Afmælisbörn 16. júní 2018

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Afmælisbörn 15. júní 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og sex ára gamall. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar…

Bassar (1964-65)

Hljómsveitin Bassar starfaði á árunum 1964 og 65 á Akureyri, hugsanlega byrjaði hún jafnvel örlítið fyrr. Heimildir um þessa sveit eru mjög takmarkaðar og ekki liggja fyrir nema upplýsingar um tvo meðlimi hennar, þeir voru Vilhelm V. Steinþórsson gítarleikari og Árni Þorvaldsson. Frekari upplýsingar um Bassa frá Akureyri óskast sendar Glatkistunni.

Basil fursti (1978-80)

Basil fursti var nokkuð þekkt ballhljómsveit á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar en hún skartaði þá m.a. söngvaranum Eiríki Haukssyni sem þá var að stíga sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Það voru þeir bræður Andri Örn Clausen söngvari og gítarleikari og Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari (síðar athafnamaður), Erlingur Kristmundsson trommuleikari og…

Bartar (um 1990)

Hljómsveit að nafni Bartar (Sideburns) starfaði á Akureyri í kringum 1990, nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Meðlimir Barta voru Tómas Hermansson söngvari [?], Borgar Magnason bassaleikari [?], Jón Egill Gíslason [?] og Björn Þór Sigbjörnsson [?]. Sveitin mun aldrei hafa komið fram opinberlega.

Barrokk [1] (1987)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum í Vík í Mýrdal árið 1987. Sveit þessi var áreiðanlega starfandi mun lengur en það eina ár, aukinheldur sem engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar. Allar mögulegar upplýsingar um þessa sveit óskast því sendar Glatkistunni.

Barrock (1975)

Hljómsveitin Barrock starfaði í nokkra mánuði árið 1975. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1975 og voru meðlimir hennar í upphafi Björgvin Björgvinsson trommuleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Ásgeir Ásgeirsson orgel- og píanóleikari en fljótlega kom Skúli Björnsson gítarleikari inn. Nokkru eftir það bættist í hópinn Bjarni Össurarson söngvari. Þannig skipuð starfaði Barrock til hausts en…

Barrelhouse Blackie (1957-60)

Söngvarinn Bjarni Guðmundsson kom fram í fjölmörg skipti á árunum 1957 til 60 undir aukasjálfinu Barrelhouse Blackie. Bjarni, sem kom úr Hafnarfirðinum var sjómaður og hafði eitthvað sungið með hljómsveitum, á rokkskemmtun haustið 1957 kom hann hins vegar í fyrsta skipti fram sem Barrelhouse Blackie en í því gervi málaði hann sig svartan í framan…

Barracuda (1994-95)

Rokksveitin Barracuda starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og sendi frá sér eitt lag sem fékk nokkra spilun í útvarpi. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og voru meðlimir hennar Vernharður Bjarnason gítarleikari, Sveinn Arthúr Michaelsson gítarleikari, Jörgen Jörgensen bassaleikari, Styrmir B. Kristjánsson söngvari og Páll Hjörvar Bjarnason trommuleikari.…

Battery [2] (1993)

Battery var eins manns verkefni Ara Eldon en hann sendi frá sér þrjú lög undir þessu aukasjálfi á safnsnældunni Strump 2 árið 1993. Tónlistin var instrumental. Ekkert framhald varð á tónlistarsköpun Ara undir þessu nafni.

Baulandi baktería (1982)

Hljómsveitin Baulandi baktería var ein þeirra sveita sem kom að heimsmeti haustið 1982 þegar fjöldi hljómsveita spilaði í fjórtán sólarhringa á maraþontónleikum í Tónabæ á vegum SATT-samtakanna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.

Afmælisbörn 14. júní 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2018

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og sex ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Afmælisbörn 12. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2018

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og eins árs gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2018

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður er sextíu og sex ára í dag. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlusta á…

Afmælisbörn 8. júní 2018

Tvö tónlistartengt afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er fertugur og á því stórafmæli dagsins. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo fog…

Afmælisbörn 7. júní 2018

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og tveggja ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Barnakór Varmárskóla (1979-)

Barnakór Varmárskóla (sem hin síðari ár hefur oftar gengið undir nafninu Skólakór Varmárskóla) hefur starfað við Varmárskóla í Mosfellsbæ (áður Mosfellssveit) síðan 1979, alla tíð undir stjórn sama manns. Kórinn var stofnaður 1979 og hefur síðan verið hluti af fjölbreyttu og öflugu kórastarfi í Mosfellsbæ en hvergi er að finna fleiri kóra miðað við mannfjölda.…

Barnakór Útvarpsins (1949-51)

Barnakór var starfandi á vegum Ríkisútvarpsins á árunum 1949-51. Það var umsjónarmaður Barnatímans í útvarpinu, Þorsteinn Ö. Stephensen, sem hafði frumkvæði af því að stofna kórinn sem Páll Kr. Pálsson stjórnaði síðan í um tvö ár. Kórinn var mestmegnis skipaður stúlkum en honum var skipt í yngri og eldri deild. Reyndar eru heimildir um söng…

Barnakór Vesturbæjarskóla (1977-2011)

Kór starfaði í áratugi við Vesturbæjarskóla, ýmist nefndur Barnakór, Skólakór eða bara Kór Vesturbæjarskóla. Elstu heimildir um þennan kór eru frá árinu 1977 en vel má vera að hann hafi verið stofnaður fyrr, það var Ragnhildur Gísladóttir sem stjórnaði kórnum á þessum fyrstu árum og líklega allt til ársins 1980 eða lengur. Árið 1979 varð…

Barnakór Þorlákshafnar [1] – Efni á plötum

Barnakór Þorlákshafnar – Vor Þorlákur [snælda] Útgefandi: Barnakór Þorlákshafnar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1985 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Barnakór Þorlákshafnar – söngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar Jónas Ingimundarson – píanó Glúmur Gylfason – orgel Gísli Helgason – flauta Hilmar Örn Agnarsson – [?] Jóhannes Helgason – [?] Helgi E. Kristjánsson – [?]

Barnakór Þorlákshafnar [1] (1983-85)

Barnakór starfaði í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar sem þá kenndi við tónlistarskólann í bænum. Kórinn, sem innihélt um þrjátíu börn á aldrinum 8 til 14 ára, starfaði á árunum 1983-85 og í lok starfstímans (vorið 1985) gaf hann út snældu en sú útgáfa var tengd þemaviku Grunnskólans…

Barnakór þjóðkirkjunnar (1994-96)

Barnakór þjóðkirkjunnar virðist hafa starfað um þriggja ára skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar í Hafnarfirði en Brynhildur Auðbjargardóttir var stjórnandi hans. Glatkistan óskast eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1992-97)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var starfræktur í lok 20. aldarinnar undir stjórn Bretans Roberts Darling. Kórinn virðist hafa starfað á árunum 1992-97 og kom Esther Hjartardóttir einnig að honum. Nánari upplýsingar um þennan kór eru vel þegnar.

Barningur (1993)

Hljómsveit (líklega rokksveit) bar nafnið Barningur sumarið 1993 og starfaði að öllum líkindum á Akureyri. Allar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar, starfstíma og annað má gjarnan senda Glatkistunni.

Barnaleikir [safnplöturöð] – Efni á plötum

Barnaleikir – ýmsir [snælda] Útgefandi: BG útgáfan / Umferðarráð Útgáfunúmer: BG003 Ár: 1989 1. Siggi var úti 2. Hjólin á strætó 3. Upp á grænum hól 4. Út um mela og móa 5. Rautt, rautt, rautt 6. Sértu glaður 7. Fingrasöngur 8. Tíu grænar flöskur 9. Letidansinn 10. Bílalag 11. Afi minn og amma mín…

Barnaleikir [safnplöturöð] (1989-92)

Á árunum 1989-92 komu út fjórar snældur í útgáfuröðinni Barnaleikir en á þeim var að finna blöndu tónlistar og leikins efnis fyrir börn. Það var tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiðurinn á bak við Barnaleiki en um svipað leyti var hann að setja á fót Rokklingana sem nutu mikilla vinsælda í kjölfarið. Rokklingarnir…

Barnalagasöngsveitin (1979)

Heimildir um Barnalagasöngsveitina svokölluðu eru nánast engar en sú sveit mun hafa tengst Rauðsokkuhreyfingunni á einhvern hátt, var e.t.v. hluti af henni. Söngsveitin mun hafa komið að minnsta kosti einu sinni  fram opinberlega. Allar tiltækar upplýsingar um Barnalagasöngsveitina mætti senda Glatkistunni.

Afmælisbörn 6. júní 2018

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2018

Í dag eru afmælisbörnin sex talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og fimm ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Afmælisbörn 4. júní 2018

Afmælisbörn dagsins í dag eru fimm talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtanaprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum tíma auk…

Afmælisbörn 2. júní 2018

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrra afmælisbarn dagsins, sextíu og átta ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan sjöunda áratug…

Afmælisbörn 1. júní 2018

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jón Örn Arnarson trommuleikari Jet Black Joe og Ensíma er fjörutíu og fjögurra ára í dag. Jón Örn var nokkuð áberandi á tíunda áratugnum með sveitunum tveimur, fyrst með Jet Black Joe og síðan Ensími en báðar sveitirnar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma.…

Afmælisbörn 31. maí 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] – Efni á plötum

ABCD – ýmsir Útgefandi: Íslenskar hljómplötur Útgáfunúmer: ISH-003 Ár: 1979 / 2006 1. Allir krakkar 2. Ef væri ég söngvari 3. Ríðum heim til Hóla 4. Sigga litla systir mín 5. Kindur jarma í kofunum 6. Krumminn í hlíðinni 7. Fljúga hvítu fiðrildin 8. Fram fram fylking 9. Í grænni lautu 10. Vindum, vindum vefjum…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] (1976-2010)

Blómlegt barnakórastarf var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi lengi vel á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Barnakór Mýrarhúsaskóla var líklega stofnaður haustið 1976 og var Hlín Torfadóttir stjórnandi hans lengi vel, undir hennar stjórn söng kórinn á plötunni ABCD sem Sigríður Ella Magnúsdóttir hafði yfirumsjón með ásamt Garðari Cortes og gefin var út í tilefni…

Barnakór Reykhólaskóla [1] (1991-95)

Barnakór var starfræktur um tíma í Reykhólaskóla í Barðastrandarsýslu á tíunda áratug síðustu aldar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir en hér er giskað á árin 1991 til 95 – líklega þó ekki samfleytt. Ragnar Jónsson þáverandi skólastjóri tónlistarskólans á Reykhólum var að öllum líkindum stjórnandi kórsins 1991 en Haraldur Bragason 1995, annað liggur ekki fyrir…

Barnakór Oddakirkju (1995-2011)

Barnakór starfaði í nokkur ár við Oddakirkju á Rangárvöllum en uppistaðan í kórnum kom frá Hellu og nágrenni. Þáverandi organisti kirkjunnar Halldór Óskarsson stofnaði kórinn haustið 1995 og stjórnaði honum fyrstu árin. Magnús Ragnarsson var að öllum líkindum næstur stjórnenda en Nína Morávek tók við af honum og stjórnaði kórnum líklega þar til hann hætti,…

Barnakór Landakotsskóla [1] – Efni á plötum

Jan Morávek og hljómsveit – 14 barnalög [45 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar  Útgáfunúmer: EXP IM 102 Ár: 1962 1. Börn úr Brákarborg – Göngum upp að Gili 2. Börn úr Landakotsskóla – Afi minn fór á honum Rauð 3. Anna Ragnheiður – Fuglinn minn segir bí, bí, bí 4. Börn úr Landakotsskóla – Göngum við í…

Barnakór Landakotsskóla [1] (1961-69)

Erfitt er giska á nákvæmlega hvenær Barnakór Landakotsskóla starfaði en hér er giskað á árin 1961 til 69, hugsanlegt er jafnvel að hann hafi starfað mun lengur. Söng kórsins má heyra á tveimur plötum, annars vegar við undirleik Jans Morávek og hljómsveitar hans á plötunni 14 barnalög sem út kom 1962, hins vegar á sex…

Barnakór Selfosskirkju (1988-2015)

Barnakór Selfosskirkju en stundum nefndur í sömu andrá og Unglingakór Selfosskirkju en saga þeirra er að nokkru samofin. Umfjöllun um kóranna tvo verður þó hér í tvennu lagi. Upphaf þess sem um tíma var kallað Barna- og unglingakór Selfosskirkju má rekja til haustsins 1988 þegar barnakór var stofnaður á vegum Selfosskirkju. Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [1] (1969)

Barnakór var starfandi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um það kórastarf nema að Margrét Dannheim var stjórnandi kórsins. Allar frekari upplýsingar um þennan barnakór eru vel þegnar.

Barnakór Seltjarnarneskirkju (1980-2012)

Barnakór starfaði á Seltjarnarnesi með hléum frá 1980 til 2012 og jafnvel lengur. Fyrsta áratuginn gekk kórinn undir nafninu Barnakór Seltjarnarness en þegar Seltjarnarneskirkja var vígð 1989 virðist sem starfsemin hafi færst inn í kirkjuna. Engar upplýsingar er að finna um stjórnendur kórsins frá 1980 til 90 en árið 1993 var Sesselja Guðmundsdóttir kórstjóri. Fljótlega…

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [2] (1991-92)

Svo virðist sem Barnakór hafi verið starfandi innan Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli veturinn 1991-92 undir stjórn stjórn Agnesar Löve þáverandi skólastjóra en ekkert bendir til að starfsemi hans hafi náð yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um það óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [1] – Efni á plötum

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga – Ég bíð eftir vori [10″] Útgefandi: Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga Útgáfunúmer: BTR/ Ríma 002 Ár: 1982 1. Hafið bláa hafið 2. Nú líður sól til sævar 3. Ljúflingsdilla (sofi sofi) 4. Lítill leki 5. Nú hallar degi 6. Svíf þú fugl 7. Nú er vetur úr bæ 8. A.B.C.D. 9. Góð börn…