Afmælisbörn 13. maí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Ummhmm (1998-99 / 2012)

Hljómsveitin Ummhmm starfaði á Akranesi og sendi frá sér eina plötu við lok síðustu aldar, sveitin varð þó fremur skammlíf. Ummhmm var stofnuð snemma árs 1998 en forsprakki hennar, Jónas Björgvinsson kallaði þá saman hóp til að vinna tónlist sem hann hafði sjálfur samið. Sjálfur lék Jónas á gítar og söng en aðrir meðlimir Ummhmm…

Íslenski kórinn í Lundi – Efni á plötum

Íslenski kórinn í Lundi – Kór Íslendingafélagsins í Lundi Útgefandi: Kór Íslendingafélagsins í Lundi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Vorið langt 2. Undir bláum sólarsali 3. Vísur Vatnsenda-Rósu 4. Ég að öllum háska hlæ 5. Krummavísa 6. Maístjarnan 7. Smávinir fagrir 8. Heyr, himnasmiður 9. Vagnar á skólalóð 10. Námsmaður erlendis 11. Leyndarmál 12.…

Íslenski kórinn í Stokkhólmi [2] (2003-05)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Íslenska kórinn í Stokkhólmi en hann mun hafa verið starfandi í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar í upphafi þessarar aldar, á árunum 2003 til 2005. Brynja Þóra Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins um tíma en ekki liggur þó fyrir hversu lengi eða hvort hann starfaði lengur en hér er sagt.

Íslenski kórinn í Stokkhólmi [1] (1982-85)

Á árunum 1982 til 1985 starfaði kór Íslendinga í Stokkhólmi í Svíþjóð undir stjórn Berglindar Bjarnadóttur en hún var þá við nám í Stokkhólmi. Líklega stofnaði Berglind kórinn og stjórnaði honum alla tíð en starfsemi hans lagðist að öllum líkindum niður þegar hún lést eftir veikindi. Ekki er ljóst hvert nafn kórsins var, hér er…

Íslenski kórinn í Lundi (1991-)

Blandaður kór skipaður Íslendingum hefur verið starfandi í Lundi í Svíþjóð síðan 1991, með litlum eða engum hléum. Það var sumarið 1991 sem kórinn var formlega stofnaður en hann hefur frá upphafi gengið undir nafninu Íslenski kórinn í Lundi, líklega hafði hann þó óformlega verið starfandi allt frá árinu 1983. Fjölmargir hafa stjórnað þessum kór…

Íslenskt söngvasafn [annað] (1915-)

Fá rit hafa haft jafn mikil áhrif á íslenska sönghefð og Íslenskt söngvasafn (Íslenzkt söngvasafn), sem kom út í tvennu lagi 1915 og 16, nema e.t.v. sálmabókin “Grallarinn” sem kom út í lok sextándu aldar að frumkvæði Guðbrands biskups Þorlákssonar. Forsaga málsins er sú að árið 1911 kom út bókin Íslensk söngbók sem þeir bræður…

Íslenskur barnakór í Winnipeg [1] (1938)

Takmarkaðar heimildir finnast um barnakór sem starfaði undir stjórn Ragnars H. Ragnar í byggðum Íslendinga í Winnipeg, höfuðborgar Manitoba í Kanada. Fyrir liggur að kórinn kom fram í útvarpi vorið 1938 en annað liggur ekki fyrir um þennan kór sem hér er nefndur Íslenskur barnakór í Winnipeg, upplýsingar vantar hins vegar um rétt nafn kórsins.

Umboðsþjónustan [umboðsskrifstofa] (1985-86)

Fyrirtæki sem bar nafnið Umboðsþjónustan starfaði í fáeina mánuði veturinn 1985-86 og annaðist þá umboðsmennsku fyrir fjölda hljómsveita og tónlistarmenn s.s. Stuðmenn, Grafík, Herbert Guðmundsson, Magnús Þór Sigmundsson og Fiction auk annarra skemmtikrafta. Það voru þeir Sævar Pálsson og Halldór Sighvatsson sem voru eigendur og framkvæmdastjórar Umboðsþjónustunnar en þeir sáu einnig um að halda utan…

Íviður (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæmt ártal liggur ekki fyrir) mun hafa verið starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri en sveitina skipuðu þeir sömu og um svipað leyti störfuðu í Piflonkyd. Þetta voru þeir Ásbjörn Blöndal bassaleikari, Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari og Ómar Árnason trommuleikari. Hljóðfæraskipanin hér að framan miðast við Piflonkyd…

Íslenskur aðall (1990-91)

Íslenskur aðall var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði í nokkrar vikur veturinn 1990-91 og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð um haustið 1990 og voru meðlimir hennar þeir Magnús Stefánsson trommuleikari, Jóhannes Eiðsson söngvari, Bergur Heiðar Hinriksson bassaleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Strax eftir áramótin hafði hljómborðsleikarinn Þórir Úlfarsson bæst í hópinn en sveitin…

Íslenskt tónlistarsumar [tónlistarviðburður] (1991-92 / 2009)

Árið 1991 var sett á laggirnar tónlistartengt verkefni undir yfirskriftinni Íslenskt tónlistarsumar í því skyni að efla veg íslenskrar tónlistar yfir sumartímann en þá hafði mest öll sala á tónlist til þess tíma mestmegnis farið fram í svokölluðu jólaplötuflóði í desember en lítið á öðrum árstímum. Átakið hófst formlega á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2001 en…

Ummhmm – Efni á plötum

Ummhmm – Haust Útgefandi: Nasa Útgáfunúmer: Nasa 001 Ár: 1998 1. Vináttubönd 2. Plastkortablús 3. Samband 4. Haustið 5. Brosið 6. Sunnudagspabbi 7. Mannkynið 8. Svik og plott 9. Skjárinn 10. Norðurljós Flytjendur: Jónas Björgvinsson – söngur, munnharpa, píanó og gítar Þórunn P. Jónsdóttir – söngur og raddir Júlíus Þórðarson – söngur og raddir Ragnar…

UMFÍ kórinn (um 1990-97)

Heimildir um kór starfandi innan Ungmennafélags Íslands eru af skornum skammti en hann virðist hafa verið starfandi á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar – e.t.v. nær saga hans lengra í tíma. Fyrir liggur að kórinn, sem hér er nefndur UMFÍ kórinn, var starfandi í kringum 1990, og árið 1997 var stjórnandi hans Lisbeth Dahlin en aðrar…

Underground family (1994-96)

Underground family er eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem Þórhallur Skúlason kom að í lok síðustu aldar en sveitin var hugarfóstur hans þar sem hann hafði sér til aðstoðar nokkra aðra tónlistarmenn. Underground family lék eins konar danstónlist en sveitin lét fyrst að sér kveða á safnplötunni Egg ´94 sumarið 1994 með tveimur lögum, annars vegar…

Afmælisbörn 12. maí 2021

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og fjögurra ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fjörutíu og átta ára gamall. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó…

Afmælisbörn 10. maí 2021

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og átta ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Afmælisbörn 9. maí 2021

Í dag eru afmælisbörn dagsins fimm talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er níutíu og þriggja ára gamall í dag, hann er upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur.…

Afmælisbörn 8. maí 2021

Sex tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Afmælisbörn 7. maí 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað er níutíu og eins árs gamall á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með…

Afmælisbörn 6. maí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og tveggja ára gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Íslensk tónverkamiðstöð [útgáfufyrirtæki / annað] (1968-)

Íslensk tónverkamiðstöð hefur verið starfandi síðan 1968 en hún hefur margvíslegu hlutverki að gegna, hefur m.a. með útgáfustarfsemi að gera, kynningu og markaðssetningu með íslenska tónlist, varðveislu og dreifingu nótna og fleira. Íslensk tónverkamiðstöð (ÍTM / ITM) var stofnuð snemma árs 1968 að erlendri fyrirmynd en undirbúningur hafði þá staðið yfir um nokkurra ára skeið,…

Íslenski kammerkórinn [2] (2012-15)

Íslenski kammerkórinn virðist hafa verið eins konar systurkór Kammerkórs Reykjavíkur eða útibú hans, sem stofnaður var að öllum líkindum haustið 2012. Ekki liggja fyrir neinar ítarlegar upplýsingar um þennan kór utan þess að Sigurður Bragason stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur stjórnaði honum. Íslenski kammerkórinn starfaði í þrjú ár að minnsta kosti og söng einkum trúarlega tónlist, hann…

Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn [1] (1942-51)

Á árunum í kringum heimsstyrjöldina síðari starfaði blandaður 30-40 manna kór meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn undir stjórn Axels Arnfjörð, og gekk hann undir ýmsum nöfnum s.s. Söngfélag Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingakórinn í Kaupmannahöfn en þó oftast Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn. Kórinn hafði verið stofnaður síðla árs 1942 en hann tók þó ekki til starfa…

Íslenski kórinn í Hollandi (2010-16)

Upplýsingar óskast um kór Íslendinga sem var starfræktur á árunum 2010 til 16 að minnsta kosti, undir nafninu Íslenski kórinn í Hollandi en nokkrum árum fyrr hafði kór verið þar starfandi undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi. Fyrir liggur að Eyjólfur Eyjólfsson var stjórnandi þessa kórs á árunum 2013 til 16, e.t.v. lengur.

Íslenski kórinn í Gautaborg – Efni á plötum

Íslenski kórinn í Gautaborg – Fyrsti Útgefandi: Íslenski kórinn í Gautaborg Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Íslenski kórinn í Gautaborg – söngur undir stjórn Kristins Jóhannessonar [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Íslenski kórinn í Gautaborg – Heima og að heiman Útgefandi: Íslenski kórinn í Gautaborg Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998…

Íslenski kórinn í Gautaborg (1989-)

Frá árinu 1989 hefur verið starfræktur blandaður kór Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð undir nafninu Íslenski kórinn í Gautaborg. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til að starfrækja kór í Gautaborg áður en hjónin Kristinn Jóhannesson og finnsk eiginkona hans Tuula Jóhannesson komu til sögunnar árið 1989 en þau stjórnuðu kórnum allt til ársins 2008, Kristinn…

Íslenski blásarakvintettinn (1976-88)

Íslenski blásarakvintettinn starfaði um nokkurra ára skeið á árunum 1976 til 1988 og lék þá á nokkrum tónleikum, plata var alla tíð í farvatninu en kom þó aldrei út. Kvintettinn var stofnaður árið 1976 og framan af voru í honum Manuela Wiesler flautuleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Kristján Þ. Stephensen hornleikari, Stefán Þ. Stephensen hornleikari…

Íslensk eðalmenni (1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem var starfandi árið 1990 og gekk undir nafninu Íslensk eðalmenni. Þessi sveit lék meðal annars á menntaskóladansleik á Akureyri og gæti því hugsanlega hafa verið starfandi norðanlands.

Íslenski kórinn í London (1984-)

Kór Íslendinga búsettir í London hefur verið starfandi síðan 1984, líklega nokkuð samfleytt til dagsins í dag, undir nafninu Íslenski kórinn í London. Það mun hafa verið Inga Huld Markan sem var fyrsti stjórnandi kórsins en meðal annarra stjórnenda hans má nefna Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Aagot Óskarsdóttur, Erlu Þórólfsdóttur, Gunnar Benediktsson, Arngeir Heiðar…

Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn [2] (1984-2014)

Margt er óljóst um blandaðan kór sem var starfræktur meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa öld, undir nafninu Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn. Kórinn virðist hafa starfað fyrst á árunum 1984-86, næst spyrst til hans árið 1994 og virðist þá hafa verið starfandi til 1997 að minnsta kosti og…

Íslenski kammerkórinn [1] (1986)

Sumarið 1986 var Garðari Cortes óperustjóra Íslensku óperunnar boðið að koma með kór til að syngja á sumartónlistarhátíð í Kaupmannahöfn sem þá stóð fyrir dyrum. Það varð úr að hann setti saman þrettán manna blandaðan kór sem samanstóð af meðlimum úr Óperukórnum og nokkrum einsöngvurum, allt hámenntað tónlistarfólk, þeirra á meðal voru Viðar Gunnarsson, Ólöf…

Afmælisbörn 5. maí 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2021

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Jakob Frímann Magnússon er sextíu og átta ára gamall. Hann er auðvitað einna þekktastur fyrir framlag sitt með Stuðmönnum en Jakob á ennfremur sólóferil sem spannar um tug platna. Hann lék á árum áður með öðrum sveitum eins og Rifsberju, Bone symphony, Hvítárbakkatríóinu (White Bachman…

Afmælisbörn 3. maí 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og sex ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Afmælisbörn 2. maí 2021

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 1. maí 2021

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar á þessum degi verkalýðsins: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari er þrjátíu og átta ára en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig þrjátíu og átta ára en hann starfaði með…

Afmælisbörn 30. apríl 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þeir eru báðir látnir: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2021

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og sjö ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Íslandstónar [safnplöturöð] (1996-98)

Íslandstóna-röðin getur strangt til tekið varla talist safnplötusería þar sem hinir sömu þrír sjá að mestu leyti um hljóðfæraleik á þremur plötum í seríunni sem komu út á árunum 1996 til 98. Það var Torfi Ólafsson sem var maðurinn á bak við Íslandstóna, gaf plöturnar út og samdi fjölmörg lög sem fóru á plöturnar þrjár,…

Íslandslög [safnplöturöð] (1991-)

Íslandslög er safnplötusería sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi sem vinsæll kostur fyrir áhugafólk sem ann eldri íslenskri tónlist í flutningi vinsælla söngvara í léttum poppútsetningum. Söngvarar eins og Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Björgvin Halldórsson (sem jafnframt hefur haldið utan um útgáfuna) hafa…

Íslendingakórinn í Álaborg (1986-2001)

Blandaður kór var starfræktur innan Íslendingasamfélagsins í Álaborg í Danmörku um nokkurra ára skeið, að minnsta kosti á árunum 1986 til 2001 – þó ekki alveg samfleytt. Kórinn gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Álaborg en hefur einnig verð nefndur Kór Íslendingafélagsins í Álaborg. Sigríður Eyþórsdóttir var stjórnandi kórsins árið 1986 en ekki er vitað hverjir…

Íslendingakórinn í Bergen (1999)

Kór var starfandi meðal Íslendinga í Bergen (Björgvin) í Noregi árið 1999, undir nafninu Íslendingakórinn í Bergen. Kórinn var að öllum líkindum skammlífur og ekki finnast upplýsingar um hver stjórnaði honum, hversu marga meðlimi hann hafði eða hvort hann söng opinberlega. Nokkru síðar var stofnaður kór sem kallaður var Sönghópurinn Björgvin, í borginni.

Íslendingakórinn í Stafangri (2001)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Íslendingakórinn í Stafangri í Noregi en hann var þar starfandi árið 2001. Ekki liggur fyrir hversu lengi sá kór starfaði, hver stjórnaði honum eða hvort hann söng opinberlega.

Íslendingakórinn í Lúxemborg (1996-97)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem starfaði meðal innan Íslendingafélagsins í Lúxemborg undir nafninu Íslendingakórinn í Lúxemborg árin 1996 og 97 að minnsta kosti. Um var að ræða blandaðan kór sem innihélt þrjátíu og fimm manns en Ferenc Utassy var stjórnandi hans þessi tvö ár.

Íslendingakórinn í Hollandi (1996-2001)

Árið 1996 var stofnaður kór Íslendinga í Hollandi, sá kór var í einhverjum samstarfi við Íslendingafélagið þar í landi en var þó ekki beintengdur því félagi. Kórinn, sem gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi starfaði árin 1996 og 97 undir stjórn Snorra [?] og árið 2001 var Rúnar Óskarsson stjórnandi kórsins, líklega æfði hann í…

Íslendingakórinn í Hamborg (1988)

Kór sem bar nafnið Íslendingakórinn í Hamborg, starfaði þar í borg árið 1988 en var líklega skammlífur. Það var Hilmar Örn Agnarsson sem stjórnaði kórnum en hann var þá við nám í Þýskalandi. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Íslendingakórinn í Brussel (1994)

Árið 1994 mun hafa verið starfandi kór undir nafninu Íslendingakórinn í Brussel, innan Íslendingasamfélagsins í Brussel í Belgíu. Engar upplýsingar aðrar en hér að ofan finnast um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.

Íslendingakórinn í Berlín (1993-94)

Kór Íslendinga búsettir í Berlín í Þýskalandi var starfræktur árið 1993 og 94, hugsanlega var hann starfandi frá 1992. Stjórnandi kórsins, sem hét einfaldlega Íslendingakórinn í Berlín, var Júlíana Rún Indriðadóttir en frekari upplýsingar finnast ekki um þennan kór eða starfsemi hans.