Við þrjú [2] (1990)

Síðsumars árið 1990 starfaði þjóðlagatríó undir nafninu Við þrjú. Ekkert bendir til þess að um sama tríó sé að ræða sem starfandi var um fimmtán árum fyrr. Upplýsingar um skipan tríósins liggja ekki fyrir en þó gæti Kjartan Ólafsson hafa verið í því, hann hefur við í sveit með sama nafni.

Við þrjú [1] (1973-76)

Þjóðlagatríóið Við þrjú vakti nokkra athygli um miðjan áttunda áratug síðustu aldar án þess þó að senda frá sér plötu, tríóið kom fram m.a. á skemmtunum sem Ferðaleikhúsið stóð fyrir, á héraðsmótum hjá framsóknarflokknum og á hvers kyns þjóðlagahátíðum sem haldnar voru á þessum árum. Meðlimir tríósins voru Ingibjörg Ingadóttir, Guðjón Þór Guðjónsson og Sturla…

Við strákarnir [2] (1993)

Pöbbatríóið Við strákarnir léku síðsumars og haustið 1993 á fjölmörgum pöbbum á landsbyggðinni, m.a. í Grindavík, Stykkishólmi, Hveragerði og Flateyri en ekki liggur þó fyrir hvaðan þeir félagar gerðu út sveitina. Meðlimir tríósins voru Jakob Ingi Jakobsson sem lék á midi-harmonikku, Sigurður Már Ágústsson banjó- og rafgítarleikari og Teitur Guðnason kassagítarleikari og söngvari. Teitur hafði…

Við strákarnir [1] (1989-90)

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur. Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.

Við kátir félagar (1979)

Hljómsveitin Við kátir félagar lék á skemmtun í Öskjuhlíðarskóla vorið 1979 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hans, hversu lengi hún starfaði o.s.frv. Ef einhverjir luma á upplýsingum um þessa sveit mega þeir gjarnan senda þær til Glatkistunnar.

Við sem fljúgum [2] (1989-90)

Hljómsveitin Við sem fljúgum var ballsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1989-90. Meðlimir hennar voru Þórarinn Ólason söngvari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Óskar Sigurðsson trommuleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Jón Kristinn Snorrason bassaleikari og Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Sigurður Ómar Hreinsson var líklega fyrsti trymbill sveitarinnar en Óskar tók við af honum. Stór hluti sveitarinnar starfaði síðar með…

Afmælisbörn 21. mars 2019

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og sex ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…

Afmælisbörn 20. mars 2019

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er áttatíu og sjö ára í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima…

Afmælisbörn 18. mars 2019

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og sjö ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…

Blúshátíð í Reykjavík 2019

Blúshátíð í Reykjavík fer fram venju samkvæmt um páskana en hátíðin fer nú fram í þrettánda skipti. Blúshátíð í Reykjavík 2019 hefst laugardaginn 13. apríl með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14, Lúðrasveitin Svanur og bílalest fagna vorinu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val…

Afmælisbörn 17. mars 2019

Fjórir tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fjörutíu og níu ára. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir,…

Afmælisbörn 16. mars 2019

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson hinn eini sanni er fjörutíu og níu ára gamall. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var…

Afmælisbörn 15. mars 2019

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og eins árs gamall á þessum degi en hann er í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 14. mars 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sextíu og átta ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum…

Valgerður Lárusdóttir (1885-1924)

Valgerður Lárusdóttir (síðar Valgerður Briem) var ein fyrst söngkvenna á Íslandi og var reyndar frumkvöðull þegar kemur að ýmsum þáttum íslensks tónlistarlífs. Valgerður fæddist árið 1885 á Eskifirði og ólst þar upp en fluttist til Reykjavíkur þegar hún var á unglingsaldri. Fljótlega varð ljóst að hún var mjög músíkölsk enda var hún af tónlistarættum, afi…

Afmælisbörn 13. mars 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði á stórafmæli dagsins en hann er áttræður, hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit Björns…

Afmælisbörn 12. mars 2019

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og tveggja ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar…

Afmælisbörn 11. mars 2019

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fertug í dag og á því stórafmæli dagsins. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp…

Afmælisbörn 10. mars 2019

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín á mig, sem margir þekkja. Hanna…

Afmælisbörn 9. mars 2019

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sextíu og átta ára gamall. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon var formaður…

Afmælisbörn 8. mars 2019

Tvö tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…

Versa (1997)

