Afmælisbörn 13. ágúst 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtug og á því stórafmæli á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2019

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2019

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og sjö ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2019

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og sex ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…

Afmælisbörn 9. ágúst 2019

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Margrét Sighvatsdóttir – Efni á plötum

Lögin hennar mömmu: Margrét Sighvatsdóttir – ýmsir Útgefandi: Vísir Útgáfunúmer: Vísir 001 Ár: 2010 1. Sunnan með sjó 2. Söngur sjómannskonunnar 3. Vorgleði 4. Tunglskinsnótt 5. Ljós jarðar 6. Næturljóð 7. Lóan kemur (úr söngleiknum Lóan kemur) 8. Nú fjöllin sjást há (úrsöngleiknum Lóan kemur) 9. Pabbi minn 10. Hér sérðu lóurnar (úr söngleiknum Lóan…

Margrét Sighvatsdóttir (1930-2012)

Margrét Sighvatsdóttir var margt í senn, laga- og textahöfundur, kórstjórnandi og hljóðfæraleikari en kannski fyrst og fremst söngkona, hún var öflug í tónlistarlífi Grindvíkinga og þegar hún varð áttræð kom út plata með þrettán lögum eftir hana. Margrét fæddist á Rangárvöllum 1930 en flutti í Flóann níu ára gömul og þar í sveit mun hún…

Marta (1987)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1987 og hét Marta, þ.m.t. hvar hún starfaði, hverjir skipuðu hana og hversu lengi hún starfaði.

Marsipan (1994)

Hljómsveitin Marsipan var skammlíf sveit stofnuð upp úr Öpp jors og Wool vorið 1994. Meðlimir sveitarinnar voru Höskuldur Ólafsson söngvari, Barði Jóhannsson [gítarleikari?], Þórhallur Bergmann píanóleikari, Björn Agnarsson bassaleikari og Orri Páll Dýrason trommuleikari. Síðar virðist Esther Talía Casey söngkona hafa bæst í hópinn

Marta Kalman – Efni á plötum

Marta Kalman [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1036/ Columbia DI 1095 Útgáfuár: 1930 / 1954 1. Barnasögur eftir Jónas Hallgrímsson 2. Barnasögur eftir Jónas Hallgrímsson Flytjendur: Marta Kalman – upplestur

Marta Kalman (1889-1940)

Leikkonan Marta Kalman (Martha María Indriðadóttir) var dóttir Indriða Einarssonar leikritaskálds og var meðal fremstu leikkvenna hér á landi á fyrri hluta 20. aldar. Marta var fædd árið 1889, hún ólst upp í Reykjavík og hófst leikferill hennar strax við unglingsaldur, hún varð fljótlega meðal virtustu leikkvenna hér á landi og þótti sérlega góð í…

Marta Bjarnadóttir (1944-)

Marta Bjarnadóttir söng með nokkrum hljómsveitum um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, hún lagði þó tónlistina ekki fyrir sig en haslaði sér völl á allt öðrum vettvangi. Marta (Sigríður) Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 1944 og þegar hún var ríflega tvítug hóf hún að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á skemmtistaðnum Röðli þegar hún…

Magnús Ólafsson (1946-)

Skemmtikraftinn Magnús Ólafsson (Maggi Ólafs) þekkja flestir, ef ekki í hlutverki bæjarstjórans í Latabæ, Bjössa bollu eða Þorláks þreytta, þá af lögum eins og Prins póló sem hann gerði feikivinsælt á níunda áratugnum. Magnús fæddist á Siglufirði 1946 en flutti ungur með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla sína æsku áður en…

Marz (1980-82)

Hljómsveitin Marz starfaði í kringum 1980 og var lengi vel húshljómsveit í Snekkjunni í Hafnarfirði. Skipan sveitarinnar er nokkuð á huldu en Torfi Ólafsson bassaleikari var einn meðlima hennar, einnig eru nefndir Birgir [?], Heimir [?] og Hafsteinn [?] en föðurnöfn þeirra vantar sem og hljóðfæraskipan. Upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Martröð [2] (um 1970?)

