Jón Stefánsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Afmælisbörn 20. febrúar 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sextíu og átta ára, hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum. Hún hefur ætíð verið…

Hanna Steina Hjálmtýsdóttir1

Afmælisbörn 19. febrúar 2017

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

SAS tríóið - Jói Jónw

SAS tríóið – Efni á plötum

SAS tríóið – Jói Jóns [ep] Útgefandi: Stjörnuhljómplötur Útgáfunúmer: STLP 2 Ár: 1959 1. Jói Jóns 2. Allt í lagi Flytjendur: Ásbjörn Egilsson – söngur Stefán Jónsson – söngur Jón E. Jónsson – söngur Rock-hljómsveit Árna Ísleifs; – Árni Ísleifs – píanó – Þorsteinn Eiríksson – trommur – Pétur Urbancic – bassi – Karl Lilliendahl…

sas-trioid1

SAS tríóið (1957-59)

SAS tríóið var söngtríó sem starfaði í árdaga rokksins á Íslandi og sendi frá sér tvö lög en annað þeirra heyrist ennþá af og til í dag á öldum ljósvakans. Tilurð tríósins má rekja til þess að þrír skólafélagar í Reykjavík á unglingsaldri, Stefán Jónsson, Ásbjörn Egilsson og Sigurður Elíasson, komu fram á skólaskemmtun árið…

engin mynd tiltæk

Sarðnaggar (um 1980)

Hljómsveitin Sarðnaggar mun hafa verið starfandi í pönkbylgjunni sem gekk yfir hérlendis um og upp úr 1980. Engar upplýsingar er að finna um Sarðnagga aðrar en að hún var skipuð meðlimum úr Menntaskólanum við Sund.

engin mynd tiltæk

Sarcastic existence (1993)

Hljómsveitin Sarcastic existence var starfandi sumarið 1993 að öllum líkindum í Reykjavík en sveitin lék á rokktónleikum þá um sumarið. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þessarar sveitar en hún mun hafa verið skipuð fremur ungum meðlimum.

santos

Santos (1986-87)

Hljómsveitin Santos var veturinn 1986-87 húshljómsveit í Þórscafé. Sveitin var stofnuð um vorið 1986, hlaut nafn um sumarið og starfaði fram í júní 1987. Meðlimir Santos voru Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari [?], Gunnar Guðjónsson bassaleikari [?], Sigurður Jónsson saxófónleikari [?] og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Þeir Halldór og Sveinn mynduðu síðar dúettinn Svenson og…

Savanna tríóið 1963

Savanna tríó (1961-67 / 1990)

Savanna tríóið var í fararbroddi íslenskra þjóðlagatríóa sem nutu vinsælda á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Tríóið sótti fyrirmynd sína til hins bandaríska Kingston tríós en fór brátt eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni. Savanna tríóið fékk nafn sitt í upphafi árs 1962 en hafði þá í raun verið starfandi í nokkra mánuði, upphaflega…

savage

Savage (1985)

Hljómsveitin Savage var skammlíf unglingasveit sem starfaði í Borgarnesi haustið 1985. Meðlimir Savage voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Einar Þór Jóhannesson bassaleikari, Sveinbjörn Indriðason hljómborðsleikari og Ólafur Páll Pálsson gítarleikari. Sveitin var líklega söngvaralaus. Ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um hina borgfirsku Savage.

Söngfélagið 17. júní í Tjarnarhólmanum

17. júní (1911-20)

Söngfélagið 17. júní var karlakór sem starfaði í nokkur ár við upphaf síðustu aldar undir stjórn Sigfúss Einarssonar tónskálds. 17. júní var stofnaður haustið 1911 og sótti nafn sitt til aldarafmælis Jón Sigurðssonar en hann fæddist 17. júní 1811 og var víða minnst á þeim tímamótum. Sigfús Einarsson stjórnaði kórnum frá upphafi sem taldi átján…

satt-1-ymsir

SATT [félagsskapur] – Efni á plötum

SATT 1 – ýmsir Útgefandi: SATT Útgáfunúmer: SATT 001 Ár: 1984 1. Halldór Fannar – Blómin mín 2. Ingvi Þór Kormáksson – Steinsteypurómantík 3. Bergþóra Árnadóttir – Hvar er friður? 4. Hallgrímur Bergsson – Vinarkveðja 5. Foss – Rósir og lof 6. Jón G. Ragnarsson – Ég vil ekki vera… 7. Sverrir Stormsker – Ég…

fra-stofnfundi-satt-1979

SATT [félagsskapur] (1979-90)

Félagssamtökin SATT voru starfrækt meðal tónlistarmanna um árabil og áorkuðu heilmiklu fyrir félags- og réttindamál þeirra. Félagið var stofnað haustið 1979 undir nafninu Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna, skammstafað SATT, síðar var nafni þess breytt í Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna. Stofnfélagar voru nokkrir félagsmenn innan FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna) sem fannst vanta talsmann innan tónlistarhreyfingarinnar og…

engin mynd tiltæk

Satisfaction (1969)

Hljómsveitin Satisfaction úr Reykjavík var ein þeirra sveita sem keppti í hljómsveitakeppninni um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1969. Engar upplýsingar er að finna um skipan þessarar sveitar en svo virðist sem hún hafi verið skammlíf.  

Savanna tríóið - Folksongs from Iceland

Savanna tríóið – Efni á plötum

Savanna tríóið – Savanna tríóið [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 107 Ár: 1963 1. Á Sprengisandi 2. Kvölda tekur, sest er sól 3. Suðurnesjamenn 4. Gilsbakkaþula Flytjendur: Þórir Baldursson – söngur, celeste og gítar Troels Bendtsen – söngur og gítar Björn Björnsson – söngur og gítar Gunnar Sigurðsson – kontrabassi Savanna tríóið –…

Halldór Haraldsson1

Afmælisbörn 18. febrúar 2017

Glatkistan hefur að þessu sinni tvö afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttræður í dag og á því stórafmæli. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…

Jónatan Ólafsson

Afmælisbörn 17. febrúar 2017

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara, gáfu út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

bjorn-thoroddsen1

Afmælisbörn 16. febrúar 2017

Afmælisbarnið er aðeins eitt á lista Glatkistunnar í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er fimmtíu og níu ára. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu (1982)…

hordur-bragason

Afmælisbörn 15. febrúar 2017

Í dag eru afmælisbörnin þrjú á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB, Amon…

Víkingur Heiðar Ólafsson

Afmælisbörn 14. febrúar 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er þrjátíu og þriggja ára en hann þekkja allir. Víkingur nam í Bandaríkjunum…

Aðalsteinn Ísfjörð3

Afmælisbörn 13. febrúar 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari á stórafmæli á þessum degi en hann er sjötugur. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna…

Afmælisbörn 12. febrúar 2017

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni…

Dansplata Samúels - ýmsir (2)

Samúel [1] [fjölmiðill] – Efni á plötum

Dansplata – ýmsir [ep] Útgefandi: Sam-útgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1977 1. Dúmbó og Steini – Karlmannsgrey í konuleit 2. Lummurnar – Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig 3. Fjörefni – Þú Flytjendur: Dúmbó og Steini* Fjörefni* Lummurnar (sjá Lummur)

timaritid-samuel

Samúel [1] [fjölmiðill] (1969-70 / 1973-94)

Tímaritið Samúel naut mikilla vinsælda á sínum tíma en það hafði að geyma efni af margvíslegum toga, tónlistarumfjöllun skipaði stóran sess á síðum blaðsins og íslenskri tónlist var gert hátt undir höfði. Það var Þórarinn Jón Magnússon sem ritstýrði blaðinu lengst af en hann hafði ritstýrt tímaritinu Toppkorn sem kom út í fáein skipti árið…

samstilling

Samstilling [tónlistartengdur félagsskapur] (1982-97)

Söng- og skemmtifélagið Samstilling var félagsskapur sem starfaði um fimmtán ára skeið seint á síðustu öld. Það mun hafa verið söngvaskáldið Bergþóra Árnadóttir sem hafði veg og vanda af stofnun félagsins haustið 1982 og starfaði það líklega fram á vorið 1997, þó ekki alveg sleitulaust. Um var að ræða (misstóran) hóp fólks sem kom saman…

engin mynd tiltæk

Sandrok (um 1975)

Hljómsveitin Sandrok starfaði einhvers staðar á landsbyggðinni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Upplýsingar um þessa sveit óskast.

engin mynd tiltæk

Sandra Dee (1997)

Engar upplýsingar er að finna um flytjanda sem átti tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 6 (1997) undir nafninu Sandra Dee. Allar tiltækar upplýsingar væru vel þegnar.

sandra-1975

Sandra (1975)

Hljómsveitin Sandra starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu árið 1975. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hverjir skipuðu þessa sveit en nöfn þeirra Skúla [?], Júlíusar [?] og Kidda hafa verið nefnd í því samhengi. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit væru vel þegnar.  

engin mynd tiltæk

Sandkaka (?)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi á einhverjum tíma en litlar heimildir eru um hana að hafa. Þó gæti Úlfur Eldjárn hafa verið einn meðlima hennar. Allar upplýsingar varðandi Sandköku væru vel þegnar.

engin mynd tiltæk

Samvinnukórinn (1980-85?)

Allar tiltækar upplýsingar varðandi Samvinnukórinn sem að öllum líkindum var starfræktur á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, óskast sendar Glatkistunni.

samuel-jonina

Samúel & Jónína [fjölmiðill] (1971-72)

Samúel & Jónína varð til upp úr samruna tímritanna Samúels annars vegar og Jónínu hins vegar og starfaði í um tvö ár. Ástþór Magnússon hafði stýrt táningablaðinu Jónínu og hugði á nám erlendis og bauð samkeppnisaðilanum Samúel nafnið, Þórarinn Jón Magnússon stýrði hinu nýja sameinaða blaði sem kom út í nokkur skipti frá því í…

engin mynd tiltæk

Samúel [2] (1974-75)

Hljómsveitin Samúel mun hafa verið starfandi á Fáskrúðsfirði a.m.k. árin 1974 og 75. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðal meðlima hennar voru Ólafur Ólafsson bassaleikari, Björn Jóhannsson gítarleikari, Helgi Ingason [?] og Agnar Sveinsson trymbill. Ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu Samúel eða hversu langur líftími sveitarinnar var.

engin mynd tiltæk

Sangria (1997-98)

Hljómsveitin Sangria (einnig kölluð Sandgryfja um tíma) lék á ballstöðum höfuðborgarinnar og eflaust víðar á árunum 1997-98. Meðlimir Sangriu voru allmargir þann tíma sem sveitin starfandi en þeirra á meðal voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Jens Hansson saxófónleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, James Olsen söngvari og trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari og sjálfsagt fleiri.

Birgir Nielsen1

Afmælisbörn 11. febrúar 2017

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengdar tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór…

Jóhann Bachmann1

Afmælisbörn 10. febrúar 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og eins árs gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

opee

Afmælisbörn 9. febrúar 2017

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og…

Svala Björgvinsdóttir

Afmælisbörn 8. febrúar 2017

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og tveggja ára en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað –…

Lárus Sveinsson

Afmælisbörn 7. febrúar 2017

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Einar Tönsberg1

Afmælisbörn 6. febrúar 2017

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er fimmtíu og níu ára en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg er fjörutíu…

s-h-draumur-1986

Samkórar og fleiri viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og frá áramótum hafa um fimmtíu flytjendur bæst í hann, mestmegnis í formi hljómsveita og nú síðast samkóra. Meðal þess nýs efnis sem komið er inn má nefna hljómsveitir eins og S.h. draumur, Safír, Salernir og Salka, einstaklinga eins og Salómon Heiðar, auk fjölda samkóra – líklega um tuttugu talsins.…

samkor-rangaeinga-1

Samkór Rangæinga [1] (1974-81)

