Afmælisbörn 22. júlí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2021

Í dag eru afmælisbörn íslenskrar tónlistar fjögur talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sextíu og níu ára. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur gefið út…

Afmælisbörn 20. júlí 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og eins árs á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Afmælisbörn 19. júlí 2021

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og sjö ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Afmælisbörn 18. júlí 2021

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru sex talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann er sextíu og níu ára gamall í dag. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og…

Afmælisbörn 17. júlí 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og sjö ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er fjörutíu…

Afmælisbörn 16. júlí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og átta ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Afmælisbörn 15. júlí 2021

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a.…

Sigfús Einarsson (1877-1939)

Sigfús Einarsson telst vera eitt af stóru nöfnunum í íslenskri tónlistarsögu en segja má að hann hafi verið uppi á hárréttum tíma við upphaf tuttugustu aldarinnar með sitt frumkvöðlastarf sem söngkennari, kórstjórnandi, tónskáld, hljómsveitastjóri og margt annað. Sigús Einarsson fæddist á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, var kaupmannssonur og ólst upp við tónlist á æskuheimilis sínu. Hann…

Shiva – Efni á plötum

Shiva – Godsend [demo] Útgefandi: Shiva Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hate 2. Scarred 3. Godsend 4. Roots bloody roots Flytjendur: Kristján B. Heiðarsson – trommur Viðar Sigmundsson – gítar Hlynur Örn Zophaníasson – söngur og gítar Lúðvík Aðalsteinn Þorsteinsson – bassi Shiva – [master] Útgefandi: Shiva Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] 1.…

Shiva (1995-2000)

Fremur fáar heimildir finnast um hina allt að því goðsagnkenndu hljómsveit Shiva sem starfaði undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld, á Akureyri. Sveitin var stofnuð haustið 1995 og voru stofnmeðlimir hennar Viðar Sigmundsson gítarleikari og Hlynur Örn Zophaníasson söngvari og gítarleikari. Fljótlega bættust í hópinn trommuleikarinn Kristján B. Heiðarsson og Bergvin F.…

Sigfús Einarsson – Efni á plötum

Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 074 Ár: 1974 1. Ó, Guð vors lands 2. Ingólfs minni 3. Á Sprengisandi 4. Ólafur og álfamærin 5. Fífilbrekka 6. Móðurmálið 7. Sprettur 8. Yfir voru ættarlandi 9. Sefur sól hjá ægi 10. Draumalandið 11. Þú álfu vorrar yngsta…

Sigfús Arnþórsson – Efni á plötum

Sigfús Arnþórsson – Græn ský Útgefandi: Sigfús E. Arnþórsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Allt sem ég vil 2. Vorið er komið 3. Svífum nú um svalirnar 4. Ef það hefði ekki verið þú 5. Þú skreytir líf mitt 6. Við erum komin heim 7. Elskan mín elskar að elska 8. Síðasta púslið 9.…

Sigfús Arnþórsson (1957-)

Nafn tónlistarmannsins Sigfúsar E. Arnþórssonar lætur ekki mikið yfir sér en hann starfaði með fjölda hljómsveita hér fyrrum, samdi eitt vinsælasta dægurlag sem gefið hefur verið út hér á landi og hefur einnig sent frá sér sólólplötu. Sigfús Eiríkur Arnþórsson er fæddur í Köldukinn í Suður-Þingeyjasýslu (1957) en ólst að einhverju leyti upp á Seyðisfirði…

Sigmar Pétursson [annað] (1922-88)

Sigmar Pétursson telst seint til tónlistarmanna þótt vissulega hafi hann eitthvað leikið á harmónikku en hann var hins vegar umsvifamikill í skemmtanalífi Reykvíkinga um árabil og var iðulega kallaður Sigmar í Sigtúni. Sigmar Stefán Pétursson var fæddur (1922) og uppalinn á bænum Ásunnarstöðum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, nam við Héraðsskólann á Eiðum og síðar Bændaskólann…

Signa bandið (1988-93)

Signa bandið var dúett starfandi á Siglufirði um nokkurra ára skeið, 1988 til 93 og hugsanlega lengur. Meðlimir Signa bandsins voru þeir Magnús Guðbrandsson og Steinar Ingi Eiríksson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra.

Sigríður Hall (1881-1954)

Sigríður Hall var virt og vinsæl söngkona innan samfélags Vestur-Íslendinga í byrjun síðustu aldar, hún söng þó aldrei opinberlega á Íslandi. Sigríður Anna Jónsdóttir Hördal fæddist í Dalasýslu en flutti ung að árum til Íslendingabyggða í Winnipeg í Manitoba í Kanada. Þar byrjaði hún að læra söng innan við fermingu og gat sér fljótlega gott…

Sigríður Hagalín (1926-92)

Sigríður Hagalín er fyrst og fremst þekkt nafn í íslenskri leiklistarsögu og þar ber líklega hæst framlag hennar í kvikmyndinni Börn náttúrunnar en ekki má heldur gleyma þætti hennar í tónlistinni en hún gerði nokkur lög feikivinsæl á sínum tíma. Sigríður Guðmundsdóttir Hagalín var dóttir Guðmundar G. Hagalín rithöfundar, fædd 1926 í Noregi en ólst…

Sigríður Guðmundsdóttir (1931-)

Upplýsingar um Sigríði Guðmundsdóttur söngkonu er af skornum skammti en hún kom fram með fjölmörgum hljómsveitum og söng í kabarettsýningum á fimmta og sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir (f. 1931) kom fyrst fram á sjónarsviðið um 1947 þegar hún var ásamt fleirum í sönghóp sem kallaðist Bláklukkur, í þeim hópi…

Sigríður G. Schiöth (1914-2008)

Líklega eru fáar konur sem hafa haft jafn víðtæk áhrif á tónlistarstarf á norðanverðu landinu og Sigríður G. Schiöth en hún stofnaði og stjórnaði ótal kórnum, sinnti organistastörfum, kenndi tónlist, söng sem einsöngvari (sópran) og í kórum, samdi bæði lög og texta, og sinnti margs konar tónlistartengdum verkefnum um ævi sína. Afrakstur kórstjórnunar hennar, söng…

Sigríður Helgadóttir (1903-54)

Sigríður Helgadóttir kaupkona hafði meiri áhrif á íslenskt tónlistarlíf í marga áratugi um miðbik síðustu aldar en margur hyggur, hún rak þá hljóðfæraverslun og stundaði um tíma einnig plötuútgáfu sem síðan starfaði lengi eftir andlát hennar en hún lést aðeins liðlega fimmtug að aldri. Sigríður fæddist vorið 1903 í Keflavík en ólst upp á Akureyri…

Afmælisbörn 14. júlí 2021

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Kolbeinn nam hér heima en einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Sviss en hefur starfað á Íslandi megnið af sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Caput hópsins og hefur sent frá sér plötur…

Afmælisbörn 13. júlí 2021

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og átta ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Afmælisbörn 12. júlí 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og eins árs í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Afmælisbörn 11. júlí 2021

Sjö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Afmælisbörn 10. júlí 2021

Sjö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Afmælisbörn 9. júlí 2021

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Afmælisbörn 8. júlí 2021

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og níu ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Shady Owens (1949-)

Söngkonan Shady Owens gerði garðinn frægan hér á Íslandi á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda, söng þá með fjórum af vinsælustu hljómsveitum þess tíma og var um tíma nánast eina söngkonan hérlendis sem söng popptónlist – og e.t.v. má segja að hún hafi rutt brautina fyrir aðrar slíkar. Minna fór fyrir henni síðar…

Sigga band (1986)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sigga band var skráð til leik í Músíktilraunir vorið 1986 en ekkert bendir til þess að sveitin hafi mætt til leiks, eins gæti hún hafa keppt undir öðru nafni. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.

SHAPE (1994-99)

Hljómsveitin SHAPE starfaði austur á fjörðum í lok síðustu aldar, naut þar nokkurrar hylli og sendi meira að segja frá sér plötu en hætti störfum þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar gekk til liðs við sveitaballasveit að sunnan. SHAPE (sem ku vera skammstöfun og standa fyrir Supreme headquarters allies powers Europe) var rokksveit stofnuð 1994 og…

Siglunes-bandið (1939)

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi. Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.

SheMale (1997)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SheMale var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kolbeinn Ingi Höskuldsson gítarleikari og söngvari, Kári Halldórsson gítarleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar og virðist ekki hafa starfað lengi. Heimildir eru fyrir því að Bjarni Þórisson og…

SHAPE – Efni á plötum

SHAPE – Shape: Limited edition Útgefandi: Marion Útgáfunúmer: Mar 001 Ár: 1998 1. Pieces 2. Hold the needle 3. Sister 4. You say 5. World alone Flytjendur: Logi Helguson – bassi Óli Rúnar Jónsson – gítar Magni Ásgeirsson – gítar og söngur Hafþór Helgason – trommur

Shady Owens – Efni á plötum

Shady Owens – I‘m counting on you / I´m saving all my love [ep] Útgefandi: Ariola  Útgáfunúmer: ARO 102 & 11.425 / 11 711 AT Ár: 1977 / 1978 1. I´m counting on you 2. I‘m saving all my love Flytjendur: Shady Owens – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]          …

SG-hljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1964-84)

Útgáfufyrirtækið SG-hljómplötur var starfrækt um tveggja áratuga skeið og á þeim tíma gaf fyrirtækið út fjölda hljómplatna og kassetta sem seldust gríðarlega vel enda var fyrirtækið nánast einrátt á markaðnum um tíma, þegar fleiri útgáfufyrirtæki skutu upp kollinum urðu SG-hljómplötur smám saman undir og fyrirtækið leið undir lok. Segja má að SG-hljómplötur hafi orðið til…

Séra Ísleifur og englabörnin – Efni á plötum

Séra Ísleifur, Stella og englabörnin – Úr hvarfi [snælda] Útgefandi: Félag íslenskra fjöllistamanna (FÍFL) Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Híðing 2. Ein lítil umþenking um svo sem ekki neitt og þaðan af minna 3. Mr. Jones (but wound up with Jane) 4. Ísland, ég sæki þig heim 5. Ísland ég gleymdi þér heima 6.…

Séra Ísleifur og englabörnin (1993-99)

Séra Ísleifur og englabörnin var ekki beinlínis hljómsveit heldur fremur hópur ljóðskálda, eins konar fjöllistahópur sem flutti frumsamin ljóð og annan gjörning undir hljóðfæraleik við lok síðustu aldar, hópurinn var hluti af stærri hóp listafólks sem var áberandi í miðbæjarmenningunni um það leyti. Sveitin kom fram við ýmis tækifæri á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til…

Siferlæs (1997)

Hljómsveitin Siferlæs starfaði í Hafnarfirði árið 1997 og kom þá m.a. fram á tónleikum í tengslum við listahátíð ungs fólks í bænum. Ekki finnast ítarlegar upplýsingar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Magnús Leifur Sverrisson gítarleikari og Kristján Hafsteinsson bassaleikari sem síðar voru í hljómsveitinni Stæner (og sigraði Músíktilraunir 1998) voru í þessari…

Siðfágun (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Siðfágun og kom úr Reykjavík var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk ´97 sem haldin var í Keflavík sumarið 1997 en Siðfágun var þar meðal um tuttugu keppnissveita. Engar upplýsingar finnast um meðlima- og hljóðfæraskipan Siðfágunar og efni með henni er ekki að finna á safnplötunni Rokkstokk ´97 sem gefin var…

Shoprock (1997)

Hljómsveitin Shoprock virðist hafa verið ballhljómsveit starfandi sumarið 1997, hugsanlega í Borgarnesi. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan mættu gjarnan deila þeim með Glatkistunni.

Afmælisbörn 7. júlí 2021

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Afmælisbörn 6. júlí 2021

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sjötugur og á því stórafmæli dagsins. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana,…

Afmælisbörn 5. júlí 2021

Hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og sex ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2021

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson en hann er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill,…

Afmælisbörn 3. júlí 2021

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Tónlistarmaðurinn Lýður Ægisson hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2019. Lýður (f. 1948), sem var bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, sendi frá sér nokkrar sólóplötur á sínum tíma, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði…

Jóhann Jóhannsson – Karolina fund söfnun

Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að heimildamynd um Jóhann Jóhannsson tónlistarmanns sem lést langt fyrir aldur fram í febrúar 2018. Það eru þeir Davíð Hörgdal Stefánsson og Orri Jónsson (auk Eyju Orradóttur) sem hafa haft veg og vanda að verkinu og samhliða því og rannsóknarvinnu um tveggja ára skeið hafa þeir félagar…

Afmælisbörn 2. júlí 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Afmælisbörn 1. júlí 2021

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…

Beggi Smári & Bex band á Dillon

Blúsarinn Bergþór Smári & Bex band verða með sumarblústónleika á Dillon við Laugaveg fimmtudagskvöldið 1. júlí kl. 21:00 og verður sérstakur gestur þeirra gítarleikarinn Nick Jameson. Ásamt Begga Smára sem leikur á gítar og syngur, skipa Bex bandið þeir Ásmundur Jóhannsson trommuleikari og Brynjar Páll Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis.