Tríó Birgis Marinóssonar (1975-76 / 1994-95)

Birgir Marinósson starfrækti í tvígang hljómsveit undir nafninu Tríó Birgis Marinóssonar á Akureyri. Fyrra skiptið var á árunum 1975 og 76 en þeir Birgir sem lék á gítar og söng, Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari og söngvari og Steingrímur Stefánsson trommuleikari léku þá víða um norðan- og austanvert landið við nokkrar vinsældir með dansiballaprógramm sitt, þeir fóru…

Tríó Birgis Gunnlaugssonar (1975)

Tríó Birgis Gunnlaugssonar var skammlíf sveit, stofnuð sumarið 1975 upp úr Bítlunum sem Birgir Gunnlaugsson hafði þá starfrækt um tíma. Þeir Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg höfðu verið með Birgi í Bítlunum en líklega fylgdi hvorugur þeirra yfir í nýju sveitina, Jón I. Óskarsson trommuleikari og Albert Pálsson hljómborðsleikari léku hins vegar með Birgi…

Tríó Bene (1995-96)

Tríó Bene starfaði á árunum 1995 og 96 að minnsta kosti en upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar. Svo virðist sem skipan meðlima hafi verið með mismunandi hætti, Rúnar [?] og Nonni [?] virðast hafa verið fastamenn í tríóinu en eitthvað er á reki hver skipaði þriðja sætið, Haffi [?], Halli [?] og Óli…

Tríó Aukaatriði – Efni á plötum

Tríó Aukaatriði frá Bíldudal – Senjorinn [ep] Útgefandi: Tal og tónar Útgáfunúmer: TT1100 Ár: 1975 1. Senjorinn 2. Ráðskonan mín rjóð og heit Flytjendur: Hafliði Magnússon – [?] Jörundur Garðarsson – [?] Ingvar Guðjónsson – bassi Skúli Magnússon – trommur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Tríó Aukaatriði (1975)

Árið 1975 kom út tveggja laga plata á vegum Tals og tóna með hljómsveit sem bar heitið Tríó Aukaatriði frá Bíldudal. Engar heimildir er að finna um þessa sveit og er ekki einu sinni víst að hún hafi verið starfandi. Líklega voru þeir Hafliði Magnússon og Jörundur Garðarsson í sveitinni auk þess sem Ingvar Guðjónsson…

Trixon (1961-63)

Hljómsveit Trixon starfaði um tveggja ára skeið í Kópavogi á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Trixon var stofnuð 1961 og voru meðlimir sveitarinnar Magnús Már Harðarson trommuleikari, Jóhannes Arason píanóleikari, Birgir Kjartansson gítarleikari, Baldvin Halldórsson gítarleikari og Björn Brynjólfsson söngvari. Ómar Bergmann var líklega bassaleikari sveitarinnar og Hans Kristjánsson saxófónleikari var um tíma í…

Tríó Bjarna Sveinbjörnssonar (1995)

Tríó Bjarna Sveinbjörnssonar var skammlíf sveit starfandi árið 1995. Meðlimir tríósins voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Ástvaldur Traustason hljómborðsleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Hér er giskað á að um eins konar djasstríó hafi verið að ræða.

Afmælisbörn 20. febrúar 2018

Afmælisbörn dagsins eru fjögur á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sextíu og níu ára, hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum. Hún hefur ætíð verið…

Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision 2018?

Enn er komið að úrslitum undankeppni Eurovision hér á landi en þau fara fram laugardagskvöldið 3. mars nk. Sex lög keppa til úrslita og sigurlagið verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem að þessu sinni verður haldin í Portúgal. Nú geta lesendur Glatkistunnar kosið sitt uppáhalds lag sem fyrr en í fyrra voru þeir nokkuð sannspáir…

Afmælisbörn 19. febrúar 2018

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

Afmælisbörn 18. febrúar 2018

Glatkistan hefur að þessu sinni tvö afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttatíu og eins árs gamall í dag. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…

Afmælisbörn 17. febrúar 2018

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og tveggha ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara, gáfu út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Afmælisbörn 16. febrúar 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextugur í dag og á þ.a.l. stórafmæli. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu (1982)…

Afmælisbörn 15. febrúar 2018

Í dag eru afmælisbörnin þrjú á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB, Amon…

Blúshátíð í Reykjavík 2018

Hin árlega Blúshátíð í Reykjavík er framundan en hún fer fram 24. til 29. mars nk. Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Hátíðin hefst laugardaginn 24. mars með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt…

Afmælisbörn 14. febrúar 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er þrjátíu og fjögurra ára en hann þekkja allir. Víkingur nam í Bandaríkjunum…

Trausti Thorberg (1927-)

Gítarleikarinn Trausti Thorberg var meðal þekktustu gítarleikurum landsins um miðja öldina og lék með mörgum af þekktustu sveitum þess tíma. Trausti Thorberg Óskarsson fæddist 1927 og var að hluta til sjálfmenntaður gítarleikari, hann lærði þó eitthvað lítillega m.a. af móður sinni en það varð ekki fyrr en löngu síðar að hann fór í formlegt gítarnám…

Traustur og Tryggur (1999-2001)

Hljómdiskar með Ævintýrum Trausts og Tryggs komu út á geislaplötum og snældum um tveggja ára skeið í kringum aldamótin á vegum Heimsljóss, og nutu vinsælda hjá yngri kynslóðunum. Leikararnir Felix Bergsson og Gunnar Helgason fluttu þar leikþætti með söngvum ásamt tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni en sá síðast nefndi annaðist allan tónlistar- og upptökuþáttinn. Einnig var leikkonan…

Traustur og Tryggur – Efni á plötum

Traustur og Tryggur – 1: Allt á hreinu í Rakkavík Útgefand: Heimsljós Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Lagið okkar 2. Velkomin í Rakkavík 3. Hann Tumi fer á fætur 4. Tryggur tekur til.. með hamri 5. Treystu á þinn hund 6. Hver er hundurinn? 7. Klukkan er orðin hálf eitt! 8. Ævintýrið á brúnni…

Treflar (1965-66)

Unglingasveitin Treflar var starfrækt á Akureyri á árunum 1965 og 66. Meðlimir hennar voru Kári Gestsson gítarleikari, Haraldur Tómasson gítarleikari, Aðalsteinn Bergdal söngvari, Sigurður Ringsted trommuleikari og Ólafur Aðalsteinsson bassaleikari. Kjarni sveitarinnar átti síðar eftir að starfa saman í fleiri sveitum eins og Þeir og Taxmenn.

Tregablandin lífsgleði (1988)

Tregablandin lífsgleði var ein af fjölmörgum hljómsveitum af Akranesi sem skörtuðu Orra Harðarsyni en sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1988. Meðlimir sveitarinnar voru auk Orra sem lék á bassa, Pétur H. Þórðarson söngvari og gítarleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari og Bjarni Hjaltason trommuleikari. Sveitin kom ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Tregasveitin [1] (1988-95)

Blúshljómsveitin Tregasveitin var áberandi á fyrri hluta núnda áratugar síðustu aldar en lítið hefur farið fyrir sveitinni síðan þótt aldrei hafi í raun verið gefið út dánarvottorð á hana. Tregasveitin var stofnuð 1988 og var fyrst um sinn eins konar áhugamannaklúbbur, í byrjun voru feðgarnir Guðmundur Pétursson gítarleikri og Pétur Tyrfingsson söngvari og gítarleikari, og…

Tregasveitin [1] – Efni á plötum

Tregasveitin [1] – [?] [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1990 [?] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Tregasveitin [1] – Tregasveitin Útgefandi: Tregasveitin Útgáfunúmer: SX-01 Ár: 1992 1. You upset me 2. Forty days & forty nights 3. The sky is crying 4. Who’s been talking 5. Last night…

Tregasveitin [2] (2007)

Árið 2007 léku þremenningarnir Agnar Már Magnússon orgelleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur undir nafninu Tregasveitin. Hugsanlega var einungis um eina eða fáar uppákomur að ræða en líkast til var um blússveit að ræða.

Trelle raksó (1990)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Trelle raksó sem starfaði sumarið 1990. Að öllum líkindum var sveitin skammlíf en meðal meðlima hennar var Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani). Nafn sveitarinnar vísar til Óskars Ellerts Karlssonar (Trelle raksó afturábak) en hann er þekktur utangarðsmaður sem gengur undir nafninu Skari skakki. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit…

Tré (1996)

Hljómsveitin Tré birtist skyndilega með plötu fyrir jólin 1996 en sveitin hafði þá ekki beinlínis verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Tré var tríó sem hafði tveim árum áðum keppt í Músíktilraunum Tónabæjar undir nafninu Man og var þar kjörin athyglisverðasta sveit tilraunanna það árið en tónlist hennar var tilraunakennd, meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gíslason söngvari…

Tré – Efni á plötum

Tré – Jarðsími Útgefandi: Tré Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1996 1. Misþyrming 2. Kólumbus 3. Ósonlagið 4. Örvhentur héri 5. Þagnarreið 6. Opus I 7. Teneleven 8. Skáldið 9. Von sem brást 10. Herbergi dauðans 11. Hillary (live) 12. Allt í einu 13. Tré Flytjendur: Steinar Gíslason – [?] Birgir Thorarensen – [?] Valdimar Kristjánsson…

Trico (um 1970)

Hljómsveitin Trico var starfrækt í Skagafirðinum, líklega um eða eftir 1970. Meðlimir sveitarinnar voru á unglingsaldri og var Jens Kr. Guðmundsson, síðar tónlistarblaðamaður og bloggari, einn meðlima hennar. Allar nánari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Trix [1] (1968-71)

Hljómsveitin Trix var ein þeirra fjölmörgu sveita sem spruttu upp á yfirborðið á bítla- og hippatímum síðari hluta sjöunda áratugarins. Trix var stofnuð vorið 1968 og í upphafi voru í henni Árni Vilhjálmsson trommuleikari, Guðjón Sigurðsson bassaleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari, Stefán Andrésson gítarleikari og Ragnar Gíslason einnig gítarleikari. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún hafnaði…

Afmælisbörn 13. febrúar 2018

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir…

Afmælisbörn 12. febrúar 2018

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni…

Andlát – Jóhann Jóhannsson (1969-2018)

Tónlistarmaðurinn Jóhann (Gunnar) Jóhannsson er látinn, á fertugasta og níunda aldursári sínu. Jóhann fæddist 19. september 1969 í Reykjavík, hann fékk snemma áhuga á tónlistariðkun og tók þátt í Músíktilraunum 1985 með hljómsveitinni Autobahn og tveim árum síðar vakti hann mikla athygli með undergroundsveitinni Daisy hill puppy farm. Fleiri sveitir sigldu í kjölfarið s.s. Ham,…

Afmælisbörn 11. febrúar 2018

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengdar tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er fimmtíu og níu ára. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór…

Afmælisbörn 10. febrúar 2018

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2018

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og…

Afmælisbörn 8. febrúar 2018

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og þriggja ára en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað –…

Afmælisbörn 7. febrúar 2018

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Trassarnir (1983)

Hljómsveitin Trassarnir var undanfari hljómsveitarinnar Ofris frá Keflavík, og var skipuð ungum meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru Magnús Þór Einarsson bassaleikari, Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Helgi Víkingsson trommulekari, Jón Helgason gítarleikari og Júlíus Friðriksson gítar- og bassaleikari. Trassarnir voru að öllum líkindum fremur skammlíf sveit.

Trassar – Efni á plötum

Trassar – Amen Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 233 Ár: 2007 1. Runninn rennandi 2. Til höfuðs andstyggðinni 3. Maurarnir og ég 4. Blátt blóð 5. Tveir þrestir 6. Við og herinn 7. Framhjáhald 8. Hamfarir 9. Snatans færilús 10. Íshjartað 11. Óveður Flytjendur: Björn Þór Jóhannsson – gítar og raddir Jón Geir Jóhannsson – trommur, trommuforritun…

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Trap (1967-70)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…

TRA (1984)

Hljómsveitin TRA tók þátt í Viðarstauk, tónlistarhátíð Menntaskólans á Akureyri vorið 1984. Sveitin var líklega hluti eða jafnvel öll áhöfn tölvupoppsveitarinnar ART, sem þá var starfandi í bænum en engar upplýsingar er þó að finna um hverjir skipuðu TRA þetta kvöld sem hátíðin fór fram. Engar sögur fara heldur af árangri sveitarinnar í Viðarstauk.

Tóti og Danni (2006-)

Þeir Þórarinn Hannesson og Daníel Pétur Daníelsson hafa komið margoft fram á öldurhúsum, einkum á Siglufirði, frá árinu 2006 undir nafninu Tóti og Danni. Báðir leika þeir á gítara og syngja auk þess að nota alls kyns ásláttarhljóðfæri. Stundum hafa þeir kallað sig Tótmon og Dafunkel eða jafnvel Svilabandið.

Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04. Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það…

Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson og Kristinn Kristjánsson komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur og byrjaði að spila og syngja og Kristinn…

Tópi, Tjösull og Óþoli (1971)

Þjóðlagatríóið Tópi, Tjösull og Óþoli var starfrækt sumarið 1971 og kom þá fram á nokkrum skemmtunum og tónleikum. Afar takmarkaðar heimildir er að finna um þá félaga en Jón Árni Þórisson var einn þeirra.

Trans dans serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Trans dans – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 32 Ár: 1993 1. Stakka bo – Here we go 2. Afterschock – Slave to the vibe 3. D.J. Bobo – Somebody dance with me 4. Urban Cookie Collective – The key, the secret 5. Fu-Schnickens with Shaquille O’Neal – What’s up doc? (Can we rock) 6.…

Trans dans serían [safnplöturöð] (1993-95)

Á árunum 1993-95 komu út fjórar plötur á vegum Skífunnar í hinni skammlífu Trans dans safnplötuseríu. Trans dans-serían innihélt að mestu danstónlist og eftir útgáfu fyrstu plötunnar sem seldist mjög vel, var ákveðið að halda áfram eftir sömu forskrift en nú með íslensku efni einnig en fyrsta platan hafði eingöngu innihaldið erlent efni. Næstu tvær…

Trampoline (1969)

Hljómsveit var starfandi 1969, sem bar heitið Trampoline. Sveitin virðist hafa leikið fyrir skemmtanaglaða Reykvíkinga í fáein skipti um vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um meðlimi sveitarinnar.