Hljómsveitin Versa var að öllum líkindum skammlíft verkefni menntaskólanema, sett saman til þess eins að koma fram á tónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðlimir Versu voru Bergþóra Magnúsdóttir, Hanna Loftsdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir. Tónleikarnir voru haldnir í febrúar 1997 og gefnir út á geislaplötu nokkru síðar, framlag Versu fékk ágæta dóma í umfjöllun…

Venus [3] (1977)

Hljómsveitin Venus starfaði í Mosfellssveit árið 1977 en hún var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri, tveir þeirra áttu síðar eftir að koma við sögu Gildrunnar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Tómasson [?], Hafþór Hafsteinsson [?], Þórhallur Árnason gítarleikari og Erlendur Sturluson [?]. Ekki liggur fyrir nema að litlu leyti hver hljóðfæraskipanin var en bæði Karl og…

Venus [1] (1973)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Venus. Hljómsveitin starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu árið 1973 og mun Róbert Nikulásson hafa verið einn meðlima hennar.

Venus [5] (um 1995?)

Hljómsveitin Venus mun hafa verið starfrækt á Snæfellsnesi, hugsanlega á Hellissandi um eða eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Kristinn Sigþórsson [?] og Ægir Þórðarson gítarleikari [?] munu hafa verið meðal meðlima en frekari upplýsingar vantar um þessa sveit.

Venus [4] (1983)

Danshljómsveitin Venus starfaði á Ólafsfirði vorið 1983. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar sem og meðlima- og hljóðfæraskipan.

Veraldarkeröld [útgáfufyrirtæki] (1990-95)

Útgáfufyrirtækið Veraldarkeröld starfaði á árunum 1990-95 og sendi frá sér á þeim tíma fjóra titla, þrjá í Strump-seríunni svokölluðu sem hafði að geyma blandaða jaðartónlist, og eina sjö tommu vínylplötu með hljómsveitinni Tilbura en forsprakki útgáfunnar, Magnús Axelsson var bassaleikari í þeirri sveit. Veraldarkeröld gáfu einnig út eina bók eða tímarit með efni eftir Magnús.

Vera Roth (1963-)

Vera Roth kvikmyndagerðar- og myndlistamaður (fædd 1963) gaf út árið 1979 nokkuð sérstæða plötu hjá útgáfufyrirtæki fjölskyldunnar Roth‘s Verlag, líkt og fleiri í fjölskyldunni hafa gert bæði fyrr og síðar. Vera var aðeins sextán ára þegar platan kom út en innihald hennar var „einfaldlega píanóglamur eftir Veru og upptaka af henni og Dieter að kjafta…

Ver iss mæ her (1991)

Haustið 1991 kom tríóið Ver iss mæ her fram opinberlega í fyrsta og eina skiptið þegar þeir félagar fluttu frumsamið efni sem þeir kölluðu sinfónískt rokk, í bland við aðra tónlist á Blúsbarnum. Ver iss mæ her skipuðu þrír félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeir Roland Hartwell fiðluleikari sem þarna var í hlutverki gítarleikara, Steef van…

Venus kvartettinn (1960)

Venus kvartettinn starfaði árið 1960 í ársbyrjun, líklega í fáeinar vikur. Engar upplýsingar finnast um meðlimi kvartettsins en söngvararnir Þór Nielsen og Harald G. Haralds sungu með sveitinni.

Vestanhafs (1997)

Tríóið Vestanhafs lék blúsrokk af ýmsu tagi á öldurhúsum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar árið 1997, og fór þar víða. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari.

Vespré (um 1985)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Vespré, en nafnið á sér augljósa skírskotun í samnefnd dömubindi. Sveitin var að öllum líkindum starfandi um miðjan níunda áratuginn og eru nöfnin Gauti [?], Heimir [?] og Þormóður [?] tengd henni, hugsanlega einnig Einar Gunnar [?]. Af meðfylgjandi mynd að dæma voru meðlimir hennar þó…

Veröld (1991-92)

Hljómsveitin Veröld birtist sumarið 1992 á safnplötunni Bandalög 5 með lag sitt, Kúturinn en meira heyrðist ekki frá sveitinni. Veröld var stofnuð haustið 1991 og var markmiðið þá að koma út lagi sumarið eftir, það gekk eftir sem fyrr segir en lagið vakti ekki mikla athygli, um var að ræða eins konar popprokk og í…

Veryneat (1995)

Hljómsveit sem sögð var heita Veryneat kom fram á tónleikum í Rósenberg-kjallaranum vorið 1995 og var þá að koma í fyrsta sinn fram, hugsanlega hafði nafn sveitarinnar verið misritað og átt að vera Very neat. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Verkfall (1995)

Hljómsveitin Verkfall átti tvö lög á safnplötunni Strump í fótinn sem kom út haustið 1995. Sveitin spilaði eins konar frum-techno eins og það var skilgreint í plötuumfjöllun en engar upplýsingar finnast um Verkfall að öðru leyti, þó gæti Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) hafa verið trymbill sveitarinnar. Frekar upplýsingar óskast um þessa sveit.

Verkalýðskórinn (?)

Nokkrar heimildir er að finna um kór undir nafninu Verkalýðskórinn. Enginn kór virðist beinlínis hafa borið þetta heiti, utan þess að Karlakór Akureyrar mun hafa gengið undir þessu nafni fyrstu mánuðina sem hann starfaði (árið 1929). Líklegast hlýtur að teljast að kórar eins og Alþýðukórinn (Söngfélag verkalýðsins), Karlakór verkamanna, Karlakór Dagsbrúnar eða jafnvel einhver/jir hinna…

Verðir laganna (1987-93)

Hljómsveit að nafni Verðir laganna var starfrækt í kringum 1990, reyndar er ekki ljóst hvort um eina sveit, tvær eða jafnvel þrjár var að ræða. Árið 1987 var sveitin stofnuð og starfaði hún fram eftir árinu 1988, fjórir meðlimir skipuðu þessa sveit en hún lék m.a. í nokkur skipti á Broadway. Árið 1990 lék sveit…

Veturliði, Sumarliði & Yfirliði (1976)

Tríó sem gekk undir nafninu Veturliði, Sumarliði & Yfirliði kom í nokkur skipti fram vorið 1976 á tónlistarsamkomum í höfuðborginni, ásamt fleiri sveitum. Reyndar var nokkuð á reiki hver röð nafnanna var í fjölmiðlum en röðin var jafn misjöfn og fjöldi umfjallana um sveitina. Meðlimir tríósins, sem mun hafa leikið djassskotna tónlist, voru þeir Pétur…

Vetrargarðurinn í Tívolí [tónlistartengdur staður] (1946-63)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Vetrargarðurinn var með allra vinsælustu dansstöðum sem starfræktur hefur verið í Reykjavík en hann var um leið umdeildur vegna orðspors sem af honum fór. Vetrargarðurinn var hluti af Tívolíinu í Vatnsmýrinni sem einnig naut mikilla vinsælda um tíma, Upphafið má rekja aftur til stríðsloka en árið 1945 stofnuðu nokkrir menn hlutafélag utan…

Vesturfararnir (1987-89)

Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…

Vesturbyggðarkórinn (um 1900)

Um eða eftir aldamótin 1900 mun hafa verið starfandi kór á Vopnafirði sem bar heitið Vesturbyggðarkórinn. Engar upplýsingar finnast um þennan kór en þeir sem lumuðu á upplýsingum um hann mættu gjarnan senda Glatkistunni línu.

Vestmannakórinn (1911-57)

Vestmannakórinn svokallaði starfaði í Vestmannaeyjum í áratugi á síðustu öld og var gerður góður rómur að þessum blandaða kór. Kórinn starfaði í fjölmörg ár áður en hann hlaut í raun nafn og hvað þá skipulagða starfsemi en hann var fyrst settur saman í tilefni af aldarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 1911, þá var efnt til hátíðahalda…

Við [1] (1972)

Árið 1972 kom fram hljómsveit í Tónabæ sem bar nafnið Við. Sveitin var þar að koma fram í fyrsta skipti og var sögð vera frá Keflavík en þar með er allt upptalið sem liggur fyrir um hana. Allar frekari upplýsingar óskast því um sveitina.

Þyngdaraflið krufið

Meistarar dauðans – Lög þyngdaraflsins Askur games AG 002, 2018     Tríóið Meistarar dauðans sendi árið 2015 frá sér tíu laga plötu samnefnda sveitinni og vakti hún töluverða athygli og aðdáun þó ekki væri nema fyrir það hversu ungir meðlimir þess voru en yngsti meðlimur sveitarinnar, trymbillinn Þórarinn Þeyr Rúnarsson var þá einungis tólf…