Súersæt [2] (1990)

Hljómsveit starfaði í skamman tíma á Akureyri árið 1990 (frekar en 1991) undir nafninu Súersæt (Suicide). Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Helga Kvam var einn meðlima hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Súersæt [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt (líklega skólahljómsveit tónlistarfólks á grunnskólaaldri) á Norðfirði í kringum 1980, hugsanlega 1981 undir nafninu Súersæt (Suicide). Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, Jóhann Geir Árnason (síðar í Súellen) var trommuleikari hennar en engar aðrar heimildir er að finna um hana.

Supermono (1997)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði árið 1997 undir nafninu Supermono. Hún var þó að öllum líkindum nátengt hljómsveitunum Blome og Lunch og að einhverju leyti skipuð sömu liðsmönnum. Það eina sem liggur fyrir um Supermono er að Ívar Páll Jónsson var gítarleikari sveitarinnar en óskað er eftir upplýsingum um aðra liðsmenn…

Súrheyssystur (1996)

Tríó söngkvenna sem kallaði sig Súrheyssystur skemmti heimamönnum á Þórshöfn á Langanesi í nokkur skipti árið 1996, og kom þá m.a. á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli þorpsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um nöfn þeirra Súrheyssystra en þær sungu að líkindum m.a. stríðsáratónlist í anda Borgardætra og mun nafnið vera…

Súpermódel (2000)

Hljómsveitin Súpermódel keppti í Músíktilraunum vorið 2000 en komst ekki í úrslit enda þurftu þeir að kljást við sveitir eins og 110 Rottweiler hunda (XXX Rottweiler), Snafu og Búdrýgindi á undankvöldinu, tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar Scooter-popp. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson tölvu-, hljómborðs- og bassaheilaleikari, Jónas Snæbjörnsson tölvu-, hljómborðs- og trommuheilaleikari og…

Súkkulaði mono band (1974)

Upplýsingar óskast um hljómsveit unglinga í Garðabær, starfandi árið 1974 eða 75 undir nafninu Súkkulaði mono band. Fyrir liggur að Pétur Jónasson gítarleikari var í þessari sveit en upplýsingar óskast um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem fylgir slíkri umfjöllun.

Spíss (1982)

Hljómsveitin Spíss var pönksveit ungra tónlistarmanna á Norðfirði, stofnuð og starfandi árið 1982 í kjölfar sýningar kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Meðlimir sveitarinnar voru líklega á aldrinum tólf til þrettán ára gamlir og meðal þeirra var Steinar Gunnarsson sem síðar lék á bassa með hljómsveitinni Súellen. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi Spíss.

Súrheysturninn sem hrundi (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Súrheysturninn sem hrundi en hún gæti hafa verið starfandi um miðjan áttunda áratuginn jafnvel fyrr. Ísólfur Gylfi Pálmason og Gústaf Þór Stolzenwald munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari upplýsingum þess efnis.

Afmælisbörn 25. janúar 2023

Átta afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Afmælisbörn 23. janúar 2023

Þessi dagur er vægast sagt fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins er áttatíu og eins árs gömul í dag. Helena gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Hún söng jafnframt inn á fjölmargar plötur…

Afmælisbörn 22. janúar 2023

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést fyrr á þessu ári, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í…

Afmælisbörn 21. janúar 2023

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2023

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Supah syndical (1998-99)

Supah syndical var ein af fyrstu rappsveitum Íslands en hún starfaði undir lok síðustu aldar, á þeim tíma var að myndast stór kreðsa innan rapptónlistarinnar hér á landi og þegar leiðir skildu skiluðu meðlimir sveitarinnar sér í flestar af þekktustu rappsveitunum í senunni og áttu eftir að mynda hryggjarstykki fyrsta gullaldarskeiðs rappsins. Supah syndical mun…

Sunnan sjö og Guðlaug (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði einhverju sinni á Höfn í Hornafirði – ekki liggur fyrir hvenær, undir heitinu Sunnan sjö og Guðlaug. Guðlaug sem vísað er til gæti hafa verið Guðlaug Hestnes, og eru allar líkur á að hún hafi verið söngkona sveitarinnar en óskað er eftir öllum frekari upplýsingum um þessa hana.

Sunnan sex [1] (2001)

Árið 2001 var starfrækt djasssveit, sextett sem gekk undir nafninu Sunnan sex (Sunnan 6). Sveitin kom að minnsta kosti tvívegis fram opinberlega en var að nokkru leyti skipuð mismunandi einstaklingum. Þegar hún lék í Vestmannaeyjum um vorið 2001 skipuðu sveitina þau Guðmundur R. Einarsson trommu-, básúnu- og flautuleikari, Árni Ísleifsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson söngvari og…

Sultur – Efni á plötum

Sultur – Púlsinn, september 1992 [snælda] Útgefandi: Sultur Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1992 1. Skrítin lík 2. Fall 3. Herbergið 4. Jarðarberið 5. Hiti 6. Sandur 7. Endimörk 8. Hanaat Flytjendur: Jóhann Vilhjálmsson – söngur Alfreð Alfreðsson – trommur Ágúst Karlsson – gítar Harry Óskarsson – bassi

Sultur (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults voru þeir Alfreð Alfreðsson trommuleikari Jóhann Vilhjálmsson söngvari, Ágúst Karlsson…

Super oldies (1993-94)

Dúettinn Super oldies var starfræktur 1993 til 94 að minnsta kosti og voru meðlimir sveitarinnar þeir Guðmundur Egill Guðmundsson og Daníel Þorsteinsson (Maus). Sveitin kom fram í nokkur skipti opinberlega en að öðru leyti er litlar upplýsingar að finna um hana.

Sunshine (1974)

Hljómsveit sem ýmist var kölluð Sunshine eða Sólskin starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1974, og lék þá töluvert á dansleikjum. Sveitin náði á sínum stutta starfstíma að senda frá sér tvö lög á safnplötu. Sunshine/Sólskin var stofnuð vorið 1974 og voru meðlimir hennar Herbert Guðmundsson söngvari, Ólafur Kolbeins Júlíusson trommuleikari, Hannes Jón Hannesson gítarleikari,…

Sunnan þrír (1993-94)

Hljómsveit sem bar nafnið Sunnan þrír og var væntanlega tríó lék reglulega á mexíkóskum veitingastað á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993 og svo einnig að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng eftir áramótin 1993-94. Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.fl.) var einn meðlima Sunnan þriggja, lék væntanlega á trommur en ekki er vitað hverjir aðrir léku…

Sunnan tveir (1995-97)

Pöbbadúettinn Sunnan tveir var nokkuð áberandi síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, lék allmikið á krám og veitingahúsum víða um land en mest þó að því er virðist vera í Keflavík og því má ætla að dúettinn hafi gert út þaðan. Meðlimir Sunnan tveggja voru þeir Mummi [?] og Vignir [?] en frekari upplýsingar er…

Sunnan sjö og Muni (1997)

Innan Rökkurkórsins var starfræktur sönghópur sem kallaðist Sunnan sjö og Muni, og kom þessi hópur fram ásamt kórnum á tónleikum hans árið 1997. Hópurinn gæti þó hafa starfað mun lengur. Reikna má með að þessi sönghópur hafi innihaldið sjö söngvara auk Muna en frekari upplýsingar óskast.

Súper 7 (1996-97)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Súper 7 (Super 7) starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1996-97 og lék í nokkur skipti á Gauki á Stöng, jafnvel víðar. Sveitin var sprottin upp úr fönksveitinni Sælgætisgerðinni en þaðan komu þrír meðlimir hennar, enda mun hún hafa verið skilgreind sem diskó-, funk-, acid- og rappsveit og þess vegna brugðið fyrir…

Afmælisbörn 18. janúar 2023

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…

Afmælisbörn 17. janúar 2023

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2023

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 14. janúar 2023

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fjögur: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Afmælisbörn 13. janúar 2023

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og sex ára í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Afmælisbörn 12. janúar 2023

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Subterranean (1996-99)

Rapp hip hop sveitin Subterranean var merkileg sveit og var ásamt Quarashi frumkvöðlasveit í íslenska rappvorinu rétt fyrir síðustu aldamót, og ruddi brautina fyrir sveitir eins og XXX Rottweiler og fleiri sem fetuðu í spor hennar. Sveitirnar tvær voru þá afar ólíkar, á meðan Quarashi sótti meira í rokkhliðar rappsins var Subterranean meira undir áhrifum…

Subterranean – Efni á plötum

Subterranean – Central Magnetizm Útgefandi: INNN útgáfan Útgáfunúmer: FYM 001 / FYM LP001 Ár: 1997 1. Intro 2. Mortal kombat 3. Ignition 4. My style is phreaky 5. Central magnetizm 6. It’s tha subta 7. Puff thing 8. Stars 96 9. Plastic bags 10. To the fullest 11. Smoketowns finest 12. Light it up Flytjendur:…

Substandard suffix (1997)

Hljómsveit sem bar heitið Substandard suffix mun hafa starfað undir lok síðustu aldar og verið undanfari hljómsveitarinnar Sofandi sem stofnuð var sumarið 1997. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um Substandard suffix, fyrir liggur að Agnar Diego var einn meðlimur hennar en ekki er vitað hverjir þeirra sem stofnuðu Sofandi (Markús Bjarnason söngvari og bassaleikari, Kristján Freyr…

Subhumans (2000)

Hljómsveitin Subhumans starfaði á Akranesi árið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin var nokkuð áberandi haustið 2000, var þá m.a. meðal keppenda í tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands og spilaði einnig meira opinberlega um það leyti. Þeir Hallur Heiðar Jónsson hljómborðsleikari og Bjarki Þór Jónsson trommuleikari var líkast til meðlimir Subhumans en upplýsingar…

Stöff (1969)

Á Sauðárkróki starfandi árið 1969 um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Stöff (Stuff) en hún var að öllum líkindum stofnuð upp úr annarri sveit sem bar nafnið Afturgangan. Meðlimir Stöff voru þeir Hörður G. Ólafsson bassaleikari, Valgeir Kárason gítarleikari og söngvari, Sveinn Ingason gítarleikari, Guðni Friðriksson orgelleikari og Jóhann Friðriksson trommuleikari. Sveitin virðist ekki…

Stórbruni (1997)

Hljómsveitin Stórbruni var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1997 en vakti ekki mikla athygli, komst m.ö.o. ekki í úrslit keppninnar. Stórbruni hlýtur þó að teljast athyglisverð fyrir þær sakir að innan sveitarinnar var söngvari og gítarleikari Jóhannes Haukur Jóhannesson sem síðar var mun þekktari sem leikari, aðrir meðlimir hennar voru þeir Hannes Berg Þórarinsson…

Sundrung (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á einhverjum tímapunkti á Skagaströnd undir nafninu Sundrung, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á áttunda áratug síðustu aldar. Að öllum líkindum var Hallbjörn Hjartarson í þessari hljómsveit en engar aðrar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því hér með…

Sumartónleikar á Norðurlandi [tónlistarviðburður] (1987-98)

Tónleikaröðin Sumartónleikar á Norðurlandi var haldin um tólf ára skeið í kirkjum um norðanvert landið og reyndar má segja að hátíðin lifi enn góðu lífi þótt hún sé nú eingöngu bundin við Akureyri undir nafninu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Upphaf Sumartónleika á Norðurlandi má rekja til ársins 1987 þegar þau Björn Steinar Sólbergsson organisti á Akureyri…

Sullaveiki bandormurinn (um 1995-99)

Hljómsveitin Sullaveiki bandormurinn var menntaskólasveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta tíunda áratugarins, sveitin hætti störfum árið 1999 en gæti hafa verið starfandi allt frá árinu 1994 miðað við aldur meðlima hennar. Meðlimir Sullaveikis bandormsins voru þeir Ólafur Örn Josephsson gítarleikari, Samuel Ásgeir White gítarleikari [?] og Sturla Már Finnbogason bassaleikari [?], svo virðist…

Suicidal diarrhea (1992-93)

Hljómsveitin Suicidal diarrhea starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og lék eins og nærri má geta dauðarokk en sjálfir skilgreindu þeir tónlistina sem nýbylgjupönk. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1992 þegar hún spilaði á listahátíð Fellahellis og svo aftur að ári, en þá um vorið (1993) var sveitin jafnframt meðal þátttökusveita…

Sunnan fjórir (1978)

Sunnan fjórir var hljómsveit sem starfaði í Víghúsaskóla í Kópavogi árið 1978 og tók þá m.a. þátt í hæfileikakeppni í bænum. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðlimir hennar munu hafa verið Björn Ágúst [?], Ólafur [?], Böðvar [?], Bjarki [?] og Þorgrímur. Líklegt hlýtur þó að teljast að sveitin hafi innihaldið…

Afmælisbörn 11. janúar 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo…

Afmælisbörn 10. janúar 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér…

Afmælisbörn 9. janúar 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf…

Afmælisbörn 8. janúar 2023

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og fjögurra ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2023

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Myrkvi með Draumabyrjun – nýtt lag

Hljómsveitin Myrkvi hefur nú á nýju ári, nánar tiltekið á þrettándanum sent frá sér smáskífu sem ber nafn við hæfi svona í upphafi árs – Draumabyrjun en lagið er nú aðgengilegt á Spotify auk þess sem hægt er að líta myndband við það á Youtube. Myrkvi var áður einstaklingsverkefni Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú…