Kraumslistinn 2021 gerður opinber

Tilnefningar til Kraumsverðlunanna 2021 voru gerðar opinberar í gær, á Degi íslenskrar tónlistar en þau verða afhent síðar í þessum mánuði. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr ár hvert hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt…

Afmælisbörn 2. desember 2021

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og tveggja ára í dag, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæðir hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg…

Sjálfsfróun (1981-91)

Pönksveitin Sjálfsfróun er vafalaust ein umtalaðasta og e.t.v. umdeildasta sveit sem starfað á Íslandi, bæði hvað nafn hennar varðar og svo fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin gaf aldrei út plötu meðan hún starfaði en mörgum árum síðar var demó-upptökum með henni safnað saman og þær gefnar út á netinu. Engar upplýsingar…

Sjálfsmorðssveitin (1978-79)

Sjálfsmorðssveitin svokallaða starfaði í um eitt ár undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en sveitin sem var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum var sett sérstaklega saman fyrir tónleika með Megasi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Megas (Magnús Þór Jónsson) hafði verið töluvert áberandi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum, sent m.a. frá sér plötuna Á bleikum náttkjólum…

Sjálfsfróun – Efni á plötum

Sjálfsfróun – Rise 2B free + EXTRA Útgefandi: Synthadelia records Útgáfunúmer: SR058 Ár: 2014 [?] 1. Bow 4 gov 2. Cold song 3. Drugs 4. Fólk 5. Government trick 6. Legal destruction 7. Lítill kall 8. Löggan 9. Man 10. No future 11. Palestina 12. Pop star rockers 13. Reaper of death 14. Ríkisvald og…

Sjálfsmorðssveitin – Efni á plötum

Megas – Drög að sjálfsmorði (x2) Útgefandi: Iðunn / Skífan / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: Iðunn 008-9 / SCD 188 / IT 085 Ár: 1979 / 1997 / 2002 1. Forleikur 2. Ef þú smælar framan í heiminn 3. Gleymdur tími 4. Grísalappalísa 5. Formsatriði var ekki fullnægt 6. Skríddu ofaní öskutunnuna 7. Þjóðvegaræningi á krossgötum 8.…

Skólahljómsveit Laugaskóla í Dölum (1980-90)

Að minnsta kosti tvívegis voru starfandi skólahljómsveitir við Laugaskóla í Sælingsdal í Dalasýslu á árunum 1980 til 90. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þeirra og er því hér með óskað eftir upplýsingum um þær. Á þessum árum voru jafnframt tvær sveitir starfandi innan Laugaskóla sem einnig herjuðu á ballmið utan skólans,…

Skólahljómsveit Laugalækjarskóla (um 1965)

Skólahljómsveit var starfrækt innan Laugalækjarskóla um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en hún var líklegast starfandi veturinn 1965-66. Upplýsingar um þessa sveit eru af afar skornum skammti, þó eru heimildir um að Herbert Guðmundsson var söngvari hennar og hugsanlega einnig gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit. Herbert var svo einnig í hljómsveitinni…

Skólahljómsveit Hvolsskóla (1957)

Veturinn 1956-57 var starfrækt skólahljómsveit í Hvolsskóla á Hvolsvelli en slíkt þótti óvenjulegt í skóla sem einungis hafði að geyma um fimmtíu nemendur. Hljómsveitina skipuðu ellefu nemendur við skólann, átta stúlkur og þrír drengir og léku þau á gítar, blokkflautur, sýlófón, trommu og slagverk undir stjórn skólastjórafrúarinnar, Birnu Frímannsdóttur.

Skólahljómsveit Melaskóla (um 1968)

Óskað er eftir upplýsingum um skólahljómsveit í Melaskóla sem þar var starfandi í kringum 1968, meðal meðlima hennar var söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.). Einnig er óskað eftir upplýsingum um skólahljómsveitir starfandi innan skólans á öðrum tímum.

Skólahljómsveit Miðbæjarskólans (1962-63)

Skólahljómsveit mun hafa verið starfandi við Miðbæjarskólann veturinn 1962-63 en upplýsingar um þá sveit eru afar takmarkaðar – reyndar svo að það eina sem liggur fyrir um hana var að Helga Einarsdóttir gegndi hlutverki söngkonu í sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um tilurð þessarar sveitar sem og annarra sveita sem kallast gætu skólahljómsveitir í…

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps (1989-2002)

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps var starfrækt við tónlistarskólann í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið fyrir og um síðustu aldamót, rétt um öld eftir að lúðrasveit starfaði þar í bæ í fyrsta sinn. Sveitin, sem var alla tíð nokkuð fjölmenn og innihélt á milli 20 og 30 meðlimi sem þykir gott í svo litlu samfélagi, mun…

Skólahljómsveit Neskaupstaðar (1974-90)

Skólahljómsveit starfaði við Tónskólann í Neskaupstað um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og setti heilmikinn svip þar á bæjarbraginn. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að veturinn 1972-73 var sett saman eins konar skólahljómsveit ellefu nemenda og eins kennara til að leika á vortónleikum tónlistarskólans undir stjórn Haraldar…

Afmælisbörn 1. desember 2021

Tónlistartengd afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna alþjóðafrægð þegar hann tók þátt í Rock…

Afmælisbörn 30. nóvember 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og sjö ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og sjö ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2021

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og eins árs gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2021

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sex talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og sex ára gömul á þessum degi,…

Afmælisbörn 26. nóvember 2021

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og sjö ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Afmælisbörn 25. nóvember 2021

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Sixties [2] – Efni á plötum

Sixties – Bítilæði Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: RYMUR CD / K 002 Ár: 1995 1. Vor í Vaglaskógi 2. Viltu dansa 3. Fyrsti kossinn 4. Tonight 5. Á heimleið 6. Ævintýri 7. Kvöldið er fagurt 8. Söknuður 9. Memory 10. Alveg ær 11. Einn, tveir, þrír 12. Konur Flytjendur: Rúnar Örn Friðriksson – söngur Andrés Gunnlaugsson…

Sítrónukvartettinn (1975-77)

Sítrónukvartettinn svokallaði var söngkvartett nemenda við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, sem starfaði þar á árunum 1975 til 77. Meðlimir kvartettsins voru þeir Sigurður Jóhannesson, Freysteinn Sigurðsson, Vigfús Hjartarson og Jón Hallur Ingólfsson, ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir félagar sungu en Sigurður og Freysteinn léku aukinheldur á gítara. Sítrónukvartettinn naut töluverðra vinsælda á Bifröst…

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Síhanouk (um 1980)

Síhanouk var hljómsveit á Akureyri sem starfaði líklega um eða upp úr 1980. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Jónsson gítarleikari, Balli [Baldvin H. Sigurðsson?] hljómborðsleikari, Ási Magg [Ásmundur Magnússon?] bassaleikari, Óli Þór [Ólafur Þór Kristjánsson?] söngvari og Jóhannes Már [?] trommuleikari. Heimild segir jafnframt að Steinþór Stefánsson bassaleikari hafi tímabundið verið í sveitinni. Síhanouk fór…

Sín – Efni á plötum

Sín – [engar upplýsingar um titil] [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Guðmundur Símonarson – gítar og söngur Guðlaugur Sigurðsson – hljómborð og söngur Sín – “Ég man það enn” Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] 1. Ágústnótt 2. Heyr mitt ljúfasta lag 3.…

Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Laugarvatni (1946-62)

Skólahljómsveitir munu hafa verið starfræktar við Héraðsskólann á Laugarvatni á árum áður en heimildir þ.a.l. eru nokkuð slitróttar og því við hæfi að lesendur Glatkistunnar fylli í eyður eftir því sem kostur er. Skólahljómsveit var starfrækt við skólann árið 1946 en meðlimir hennar voru þeir Sigurður Guðmundsson píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari og Pétur Jónsson saxófónleikari.…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Skólahljómsveit Hveragerðis (1977-95)

Skólahljómsveit Hverasgerðis var starfrækt um árabil innan grunnskólans í Hveragerði og var fastur liður í menningarlífi bæjarins, lék við ýmis tækifæri innan grunnskólans, í kirkjustarfinu og þegar kveikt var á jólatréi þeirra Hvergerðinga við upphaf aðventu, þá lék sveitin við ýmis einstök tilefni eins og t.d. við vígslu Hótels Arkar árið 1986 og fór að…

Skólahljómsveit Héraðsskólans að Reykjum (um 1970)

Héraðsskóli var starfadni að Reykjum í Hrútafirði á árunum 1931-88 en síðan skólanum var lokað hafa vinsælar skólabúðir verið starfræktar þar. Reikna má með að hljómsveitir hafi verið starfandi innan skólans líkt og við aðra slíka skóla en heimildir finnast þó ekki um nema eina slíka sveit, hún var starfandi að líkindum í kringum 1970…

Skógamenn (1960)

Vorið 1960 kom fram söngkvartett sem skemmti á samkomu sem haldin var í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla (Héraðsskólans á Skógum) en hann bar nafnið Skógamenn. Kvartettinn sem var skipaður fjórum nemendum úr skólanum mun hafa sungið við píanóundirleik og svo virðist sem hann hafi þá verið starfandi um nokkurn tíma. Engar upplýsingar er…

Skógameyjar (1960-72)

Sextett stúlkna var starfræktur undir nafninu Skógameyjar í Skógaskóla (Héraðsskólanum á Skógum) á árunum 1960 til 72, og jafnvel lengur. Skógameyjar sem skemmtu með söng við gítarundirleik komu líklega fyrst fram á hátíðarhöldum í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla vorið 1960 og virðist slíkur sönghópur hafa verið fastur liður í skólafélagslífinu að minnsta kosti…

Afmælisbörn 24. nóvember 2021

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari…

Afmælisbörn 23. nóvember 2021

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og sjö ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2021

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og átta ára gamall í dag. Hörður er stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann er ennfremur organisti Hallgrímskirkju og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2021

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og sex ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 20. nóvember 2021

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson en hann er fjörtíu og tveggja ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik…

Afmælisbörn 19. nóvember 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Hér er fyrst nefndur gítarleikarinn Trausti Thorberg en hann lést fyrr á þessu ári. Trausti (fæddur 1927) lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Guðmundur Pétursson á Ölveri – Sérstakur gestur: Davíð Þór Jónsson

Laugardalskvöldið 20. nóvember nk. heldur Guðmundur Pétursson gítarleikari blústónleika í Ölveri Glæsibæ en það er í annað sinn í haust, hann fær nú til liðs við sig Davíð Þór Jónsson píanó- og orgelmeistara.  Auk þess spila með þeim Mósesmaðurinn Andri Ólafsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Tónleikar Guðmundar og Þorleifs Gauks í…

Afmælisbörn 18. nóvember 2021

Í dag eru fimm afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Silfurtónar [1] (1991-95)

Hljómsveitin Silfurtónar vakti á fyrri hluta tíunda áratugarins nokkra athygli og þó nokkrar vinsældir með spilamennsku sinni og svo plötu sem reyndar seldist fremur illa en tvö laga sveitarinnar hafa lifað til þessa dags. Silfurtónar komu fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1991 þegar sveitin hélt tónleika í Duus húsi undir yfirskriftinni Silfurtónar í 20 ár.…

Six pack latino (1998-2001)

Hljómsveitin Six pack latino vakti heilmikla athygli rétt fyrir síðustu aldamót með suður-amerískri latino tónlist, og sendi frá sér plötu með slíkri tónlist. Segja má að rætur sveitarinnar hafi að mestu legið í hljómsveitinni Diabolus in musica sem hafði starfað á áttunda áratugnum en þau Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, Páll Torfi Önundarson gítarleikari og Tómas…

Sinfóníuhljómsveit æskunnar – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit æskunnar – G. Mahler: Sinfónía nr. 9 – Tónleikar 03.08. ´86 [snælda] Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Sinfónía nr. 9 e. G. Mahler Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit æskunnar – leikur undir stjórn Paul Zukofsky       Colonial symphony / Sinfóníuhljómsveit æskunnar – Dane Rudhyar: Five stanzas & Arnold Schoenberg: Pelleas and melisande,…

Sinfóníuhljómsveit æskunnar (1985-96)

Sinfóníuhljómsveit æskunnar var starfrækt hér á landi í tæplega áratug og tókst á við fjölmörg ótrúleg og krefjandi verkefni undir stjórn og handleiðslu Bandaríkjamannsins Paul Zukofskys, þegar hans naut ekki lengur við fjaraði smám saman undan sveitinni uns hún lognaðist út af 1996. Paul Zukofsky hafði á árunum 1977 til 84 verið með námskeið fyrir…

Silfurtónar [1]- Efni á plötum

Silfurtónar – Skýin eru hlý Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 092 Ár: 1992 1. Söngur um þrá 2. Við 3. Get down now 4. Töfrar 5. Í dyragættinni 6. Mennið 7. Litið til baka 8. Með þér = Going baby 9. Guðmundur surtur 10. Amina Flytjendur: Hlynur Höskuldsson – bassi og raddir Bjarni Friðrik Jóhannsson –…

Six pack latino – Efni á plötum

Six Pack Latino – Björt mey & mambó Útgefandi: Mál og menning Útgáfunúmer: MM 017 Ár: 1999 1. Garðyrkjumaður 2. Simba mundele 3. Mambo del amor 4. Habanera 5. Camarera de mi amor 6. Timbúktú 7. Letingjabragur 8. Meglio stasera 9. Til þín 10. Tifandi tær 11. El manisero 12. Í dansi með þér 13.…

Skógarbandið (1981)

Haustið 1981 var hópur, líklega sönghópur fremur en hljómsveit, starfandi innan KFUM og K starfsins undir nafninu Skógarbandið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi eða eðli Skógarbandsins og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Skóflubandið (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Skóflubandið en það var að öllum líkindum starfandi á austanverðu landinu, í kringum Egilsstaði eða nágrenni. Fyrir liggur að Friðjón Ingi Jóhannsson var í Skóflubandinu, líklega sem harmonikku- eða bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði og hversu lengi.