Siglufjörður

Siglufjörður (Lag / texti: Bjarki Árnason) Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar, Siglufjörður, inn í fjöllin skarpt var skorinn skaparans af höndum gjörður. Til að veita skjól frá skaða skipunum á norðurslóðum, sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hart þó ís…

Sólskinsbarn

Sólskinsbarn (Lag / texti: rússneskt þjóðlag / Jón frá Ljárskógum og Sigurjón Sæmundsson) Ég kom til þín er kuldinn næddi um kalinn vang, þá breiddir þú á móti mér þitt mjúka fang, og þar varð himinhlýtt og bjart í huga mér, því ég las allan unað heims í augum þér. Þú hreifst mig inn í…

Sem lindin rtær

Sem lindin tær (Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason) Ó, hve gott á lítil lind, leika frjáls um hlíð og dal, líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd. Hvísla ljóði að grænni grein, glettast ögn við lítið blóm, lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að…

Aðeins til þín

Aðeins til þín (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Bjarnason) Þetta litla lag og ljóð úr fjarska til þín fær, það flytur mínar bestu kveðjur, allt sem mér er kær. Þennan litla ástaróð ég einni sendi þér, svo ávallt þú í fjarlægðinni munir eftir mér. Ó, manstu gamla daga, þá ung við vorum enn,…

Allir sveinar af stað

Allir sveinar af stað (Lag / texti: erlent lag / Hafliði Guðmundsson) Dúm, dúm, dúm, dú dú dúm, dúm, dúm. Og ljúfar fagrar konur frá Köldu-lindum gegn kulda okkar verja einnig regni og vindum. Í skála okkar bjóða með blíðum kvenna róm, og buddan full sem inn fer, fer þaðan aftur tóm. Syngur tromma og…

Fjalladrottning, móðir mín

Fjalladrottning, móðir mín (Lag / texti Bjarni Þorsteinsson / Sigurður Sigurðsson) Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár…

Í dag

Í dag (Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti) Í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa demanta, perlur og skínandi gull. Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, uns sál þín er mettuð og barmafull. Það er ókeypis allt, og með ánægju falt, og ekkert að þakka, því…

Ó, dalur, hlíð og hólar

Ó, dalur, hlíð og hólar (Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson) Ó, dalur, hlíð og hólar, þér hvelfdu skógargöng. Þar hrifinn einn ég undi, svo oft um dægrin löng. Í fjarlægð hlymur harkið frá heimslífsins ólgusjó. Ó, skýl með skjólsarm grænum, mér skógar heilög ró. [af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]

Smalaljóð

Smalaljóð (Lag / texti: rússneskt þjóðlag / Bjarki Árnason) Fjöllin óma frískum hljóm og fögur skín í heiði sól, þar smalinn hóar hvellum róm er hjörðin nálgast kvíaból. Og smalans líf er ljúft og bjart hans liggja spor um blómaskart. Með staf í hendi og nesti nóg er næði og hvíld á mosató. Í klettaborg…

Afmælisbörn 11. júlí 2018

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er fimmtíu og níu ára. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig hefur Grétar starfað…

Afmælisbörn 10. júlí 2018

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er hvorki meira né minna en sextugur í dag. Nafn hans varð fyrst þekkt þegar hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir…

Afmælisbörn 9. júlí 2018

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fjögur talsins og eru eftirfarandi: Birgir Hrafnsson gítarleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Birgir hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Pops áður en hann varð einn liðsmanna Ævintýris. Hann var síðar í Svanfríði, Change, Haukum og Celsius, og hafði jafnvel stuttan stans í sveitum eins og Hljómum,…

Afmælisbörn 8. júlí 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og sex ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein…

Afmælisbörn 7. júlí 2018

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og eins árs gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…

Síðustu forvöð að styrkja útgáfu til heiðurs Jórunni Viðar

Í tilefni af aldarafmæli Jórunnar Viðar tónskálds og píanóleikara hafa þær Erla Dóra Vogler mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari lagt upp með fjölda tónleika með sönglögum og þjóðlagaútsetningum Jórunnar auk útgáfu geisladisks á afmælisárinu. Þær hafa verið hvattar áfram dyggilega af fjölskyldu Jórunnar Viðar og þá einna helst Lovísu Fjeldsted, dóttur Jórunnar og sellóleikara…

Afmælisbörn 6. júlí 2018

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum hafa þennan afmælisdag samkvæmt kokkabókum Glatkistunnar: Magnús Kjartansson tónlistarmaður er sextíu og sjö ára gamall. Hann sleit barnskónum í Keflavík og hóf þar tónlistarferil sinn en fáir hafa leikið með jafn mörgum þekktum hljómsveitum og Magnús. Svo nokkrar þeirra séu upp taldar skal nefna hér Hauka, Galdrakarla, Júdas, Óðmenn, Sléttuúlfana, Trúbrot,…

Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Bergmál [3] (1993)

Árið 1993 var starfandi sönghópur undir nafninu Bergmál. Engar upplýsingar er að finna um þennan sönghóp en hann mun líklega hafa sungið tónlist sem var trúarlegs eðlis. Allar upplýsingar um Bergmál óskast sendar Glatkistunni.

Bergmenn [1] (1978-83)

Gömludansabandið Bergmenn lék víðs vegar um landið og jafnvel víðar um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg fyrir hvenær sveitin var stofnuð en það gæti allt eins hafa verið árið 1974 þótt elstu heimildir um hana séu frá því í febrúar 1978. Bergmenn voru Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Njáll…

Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.

Bergmenn [3] (2000)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bergmenn sem lék fjölmörgum sinnum á dansstað í Hafnarfirði árið 2000. Líklega var um gömludansasveit að ræða en allar frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Bergur Þórðarson (1951-)

Bergur (Jón) Þórðarson er öllu þekktari myndlistamaður en tónlistarmaður en hann á sér þó nokkra sögu í íslensku tónlistarlífi. Bergur er fæddur (1951) og uppalinn á Skagaströnd og þar var hann á unglingsárum sínum söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Tíglum, og hugsanlega fleiri sveitum. Það var svo á menntaskólaárunum á Akureyri sem hann var meðal…

Bergur Þórðarson – Efni á plötum

Bergur Þórðarson – Metsöluplata Útgefandi: Bergur Þórðarson Útgáfunúmer: 5F 001 Ár: 1989 1. Kúlulegur 2. Stelpan 3. Kopargull 4. Bensinn 5. Girndin 6. Íslenskur víkingur 7. Eftir storminn 8. Ég man ekki lengur 9. Veislan í ráðuneytinu 10. Dansandi englar Flytjendur: Magnús Sigurðarson – gítarar og raddir Friðrik Sturluson – bassi Ásgeir Óskarsson – trommur…

Bergþóra Árnadóttir (1948-2007)

Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona og trúbador er án nokkurs vafa ein þekktasta tónlistarkona sinnar tegundar í íslenskri tónlistarsögu og ruddi brautina fyrir aðrar slíkar sem á eftir komu s.s. Önnu Pálínu Árnadóttur, Gullý Hönnu Ragnarsdóttur o.fl. en fjölmargar plötur liggja eftir hana. Bergþóra (f. 1948) ólst upp í Hveragerði og þar hófst tónlistarferill hennar. Hún fékk…

Bergþóra Árnadóttir – Efni á plötum

Bergþóra Árnadóttir – Eintak Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 004 Ár: 1977 1. Júdas 2. Dánarfregn 3. Verkamaður 4. Sólarlag 5. Ein á báti 6. Gott áttu veröld 7. Ráðið 8. Nótt 9. Hin mikla gjöf 10. Þorlákshafnarvegurinn 11. Hinsta ferðin Flytjendur: Bergþóra Árnadóttir – söngur, raddir og gítar Kristján Guðmundsson – píanó, rhodes, raddir og…

Berkir (1966-68)

Hljómsveitin Berkir frá Bolungarvík starfaði í um ár á tímum bítla á síðari hluta sjöunda áratugarins. Í fyrstu var um að ræða tríó sem þeir Gylfi Ægisson gítarleikari, Jakob Þorsteinsson píanó- og orgelleikari og ónafngreindur trommuleikari skipuðu. Trymbillinn hætti fljótlega og í hans stað komu Ingibergur Þór Kristinsson trommuleikari (bróðir Eggerts fyrsta trommuleikara Hljóma) og…

Berlín (1974)

Berlín starfaði í nokkra mánuði árið 1974 og lék að öllum líkindum rokk í þyngri kantinum. Fyrir liggur að Sigurður Sigurðsson söngvari (Eik, Íslensk kjötsúpa o.fl.), Gunnar Ágústsson trommuleikari og Magnús Finnur Jóhannsson (Eik o.fl.) söngvari og gítarleikari voru í þessari sveit, nöfn eins og Ragnar Sigurðsson gítarleikari, Sigurður Long saxófónleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari…

Berlínarbollurnar (1983)

Hljómsveitin Berlínarbollurnar starfaði á Norðfirði í fáeinar vikur sumarið 1983. Það var gítarleikarinn Eðvarð Lárusson sem stofnaði sveitina vorið 1983 en hann hafði farið austur til að starfa þá um sumarið, með honum í sveitinni voru Þröstur Rafnsson gítarleikari og Pjetur Hallgrímsson trommuleikari. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi Berlínarbollanna eða hvort þeir…

Afmælisbörn 5. júlí 2018

Hvorki fleiri né færri en sjö afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…

Afmælisbörn 4. júlí 2018

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Fyrstan skal nefna rokkarann og Eurovision-farann Eirík Hauksson ern hann er fimmtíu og níu ára gamall. Eiríkur hefur hin síðustu ár starfað í Noregi og verið þar í hljómsveitum s.s. Artch en hér heima gerði hann garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum, Start, Drýsill, Wanted, Þeyr,…

Afmælisbörn 3. júlí 2018

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Lýður Ægisson tónlistarmaður er sjötugur á þessum degi. Lýður, sem er bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur í gegnum tíðina, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði á þeim tíma sem skipstjóri frá…

Afmælisbörn 2. júlí 2018

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fjörutíu og níu ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má…

Afmælisbörn 1. júlí 2018

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fertugur í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir, Richter og nú síðast…

Afmælisbörn 30. júní 2018

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma tvö afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sjö ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Beint í mark [safnplöturöð] (1982)

Það er varla hægt að tala um safnplöturöð þegar safnplöturnar Beint í mark komu út en um var að ræða tvær plötur sem seldar voru saman á verði einnar. Meirihluti laganna var erlendur. Hljómplöturútgáfan Steinar gaf plöturnar út. Efni á plötum

Beint í mark [safnplöturöð] – Efni á plötum

Beint í mark 1 – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 506 Ár: 1982 1. Alvin Stardust – A wonderful time up there 2. Matchbox – Heartaches by the number 3. Peter Sarstedt – Take off your clothes 4. Billy Bremner – Loud music in cars 5. Tenpole Tudor – Throwing my baby out with the…

Beitarhúsamenn (um 1970)

Beitarhúsamenn mun hafa verið tríó starfrækt í Kennaraskólanum á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að Jón Jónasson gítarleikari (Randver o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Beiskar jurtir (1991-92)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um tríóið sem þó hefur líkast til sungið trúarlega tónlist, en hugsast gæti að meðlimir þess hafi verið Gunnbjörg Óladóttir, Íris Guðmundsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Lesendur mættu gjarnan fylla inn í þær eyður sem hægt er.

Belfigor (1984-85)

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Fyrir liggur að um fimm manna sveit var að ræða en nafn þess fimmta er ekki þekkt, þar var líklega um…

Belgrano hershöfðingi (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingar um hljómsveit af Vestfjörðum sem gekk undir nafninu Belgrano hershöfðingi, hverjir skipuðu hana, hvenær hún starfaði, hvar o.s.frv. Bretar sökktu argentínsku herskipi með þessu nafni í Falklandseyjastríðinu vorið 1982 og því eru meiri líkur en minni að sveitin hafi starfað eftir það.

Bellatrix [1] (1978-79)

Hljómsveitin Bellatrix starfaði í Vestmannaeyjum 1978-79 að minnsta kosti. Meðlimir þessarar sveitar voru Hlöðver Guðnason gítarleikari, Friðsteinn Vigfússon Waagfjörð trommuleikari, Sigurður Ingi Ólafsson gítarleikari, Kristín Runólfsdóttir söngkona og Kristinn Jónsson bassaleikari.

Benedikt Benediktsson (1928-2011)

Nafn Benedikts Benediktssonar söngvara telst varla meðal þeirra þekktustu í íslenskri tónlistarsögu en eftir hann liggur þó tuttugu laga plata. Benedikt fæddist vorið 1928 í Dölunum en hlaut þar ekkert sérstakt tónlistaruppeldi. Hann var kominn fram á fullorðins ár þegar sönghæfileikar hans uppgötvuðust en hann þótti afar góður söngmaður af nánast óskólagengnum manni að vera,…

Benedikt Benediktsson – Efni á plötum

Benedikt Benediktsson – Nú ríkir kyrrð Útgefandi: Benedikt Benediktsson Útgáfunúmer: BB 001 Ár: 1997 1. Kirkjuhvoll 2. Rósin 3. Þess bera menn sár 4. Nótt 5. Þó þú langförull legðir 6. Brúnaljós þín blíðu 7. Kata litla í Koti 8. Vöggubarnsins mál 9. Kvöldsöngur 10. Íslenskt vögguljóð á hörpu 11. Tónaflug 12. Gamalt lag 13.…

Ber (2002-04)

Hljómsveitin Ber var nokkuð áberandi um tíma í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi þann tíma sem hún starfaði á árunum 2002 til 2004. Ber hafði verið stofnuð upp úr klofningi sem varð í hljómsveitinni Buttercup síðla árs 2001 en þá yfirgáfu söngkonan Íris Kristinsdóttir og trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson síðarnefndu sveitina og stofnuðu nýja í upphafi…

Berb (um 1972)

Unglingahljómsveitin Berb frá Ísafirði starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hugsanlega í eitt eða tvö ár. Stórsöngvarinn Helgi Björnsson var í þessari sveit sem mun hafa verið hans fyrsta hljómsveit, sem og Hörður Ingólfsson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi þessarar merku sveitar.

Bergmál [1] (1975)

Sumarið 1975 var starfrækt hljómsveit á Húsavík undir nafninu Bergmál. Allar upplýsingar um þessa sveit, starfstíma, meðlimi o.s.frv. óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 29. júní 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og níu ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…

Afmælisbörn 28. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl…

Afmælisbörn 27. júní 2018

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er tuttugu og átta ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…