karl-olgeirsson1

Afmælisbörn 21. október 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

soley1

Afmælisbörn 20. október 2016

Afmælisbörn dagsins í dag eru þrjú: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

engin mynd tiltæk

Næturþel (1983)

Næturþel var skammlíf sveit sem starfaði í Kópavogi vorið 1983. Meðal meðlima Næturþels voru Kristinn Jón Guðmundsson og Steinn Skaptason en ekki finnast frekari upplýsingar um mannaskipan sveitarinnar eða á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku.

Næturgalarnir frá Venus1

Næturgalarnir frá Venus (1986)

Hljómsveit sem hét því sérstaka nafni Næturgalarnir frá Venus starfaði um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1986. Meðlimir sveitarinnar voru flestir vel þekktir tónlistarmenn, Helgi Björnsson söngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og Jakob Smári Magnússon bassaleikari. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði urðu þó þær mannabreytingar að…

nyja-kompaniid1

Nýja kompaníið (1980-83)

Djassbandið Nýja kompaníið vakti þó nokkra athygli á sínum tíma og þegar sveitin gaf út plötu varð hún fyrst sveita hérlendis til að gefa út plötu sem hafði að geyma frumsamda djasstónlist. Nýja kompaníið var í rauninni stofnað sumarið 1980 í Kaupmannahöfn en þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari sem voru…

engin mynd tiltæk

Nýja bandið [3] (1989-90)

Nýja bandið var starfaði 1989 og 90 og lék á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins, aðallega Ártúni, með áherslu á gömlu dansana. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nýja bandsins en söngkonurnar Kristbjörg Löve og Arna Þorsteinsdóttir skiptust á að syngja með sveitinni. Einnig tróðu harmonikkuleikarar eins og Grettir Björnsson, Örvar Kristjánsson og Jón Sigurðsson stundum upp…

nyja-bandid-2

Nýja bandið [2] (1983-84)

Hljómsveitin Nýja bandið starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1983-84. Sveitin lék líklega eingöngu í Eyjum en meðlimir hennar voru Óskar Kjartansson gítarleikari, Einar Klink söngvar, Eðvald Eyjólfsson trommuleikari, Jóhannes Ágúst Stefánsson (Gústi) hljómborðsleikari og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söngvari og bassaleikari.

nyja-kompaniid-kvolda-tekur

Nýja kompaníið – Efni á plötum

Nýja kompaníið – Kvölda tekur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 032 Ár: 1982 1. Kvölda tekur 2. Grátandi kem ég nú, Guð minn til þín 3. Blúsinn hans Jóns míns 4. Stolin stef 5. Nóg fyrir þetta kaup 6. G.O. (tileinkað minningu Gunnars Ormslev) 7. Frýgískt frumlag 8. Dögun Flytjendur: Jóhann G. Jóhannsson – píanó Tómas…

Næturgalar

Næturgalar [1] (1967-97)

Erfitt hefur reynst að vinna úr heimildum um hljómsveitina Næturgala, á hvaða tímaskeiði/um hún starfaði, hverjir skipuðu hana og jafnvel hvort um eina eða fleiri skyldar eða óskyldar hljómsveitir sé um að ræða. Elstu heimildir um hljómsveit með þessu nafni er að finna frá 1967. Að öllum líkindum er um að ræða bítlasveit í því…

engin mynd tiltæk

Nýtt úr skemmtanalífinu [fjölmiðill] (1959)

Tímaritið Nýtt úr skemmtanalífinu var gefið út haustið 1959 en tvö tölublöð (sem hvort um sig hafði að geyma sextán síður) litu dagsins ljós áður en útgáfu þess var hætt. Það voru þeir Ragnar Tómasson og Ingibjartur V. Jónsson sem stóðu að útgáfu tímaritsins en sá síðarnefndi annaðist ritstjórn þess. Blaðið var eitt hið fyrsta…

engin mynd tiltæk

Nýrækt (1972)

Litlar sögur fara af hljómsveitinni Nýrækt sem var starfandi sumarið 1972. Sveitin var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina það árið og leiða má því líkum að því að hún hafi verið skipuð meðlimum á táningsaldri. Allar upplýsingar um hljómsveitina Nýrækt eru vel þegnar.

