Miðnes – Efni á plötum

Miðnes – Reykjavík helvíti Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: R&RCD2004 Ár: 2000 1. Borg óttans 2. Reykjavík helvíti 3. Vild’ég væri 4. Heimsins aular takið saman höndum 5. Ástin er pókerspil 6. Dagurinn í dag 7. Vaknað í víti 8. Einar 9. Bláar pillur 10. Ég hún og hann 11. Æsufell 4 12. Ekki rétti gæinn…

Miðnes (1995-2004)

Hljómsveitin Miðnes starfaði í tæplega áratug og sendi frá sér tvær breiðskífur, nafn sveitarinnar var alla tíð samtvinnað Grand rokk en hún var hálfgildings húshljómsveit þar. Miðnes mun hafa verið stofnuð árið 1995 en líklega kom hún ekki opinberlega fram fyrr en haustið 1997 þegar hún fór að sjást reglulega á Grand rokk þar sem…

Miranda [2] (1994-96)

Á árunum 1994 til 1996 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Miranda (einnig nefnd Míranda / Mýranda), en þessi sveit spilaði víða á dansleikjum nyrðra og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Páll Steindór Steindórsson söngvari, Hallgrímur Ingvarsson gítarleikari, Sigurður Ingvarson bassaleikari og Ásgeir Ingvarsson trommuleikari. Miranda átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur,…

Miranda [1] (um 1988)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Miranda starfandi í Þorlákshöfn á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1988 en sú sveit var að öllum líkindum skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Jónas Sigurðsson gæti hafa verið meðlima þessarar sveitar.

Mind in motion (1991-93 / 2014)

Danssveitin Mind in motion var framarlega í þeirri danstónlistarbylgju sem gekk yfir landið um og upp úr 1990, sveitin sendi frá sér nokkur lög og ein kassetta ku liggja eftir þá félaga en þrátt fyrir nokkra leit finnast ekki upplýsingar um hana. Mind in motion var stofnuð í nóvember 1991 af þremur ungum Breiðhyltingum, það…

Mixtúran (1968-69)

Mixtúran var skammlíf sveit í Reykjavík stofnuð haustið 1968 upp úr Axlabandinu en lifði að líkindum aðeins rétt fram yfir áramótin 1968-69. Meðlimir Mixtúrunnar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Gunnar Jónsson söngvari, Guðmundur Óskarsson gítarleikari og Már Elísson trommuleikari, allir úr Axlabandinu en einnig voru í sveitinni Davíð Jóhannesson gítarleikari og Sofja Tony Kwasanko söngkona.

Mistök [3] (1986-90)

Hljómsveitin Mistök starfaði á Húsavík á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og lék einkum á skóladansleikjum innan skólanna í bænum enda voru meðlimir sveitarinnar á grunnskóla- og menntaskólaaldri. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1986 og mun hafa gengið undir öðru nafni í byrjun. Ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina þá en haustið…

Mistök [2] (1976-77)

Hljómsveit að nafni Mistök starfaði veturinn 1976-77 að minnsta kosti, á Núpi af því er heimildir herma. Líklega er þar um að ræða Núp í Dýrafirði og héraðsskólann þar. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Mistaka, sem og um annað sem skiptir máli í tengslum við sögu sveitarinnar.

Mistök [1] (um 1969)

Hljómsveitin Mistök var skammlíf hljómsveit starfandi í kringum 1969. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit sem lék líklega aðeins tvisvar eða þrisvar sinnum opinberlega, Pétur Pétursson var trommuleikari hennar en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana.

Mímisbandið (um 1995)

Hljómsveitin Mímisbandið var starfrækt innan heimspekideildar Háskóla Íslands í kringum 1995. Fáar heimildr er að finna um Mímisbandið en meðal meðlima sveitarinnar voru fóstbræðurnir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson sem líklega sungu báðir og léku á gítara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 9. október 2019

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2019

Afmælisbörnin eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og eins árs í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og…

Afmælisbörn 7. október 2019

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Afmælisbörn 4. október 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2019

Að þessu sinni eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og sex ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…

Melchior – Efni á plötum

Melchior – Björgúlfur Benóny Grímúlfur Melkjör Emanúel Egilsson Leir Fæt Bíleigandi Bergrisi Hermaníus Þengill Trefill [ep] Útgefandi: Melchior og Dieter Roth Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1974 1. The funny thinking man 2. Song of long forgotten fame Flytjendur: Karl Roth – gítar og raddir Hilmar Oddsson – söngur, píanó og selló Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson –…

Melchior (1973-80 / 2006-)

Saga hljómsveitarinnar Melchior skiptist í tvö tímabil, annars vegar er um að ræða Melchior áttunda áratugarins þegar nokkrir vinir úr menntaskóla stofnuðu hljómsveit sem starfaði í sjö ár og sendi frá sér tvær breiðskífur og eina smáskífu, hins vegar Melchior tuttugustu og fyrstu aldarinnar þar sem sami mannskapur að mestu leyti er orðinn ríflega aldarfjórðungi…

Miðnæturmenn (1979-80)

Veturinn 1979-80 starfrækti Bjarni Sigurðsson harmonikkuleikari frá Geysi tríóið Miðnæturmenn. Með honum í sveitinni voru Halldór Svavarsson gítarleikari og söngvari og Magnús Stefánsson trommuleikari og söngvari, sjálfur lék Bjarni á bassa auk þess að grípa til harmonikkunnar og cordovox, sem reyndar er náskylt harmonikkunni. Miðnæturmenn léku einkum og líklega eingöngu á dansleikjum á Suðurlandsundirlendinu.

Miðlarnir (1983-86)

Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983.…

Miðhraunstríóið (1973)

Árið 1973 var tríó stofnað, að líkindum á Akureyri undir nafninu Miðhraunstríóið. Það voru þeir Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted og Birgir Guðmundsson sem starfræktu tríóið en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi það starfaði. Þremenningarni gætu allt eins allir hafa leikið á gítar. Miðhraunstríóið mun hafa komið fram árið 2000 en óskað er eftir frekari…

Miðbunuþvag (2001)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Miðbunuþvag, þ.e. hverjir skipuðu hana og hvar, um starfstíma hennar og hljóðfæraskipan. Fyrir liggur að þessi sveit var starfandi árið 2001 en aðrar upplýsingar vantar um Miðbunuþvag.

Miðaldamenn – Efni á plötum

Miðaldamenn – Eftir ballið [ep] Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: Bimbó 002 Ár: 1981 1. Eftir ballið 2. More 3. Plötusnúðurinn 4. Galdralagið Flytjendur: Sturlaugur Kristjánsson – bassi Birgir Ingimarsson – trommur Leó Ólafsson – hljómborð Erla Stefánsdóttir – söngur og raddir Snorri Guðvarðarson – söngur Viðar Eðvarðsson – saxófónn Leó Torfason – gítar Bimbókórinn –…

Miðaldamenn (1970-2014)

Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, Magnús Guðbrandsson og Sturlaugur Kristjánsson, ekki liggur…

Midas [2] (1972)

Hljómsveitin Midas var skammlíf sveit sem spilaði nánast eingöngu í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli. Sveitina skipuðu þeir Einar Júlíusson söngvari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Jón Skaptason gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og Már Elísson trommuleikari. Þegar Einari söngvara og Kristni saxófónleikara bauðst að ganga til liðs við Musicamaxima, hætti Midas störfum.

Mind as mine – Efni á plötum

Mind as mine – Author of your dreams [demo snælda] Útgefandi: [Deep cave communications] Útgáfunúmer: [Deep cave communications 001] Ár: 1997 1. Author of your dreams (Midnight mix) 2. Voices from the heavens (Ancient transmission mix) 3. Frozen in the waters of endless time (Who chained the stars?) Flytjendur: Guðmundur Óli Pálmason – söngur [engar…

Mind as mine (1996-99)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Mind as mine, hún lék rokk í þyngri kantinum (black metal) og átti tvö lög á safnplötunni Fire & ice: an icelandic metal compilation, sem kom út síðla árs 1996. Tvö demó komu jafnframt út á kassettum með sveitinni,  Author of your dreams (1997) og I am god now…

Mikki refur (1991-92)

Hljómsveitin Mikki refur var nokkuð áberandi á öldurhúsum borgarinnar 1991 og 92, einkum á Tveimur vinum og Gauknum. Sveitina skipuðu þeir Jón Ari Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari og söngvari, Höskuldur Örn Lárusson gítarleikari og Ingi R. Ingason trommuleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um mannabreytingar í Mikka ref.

Mikey (1997)

Hljómsveit að nafni Mikey var starfandi árið 1997, að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum í Norðurkjallara skólans í febrúar það ár og komu því út á plötunni Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara), sem hafði að geyma upptökur frá þeim tónleikum. Á þeirri plötu voru, samkvæmt heimild meðlimir Mikey sagðir vera…

Afmælisbörn 2. október 2019

Afmælisbörn dagsins eru fjögur í dag, þetta er dagur trommuleikara: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím, Hitchcock, Jónatan…

Afmælisbörn 1. október 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og þriggja ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…

Afmælisbörn 29. september 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2019

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og fimm ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og sjö ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Maus (1993-)

Hljómsveitin Maus er án nokkurs vafa ein af þekktustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu og þá um leið ein af þeim langlífari en hún er jafnframt í hópi fjölmargra sveita sem hafa nýtt sér sigur í Músíktilraunum Tónabæjar til að koma sér almennilega á framfæri. Sveitin hefur sent frá sér fjölda platna. Maus kemur upphaflega úr Árbænum…

Maus – Efni á plötum

Maus – Allar kenningar heimsins…  …og ögn meira Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM49CD Ár: 1994 1. Ósnortinn 2. Sár 3. Ljósrof 4. Líkþrá 5. Drukknandi ég 6. Fingurgómakviða 7. Minn felustaður minn haus 8. Lost 9. Leiftursýn Flytjendur: Birgir Örn Steinarsson – gítar, víbrafónn, hljómborð og söngur Eggert Gíslason – bassi, hljómborð og söngur Daníel Þorsteinsson…

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Melódía [1] (1983-87)

Pöbbabandið Melódía starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, af því er virðist með hléum. Meðlimir sveitarinnar voru á einhverjum tímapunkti þeir Torfi Ólafsson bassaleikari, Einar Melax hljómborðsleikari og Ingi G. Ingimundardóttir trommuleikari en einnig hafa verið nefndir Hörður [?] og Helgi [?]. Fleiri gætu hafa verið viðloðandi sveitina. Melódía var líklega lengst af tríó…

Mictian – Efni á plötum

Mictian – The way to Mictian [ep] Útgefandi: Mictian Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. The wheel of damnation 2. Web of nothingness 3. Pagan attack 4. The way to Mictian 5. Gate of fire 6. [leynilag] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Mictian (2000-01)

Svartmálmshljómsveitin Mictian starfaði í rúmlega ár um síðustu aldamót, eftir því sem heimildir herma. Mictian, sem kom úr Reykjavík og Kópavogi, lék á að minnsta kosti einum tónleikum haustið 2000 en um vorið 2001 sendi sveitin frá sér fimm laga (ásamt leynilagi) stuttskífuna The way to Mictian, um svipað leyti tók sveitin þátt í Músíktilraunum…

Micka Frürry (1993-)

Micka Frürry var aukasjálf Birgis Nielsen trommuleikara (Land og synir, Vinir vors og blóma o.fl.) en hann kom fram atriði á skemmtunum í kringum aldamótin 2000. Ekki liggur fyrir hvenær Micka Frürry kom fyrst fram en líklega var það í laginu Gott í kroppinn, sem Vinir vors og blóma gerðu vinsælt 1993 en þar rappaði…

Meyland (1976-81)

Danshljómsveitin Meyland starfaði í um fimm ár á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar og fram á þann níunda, lék aðallega á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins s.s. aðallega í Klúbbnum en einnig á sveitaböllum úti á landi og m.a. á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunamannahelgina 1977, eitt sumarið ferðaðist sveitin um landið ásamt eftirhermunni og búktalaranum Guðmundi…

Metro music [umboðsskrifstofa] (1983)

Metro music var umboðsskrifstofa og viðburðafyrirtæki sem Hallvarður E. Þórsson (sem skipulagði Melarokk 1982) starfrækti við annan mann árið 1983. Metro music flutti inn bresku sveitina Siouxsie and the Banshees vorið 1983 en léleg aðsókn á tónleikana varð þess valdandi að fyrirtækið varð skammlíft. Þá höfðu þeir félagar einnig staðið í viðræðum við Roxy music…

Metall (1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Metall. Heimild frá 1984 er um sveitina en engar aðrar upplýsingar finnast um hana, s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma o.sfrv.

Metal (1980-85)

Hljómsveitin Metal var starfrækt um fimm ára skeið á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, þrátt fyrir nafnið lék sveitin ekki þungarokk heldur danstónlist fyrir alla aldurshópa. Metal var stofnuð snemma hausts 1980 og sögðust meðlimir sveitarinnar myndu leggja áherslu á kántrítónlist enda væru fáar þess konar sveitir hérlendis. Lítið virðist þó hafa farið fyrir…

Midas [1] (1970-71)

Danshljómsveitin Midas starfaði á árunum 1970 og 71, og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Engar heimildir er að finna um meðlimi sveitarinnar en fyrir liggur að Kristbjörg Löve (Didda Löve) söng með sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 25. september 2019

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og fjögurra ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…