Samkór Rangæinga hinn fyrri var öflugur blandaður kór sem starfaði í Rangárþingi undir stjórn hjónanna Friðriks Guðna Þórleifssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, sem áttu stóran þátt í að lyfta grettistaki í tónlistarlífi sýslunnar á þeim tíma. Kórinn var stofnaður um áramótin 1973-74 af þeim hjónum sem stýrðu honum í sameiningu fyrst um sinn en síðar var…

engin mynd tiltæk

Samkór Oddakirkju (1995-96)

Samkór Oddakirkju var skammlífur blandaður kór en hann var forveri Samkórs Rangæinga hins síðari, og reyndar sami kórinn. Kórinn var stofnaður út frá Kirkjukór Oddakirkju haustið 1995 en söngfólki víða að úr Rangárvallasýslu var bætt inn í hann. Það var Guðjón Halldór Óskarsson sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins en hann var jafnframt stjórnandi hans.…

samkorinn-thristur

Samkórinn Þristur (1977-87)

Samkórinn Þristur starfaði í þremur hreppum í Eyjafirðinum á síðustu öld en kórinn söng einkum á tónleikum á heimaslóðum. Kórinn var stofnaður 1977 og tók til starfa þá um haustið, svo virðist sem hann hafi einungis verið starfandi yfir vetrartímann og á vorin hélt hann árlega tónleika í félagsheimilinu Freyvangi en það var eins konar…

Samkór Þórshafnar – Efni á plötum

Samkór Þórshafnar – Útgefandi: [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

samkor-thorshafnar

Samkór Þórshafnar (1995-98)

Samkór Þórshafnar var blandaður kór sem starfaði í nokkur ár á Þórshöfn á Langanesi. Ekki liggur alveg fyrir hversu lengi kórinn var starfræktur en líklega var það á árunum 1995-98. Svo virðist sem Sigrún Jónsdóttir hafi stýrt kórnum upphaflega en Alexandra Szarnowska og Edyta K. Lachor tekið við af henni í sameiningu. Samkór Þórshafnar var…

samkor-vestur-isafjardarsyslu1

Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu (1992)

Blandaður kór var starfandi á Flateyri árið 1992 undir stjórn Ágústu Ágústdóttur prestfrúar í Holti í Önundarfirði. Þetta var kór sem innihélt um fjóra tugi söngfólks, og bar heitið Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu. Svo virðist sem kórinn hafi ekki starfað nema í fáeina mánuði.

engin mynd tiltæk

Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu (1974)

Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu var skammlífur blandaður kór sem settur var saman fyrir hátíð sem Vestfirðingar eins og aðrir Íslendingar héldu í tilefni af 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Jón Ólafur Sigurðsson stjórnaði Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu.

engin mynd tiltæk

Samkór Tónlistarfélagsins (1943-50)

Samkór Tónlistarfélagsins starfaði um árabil við Tónlistarskólann í Reykjavík og var meðal þeirra fremstu í flokki blandaðra kóra hér á landi. Kórinn var formlega stofnaður 1943 en hann hafði þá í raun verið starfandi í nokkur ár, áður höfðu verið til kallaðir kórfélagar úr ýmsum kórum (mestmegnis líklega karlakórum) til að syngja við ýmsar uppákomur…

samkor-reykjavikur-1-1954

Samkór Reykjavíkur [1] (1943-55)

Samkór Reykjavíkur starfaði í um áratug um miðja síðustu öld, erfitt reyndist þó að manna söngstjórastöðu fyrir þennan fjölmennasta kór landsins og svo fór að lokum að starfsemi hans lagðist niður. Það var Jóhann Tryggvason sem hafði veg og vanda að stofnun kórsins en byrjað var að auglýsa eftir söngfólki um haustið 1942, hann var…

Samkór Reykhólahrepps – Efni á plötum

Samkór Reykhólahrepps – Samkór Reykhólahrepps [snælda] Útgefandi: Ragnar Jónsson Útgáfunúmer: RJ 003 Ár: 1993 1. Bjarkarlundur 2. Áfangar Flytjendur: Samkór Reykhólahrepps – söngur undir stjórn Ragnars Jónssonar Ragnar Jónsson – píanó