Candyman (1987)

Hljómsveitin Candyman starfaði árið 1987 í fáeina mánuði undir því nafni en tók síðan upp nafnið Útúrdúr. Sveitin var stofnuð í Keflavík, gagngert til að taka þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Ekki liggur alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina í upphafi en Ragnheiður Eiríksdóttir og Sigurður Óli Pálmason…

Cannabis (um 1995?)

Hljómsveit sem bar nafnið Cannabis starfaði líklega um miðjan tíunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu. Takmarkaðar heimildir finnast um þessa sveit en meðlimir hennar munu hafa verið Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari [?], Þóra [?] söngkona [?], Dóri [?] og Bjarki [?]. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit sem ku hafa verið skammlíf, þ.e.…

A Capella [1] (2003)

Sönghópurinn A Capella hafnaði í þriðja sæti Karaoke-keppni Hafnarfjarðar en sú keppni fór fram snemma árs 2003. A Capella kom úr félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði og voru meðlimir hópsins þær Líney Dan Gunnarsdóttir, Svanhvít Júlíusdóttir, María Lovísa Guðjónsdóttir og Eva Guðrún Torfadóttir. Ekki liggur fyrir hveru lengi þær stöllur störfuðu.

Capó (1995)

Hljómsveitin Capó starfaði í Dalabyggð vor og sumar 1995, í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru þau Herdís Gunnarsdóttir söngkona, Sigurður Rögnvaldsson [?], Sigurður Sigurjónsson [?], Jói [?] Baldursson [?] og Ingvar Grétarsson [?], yngsti meðlimur sveitarinnar mun hafa verið fjórtán ára gamall en ekki liggur fyrir hver það var. Capó lék á…

Capella Media (1987-92)

Tónlistarhópurinn Capella Media var starfandi í Þýskalandi um árabil og kom tvívegis hingað til lands til tónleikahalds, ekki liggja fyrir allar upplýsingar um starfstíma hópsins en hér er miðað við þann tíma sem viðkemur Íslandi. Capella Media, sem sérhæfði sig einkum í endurreisnar- og barrokktónlist var stofnaður í Vín í Austurríki árið 1987 af Stefan…

Capella (1961)

Capella mun hafa verið eins konar skólahljómsveit við Héraðsskólann á Skógum 1961. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Sigurðsson saxófónleikari (síðar skemmtikraftur), Smári Ólafsson píanóleikari, Sturla Böðvarsson trommuleikari (síðar þingmaður og ráðherra), Rúnar Gunnarsson saxófónleikari og Sigfús Ólafsson gítarleikari.

Canto kvartettinn (1945-51)

Canto kvartettinn var tvöfaldur kvartett (þótt nafn hans gefi annað til kynna) sem starfaði á Siglufirði um miðja síðustu öld en þar í bæ var sönglíf með ágætum, sbr. Karlakórinn Vísir. Kvartettinn mun hafa komið fyrst fram á þorrablóti í upphafi ársins 1945 og því er ekki ólíklegt að hann hafi verið stofnaður fyrir áramótin…

A Capella [2] (2014)

Sönghópur sem bar heitið A Capella söng í hátíðarguðsþjónustu í Hafnarfirði um jólin 2014, um var að ræða kvartett söngfólks og voru meðlimir hans Þóra Björnsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Örvar Már Kristjánsson og Hjálmar P. Pétursson. Engar upplýsingar er að finna um hvort A Capella starfaði um lengri tíma eða aðeins kringum þessa einu guðsþjónustu.

A Cappella [1] (1993-95)

Sönghópurinn A Cappella starfaði í Keflavík um tveggja og hálfs árs skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Hópurinn sem var kvintett, virðist hafa komið fyrst fram á tónleikum um vorið 1993 og söng opinberlega í fjölmörg skipti næstu árin, bæði í Keflavík en einnig oft á Sólon í Reykjavík. Meðlimir A Cappella voru…

Afmælisbörn 12. ágúst 2020

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2020

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og átta ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2020

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og sjö ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…

Afmælisbörn 9. ágúst 2020

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2020

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og fimm ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2020

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og eins árs gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Afmælisbörn 6. ágúst 2020

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og eins árs gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

C.TV (1983-84)

