Tómas Guðmundsson (1901-83)

Skáldið Tómas gegnir stærra hlutverki í íslenskri dægurlagatónlistarsögu en margir gera sér grein fyrir, fjölmargar plötur hafa verið gefnar út tileinkaðar honum en útgefin lög með ljóðum hans skipta sjálfsagt hundruðum enda hefur tónlistarfólk verið iðið við að semja lög við lagvæn ljóð hans. Tómas Guðmundsson fæddist í Grímsnesinu í ársbyrjun 1901, ólst þar upp…

Tólf á toppnum [safnplöturöð] (1975)

SG-hljómplötur gáfu út fjölda safnplatna en Tólf á toppnum var önnur af tveim seríum sem útgáfan sendi frá sér. Hin hét Stóra bílakassettan og kom út 1979 og 80, báðar komu seríurnar einungis út á snældum. Tólf á toppnum-serían hafði að geyma fjórar snældur sem komu út árið 1975. Efni á plötum

Tókíó (um 1975)

Unglingahljómsveitin Tókíó (Tókýó) starfaði um eða fyrir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Pétur Jónasson var gítarleikari í sveitinni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, og óskast þær því sendar Glatkistunni.

Toy machine (1998-2001)

Toy machine frá Akureyri var um margt merkileg hljómsveit, hún var fyrst norðlenskra sveita til að eltast við meikdrauma erlendis og tilurð hennar átti stóran þátt í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var sett á laggirnar. Félagarnir sem mynduðu Toy machine höfðu verið saman í hljómsveitum um tveggja ára skeið og kallað sig Gimp þegar þeir…

Toxic (1964-67)

Hljómsveitin Toxic var ein fjölmargra bítlasveita sem spruttu fram á sjónarsviðið um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var á meðal þeirra vinsælustu en galt þess að gefa ekki út plötu enda flutti hún einungis tónlist eftir aðra. Toxic var stofnuð í Réttarholtsskóla og varð fljótlega mjög virk, það liðu ekki margir mánuðir…

Torture [2] (1994)

Húsvíska dauðarokksveitin Torture keppti í Músíktilraunum vorið 1994, svolítið eftir að dauðarokksenan hafði náð hámarki hér á landi. Sveitin komst ekki í úrslit en meðlimir hennar voru Arngrímur Arnarson gítarleikari, Snæbjörn Ragnarsson gítarleikari, Brynjúlfur Sigurðsson söngvari og bassasleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Kjarni sveitarinnar átti eftir að birtast fáeinum árum síðar í pönksveitinni Innvortis.

Tómas Guðmundsson – Efni á plötum

Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson – lesa úr eigin verkum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon CPMA 19 Ár: 1968 1. Gunnar Gunnarsson les úr Fjallkirkjunni; – Band 1 – Leikur að stráum  – Band 2- Leikur að stráum  – Band 3 – Skip heiðríkjunnar 2. Tómas Guðmundsson les úr ljóðum sínum; – Band 1 – Í…

Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Afmælisbörn 18. janúar 2018

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og sex ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Afmælisbörn 17. janúar 2018

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2018

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sextíu og níu ára gamall í dag en hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2018

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 13. janúar 2018

Sex afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og eins árs í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Afmælisbörn 12. janúar 2018

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…

Thule [2] – Efni á plötum

Asmodeus / Thule – „Fagrar heyrði ég raddir úr Niflungaheima, eigi get ég sofið fyrir söngvum þeim“ [split demo snælda] Útgefandi: Niðafjöll Útgáfunúmer: Niðafjöll 001 Ár: 1997 1. Asmodeus – Beneath the burning sky 2. Asmodeus – Satan‘s insignia 3. Asmodeus – Goat baphomet 4. Asmodeus – The darkened moonstruck night 5. Asmodeus – Sorcerer‘s…

SÍSL [félagsskapur] – Efni á plötum

Úrvalssveit sambands íslenskra skólalúðrasveita – Tónleikar SÍSL [snælda] Útgefandi: SÍSL Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1994 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Úrvalssveit Sambands íslenskra skólalúðrasveit – leikur undir stjórn Kjartans Óskarssonar

Topas (1970)

Hljómsveitin Topas skemmti á héraðsmótum framsóknarmanna sumarið 1970, sem haldin voru víða um land. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir skipuðu þessa sveit, hvar eða hversu lengi hún starfaði.

Tony Cook (1954-)

Tony Cook starfaði við upptökur í hljóðverum á Íslandi í um áratug, frá 1975 og fram á miðjan níunda áratuginn, handbragð hans má heyra á hundruð platna sem komu út hér á landi á því tímabili. Bretinn Tony (Anthony Malcolm Cook) fæddist 1954 og bjó framan af í London. Hann hlaut litla tónlistarmenntun, lærði reyndar…

TONEKA (1984)

Söngsextettinn TONEKA var djasssöngsveit sem starfaði innan FÍH snemma árs 1984 og kom fram í eitt eða örfá skipti. Litlar heimildir er að finna um hópinn en söngvararnir gengu undir nöfnunum Þór, Habbí, Rúna, Sibbí, Debbí og Skarphéðinn. Nánari upplýsingar um nöfn sexmenninganna væru vel þegnar sem og um hvort framhald varð á samstarfinu.

Tommi rótari (1990-91)

Hljómsveitin Tommi rótari var starfrækt á Selfossi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og var skipuð liðsmönnum um tvítugt, sem flestir áttu eftir að láta að sér kveða síðar í íslenskri popptónlist. Sveitin mun hafa orðið til í kringum uppfærslu áhugafólks á Selfossi um leiklist og kom þá að söngleiknum Glórulausri æsku sem sett var…

Tombstone (1992-93)

Hljómsveitin Tombstone var starfrækt á Akureyri í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Tombstone var líklega stofnuð 1992 og var nokkuð virk í tónlistarlífi Akureyringa veturinn 1992-93 en sveitin var rokksveit í þyngri kantinum. Þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993 voru meðlimir hennar Þormóður Aðalbjörnsson söngvari, Baldvin Ringsted gítarleikari, Jóhann [Jóhannes] Már Sigurðsson…

Tortíming [1] (1971-72)

Hljómsveit að nafni Tortíming starfaði árin 1971 og 72, um verslunamannahelgina 1971 tók sveitin þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli og lenti þar í þriðja sæti (af fimm). Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.

Torrek (1971-72)

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71. Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan…

Torfastaðabræður (?)

Þegar talað er um Torfastaðabræður í tengslum við harmonikkuböll fyrri tíma er átt við bræðurna frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð sem léku fyrir dansi frá unga aldri, ýmist einir sér eða tveir saman, sagan segir að þeir hafi jafnvel notað töskurnar undan nikkunum við trommuslátt. Hér er giskað á að þeir hafi verið virkastir á fimmta,…

Toppkorn [fjölmiðill] (1968-69)

Táningablaðið Toppkorn kom út í nokkur skipti veturinn 1968-69 og seldist grimmt. Í því var lögð áhersla á tónlist en blaðið hafði einnig að geyma skrif um önnur unglingatengd áhugamál. Þrátt fyrir vandaðaðr greinar og viðtöl, og góða sölu til að byrja með, komu einungis út um fjögur tölublöð af Toppkorni en ástæðan mun hafa…

Afmælisbörn 11. janúar 2018

Tvö afmælisbörn eiga daginn í dag: Sigurður Rúnar Samúelsson (Siggi Sam) bassaleikari og fasteignasali frá Ísafirði er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Sigurður, sem er af bassaleikaraættum (sonur Samúels Einarssonar í BG & Ingibjörgu) hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferlinum s.s. Írafári, Hljómsveit Al Deilis, Bravó, Dægurlagakombóinu og Boogie knights svo fáeinar…

Afmælisbörn 10. janúar 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sextíu og átta ára, hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér heima og á…

Afmælisbörn 8. janúar 2018

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sextíu og níu ára, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu, Gleðigjöfunum, Stefnumótum…

Afmælisbörn 7. janúar 2018

Enn og aftur er dagurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2018

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og imm ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 5. janúar 2018

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Tíví (1983)

Árið 1983 starfaði á höfuðborgarsvæðinu hljómsveitin Tíví í fáeina mánuði en meðlimir hennar komu úr ýmsum áttum. Það voru þau Einar Jónsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari, Bjarni [Sveinbjörnsson?] bassaleikari, Edda Borg hljómborðsleikari og söngkona sem gekk undir nafninu Tircy, sem skipuðu Tíví. Sveitin var stofnuð um vorið og starfað eitthvað fram á haustið…

Tíu árum seinna (1990)

Hljómsveitin Tíu árum seinna var húshljómsveit á Hótel Örk 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Helgason trommuleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari, Sölvi Ragnarsson gítarleikari, Ingvar Pétursson píanóleikari og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Líklega var um skammlífa sveit að ræða.

Toffies (1982)

Allar upplýsingar um kvennasveitina Toffie úr Kópavoginum væru vel þegnar. Sveitin starfaði árið 1982 og hafði þá verið stofnuð upp úr þeirri vakningu sem varð til með tilkomu Grýlnanna. Toffies varð að öllum líkindum skammlíf sveit.

Tívolí – Efni á plötum

Tívolí – Danserína & Fallinn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1501 Ár: 1980 1. Danserína 2. Fallinn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Tívolí / Þrumuvagninn – Rokk og ról; Þrumuvagninn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1507 Ár: 1981 1. Syngdu með 2. Meira meira 3. Stórborgarablús Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Brynjólfur…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Tjúttlingar (1984)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um nýbylgjusveitina Tjúttlinga sem mun hafa starfað árið 1984 en meðal meðlima hennar voru Ella Magg (Elín Magnúsdóttir), Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson. Upplýsingar vantar um aðra Tjúttlinga ef einhverjir voru, og á hvaða hljóðfæri framangreindir spiluðu á. Frekari upplýsingar óskast þess vegna.

Tjáning (1969-70)

Hljómsveitin Tjáning var afar skammlíf sveit starfandi rétt yfir áramótin 1969-70. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Zoo Ltd. en breytti nafni sínu í Tjáningu í desember 1969. Þá voru í sveitinni Páll Eyvindarson bassaleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Sigþór Hermannsson gítar- og saxófónleikari. Þorgils Baldursson gítar- og munnhörpuleikari gekk svo til liðs við sveitina…

Tjarnarkvartettinn – Efni á plötum

Tjarnarkvartettinn – Tjarnarkvartettinn Útgefandi: Friðrik Friðriksson Útgáfunúmer: FFCD 002 / FF002 Ár: 1994 1. Pavane 2. Come again 3. Can’t buy me love 4. Einu sinni á ágústkvöldi 5. Afmælisdiktur 6. Hún móðir mín 7. Hjá lygnri móðu 8. Vorvísa 9. Sofðu unga ástin mín 10. Enn syngur vornóttin 11. Vor í Vaglaskógi 12. Gömul…

Tjarnarkvartettinn (1989-2000)

Sönghópurinn Tjarnarkvartettinn starfaði í Svarfaðardalnum í ríflega áratug, gaf út fjórar plötur og var áberandi í norðlensku tónlistarlífi um árabil. Tiluð kvartettsins má rekja til brúðkaups Rósu Kristínar Baldursdóttur og Hjörleifs Hjartarsonar sumarið 1989 en þar sungu í veislunni systkini Hjörleifs, Kristján Eldjárn, Þórarinn og Sigrún Hjartarbörn auk Kristjönu Arngrímsdóttur eiginkonu Kristjáns, undir nafninu Tjarnarkvartettinn.…

TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02. Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var…

Tolstoy (1990-91)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveitina Tolstoy (einnig ritað Tolstoj) sem mun hafa verið starfandi 1990 og 91, að minnsta kosti. Heiðar Ingi Svansson ku hafa verið í sveitinni en upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan sem og starfstíma hennar og fleira óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Tolli Morthens – Efni á plötum

Þorlákur Kristinsson – The boys from Chicago Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 15 Ár: 1983 1. Klakafjarðarblús 2. Kyrrlátt kvöld við fjörðinn 3. Vinnslustöðin 4. Chile 5. Verið velkomin inn 6. Óskalag sjómanna 7. Biðin 8. Góður afli 9. Kyrkingaról 10. Hér skeður aldrei neitt 11. Fúndermental gæi 12. The boys from Chicago 13. Nærfærnar hendur…

Tolli Morthens (1953-)

Myndlistamaðurinn Tolli Morthens (Þorlákur Kristinsson) er með þekktari listamönnum samtímans hérlendis en áður en myndlistin kom til sögunnar fyrir alvöru var hann þekktur baráttumaður fyrir réttindum farandverkamanna og notaði þá tónlist m.a. til að tjá skoðanir sínar, m.a. í félagi við bróður sinn, Bubba Morthens. Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens fæddist í Reykjavík 1953 og ólst…

Afmælisbörn 4. janúar 2018

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2018

Afmælisbörnin eru þrjú á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og þriggja ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 1. janúar 2018

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og eins árs afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar…