Afmælisbörn 10. janúar 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér…

Afmælisbörn 9. janúar 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem er þekktastur fyrir Vesturfarasögurnar Hýbýli vindanna og Lífsins tré, er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Böðvar var virkur á vinstri arminum hér áður fyrr og kom þá oft fram sem trúbador þar sem hann flutti eigin lög og ljóð. Hann gaf…

Afmælisbörn 8. janúar 2023

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og fjögurra ára í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2023

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Myrkvi með Draumabyrjun – nýtt lag

Hljómsveitin Myrkvi hefur nú á nýju ári, nánar tiltekið á þrettándanum sent frá sér smáskífu sem ber nafn við hæfi svona í upphafi árs – Draumabyrjun en lagið er nú aðgengilegt á Spotify auk þess sem hægt er að líta myndband við það á Youtube. Myrkvi var áður einstaklingsverkefni Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú…

Afmælisbörn 6. janúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir trompetleikari, leik- og söngkona er fimmtug í dag en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið á…

Afmælisbörn 5. janúar 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og átta ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Stæner (1998-99)

Hljómsveitin Stæner (einnig ritað Steiner) úr Hafnarfirði sigraði Músíktilraunir vorið 1998 en ólíkt flestum sigurvegurum keppninnar á þeim árum rættist lítið úr sveitinni og hún dó drottni sínu um ári síðar. Stæner var stofnuð í Hafnarfirði fáeinum vikum áðu en hún keppti í Músíktilraunum en þar komst sveitin í úrslit á atkvæðum dómnefndar. Í úrslitum…

Stútungar (1991-92)

Hljómsveitin Stútungar spilaði um nokkurra mánaða skeið á ballmarkaðnum veturinn 1991 til 92 en sveitin sem var sextett var skipuð þungavigtarmönnum úr poppinu, úr hljómsveitunum Rikshaw og Sniglabandinu. Meðlimir Stútunga voru þeir Richard Scobie söngvari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari og Sigurður Kristinsson gítarleikari, flestir sungu þeir líklega…

Stælar [1] (1969-70)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt á Húsavík undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega veturinn 1969-70 og hugsanlega lengur. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en söngvari hennar var Hólmgeir Hákonarson sem var þá rétt innan við tvítugt, gera má ráð fyrir að aðrir meðlimir Stæla hafi verið á svipuðum aldri.…

Styttri (1987-88)

Djasskvartettinn Styttri var settur saman haustið 1987 af ungum djasstónlistarmönnum og einum reynslubolta, og spilaði á nokkrum uppákomum næsta árið einkum tengdum djassklúbbnum Heita pottinum í Duus húsi en kvartettinn fór einnig norður og spilaði á Húsavík. Nafn sveitarinnar, Styttri, var skírskotun í bandaríska saxófónleikarann Wayne Shorter. Það voru ungliðarnir Hilmar Jensson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Stynni og stígvélin (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stynni og stígvélin var meðal keppnissveita í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem félag nemenda við Menntaskólann á Akureyri hefur staðið fyrir í áratugi og er fastur liður í félagsstarfi skólans. Stynni og stígvélin kepptu tvívegis í Viðarstauk, fyrst árið 1992 og svo aftur ári síðan en sveitin hafnaði þá í þriðja sæti keppninnar.…

Stælar [4] (1993-96)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Stælar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til 96 að minnsta kosti. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar en hún lék árlega á fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta í Árbænum og eitthvað á almennum dansleikjum. Síðuhaldara grunar að hér sé jafnvel um…

Stælar [3] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt að Laugum í Reykjadal af ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að feta frægðarbrautina í tónlistinni, þar voru á ferð bræðurnir Vilhelm Anton (Villi naglbítur) og Kári Jónssynir og Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) sem síðar gerðu garðinn frægan í hljómsveitum eins og 200.000 naglbítum og Skálmöld, en ein heimild…

Stælar [2] (1986-87)

Árin 1986 og 87 starfaði á höfuðborgarsvæðinu um skeið hljómsveit undir nafninu Stælar en hún lék einkum á dansleikjum í Glæsibæ og þess konar skemmtistöðum, ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hún lék t.a.m. úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi…

Stæltir strumpar (1993)

Stæltir strumpar var hljómsveit sem starfaði innan Grunnskólans á Hvolsvelli árið 1993 en sveitin lék á skemmtun í skólanum þá um vorið. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í slíkri umfjöllun.

Afmælisbörn 4. janúar 2023

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og átta ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2023

Afmælisbörnin eru fimm á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og átta ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Afmælisbörn 2. janúar 2023

Glatkistan hefur tvö afmælisbörn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sjötugur og á því stórafmæli í dag. Pjetur sem starfrækti verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á meðal…

Afmælisbörn 1. janúar 2023

Glatkistan hefur þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum fyrsta degi ársins 2023: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sex ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf…

Afmælisbörn 31. desember 2022

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggur þó fjöldi útgáfa í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur líklega…

Afmælisbörn 30. desember 2022

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2022

Það er við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2022 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Aðalsteinn Ísfjörð (1947-2022) – harmonikkuleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir (1958-2022) – píanóleikari Ásgeir Jónsson (1962-2022) – söngvari (Baraflokkurinn o.fl.)…

Afmælisbörn 29. desember 2022

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og átta ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Stykk – Efni á plötum

Stykk – Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi Útgefandi: Hljómsveitin Stykk Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Láttu Hólminn heilla þig 2. Danskir dagar 3. Líkur 4. Arinbjörn 5. Happy with your life 6. Takturinn 7. K.M. 8. Kodak 9. Stígur í steig 10. Áfram Snæfell Flytjendur: Elfar Gunnlaugsson – söngur og gítar Elvar Þór Steinarsson –…

Stúlknakór Varmárskóla [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur kór við Varmárskóla í Mosfellssveit undir nafninu Stúlknakór Varmárskóla. Þessi kór varð ekki langlífur, starfaði e.t.v. bara um haustið 1970 undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og ekki liggja fyrir neinar frekari heimildir um hann. Óskað er eftir nánari upplýsingum um Stúlknakór Varmárskóla.

Stúlknakór Seyðisfjarðarkirkju (1983)

Haustið 1983 var starfræktur kór á Seyðisfirði sem gekk undir nafninu Stúlknakór Seyðifjarðarkirkju og söng hann að minnsta kosti einu sinni í messu fyrir jólin undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur organista kirkjunnar. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann var starfandi innan kirkjunnar eða jafnvel tónlistarskólans á staðnum og því hugsanlega angi…

Stúlknakór Melaskóla – Efni á plötum

Barnakór og Hljómsveit Magnúsar Péturssonar – Boðið upp í dans: 1 Barnadansar Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 73 Ár: 1960 1. Litlu andarungarnir 2. Í skóginum 3. Dýravísur 4. Sisken 5. Klappi klapp 6. La troika 7. Mallebrook 8. Heilsast og kveðjast 9. Reinlanderpolki 10. Hoppla 11. Dátadans Flytjendur: Stúlknakór úr Melaskóla – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar Tríó…

Stúlknakór Melaskóla (1960-75)

Söng- og kórastarf hefur yfirleitt verið í miklum blóma í Melaskóla og lengi vel var nafn Magnúsar Péturssonar söngkennara og tónlistarmanns samofið söngstarfi þar. Elstu heimildir um stúlknakór innan Melaskóla eru frá árinu 1960 en á því ári kom út tíu laga smáskífa á vegum Tage Ammendrup hjá Íslenzkum tónum sem notuð var við danskennslu…

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (1998-2002)

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (Hábæjarkirkju í Þykkvabæ) starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót undir stjórn organista kirkjunnar Nínu Maríu Morávek og söng þá í messum og á tónleikum um Rangárvallasýslu og jafnvel víðar. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1998 og gekk fyrst undir nafninu Barnakór Þykkvabæjarkirkju en fljótlega var hitt nafnið tekið upp. Kórinn…

Stúlknakór Vogaskóla (1965-68)

Einhver vísir að stúlknakór var við Vogaskóla um miðbik og á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og virðist sem slíkur kór hafi miklu fremur átt upp á pallborðið hjá nemendum skólans fremur en almennur skólakór sem þó gæti á einhverjum tímapunktum einnig hafa verið starfræktur þar. Stúlknakór Vogaskóla starfaði á árunum 1965 til 68…

Stúlknakór Víðistaðaskóla (1973-74)

Kór var starfræktur við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði veturinn 1973-74 undir nafninu Stúlknakór Víðistaðaskóla og kom hann fram eitthvað opinberlega sumarið 1974 í tengslum við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var upp á um land allt. Það var Elínborg Loftsdóttir sem var stjórnandi kórsins en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Stúlknakór Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs (1969-72)

Innan Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs í A-Húnavatnssýslu starfaði stúlknakór á árunum 1969 til 1972 að minnsta kosti en félagið hafði verið stofnað haustið 1968. Kórinn söng mestmegnis í guðsþjónustum og kirkjutengdum samkomum á Þingeyrum en kom einnig t.a.m. fram á Húnavöku. Stjórnandi Stúlknakórs Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs var Jónas Tryggvason.

Samúel Einarsson – Efni á plötum

Sammi rakari – Gömul stef Útgefandi: Samúel Jón Einarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2021 1. Gömul stef 2. Heima 3. Ísafjörður (ég man þig fjörðinn fríða) 4. Fótboltamaðurinn Flytjendur: Samúel Einarsson – söngur og hljómborð Þorgrímur Jónsson – kontrabassi Scott McLemore – trommur Vignir Snær Vigfússon – gítar Samúel Jón Samúelsson – básúna Helgi Björnsson…

Samúel Einarsson (1948-2022)

Samúel Einarsson eða Sammi rakari eins og hann var iðulega nefndur var kunnur tónlistarmaður vestur á Ísafirði, hann starfaði þar með fjölmörgum hljómsveitum og var BG flokkurinn þeirra þekktust en sú sveit naut nokkurra vinsælda á landsvísu. Samúel gaf út plötu með eigin tónsmíðum þegar hann var kominn á áttræðisaldur. Samúel Jón Einarsson var fæddur…

Stúlknakór Æ.F.R. (1939)

Stúlknakór var starfræktur innan Æskulýðsfylkingar Reykjavíkur (Æ.F.R.) sumarið 1939 og söng hann eitthvað á samkomum fylkingarinnar. Ekki er neinar frekari upplýsingar að finna um Stúlknakór ÆFR, um stærð kórsins, starfstíma, stjórnanda eða annað, og er því hér með auglýst eftir þeim upplýsingum.

Afmælisbörn 28. desember 2022

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og níu ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Afmælisbörn 26. desember 2022

Á þessum öðrum degi jóla er að finna tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins…

Afmælisbörn 24. desember 2022

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum á stórafmæli en hann er sextugur í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast költ-sess meðal poppfræðinga og plötusafnara. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið…

Afmælisbörn 23. desember 2022

Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Stúlknakór Hlíðaskóla (1975-79)

Upplýsingar um Stúlknakór Hlíðaskóla eru af skornum skammti enda voru kórar starfandi við skólann um árabil undir ýmsum nöfnum s.s. Barnakór Hlíðaskóla (sem m.a. gaf út smáskífu á sjötta áratugnum) og Skólakór Hlíðaskóla en Guðrún Þorsteinsdóttir var lengst af stjórnandi kóranna. Árið 1971 starfaði þar kór undir nafninu Kór unglingadeildar Hlíðaskóla undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur…

Stúlknakór Hlíðaskóla – Efni á plötum

Stúlknakór Hlíðaskóla – Bjart er yfir Betlehem Útgefandi: Ísalög Útgáfunúmer: ÍSA 001 Ár: 1978 1, Bjart er yfir Betlehem (Jólastjarnan) 2. Jólaljóð hirðingjanna 3. Jólabarnið 4. Hátíð fer að höndum ein 5. Frá ljósanna hásal 6. Slá þú hjartans hörpustrengi 7. Það aldin út er sprungið 8. Komið þið hirðar 9. Nóttin var sú ágæt…

Stúlknakór Hrafnagilsskóla (1972 / 1984-85)

Stúlknakór Hrafnagilsskóla mun hafa verið starfræktur á einhverjum tímaskeiðum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, upplýsingar um þann kór (eða kóra) er þó því miður af skornum skammti. Slíkur kór var starfandi við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði veturinn 1972-73 en skólinn var þá tiltölulega nýtekinn til starfa, og söng hann við vígslu skólahússins síðla hausts…

Stúlknakór K.F.U.K. í Vestmannaeyjum (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði innan K.F.U.K. (Kristilegs félags ungra kvenna) í Vestmannaeyjum snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að kórinn starfaði árið 1951 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.

Stúlknakór Jóns G. Þórarinssonar (1961-66)

Jón G. Þórarinsson kórstjórnandi, organisti og söngkennari kenndi við Miðbæjarskólann í Reykjavík um margra ára skeið og stjórnaði þá skólakór í nafni skólans. Hann stjórnaði einnig stúlknakór í skólanum á sjöunda áratugnum en sá kór sem virðist hafa verið eins konar úrvals kór stúlkna á unglingsaldri söng víðs vegar á skemmtunum og í útvarpinu, fyrir…

Stúlknakór KSS (1965)

Vorið 1965 var starfræktur kór sem bar nafnið Stúlknakór KSS en sá kór var líklega hluti af Æskulýðskór KSS, KSS stóð fyrir Kristileg skólasamtök. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan stúlknakór.