Óskað er upplýsinga um hljómsveit sem bar nafnið Martröð og hafði að geyma trommuleikarann Pjetur Hallgrímsson, líkur eru á að þessi sveit hafi verið starfandi á Norðfirði og giskað er á að hún hafi verið starfandi í kringum 1970. Upplýsingar um starfstíma, meðlimi og hljóðfæraskipan má senda Glatkistunni.

Martröð [1] (1969-70)

Hljómsveitin Martröð úr Reykjavík starfaði fyrir og um 1970 (nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir) og keppti sumarið 1969 í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli án þess að afreka þar nokkuð. Þar hafði sveitin ætlað að skrá sig til leiks undir nafninu Guðspjöll en var hafnað og því notuðu þeir Martraðar-nafnið. Meðlimir sveitarinnar…

Magnús Ólafsson – Efni á plötum

Hurðaskellir og Stúfur – Hurðaskellir og Stúfur staðnir að verki  Útgefandi: Steinar  Útgáfunúmer: STLP 064 Ár: 1982 1. Bæjarferð með Hurðaskelli og Stúfi: Í bæinn koma um sérhver jól / Bílarnir aka yfir brúna / Babbi segir / Snati og Óli / Mig langar að hætta að vera jólasveinn 2. Básúnan mín 3. Á góðri jólastund með Bryndísi…

Marz bræður – Efni á plötum

Marz bræður [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 38 Ár: 1954 1. Hanna litla 2. Segl ber hann til þín Flytjendur: Marz bræður: – Magnús Ingimarsson – söngur – Vilhjálmur B. Vilhjálmsson – söngur – Sigurður Sívertsen – söngur  – Ásgeir Sigurðsson – söngur Tríó Eyþórs Þorlákssonar; – Eyþór Þorláksson – gítar – Jón…

Marz bræður (1954-56)

Söngkvartettinn Marz bræður naut vinsælda um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, þeir komu fram á tónlistartengdum skemmtunum og komu við sögu á nokkrum plötum. Það var tónlistarmaðurinn Magnús Ingimarsson sem stofnaði Marz bræður ásamt Ásgeiri Sigurðssyni en þeir fengu til liðs við sig vini sína, Vilhjálm B. Vilhjálmsson og Sigurð Sívertsen og hófu æfingar. Fljótlega…

Afmælisbörn 8. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og fjögurra ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2019

Í dag koma sex afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötug í dag og á því stórafmæli en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir…

Afmælisbörn 6. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason á stórafmæli á þessum degi en hann er sjötugur í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd.…

Afmælisbörn 5. ágúst 2019

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er sjötíu og sjö ára gamall. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars Ragnarssonar…

Afmælisbörn 3. ágúst 2019

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sextíu og sex ára. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90, hefur hann mestmegnis…

Afmælisbörn 2. ágúst 2019

Í dag kemur eitt tónistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Margrét Hjálmarsdóttir – Efni á plötum

Margrét Hjálmarsdóttir – Þetta er gamall þjóðarsiður: Margrét Hjálmarsdóttir kveður 33 rímnastemmur Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-136 / SG-815 Ár: 1980 / 1981 1. Faxaríma 2. Brama-lífselexír 3. Vorkoma 4. Veiðiför (upphaf) 5. Hjálmar og Ingibjörg (Hjálmarskviða) 6. Ferskeytlan 7. Fyrsti maí 8. Göngu-Hrólfs rímur 9. Heiðin heillar / Lausavísur 10. Í dögun 11. Vetur og…

Margrét Hjálmarsdóttir (1918-2005)

Kvæðakonan Margrét Hjálmarsdóttir var öflug við varðveislu rímna og annars kveðskapar, m.a. með Kvæðamannafélaginu Iðunni og Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, heyra má kveðskap hennar á plötum. Margrét var fædd á Blönduósi 1918 en flutti ung til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hún var alin upp við kveðskap en Hjálmar Jónsson frá Bólu (Bólu-Hjálmar) var langafi hennar, og þegar…

Marmelaði (1993-94)

Hljómsveitin Marmelaði (Marmilaði) frá Akureyri starfaði árin 1993 og 94 og lék á dansleikjum víðs vegar um landið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Örvarsson söngvari [?], Jakob Jónsson gítarleikari [?], Jón Rafnsson bassaleikari [?] og Valur Halldórsson trommuleikari [?].

Markús Kristjánsson (1902-31)

Markús Kristjánsson var ungur og efnilegur píanóleikari og tónskáld sem dó langt fyrir aldur fram úr berklum, og væri nafn hans án nokkurs vafa mun stærra í íslenskri tónlistarsögu hefði hann náð að eflast og þróast í sköpun sinni. Markús Finnbogi Kristjánsson fæddist í Reykjavík árið 1902, hann nam píanóleik í fyrstu hjá Reyni Gíslasyni…

María Helena Haraldsdóttir (1960-)

Söngkonan María Helena Haraldsdóttir var nokkuð áberandi í íslenskri tónlist um tíma í kringum 1980 en lítið hefur farið fyrir henni hin síðari ár, en hana þekkja flestir sem eiginkonu Bjartmars Guðlaugssonar. María Helena er fædd 1960 og var aðeins fjórtán ára gömul komin í Kór Langholtskirkju, hún var þar ennþá nítján ára gamall nemandi…

María Brynjólfsdóttir (1919-2005)

Nafn Maríu Brynjólfsdóttur tónskálds hefur ekki farið ýkja hátt en hún hefur stundum verið nefnd sem ein huldukvenna í íslenskri tónlist. María (Sigríður) Brynjólfsdóttir fæddist 1919, hún missti foreldra sína ung og ólst upp hjá fósturforeldrum á Akureyri þar sem hún komst fyrst í kynni við tónlist. Veikindi hrjáðu hana lengi á yngri árum en…

Malbik (um 2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Malbik en hún starfaði á Selfossi að öllum líkindum í kringum aldamótin og innihélt meðlimi á grunnskólaaldri. Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) var líklega söngvari og gítarleikari sveitarinnar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Vísland ’85 [tónlistarviðburður]- Efni á plötum

Minner fra Visland ´85 – ýmsir [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1985 1. Dansk visekvartett – Á Sprengisandi 2. Ann Mari Anderson – En gammal sjömannsvisa 3. Øyvind Sund – Salme til elva 4. Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir – Afmælisdiktur 5. Mecki Knif – Vapensbroder 6. Nils Gustavi – en snapsvisa…

Magnús Már og Ásta Björk – Efni á plötum

Magnús Már og Ásta Björk – Magnús Már og Ásta Björk Útgefandi: Tónstúdíó H. Vagnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1990 1. Regnbogabrúin 2. Stefnumótið 3. Líf án lita 4. Þar sem allt má 5. Stóri Stubbur og Mína 6. Hann gleymdi að horfa Flytjendur: Magnús Már Einarsson – söngur Ásta Björk Jökulsdóttir – söngur Hrólfur…

Magnús Már og Ásta Björk (1990)

Tvö bolvísk börn, Magnús Már Einarsson og Ásta Björk Jökulsdóttir, sendu frá sér sex laga plötu árið 1990 að undirlagi systkinanna Soffíu og Hrólfs Vagnssonar. Söngvarar plötunnar, Magnús Már og Ásta Björk eru bæði fædd 1981 og voru því aðeins níu ára gömul þegar þau tóku sér á hendur ferðalag til Hannover í Þýskalandi árið…

Magnús Magnússon [2] – Efni á plötum

Lee Monague, Maureen Potter, Magnus Magnusson, Ray Smith – Folk tales & legends from Great Britain Útgefandi: Chesterfield music shops inc. Útgáfunúmer: CMS 633 Ár: 1972 1. The faire flag of Dunvegan 2. The Gaints wife 3. Cap of rushes 4. Where auther sleeps Flytjendur: Lee Montague – upplestur Maureen Potter – upplestur Magnús Magnússon…