engin mynd tiltæk

Nýmjólk (1982)

Allar tiltækar upplýsingar um hljómsveitina Nýmjólk væru vel þegnar. Nýmjólk var bílskúrssveit og starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1982 en þá er allt upp talið sem vitað er um sveitina.

naeturgalar-2

Næturgalar [2] (1989-2000)

Sönghópurinn Næturgalar var starfræktur á Hvammstanga um árabil. 1999 hafði hópurinn starfað í tíu ár en ekki er ljóst hversu lengi þeir störfuðu eftir það, allavega þó til ársins 2000. Meðlimir Næturgala voru Guðmundur St. Sigurðsson, Karl Sigurgeirsson, Ólafur Jakobsson og Þorbjörn Gíslason.  

Guðmundur Steingrímsson 1977

Afmælisbörn 19. október 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er áttatíu og sjö ára á þessum degi. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

bjossi-thor-tonleikar

Bjössi Thor, Robben Ford og Anna í Háskólabíói

Robben Ford sló eftirminnilega í gegn í Háskólabíói á síðasta ári og hann mætir aftur í gítarpartýið hans Bjössa Thor, nú með eigin hljómsveit sem er skipuð eintómum snillingum. Tónleikarnir verða í Háskólabíó laugardagskvöldið 22. október klukkan 20. Björn og Robben unnu heilmikið saman síðasta ár og nú er komin út plata sem markar straumhvörf í…

Magni Friðik Gunnarsson

Afmælisbörn 18. október 2016

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og…

erla-ragnarsdottir1

Afmælisbörn 17. október 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla…

Mr. Silla

Afmælisbörn 16. október 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er tuttugu og sex ára í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and…

Árni Thorsteinsson

Afmælisbörn 15. október 2016

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er sjötíu og níu ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Bjarni Þorsteinsson

Afmælisbörn 14. október 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar er aðeins eitt í dag: Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari frá Siglufirði (1861-1938) átti afmæli þennan dag. Bjarni var þekktur fyrir þjóðlagasafn sitt en hann safnaði íslenskum þjóðlögum um tuttugu fimm ára skeið og gaf út undir nafninu Íslenzk þjóðlög árið 1905. Um var að ræða þúsund blaðsíðna rit sem hafði að geyma um fimm…

Sigurður Bjóla

Afmælisbörn 13. október 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Páll Ísólfsson1

Afmælisbörn 12. október 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

odinn-og-helena-atlantic-kvartettinn-eg-skemmti-mer-ofl

Atlantic kvartettinn – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson [ásamt Atlantic kvartettnum] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-1000 Ár: 1958 1. Manstu ekki vinur 2. Ó nei 3. Enn á ný 4. Ég á mér draum Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Óðinn Valdimarsson – söngur Atlantic kvartettinn: – Ingimar Eydal – harmonikka, píanó og raddir – Finnur Eydal – baritón…

nova-trio

Nóva tríóið (1964-65)

Nóva tríóið (einnig nefnt Nova tríóið) starfaði í Leikhúskjallaranum í eitt ár 1964 og 65. Tríóið var stofnað haustið 1964 og lék um veturinn í kjallaranum og fram á sumar 1965 en meðlimir þess voru Björn Haukdal gítarleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Söngkona með tríóinu var Sigrún Jónsdóttir en Anna Vilhjálms söng…

engin mynd tiltæk

Nos (1983)

Allar upplýsingar um hljómsveitina NOS, sem starfaði í ársbyrjun 1983, eru vel þegnar. Ekki liggur fyrir hvort orðið NOS stóð fyrir skammstöfun.

engin mynd tiltæk

Nornaseiður (1998)

Djassbandið Nornaseiður var sett saman fyrir eina uppákomu á vegum Jazzklúbbs Akureyrar sumarið 1998 en tilefnið var að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að Miles Davis sendi frá sér plötuna Bitches brew. Meðlimir Nornaseiðs voru Hilmar Jensson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Snorri Sigurðarson trompetleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Ólafur Björn…

nordurljos-1

Norðurljós [1] (1980)