Keflvíska sveitin C.TV (einnig ritað CTV) starfaði 1983 og eitthvað fram á 1984, og var eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Box sem hafði þá starfað um tveggja ára skeið og sent frá sér tvær plötur. Einhverjar mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni við nafnaskiptin en meðlimir C.TV voru Sigurður Sævarsson söngvari, Baldur Þórir Guðmundsson trommu-, hljómborðs- og…

C.TV – Efni á plötum

C.TV – Casablanca Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 129 Ár: 1983 1. The life dance 2. Casablanca 3. Teenage 4. Come back 5. Say I love you so 6. Out of hand 7. To the end of the rainbow 8. The life dance Flytjendur: Sigurður Sævarsson – söngur og raddir Baldur Þ. Guðmundsson – hljómborð, gítar…

Camelía 2000 (1981)

Hljómsveitin Camelía 2000 var skammlíf sveit, starfandi haustið 1981 í Héraðsskólanum í Reykholti og lék á einum skóladansleik. Nafn sveitarinnar á sér skírskotun í tegund tíðabinda sem þá voru á markaði. Meðlimir Camelíu 2000 voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Jóhann Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson bassaleikari, Torfi Guðlaugsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson trommuleikari og…

California nestbox (1988-90)

Hljómsveitin California nestbox starfaði á árunum 1988 til 1990 (sé miðað við útgáfuár safnsnælda sem sveitin kom við sögu á) en hún var skipuð þremenningum á framhaldsskólaaldri sem allir voru áfram viðloðandi tónlist. Þetta voru þeir Magnús Hákon Axelsson bassaleikari, Atli Jósefsson söngvari og gítarleikari og Þorvaldur Gröndal trommuleikari. Tríóið átt tvö lög á safnsnældunni…

Cadillac (2002-03)

Hljómsveitin Cadillac var húshljómsveit á Kringlukránni veturinn 2002 til 2003 og lék þar nær eingöngu. Meðlimir sveitarinnar voru gamalkunnir popparar, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson en einnig söng Ruth Reginalds með þeim um skamman tíma vorið 2003 rétt áður en sveitin var lögð niður.

C.o.t. – Efni á plötum

C.o.T. – List all directions / That‘s the way we want it [ep] Útgefandi: Icecord Útgáfunúmer: IC 001 Ár: 1985 1. Lost all directions 2. That’s the way we want it Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Guðlaugur Falk – gítar Guðmundur Sigmarsson – gítar Jón Guðmundsson – bassi Marteinn Þórðarson – trommur

C.o.T. (1985)

Hljómsveitin C.o.t. á sér svolítið flókna sögu en þó um leið á sveitin sér ekki neina sögu því hún starfaði ekki undir þessu nafni fyrr en löngu síðar og þá með öðrum mannskap. Forsaga málsins er sú að þungarokkshljómsveitin Fist (áður Áhrif) hafði starfað um tveggja ára skeið en meðlimir hennar voru sumarið 1985, Jón…

C&S (1997-98)

Hljómsveit sem bar nafnið C&S (borið fram Cogs / Kogs) starfaði í Vestmannaeyjum 1997 og 98 og var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og voru meðlimir hennar þá Birgir [?] söngvari, Leó [?] gítarleikari, Björn [?] gítarleikari, Laugi [?] bassaleikari og Svavar [?] trommuleikari. Sveitin var enn starfandi sumarið 1998 og lék…

Cab sad moon (1997)

Hljómsveit starfaði árið 1997 á Akureyri undir nafninu Cab sad moon, meðlimir hennar voru þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Sigfús Örn Óttarsson trommuleikari og Konráð Wilhelm söngvari og gítarleikari. Sveitin lagði áherslu á frumsamið efni og hafði hljóðritað eitthvað af því en það kom að líkindum aldrei út. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Cabaret (1975-76)

Cabaret (Kabarett) var með allra efnilegustu hljómsveitum í kringum miðjan áttunda áratuginn en sveitin þótti vera nokkuð sér á báti með léttdjassaða sálartónlist með rokkívafi eins og þeir skilgreindu tónlistina sjálfir. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1975 og voru meðlimir hennar Sveinn Magnússon bassaleikari og Ingólfur Sigurðsson trommuleikari sem höfðu verið saman í Örnum, Tryggvi…

Caca y pipi (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Caca y pipi vorið 1985, en hún mun hafa leikið á tónleikum í skemmtistaðnum Hollywood ásamt hljómsveitinni Oxsmá. Upplýsingarnar sem óskað er eftir varðar meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar auk annars sem gæti skipt máli.

Cadensa (1992)

Dúettinn Cadensa mun hafa verið íslensk-breskur dúett sem starfaði um skamman tíma sumarið 1992. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hann en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Gigabyte – Efni á plötum

Gigabyte – It‘s my life / Gave my heart away [ep] Útgefandi: XYZ music Útgáfunúmer: ZYX 7663-12 Ár: 1995 1. It‘s my life (Extended club mix) 2. It‘s my life (Radio mix) 3. Gave my heart away (Extended mix) 4. Gave my heart away (Radio mix) Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]   Gigabyte – It‘s…

Afmælisbörn 5. ágúst 2020

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er sjötíu og átta ára gamall. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars Ragnarssonar…

Afmælisbörn 4. ágúst 2020

Að þessu sinni eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er tuttugu og sex ára gömul í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni þótt hún sé ekki eldri en þetta. Hún vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en…

Afmælisbörn 3. ágúst 2020

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sextíu og sjö ára. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90, hefur hann mestmegnis…

Afmælisbörn 2. ágúst 2020

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 1. ágúst 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…

Afmælisbörn 31. júlí 2020

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og fimm ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Andlát – Gísli Rúnar Jónsson (1953-2020)

Gísli Rúnar Jónsson er látinn, sextíu og sjö ára að aldri. Gísla Rúnars verður fyrst og fremst minnst sem skemmtikrafts, leikara, leikstjóra, þýðanda og höfundar skemmtiefnis af ýmsu tagi en hann kom einnig við sögu á fjölmörgum hljómplötum á ferli sínum, bæði sem sólólistamaður og í samstarfi við aðra listamenn eins og Úllen dúllen doff…

Afmælisbörn 29. júlí 2020

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sjö ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2020

Í dag eru á skrá Glatkistunnar átta tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Afmælisbörn 27. júlí 2020

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og sex ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2020

Fjögur afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2020

Í dag eru afmælisbörnin þrjú í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er fimmtíu og níu ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2020

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Gunnar Þórðarson (1945-)

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Gunnar Þórðarson er eitt allra stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu, klárlega á topp fimm án þess að nokkur dómur sé hér lagður á vægi eins eða neins í því samhengi. Gunnar hefur í ríflega hálfa öld starfað að tónlist, þróast með straumum og stefnum hvers tíma innan hennar…

Gunnar Þórðarson – Efni á plötum

Þuríður & Pálmi – syngja lög eftir Gunnar Þórðarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 054 Ár: 1972 1. Óskastjarnan 2. Bláu augun þín 3. Opnaðu 4. Lít ég börn að leik 5. Ég vil að þú komir 6. Ástarsæla 7. Minningar 8. Er hún birtist 9. Ég elska alla 10. Frelsi andans 11. Í dag 12. Lífsgleði Flytjendur: Þuríður…

Gunnar S. Hervarsson – Efni á plötum

Abbababb – Gargandi snilld Útgefandi: Abbababb Útgáfunúmer: AB-CD 001 Ár: 1999 1. G-lagið 2. Ung og áköf 3. Akraborgin 4. Diskókóngurinn 5. Jeg elsker fludeskum 6. Ingi 7. Hey you 8. Á kvöldin er ég kona 9. Undrabarnið Guðjón 10. Tilgangur lífsins 11. Undrabarnið Guðjón gefst ekki upp 12. Á tónleikum 13. Heimurinn versnandi fer…

Gunnar S. Hervarsson (1974-)

Gunnar Sturla Hervarsson kennari á Akranesi (f. 1974) hefur verið virkur í menningarlífinu á Skaganum, bæði í leiklistinni og tónlistinni í bænum um árabil. Gunnar var á menntaskólaárum þegar fyrst kvað að honum en hann var þá í Fjölbrautaskóla Akraness og var afar virkur í félagslífi skólans, tók þátt í leiklistinni innan hans og tónlistinni…

Gunnar Thoroddsen (1910-83)

Stjórnmálaskörungurinn Gunnar Thoroddsen kom víða við í heimi stjórnmálanna á sínum tíma en hann var jafnframt áhugamaður um tónlist og aðra menningu, og samdi tónlist sjálfur sem komið hefur út á plötum. Gunnar Sigurðsson Thoroddsen fæddist í Reykjavík 1910, hann lauk lögfræðinámi, starfaði sem lögfræðingur og síðar hæstaréttardómari og gegndi um tíma prófessastöðu við Háskóla…