Magnús Magnússon [2] (1929-2007)

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon (Magnus Magnusson) var auðvitað ekki tónlistarmaður en rödd hans er engu að síður að heyra á útgefnum plötum. Magnús (Magnús Sigursteinsson) fæddist 1929 á Íslandi en fluttist kornungur til Edinborgar í Skotlandi með fjölskyldu sinni og bjó alla ævi á Bretlandseyjum þótt hann teldi sig alla tíð Íslending og hélt fast í…

Magnús Randrup (1926-2006)

Magnús Randrup var þekktur harmonikkuleikari hér fyrr á árum sem starfrækti lengi sveitir undir eigin nafni en lék einnig með fjölda annarra sveita. Hann var sjálfmenntaður í list sinni. Magnúr Kristinn Randrup fæddist í Hafnarfirði 1926 og þar bjó hann um helming ævi sinnar, faðir hans var danskur málari og af honum lærði Magnús málaraiðnina…

Magnús Pétursson – Efni á plötum

Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson – Morgunleikfimi Valdimars og Magnúsar [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1982 1. Morgunleikfimi 3×10 mínútur 2. Morgunleikfimi 30 mínútur Flytjendur: Valdimar Örnólfsson – morgunleikfimi Magnús Pétursson – píanó   Kór Melaskóla – Við erum börn… Útgefandi: Melaskóli Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Jólabarnið 2. Við erum…

Magnús Pétursson (1930-83)

Tónlistarmaðurinn Magnús Pétursson var flestum kunnur fyrir nokkrum áratugum fyrir að vera píanóleikari og aðstoðarmaður Valdimars Örnólfssonar við Morgunleikfimi útvarpsins en þátturinn naut mikilla vinsælda á sínum tíma. En hann var einnig farsæll hljómsveitastjóri, laga- og textahöfundur, kórstjóri, tónlistarkennari, útsetjari og margt fleira. Jón Magnús Pétursson fæddist á Akureyri 1930 og komu tónlistarhæfileikar hans snemma…

Magnús Pálsson – Efni á plötum

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Summer music (x2) Útgefandi: Dieter Roth‘s Verlag Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Part 1 and 2 2. Part 3 1. Part 4 2. Part 5 Flytjendur: Ari Kristinsson – [?] Daði Guðbjörnsson – [?] Eggert Einarsson – [?] Eggert Pétursson – [?] Guðmundur Oddur Magnússon – [?] Haraldur Ingi Haraldsson…

Magnús Pálsson (1929-)

Myndlistamaðurinn Magnús Pálsson hefur komið víða við í listheimum en nokkrar plötur hafa einnig að geyma verk hans. Magnús Pálsson fæddist á Eskifirði 1929 en flutti ásamt fjölskyldu sinni til höfuðborgarsvæðisins fáum árum síðar. Hann nam myndlist í Bretlandi, Austurríki og hér heim á Íslandi en lengi starfaði hann sem leikmyndahönnuður með listsköpun sína í…

Magnús Stephensen (1762-1833)

Segja má að Magnús Stephensen hafi verið einn af boðberum Upplýsingastefnunnar eins og hún birtist hér upp úr miðri átjándu öldinni en hingað barst stefnan frá Evrópu í gegnum Danmörku og innihélt ferskar hugmyndir um vísindi, trúmál og menningu. Ekki voru allir Íslendingar á eitt sáttir um hana, margir voru ragir við breytingar og Magnús…

Afmælisbörn 1. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…

Afmælisbörn 31. júlí 2019

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og fjögurra ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Afmælisbörn 29. júlí 2019

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og sex ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2019

Í dag eru á skrá Glatkistunnar sjö tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík á stórafmæli dagsins en hún er fertug í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002,…

Afmælisbörn 27. júlí 2019

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og fimm ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2019

Tvö afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2019

Í dag eru afmælisbörnin þrjú í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…