Hljómsveitin Norðurljós var skammlíf sveit, eins konar hliðarsjálf Mezzoforte sem þá var að stíga sín fyrstu spor á frægðarbrautinni. Norðurljós mun hafa verið stofnuð um áramótin 1979-80 og voru meðlimir hennar Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari, sem allir komu úr Mezzoforte en aðrir voru…

engin mynd tiltæk

Nýja bandið [1] (1935-39)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Nýja bandið og starfaði á árunum 1935-39, með hléí. Nýja bandið, sem mun hafa innihaldið frá fimm og upp í sjö meðlimi, lék framan af mest í K.R. húsinu en síðar í Iðnó, svo virðist sem Tage Möller píanóleikari hafi verið hljómsveitarstjóri…

engin mynd tiltæk

Ný augu (1986)

Hljómsveitin Ný augu var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1986. Það var Bjarni Tryggvason sem var forsprakki Nýrra augna en sveitin var að hluta til stofnuð til að fylgja nýútkominni plötu hans, Nýtt líf: bauðst eitthvað betra?, eftir. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gunnarsson bassaleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.…

nutid-timarit-adstandendur

Nútíð [2] [fjölmiðill] (1971)

Táningablaðið Nútíð kom út í fáein skipti árið 1971 og fjallaði að nokkru leyti um tónlist. Fyrsta tölublað Nútíðarinnar kom út vorið 1971 og var ritstjóri blaðsins Stefán Halldórsson, aðrir sem komu að útgáfu þess voru Kristinn Benediktsson og Sveinbjörn Sævar Ragnarsson. Tímaritinu var ætlað að fjalla um ýmis áhugamál íslenskra táninga, þ.á.m. tónlist og…

numi-thorbergssson

Númi Þorbergs (1911-99)

Númi Þorbergs (Númi Þorbergsson) var á árum áður einn kunnasti dægurlagatextahöfundur íslenskrar tónlistarsögu en margir textar hans eru enn vel kunnir í dag. Númi fæddist (1911) og ólst upp í Stafholtstungum en bjó þó lungann úr ævinni í Reykjavík við ýmis störf. Fæst þeirra voru tónlistartengd en hann var þó lengi dansstjóri á skemmtistöðum. Númi…

Nunnurnar1

Nunnurnar (1975-76)

Söngtríóið Nunnurnar starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og kom reglulega fram á skemmtistöðum bæjarins. Nunnurnar þrjár voru Drífa Kristjánsdóttir, Janis Carol og Helga Steinsson en þær voru allar þjóðþekktar söngkonur hér á landi. Til stóð að Svavar Gests gæfi út plötu með þeim sönkonum en úr þeim fyrirætlunum varð aldrei, hins vegar komu…

nuance

Nuance (1996-98)

Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins. Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti. Þrátt fyrir ágætis…

Björn Jörundur 1994

Afmælisbörn 11. október 2016

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og átta ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Hilmar Jensson

Afmælisbörn 10. október 2016

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari á stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Fjölnir Stefánsson

Afmælisbörn 9. október 2016

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Ólafur Beinteinsson og Sveinbjörn Þorsteinsson

Afmælisbörn 8. október 2016

Afmælisbörnin eru þrjú að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fjörutíu og átta ára gamall. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og Lærisveinar…

Skafti Ólafsson

Afmælisbörn 7. október 2016

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngvarinn (Sveinberg) Skapti Ólafsson er áttatíu og níu ára gamall á þessum degi. Skapti var af fyrstu rokkkynslóðinni, söng og lék á trommur með ýmsum sveitum eins og Fjórum jafnfljótum, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Hljómsveit Carls Billich og Hljómsveit Magnúsar Randrup auk eigin sveitar en hann varð þekktastur…

nordan-3-a

Norðan 3 (1994-96)

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður. Sumarið 1995 bættist söngkonan…

nora-kornblueh1

Nora Kornblueh (1951-2008)

Sellóleikarinn Nora Sue Kornblueh bjó hérlendis og starfaði um árabil en hún var gift klarinettuleikaranum Óskari Ingólfssyni. Nora fæddist í Bandaríkjunum 1951, nam sellóleik og lauk námi með BM gráðu, hún kom hingað til lands 1980 og lék hér með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum kammersveitum, starfaði í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún…

engin mynd tiltæk

Nonni og mannarnir (1988-89)

Nonni og mannarnir var sunnlensk hljómsveit skipuð meðlimum um tvítugt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og lék á sveitaböllum á Suðurlandsundirlendinu 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru Nonni eða Jón Arnar Magnússon trommuleikari, Lárus Ingi Magnússon söngvari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Hörður Hákonarson gítarleikari. Sveitin hætti störfum haustið 1989 þegar Jón Arnar tók…

engin mynd tiltæk

Nokkuð stór (1973)

Nokkuð stór var söngsextett en hann starfaði 1973 innan Árnesingakórsins í Reykjavík, sem þá var undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur. Eins og nafnið Nokkuð stór gefur til kynna var þarna á ferðinni sextett sem var nokkuð stór en meðlimir sextettsins voru reyndar sjö. Þetta voru þær Hjördís Geirsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Herdís P. Pálsdóttir, Úlfhildur…

engin mynd tiltæk

Nítró [2] (1991)

Hljómsveit af Suðurnesjunum bar nafnið Nítró árið 1991. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru líkast til í yngri kantinum.

engin mynd tiltæk

Nítró [1] (1989)

Sveitaballa hljómsveitin Nítró starfaði á Sauðárkróki 1989, hugsanlega starfaði þessi sveit um nokkurn tíma. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um Nítró, Haukur Freyr Reynisson gæti hafa verið hljómborðsleikari sveitarinnar og söngvari hennar gæti hafa heitað Sigfús. Allar frekari upplýsingar um hina skagfirsku Nítró má senda Glatkistunni.

engin mynd tiltæk

Níkaragva group (um 1990)

Níkaragva group var starfandi í Hnífsdal en ekki er ljóst hvenær, hér er giskað á árin í kringum 1990. Nöfn tveggja meðlima sveitarinnar eru kunn en þeir Bragi Valdimar Skúlason (Baggalútur, Kalk o.fl.) gítarleikari og Kristján Freyr Halldórsson (Prins Póló, Geirfuglarnir o.fl.) trommuleikari ku hafa verið í henni. Upplýsingar um aðra meðlimir Níkaragva group, starfstíma…

engin mynd tiltæk

Nippon (1983)

Hljómsveitin Nippon starfaði í Kópavogi 1983 og var skipuð ungum meðlimum. Einhver/jir meðlimir hennar var síðar í Þarmagustunum en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

nora-brocksted-svo-ung-og-blid

Nora Brocksted – Efni á plötum

Nora Brocksted & Monn Keys [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 92 Ár: 1955 1. Svo ung og blíð 2. Æskunnar ómar Flytjendur: Nora Brocksted – söngur hljómsveit Egils Monn-Iversen – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] Monn Keys kvintettinn – söngur   Nora Brocksted [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 115 Ár: 1957 1. Eyjavalsinn…

nora-brocksted-og-monn-keys

Nora Brocksted (1923-2015)

Norska söngkonan Nora Brocksted (fædd 1923) kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar en hún kom hingað tvívegis og skemmti landanum. Aukinheldur gaf hún út tvær plötur hérlendis þar sem hún söng á íslensku. Nora (skírð Nora Berg) hafði sungið með norska söngkvintettnum Monn keys um tíma þegar kvintettinn kom til Íslands árið 1954 og hélt…

Guðni Þ. Guðmundsson

Afmælisbörn 6. október 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

bjorgvin-gudmundsson-hljomblik

Björgvin Guðmundsson – Efni á plötum

Hljómblik: Lög eftir Björgvin Guðmundsson – ýmsir Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK 40 Ár: 2004 1. Forspil 2. Þó þú langförull legðir 3. Syng þú mér nú ljúflingslag 4. Ástarglettur 5. Sólin ei hverfur 6. Í rökkurró 7. Þei, þei og ró, ró 8. Kæra vor 9. Vögguvísa 10. Íslands lag 11. Interlude 12. Þú sæla…