Vesturbyggðarkórinn (um 1900)

Um eða eftir aldamótin 1900 mun hafa verið starfandi kór á Vopnafirði sem bar heitið Vesturbyggðarkórinn. Engar upplýsingar finnast um þennan kór en þeir sem lumuðu á upplýsingum um hann mættu gjarnan senda Glatkistunni línu.

Vestmannakórinn (1911-57)

Vestmannakórinn svokallaði starfaði í Vestmannaeyjum í áratugi á síðustu öld og var gerður góður rómur að þessum blandaða kór. Kórinn starfaði í fjölmörg ár áður en hann hlaut í raun nafn og hvað þá skipulagða starfsemi en hann var fyrst settur saman í tilefni af aldarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 1911, þá var efnt til hátíðahalda…

Við [1] (1972)

Árið 1972 kom fram hljómsveit í Tónabæ sem bar nafnið Við. Sveitin var þar að koma fram í fyrsta skipti og var sögð vera frá Keflavík en þar með er allt upptalið sem liggur fyrir um hana. Allar frekari upplýsingar óskast því um sveitina.

Þyngdaraflið krufið

Meistarar dauðans – Lög þyngdaraflsins Askur games AG 002, 2018     Tríóið Meistarar dauðans sendi árið 2015 frá sér tíu laga plötu samnefnda sveitinni og vakti hún töluverða athygli og aðdáun þó ekki væri nema fyrir það hversu ungir meðlimir þess voru en yngsti meðlimur sveitarinnar, trymbillinn Þórarinn Þeyr Rúnarsson var þá einungis tólf…

Afmælisbörn 6. mars 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2019

Tvö afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og fimm ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Afmælisbörn 4. mars 2019

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn skrásett hjá Glatkistunni. Það er gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur pillnikk, Stuðventlar,…

Afmælisbörn 3. mars 2019

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og sjö ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…

Afmælisbörn 2. mars 2019

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er þrjátíu og sjö ára gamall í dag. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur…

Afmælisbörn 1. mars 2019

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Vampiros (1997-2003)

Fremur litlar upplýsingar finnast um fönksveitina Vampiros sem lék instrumental tónlist en hún átti rætur sínar að rekja til Dalvíkur. Sveitin var stofnuð 1997 og gekk í fyrstu undir nafninu Vampiros lesbos, meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnþór Benediktsson bassaleikari, Andrés Benediktsson trommuleikari (bræður), Hörður Hermann Valsson gítarleikari og Stefán [?] hljómborðleikari. Benedikt Brynleifsson trommuleikari (200.000…

Valur Emilsson (1947-2011)

Söngvarinn og gítarleikarinn Valur Emilsson úr Keflavík kom við sögu í tveimur vinsælum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en var lítið viðloðandi tónlist að öðru leyti. Valur Emilsson (f. 1947) vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Óðmönnum (hinum fyrri) sem stofnuð var í Keflavík um áramótin 1965-66, þar var hann gítarleikari en sveitin…

Varðeldasöngvar skáta – Efni á plötum

Varðeldasöngvar skáta [ep] Útgefandi: Skátafélag Reykjavíkur / Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH45 1013 Ár: 1962 1. Varðeldasöngvar 1 2. Varðeldasöngvar 2 Flytjendur: Skátaflokkur – söngur Pálmar Ólason – undirleikur

Varðeldasöngvar skáta (1961)

Árið 1961 kom út lítil plata gefin út af Skátafélagi Reykjavíkur og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, en hún hafði að geyma varðeldasöngva sungna af skátaflokki undir stjórn og undirleik Pálmars Ólasonar. Engar frekari upplýsingar er að finna um flokkinn og þær eru mjög af skornum skammti á plötuumslagi. Efni á plötum

Varðeldakórinn – Efni á plötum

Varðeldakórinn – Skátasöngvar: Varðeldakórinn syngur 25 vinsæl skátasöngva Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 148 / 808 Ár: 1981 1. Göngusöngvar: Hæ, meiri söng og yndi / Þegar vorsólin leikur um vangana á mér: þýskt þjóðlag 2. Þegar sólin og vorið á veginum hlær 3. Dagsins besta melódí 4. Gleðisöngvar: Með sól í hjarta / Sjá, vetur…

Varðeldakórinn (1981)

Varðeldakórinn var ekki starfandi kór en ein plata leit þó dagsins ljós með honum. Það var Svavar Gests sem hafði veg og vanda af útgáfu plötu Varðeldakórsins en hann var skipaður tíu röddum úr Silfurkórnum sem naut mikilla vinsælda á árunum 1977 til 80, Svavar hafði sjálfur verið skáti á sínum yngri árum. Platan kom…

Varð (1998)

Hljómsveitin Varð var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og lenti þar reyndar í öðru sæti. Sveitin átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir Varð voru Hallvarður Ásgeirsson söngvari og gítarleikari, Jón Indriðason trommuleikari, Georg Bjarnason bassaleikari og Brynjar M. Ottósson gítarleikari.

Vanir menn að austan (1990)

Allar upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Vanir menn að austan, sem starfaði árið 1990, væru vel þegnar. Þessi sveit lék á tónleikum á Norðfirði sem haldnir voru undir merkjum Rokkskóga-átaksins sem þá var í gangi, en hugsanlegt er að hún hafi verið sett saman fyrir þá tónleika einvörðungu.

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…

Vei (1999)

Hljómsveitin Vei var starfandi árið 1999 og tók það árið þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Sveitin komst í úrslit keppninnar og endaði í þriðja sæti, og komu því út tvö lög með henni á safnplötunni Rokkstokk 1999. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar, starfstíma né annað og er því hér með…

Vá! (1983)

Hljómsveitin Vá! var skammlíf sveit, stofnuð upp úr Fræbbblunum þegar sú sveit hætti störfum vorið 1983. Vá! starfaði í nokkra mánuði um vorið og sumarið en lagði síðan upp laupana eftir einhverjar mannabreytingar. Megnið af meðlimum Fræbbblanna munu hafa verið í sveitinni framan en í síðustu útgáfu hennar voru Stefán Guðjónsson trommuleikari, Steinþór Stefánsson bassaleikari,…

Vaxmyndasafnið (1965)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Akureyri árið 1965 undir nafninu Vaxmyndasafnið. Tveir bræður voru meðal meðlima en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Vaxandi (1986-87)

Hljómsveitin Vaxandi starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1986-87, hún var skipuð ungum meðlimum um og innan við tvítugt og var stofnuð upp úr hljómsveitinni Presleyvinafélaginu. Tveir meðlimir Vaxandi urðu þjóðþekktir söngvarar. Meðlimir sveitarinnar munu hafa komið víða að, úr Árbænum, Breiðholtinu og Kópavogi en alls voru þeir sex í bandinu. Bjarni Arason söngvari sveitarinnar er líkast til…

Varúð (1970)

Hljómsveitin Varúð starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og lék nokkuð á dansleikjum, mest líklega þó hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var sextett og meðlimir hennar voru Erlingur H. Garðarsson bassaleikari, Hreiðar Sigurjónsson saxófón- og klarinettuleikari, Pétur S. Hallgrímsson trommuleikari, Ásgeir Valdimarsson gítarleikari, Smári Haraldsson orgelleikari og Sigrún Sigmarsdóttir söngkona. Drífa Kristjánsdóttir tók sæti Sigrúnar…

Varnaglarnir (1987)

Varnaglarnir var hljómsveit sett saman snemma árs 1987 í tilefni af átaki Landlæknisembættisins gegn eyðnismiti, sveitin mun þó ekki hafa komið fram opinberlega heldur einungis tekið upp eitt lag sem hlaut nafnið Vopn og verjur. Í laginu var hvatt til smokkanotkunar til að sporna gegn eyðnismiti og samhliða því voru gefin út veggspjöld þar sem…

Veiran (1969)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um sumarið og haustið 1969 undir nafninu Veiran. Sveitin er í tvígang auglýst í fjölmiðlum, annars vegar á dansleik í Kópavogsbíói, hins vegar í Tónabæ, en engar heimildir finnast um meðlimi Veirunnar.

Afmælisbörn 28. febrúar 2019

Afmælisbörnin eru þrjú á þessum síðasta degi febrúarmánaðar: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og tveggja ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á…

Afmælisbörn 27. febrúar 2019

Glatkistan hefur í dag að geyma tvö Vestmanneyjatengd afmælisbörn: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og eins árs gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur hann…

Afmælisbörn 26. febrúar 2019

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Afmælisbörn 25. febrúar 2019

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorsteinn Eggertsson textaskáld, teiknari og tónlistarmaður er sjötíu og sjö ára gamall en þekktastur er hann fyrir textagerð sína, einkum frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann samdi ógrynni dægurlagatexta sem flestir þekkja enn í dag en þar má nefna Slappaðu af, Ég elska alla og Er…

Afmælisbörn 24. febrúar 2019

Fjögur afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er sjötíu og átta ára en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal, Leyndarmál og Hamingjan eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum sveitum sem gerðu…

Afmælisbörn 23. febrúar 2019

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sextíu og níu ára gamall í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin liggja…

Afmælisbörn 22. febrúar 2019

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fjörutíu og níu ára en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar sem hann…

Afmælisbörn 21. febrúar 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (Addi rokk) hefði orðið áttatíu og sex ára gamall í dag en hann lést fyrir fáeinum dögum. Þessi skrautlegi tónlistarmaður og áhugaleikari kom víða við á ferli sínum, hann var Elvis eftirherma og starfrækti Tónatríóið og Tónabræður í mörg ár auk þess…

Valdimar J. Auðunsson – Efni á plötum

Ástartöfrar: lög Valdimars J. Auðunssonar harmóníkuleikara í flutningi ýmissa listamanna – ýmsir Útgefandi: Afkomendur Valdimars J. Auðunssonar Útgáfunúmer: VJA 001 Ár: 1996 1. Bryndís S. Valdimarsdóttir – Ástartöfrar 2. Björgvin Ploder – Ráðskonuræll 3. Berglind Björk Jónasdóttir – Haust 4. Grettir Björnsson og Grétar Geirsson – Sunnudagskvöld 5. Gísli Magnússon – Vegna minninganna 6. Söngsystur…

Valdimar J. Auðunsson (1914-90)

Valdimar Auðunsson var kunnur harmonikkuleikari og lagahöfundur hér á árum áður, og reyndar hefur eitt laga hans orðið sígilt í meðförum Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri. Valdimar Jónsson Auðunsson (f. 1914) var frá Dalseli í Vestur-Eyjafjallahreppi og var einn fjölmargra systkina sem flest voru músíkölsk. Hann komst fyrst í kynni við harmonikku á æskuheimili sínu í…

Vallasex (1986)

Hljómsveit sem bar nafnið Vallasex var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Valgarður Guðjónsson (1959-)

Valgarður Guðjónsson söngvari Fræbbblanna var eitt helsta andlit íslensku pönksenunnar um og eftir 1980 en sveitin er enn starfandi. Valgarður Þórir Guðjónsson (f. 1959) bjó í Kópavoginum og í Menntaskólanum í Kópavogi urðu Fræbbblarnir til þegar hann og nokkrir félagar hans lentu upp á kant við rektor og ákváðu að vera með skemmtiatriði á Myrkramessu…

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson – Efni á plötum

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson – Morgunleikfimi Valdimars og Magnúsar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Morgunleikfimi 3×10 mínútur 2. Morgunleikfimi 30 mínútur Flytjendur: Valdimar Örnólfsson – stjórnar morgunleikfimi Magnús Pétursson – píanó

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson (1957-82)

Einn allra vinsælasti útvarpsþáttur allra tíma í Ríkisútvarpinu var Morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar og Magnúsar Pétursson en hann þótt mörgum ómissandi þáttur í daglegri rútínu fólks. Þættirnir voru ekki fyrsta tilraunin í þá áttina hjá Ríkisútvarpinu en bæði Valdimar Sveinbjörnsson og Benedikt Jakobsson höfðu verið með sambærilega þætti í fáeina mánuði hvor, Valdimar árið 1934 og…

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden – Efni á plötum

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden – Kettlingar Útgefandi: PS músík Útgáfunúmer: PS91042 / PS 91041 Ár: 1991 1. Kettir 2. Miðja heimsins 3. Kikkstart 4. Ég vil ekki neitt 5. Allt er kalt 6. Draumar 7. Blessaður 8. Það sem er 9. Í litlum bæ 10. Hrønn Flytjendur: Valdimar Örn Flygenring – gítar, munnharpa,…

Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden (1991)

Hljómsveitin Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden starfaði í um eitt ár árið 1991 og sendi frá sér eina plötu. Hendes verden var hugarfóstur Valdimars Arnar Flygenring leikara og hálfgert sólóverkefni en hún var stofnuð í upphafi ársins 1991 og var þá tríó, Halldór Lárusson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari skipuðu þá sveitina með Valdimari…

Valskórinn [2] – Efni á plötum

Valur – Léttir í lund [ep] Útgefandi: Valur Útgáfunúmer: Valur 001 Ár: 1981 1. Litla flugan 2. Valsmenn léttir í lund 3. Fótatröllin 4. Valsmannastuðið Flytjendur: Björgvin Halldórsson – söngur Stebbi Stuðari [Halldór Einarsson?] – söngur Valskórinn og Stuðararnir – söngur Kristinn Svavarsson – tenór saxófónn Gunnlaugur Briem – trommur Eyþór Gunnarsson – hljómborð Jennifer…

Valskórinn [2] (um 1980-87)

Upplýsingar um Valskór sem starfaði á níunda áratug 20. aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að hann var til árið 1980 og ári síðar kom hann við sögu á plötunni Léttir í lund, sem knattspyrnufélagið Valur gaf út í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þar kyrjaði kórinn lagið Valsmenn léttir í lund, sem…

Valskórinn [1] (um 1940-55)

Fáar heimildir er að finna um Valskór þann sem mun hafa starfað á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar innan knattspyrnufélagsins Vals. Kórinn söng í útvarpi árið 1941 og tveimur árum síðar var hann enn starfandi. Valskórinn er einnig auglýstur sem skemmtiatriði á árshátíð Vals árið 1955 en engar upplýsingar er að finna um stjórnanda…

Valsbandið (1991-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Valsbandið starfaði á tíunda áratugnum og skemmti á ýmsum skemmtunum tengdum knattspyrnufélaginu Val. Sveitin kom í fyrsta skipti fram opinberlega 1991 og er hér gert ráð fyrir að hún hafi verið stofnuð sama ár. Meðlimir hennar voru framan af Einar Óskarsson trommuleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari, Óttar Felix Hauksson gítarleikari, Dýri…

Valli og víkingarnir (1982)

Snemma vors 1982 birtist í plötubúðum tveggja laga sjö tomma með hljómsveitinni Valla og víkingunum sem enginn þekkti deili á. Annað lagið, Úti alla nóttina (sem var upphaflega sænskur slagari) varð strax þokkalega vinsælt (og heyrist reyndar stöku sinnum ennþá spilað á útvarpsstöðvunum) en hitt lagið, Til í allt vakti minna athygli. Platan fékk ágæta…

Valskórinn [3] (1993-)

Blandaður kór hefur verið starfandi innan knattspyrnufélagsins Vals frá árinu 1993 og er líkast til eini starfandi kór innan íþróttafélags hérlendis. Valskórinn var stofnaður haustið 1993 og voru félagar hans í upphafi um þrjátíu manns, en sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðast. Margir meðlima kórsins hafa verið lengi í honum en einnig hefur orðið…