Söngfélag Íslendinga í Victoria (1891-92)

Á árunum 1891 og 92 starfaði kór í byggðum Vestur-Íslendinga í Victoria í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada en upplýsingar um það söngfélag eru af skornum skammti. Tryggvi Jónsson mun hafa verið söngstjóri þess en sá Tryggvi hvarf sporlaust árið 1893 svo líklegt er að þar með hafi starfsemi Söngfélags Íslendinga í Victoria verið hætt.…

Söngfélag Íslendinga í Selkirk (?)

Samfélag Vestur-Íslendinga í Selkirk í Manitoba fylki í Kanada byrjaði að myndast á síðustu áratugum 19. aldar og rétt um aldamótin 1900 bjuggu þar um sex hundruð Íslendingar. Fyrir liggur að virkt söngfélag var þar starfandi meðal Íslendinganna árið 1898 en upplýsingar um það eru afar takmarkaðar. Þrátt fyrir að Selkirk sé í aðeins um…

Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan (1906-09)

Söngfélag eða kór Vestur-Íslendinga í Saskatchewan fylki í Kanada, hér kallað Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan, var starfandi ár árunum 1906 til 1909 að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í fylkinu söngfélagið starfaði en stofnandi þess (og hugsanlega einnig stjórnandi söngsins) var Snorri Kristjánsson sem búsettur var í Mozart í Saskatchewan á árunum 1902-20.…

Söngfélag Langnesinga (1875-78)

Söngfélag var starfrækt norður á Langanesi á árunum 1875 til 78 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvert nafn félagsskaparins var, hér er það kallað Söngfélag Langnesinga. Söngfélagið fór fljótlega að beita sér fyrir bættum söng í Sauðaneskirkju og safnaði svo fyrir orgeli í kirkjuna, forsvarsmenn kórsins munu hafa verið lítt fróðir um slíkan…

Söngfélag Landsmiðjunnar (1944-45)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngfélag Landsmiðjunnar en það var að öllum líkindum stofnað árið 1944 og starfaði ennþá ári síðar. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þetta félag, m.a. um hvort var að ræða eiginlegan kór eða einungis félagsskap þar sem fólk kom saman og söng, jafnframt vantar upplýsingar um stjórnanda/stjórnendur félagsins, fjölda meðlima…

Söngfélag Kristniboðsfélaganna í Reykjavík (1932-34)

Söngfélag var stofnað meðal kristniboðsfélaganna í Reykjavík haustið 1932 en um var að ræða sameiginlegan blandaðan kór félaganna. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi kór starfaði, hann söng líkast til árið 1934 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hann eftir það né heldur hver hafði með söngstjórn hans að gera. Að öllum líkindum kom…

Afmælisbörn 10. maí 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum fagnar stórafmæli en hann er níræður í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er…

Afmælisbörn 9. maí 2023

Í dag eru afmælisbörn dagsins sex talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði orðið 95 ára í dag en hann lést fyrr á þessu ári, hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að…

Afmælisbörn 8. maí 2023

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Afmælisbörn 7. maí 2023

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað er níutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með…

Afmælisbörn 6. maí 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Afmælisbörn 5. maí 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2023

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru sex talsins að þessu sinni: Jakob Frímann Magnússon á stórafmæli á þessum degi en hann er sjötugur. Hann er auðvitað einna þekktastur fyrir framlag sitt með Stuðmönnum en Jakob á ennfremur sólóferil sem spannar um tug platna. Hann lék á árum áður með öðrum sveitum eins og Rifsberju, Bone symphony,…

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík (1986-)

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík (Söngfélag FEB) hefur starfað innan Félags eldri borgara í Reykjavík síðan haustið 1986 og sungið víða um land og erlendis reyndar líka, kórinn hefur gefið út eina kassettu. Söngfélag FEB var stofnað haustið 1986 og var kórstjóri fyrsta árið Kjartan Ólafsson en nafn sitt hlaut félagið reyndar ekki fyrr…

Söngfélag Flateyrar (1882-87)

Söngfélag Flateyrar (Söngfjelag Flateyrar) starfaði að líkindum um fimm ára skeið undir lok nítjándu aldar (á árunum 1882-87) en slík félög voru þá að ryðja sér til rúms um land allt. Tvennar sögur fara af því hver stofnaði söngfélag þetta, annars vegar er talað um Jónas [?] iðnaðarmann sem lært hafði hjá nafna sínum Jónasi…

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík – Efni á plötum

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík – [?] [snælda] Útgefandi: Söngfélag Félags eldri borgara Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík – söngur undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur Anna Júlíana Magnúsdóttir – einsöngur Gary Sleight – einsöngur Hafliði Jónsson – píanó Bragi Hlíðberg – harmonikka Þorvaldur Steingrímsson…

Söngfélag Eskifjarðar (1905-06)

Haustið 1905 var Söngfélag Eskifjarðar stofnað austur á Eskifirði en aðal hvatamaður þess mun hafa verið Árni Jónasson frá Svínaskála, ekki liggur fyrir hvort hann stjórnaði einnig söngstarfinu. Félagið mun hafa haldið einhverja söngfundi og tónleika um veturinn 1905-06 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfsemi þess. Vitað er að fjöldasöngur var á skemmtun…

Söngfélag Einingarinnar (um 1900-30)

Fáar heimildir er að finna um það sem kallað var Söngfélag Einingarinnar en um var að ræða blandaðan kór ungs fólks (að öllum líkindum) innan bindindisstúkunnar Einingarinnar nr. 14. Fyrir liggur að Árni Eiríksson verslunarmaður og leikari hélt utan um söngstarfið við upphaf aldar (árið 1900) en ekki er vitað hversu lengi söngfélagið/kórinn var virkt…

Söngfélag Einars Guðjohnsen (1874)

Söngfélag var starfandi í Reykjavík árið 1874 en það var stofnað um haustið og starfaði líklega um veturinn undir stjórn Einars Guðjohnsen, og keppti þá um athyglina við Söngfélagið Hörpu sem þá var einnig starfandi en það var fyrsti kórinn sem eitthvað hvað að á Íslandi, svo virðist sem söngfélag Einars hafi að lokum farið…

Söngfélag Eiða (1914)

Sumarið 1914 starfaði söngfélag á Eiðaþinghá undir nafninu Söngfélag Eiða, en það sumar skemmti það félag með söng á samkomu í Hallormsstaðaskógi. Engin frekari deili er að finna um þetta söngfélag og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það þótt það hljóti að teljast fremur langsótt.

Söngfélag Framtíðarinnar [2] (1931-32)

Söngfélag Framtíðarinnar var starfrækt veturinn 1931-32 innan góðtemplarastúkunnar Framtíðarinnar (nr. 173) sem líklega var í Mosfellssveitinni. Um var að ræða tuttugu manna blandaðan [?] kór en uppistaða hans mun síðan hafa myndað söngflokk IOGT sem hlaut síðar nafnið Templarakórinn, stofnaður 1932. Engar upplýsingar er að finna um stjórnanda Söngfélags Framtíðarinnar.

Söngfélag Framtíðarinnar [1] (1912)

Lítið er vitað um Söngfélag Framtíðarinnar en Framtíðin var ungmennafélag sem stofnað hafði verið í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði árið 1909 upp úr samnefndu bindindisfélagi, félagið starfaði að minnsta kosti fram undir 1990. Söngfélag Framtíðarinnar (einnig nefnt Söngflokkur Framtíðarinnar) söng á skemmtun í hreppnum sumarið 1912 undir stjórn Valgerðar Briem en að öðru leyti eru upplýsingar…

Söngfélag Fljótamanna (1978)

Söngfélag eða kór, hér nefnt Söngfélag Fljótamanna, starfaði í Fljótum árið 1978. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan félagsskap, s.s. undir hvaða nafni, hversu lengi hann starfaði og hver stjórnaði söngnum.

Söngfélag Húsvíkinga (1881-92)

Fáar heimildir eru um söngfélag eða -félög sem störfuðu á Húsavík á síðari hluta 19. aldar en það/þau störfuðu líklega frá því um 1881 og til 1892, nokkuð samfleytt af því er virðist. Ekki er vitað til að söngfélag/félög þessi hafi borið nafn en hér eru þau nefnd Söngfélag Húsvíkinga. Það mun hafa verið Magnús…

Söngfélag Hreppamanna (1960-69)

Söngfélag Hreppamanna var öflugur blandaður kór sem starfaði á árunum 1960 til 69 undir styrkri stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Birtingarholti, kórinn var hlekkur í röð kóra sem störfuðu í uppsveitum Árnessýslu en Sigurður kom að stjórn nokkurra þeirra. Allan sjötta áratuginn hafði svokallaður Flúðakór starfað undir stjórn Sigurðar í Hrunamannahreppi, sá kór var lítill blandaður…

Söngfélag Hofsóss (1909-40)

Söngfélag eða kór starfaði á Hofsósi um líklega þriggja áratuga skeið á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki liggur fyrir hvort það bar eitthvert nafn en hér er það kallað Söngfélag Hofsóss. Söngfélag Hofsóss var stofnað 1909 og var Páll Erlendsson bóndi á Þrastarhóli að stjórnandi þess alla tíð en hann fluttist til Siglufjarðar árið 1940…

Söngfélag Hólaskóla (um 1890)

Lítið er vitað um félagsskap sem bar nafnið Söngfélag Hólaskóla en það var stofnað hausið 1890 meðal skólapilta í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og átti m.a. að styðja kirkjusönginn í Hólakirkju. Söngkennsla var líkast til við skólann en hversu samfelld hún var og hversu virkt söngfélagið var á þessum árum er óljóst, þá vantar…

Söngfélag Hlínar (1899-1903)

Söngfélag Hlínar eða Hlínarsöngfélagið var líkast til fyrsta söngfélagið eða kórinn sem starfaði innan bindindisfélags (stúku) hérlendis en stúkan Hlín var stofnuð haustið 1899 af Halldóri Lárussyni presti, og var söngfélagið líklega sett á laggirnar mjög fljótlega. Þetta var blandaður kór sem mikið orð fór af enda munu einhverjir hafa gengið í Hlínar-stúkuna einvörðungu til…

Söngfélag Hafnarfjarðar (1906-15)

Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór í Hafnarfirði snemma á tuttugustu öldinni sem gekk líklega undir nafninu Söngfélag Hafnarfjarðar, heimildir herma að það hafi verið stofnað haustið 1906 af Sigfúsi Einarssyni tónskáldi en um það leyti hafði hann flust heim til Íslands eftir nám erlendis. Söngfélag þetta mun hafa verið blandaður kór sem…

Söngfélag Íslendinga á Hallson (1890-92)

Eins og títt var í Íslendingabyggðum vestur í Kanada starfaði söngfélag meðal íslensk-ættaðra landnema á Hallson í Norður Dakóta. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði eða hver var söngstjóri þess en það virðist hafa verið nokkuð áberandi í annars fremur fábrotnu skemmtanahaldi á Hallson á þeim árum,…

Söngfélag Ísfirðinga (1876-1906)

Söngfélag Ísfirðinga eða Söngfélag Ísafjarðar var eitt eða fleiri söngfélag/kór sem starfaði í kringum aldamótin 1900 á Ísafirði, ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða nokkur söngfélög sem störfuðu hvert í kjölfar annarra en heimildir eru margar fremur misvísandi og vísa sumar hverjar þvert á aðrar. Það mun hafa verið Björn Kristjánsson sem…

Söngfélag I.O.G.T. á Akureyri (um 1905-40)

Innan góðtemplarareglunnar á Akureyri starfaði söngfélag um nokkurra áratuga skeið á fyrri hluta síðustu aldar undir forystu og stjórn Sigurgeirs Jónssonar söngkennara og organista, líklega var um að ræða nokkra kóra. Góðtemplarastúkan Brynja hafði verið stofnuð á Akureyri árið 1904 og gekk þá Sigurgeir til liðs við stúkuna en hann var þá nýfluttur til Akureyrar,…

Söngfélag Höfðhreppinga (1876-1947)

Söngfélag sem hér er kallað Söngfélag Höfðhreppinga en gæti allt eins hafa verið kallað Söngfélag Grýtubakkahrepps starfaði um nokkurra áratuga skeið undir lok nítjánda aldar og fram undir miðja þá tuttugustu, að öllum líkindum ekki samfellt en var þó nokkuð virkt að því er virðist. Söngfélagið var stofnað haustið 1876 í Höfðahverfi (þar sem Grenivík…

Söngfélag Íslendinga á Lundar (1914-17)

Söngfélag var starfrækt meðal Vestur-Íslendinga á Lundar í Manitoba í Kanada á árunum 1914 til 1917 og hugsanlega lengur. Jón Friðfinnsson tónskáld mun hafa kennt söng og stjórnað söngfélaginu en heimildir herma bæði að það hafi verið stofnað árið 1914 og að það hafi þá verið starfandi um nokkra hríð, engar upplýsingar er að finna…

Afmælisbörn 3. maí 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og átta ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Afmælisbörn 2. maí 2023

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru átta tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 1. maí 2023

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar á þessum degi verkalýðsins: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari á stórafmæli í dag – fertugsafmæli en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er fertugur á þessum degi en hann starfaði með…

Afmælisbörn 30. apríl 2023

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og níu ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2023

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á sjötíu og eins árs afmæli í dag en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet,…

Afmælisbörn 27. apríl 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Það er annars vegar hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má…

Sykurmolarnir (1986-92)

Hljómsveitin Sykurmolarnir á sér merkilega sögu og marka að mörgu leyti tímamót í íslenskri tónlist, sveitin varð t.a.m. fyrst íslenskra hljómsveita til að öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, hún markar upphaf ferils Bjarkar Guðmundsdóttur sem stórstjörnu í tónlist, hún varð fyrst íslenskra hljómsveita til að selja yfir milljón eintök af plötu, var og er e.t.v.…

Sykurmolarnir – Efni á plötum

Sykurmolarnir – Einn mol‘á mann [ep] Útgefandi: Smekkleysa / One little indian Útgáfunúmer: SM 3/86 Ár: 1986 1. Ammæli 2. Köttur Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Skytturnar – úr kvikmynd Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 31 Ár: 1987 1. MX 21 – Skyttan 2. Sykurmolarnir – Drekinn 3. Sykurmolarnir – Inn í borgina 4.…

Samkór Dalvíkur (1977-86)

Samkór Dalvíkur var hluti af öflugu söngstarfi sem var í gangi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en sönglíf á Dalvík og Svarfaðardalnum stóð þá í miklum blóma. Karlakór Dalvíkur hafði verið starfræktur um nokkurra áratuga skeið en var í tímabundinni pásu haustið 1977 en Kári Gestsson, þá nýorðinn skólastjóri tónlistarskólans á Dalvík og…

Samkór Árskógsstrandar (1977-95)

Samkór Árskógsstrandar lét ekki mikið yfir sér meðan hann starfaði og líklega starfaði hann ekki samfellt á því næstum tveggja áratuga tímabili sem starfstími hans náði yfir á árunum 1977 til 1995. Guðmundur Þorsteinsson var stjórnandi Samkórs Árskógsstrandar alla tíð en kórinn innihélt um þrjátíu manns um tíma, hann hélt tónleika í nokkur skipti og…

Söngerlurnar (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um lítinn kvennakór sem líklega hafði að geyma tíu konur komnar á efri ár, sem starfaði á árunum í kringum 1980 undir nafninu Söngerlurnar eða Söngerlur og söng þá undir stjórn Maríu Markan óperusöngkonu sem einnig var þá komin á efri ár. Kórinn hafði á að skipa tíu konum úr Laugarnessókn…

Söngfélag Árborgar (1922-30)

Söngfélag vestur-Íslendinga í Árborg í Manitoba í Kanada var afar öflugt á þriðja áratug síðustu aldar en þá bjó þar og starfaði söngfræðingurinn Brynjólfur Þorláksson sem þá hafði þegar skapað sér nafn hér heima áður en hann fluttist vestur um haf. Félagið bar nafnið Söngfélag Árborgar og innihélt í raun tvo kóra – annars vegar…

Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem gekk að öllum líkindum undir nafninu Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki en hann var starfræktur undir lok tuttugustu aldarinnar, að minnsta kosti árið 1998. Hér er leitað eftir upplýsingum um starfsemi söngfélagsins, kórstjórnanda, hversu lengi það starfaði o.s.frv.

Söngfélag Akurnesinga (um 1890)

Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum…

Söngfélag Biskupstungna (1972)

Söngfélag Biskupstungna var skammlífur blandaður kór sem stofnaður var í upphafi árs 1972 innan Ungmennafélags Biskupstungna gagngert til að syngja á tónleikum um vorið, að minnsta kosti varð ekki framhald á söngnum eftir þá tónleika. Það var Loftur Loftsson sem stjórnaði Söngfélagi Biskupstungna en tvennir tónleikar voru haldnir í félagsheimilinu Aratungu í maí 1972, kórinn…