Sólheimum í Mýrdal nýverið verið vígð og tekin í gagnið, fjórtán meðlimir voru stofnfélagar í þessu söngfélagi en um var að ræða blandaðan kór. Ekki var messað reglulega við Sólheimakapellu og því hefur söngstarfið líkast til verið nokkuð stopult og varla…

Söngfélag Skagfirðinga (1894)

Litlar upplýsingar er að finna um kór eða söngfélag sem gekk undir nafninu Söngfélag Skagfirðinga og var stofnað árið 1894. Líkur eru á að söngfélag þetta hafi staðið fyrir sönguppákomum á héraðs- og sýslufundum Skagfirðinga (sem síðar var kallað Sæluvika) og jafnvel sungið á öðrum samkomum nyrðra en heimildir eru afar takmarkaðar og því er…

Söngfélag stúdenta (1910-11)

Veturinn 1910 til 11 var starfandi í Reykjavík söngfélag sem gekk undir nafninu Söngfélag stúdenta og virðist ekki hafa verið það sama og Söngfélag Latínuskólans sem þá hafði verið starfrækt í mismunandi myndum í áratugi. Það var Sigfús Einarsson tónskáld sem stjórnaði þessu söngfélag og hélt það að minnsta kosti eina tónleika í Bárubúð, um…

Söngfélag ungtemplara (1913-14)

Söngfélag ungtemplara var starfrækt veturinn 1913 til 14 undir stjórn Hallgríms Þorsteinssonar en sá kór var skipaður um 40-50 börnum á unglingsaldri og hélt að minnsta kosti tvenna tónleika vorið 1914. Hér er giskað á að um hafi verið að ræða sameiginlegt söngfélag allra ungmennastúkanna í Reykjavík en slíkt söngfélag hafði einnig verið sett saman…

Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur (1908-09)

Sameiginlegt söngfélag starfaði á vegum ungmennafélaganna Iðunnar (sem var stúlknaungmennafélag) og UMFR (Ungmennafélags Reykjavíkur – sem var líklega eingöngu skipað drengjum) um eins árs skeið, frá vorinu 1908 til 1909. Félögin tvö áttu um þetta leyti í margs konar samstarfi s.s. skemmtiferðir, íþróttasýningar og fleira og var söngfélagið angi af því starfi. Engar upplýsingar er…

Söngfélag Ungmennafélags Reykjavíkur (1909-10)

Innan Ungmennafélags Reykjavíkur (UMFR) var söngfélag drengja starfandi veturinn 1909 til 10 en UMFR hafði veturinn á undan starfrækt sameiginlegan söngflokk í samstarfi við ungmennafélagið Iðunni, sem gekk undir nafninu Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Stúlkurnar í Iðunni (sem var kvennaungmennafélag) virðast ekki hafa haft áhug á áframhaldandi samstarfi og því stofnaði UMFR sér…

Söngfélag Súgfirðinga (1911-12)

Söngfélag var starfrækt á Suðureyri við Súgandafjörð veturinn 1911 til 12 og hugsanlega lengur. Félag þetta var allstórt, skipað um þrjátíu til fjörutíu manns – mestmegnis ungu fólki en kórinn hélt tónleika um vorið 1912. Ekkert liggur fyrir um hver annaðist söngstjórn í félaginu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta söngfélag.

Söngfélag Stykkishólms (1878-88)

Kór eða söngflokkur var starfandi í Stykkishólmi um áratugar skeið undir lok 19. aldar, undir nafninu Söngfélag Stykkishólms en bókbindarinn Guðmundur Guðmundsson var stofnandi þess og söngstjóri. Söngfélag Stykkishólms var stofnað árið 1878 til að syngja á milli atriða á leiksýningum sem leikfélagið í bænum setti upp en það var stofnað um svipað leyti. Guðmundur…

Söngfélag Verslunarmannafélags Reykjavíkur (1922-23)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem starfaði innan VR á fyrri hluta þriðja áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1922 og 23 undir nafninu Söngfélag Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Síðarnefnda árið skemmti söngfélagið á samkomu hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta félag, hversu lengi það starfaði, hversu stórt það var…

Afmælisbörn 24. maí 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og fimm ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Afmælisbörn 22. maí 2023

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörutíu og átta ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Miserable people – ný smáskífa Myrkva

Þriðja smáskífa dúósins Myrkva af væntanlegri breiðskífu er nú komin út en smáskífan ber heitið Miserable people og mætti skilgreina tónlistina sem þægilegt indí-gítarpopp, skífan er nú aðgengileg á streymisveitum og sem myndband á Youtube. Þetta nýjasta Myrkvaverk er grúví smellur og löðrandi af ádeilu. Hið vansæla fólk virðist skemmta sér vel, þar til tónlistin…

Afmælisbörn 20. maí 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Afmælisbörn 19. maí 2023

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og sjö ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Afmælisbörn 18. maí 2023

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og sex ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík (1972-)

Kór sá sem iðulega er kallaður Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík eða Skaftfellingakórinn hefur starfað í áratugi og er að mestu skipaður brottfluttum Skaftfellingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu. Kórinn hefur gefið út nokkrar plötur og hefur margsinnis farið í söngferðir á átthagaslóðir og víðar. Söngfélag Skaftfellinga var stofnað innan Skaftfellingafélagsins árið 1972 af Jóni Ísleifssyni en Skaftfellingafélagið…

Söngfélag Sigtryggs Guðlaugssonar (1879-88)

Sigtryggur Guðlaugsson prestur og framámaður í ýmsu s.s. tónlistarmálum og stofnaði m.a. ungmennaskóla á Núpi í Dýrafirði sem síðar varð að héraðsskóla, starfrækti á yngri árum á æskuslóðum sínum í Garðsárdal í Öngulsstaðahreppi söngfélag sem hér er kennt við hann en gæti allt eins hafa borið nafnið Söngfélag Öngulsstaðahrepps eða hafa verið nafnlaust. Félagið stofnaði…

Söngfélag Siglufjarðar (1958-63)

Söngfélag Siglufjarðar var hluti af öflugu söng- og tónlistarstarfi því sem var í gangi á Siglufirði í kringum 1960 en þá störfuðu einnig í bænum Karlakórinn Vísir og Lúðrasveit Siglufjarðar auk þess hljómsveitin Gautar var þar afar vinsæl. Söngfélag Siglufjarðar varð til fyrir tilstuðlan Sigursveins D. Kristinssonar sem þá var nýfluttur til Siglufjarðar og hann…

Söngfélag Seyðisfjarðar (1880-1900)

Söngfélag, fleiri en eitt starfaði á Seyðisfirði laust fyrir aldamótin 1900 og gengu að líkindum flest eða öll undir nafninu Söngfélag Seyðisfjarðar. Árið 1880 stofnaði Valdimar Blöndal slíkt söngfélag og stjórnaði því en ekki liggur fyrir hversu lengi það starfaði, þá stofnaði Þorsteinn Stefánsson söngkennari annað félag haustið 1883 og starfaði það um veturinn og…

Söngfélag prentara (1899-1904)

Söngfélag eða karlakór var stofnað innan Prentarafélagsins (Hins íslenska prentarafélags st. 1897) en prentarar voru þá tiltölulega ný starfsstétt iðnaðarmanna, félagið hlaut nafnið Söngfélag prentara og starfaði á árunum 1899 til 1904. Prentarastéttin var ekki fjölmenn á þessum upphafsárum en hátt hlutfall prentara tók þátt í söngstarfinu og voru á bilinu tólf til fimmtán söngmenn…

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Efni á plötum

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Mín sveitin kær Útgefandi: Söngfélag Skaftfellinga Útgáfunúmer: SFS 001 Ár: 1981 1. Skaftárþing 2. Glitperlur glóa 3. Hornafjörður 4. Í álögum 5. Hún kyssti mig 6. Mín sveitin kær 7. Vorhimin 8. Fyrstu vordægur 9. Æðri ómur 10. Fjær er hann ennþá 11. Rökkuró 12. Vögguljóð 13. Kvöldið er fagurt…

Söngfélag Oddeyrar (um 1874-88)

Söngfélag var starfandi á Oddeyrinni á Akureyri á síðari hluta 19. aldar uns það virðist hafa sameinast Söngflokki Akureyrarbúa (og jafnvel fleiri söngfélögum) haustið 1888 og hlaut þá nafnið Söngfélagið Gígjan eða bara Gígjan.  Magnús Einarsson hafði leiðbeint söngfólki í báðum söngfélögunum en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Söngfélagið á Oddeyri gæti hafa verið…

Söngfélag Mýrdælinga (um 1895)

Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór sem starfaði í Mýrdalnum í kringum 1895 eða undir lok 19. aldarinnar. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um það s.s. hvenær það starfaði nákvæmlega, hversu stórt það var, hver stjórnaði söngnum eða hvert nafn félagsins var og er því leitað eftir upplýsingum þess efnis.