Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision 2018?

Enn er komið að úrslitum undankeppni Eurovision hér á landi en þau fara fram laugardagskvöldið 3. mars nk. Sex lög keppa til úrslita og sigurlagið verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem að þessu sinni verður haldin í Portúgal. Nú geta lesendur Glatkistunnar kosið sitt uppáhalds lag sem fyrr en í fyrra voru þeir nokkuð sannspáir…

Könnun – Hvernig mun Gretu Salóme ganga í Eurovision?

Það styttist í lokakeppni Eurovision 2016 en keppt verður til úrslita laugardagskvöldið 14. maí nk. Í vikunni verða tvö undanúrslitakvöld, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldið en Greta Salóme mun flytja Hear them calling, framlag okkar Íslendinga fyrrnefnda kvöldið. En nú er spurt, í hvaða sæti mun íslenska lagið hafna í Eurovision?

Hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2016?

Þá er búið að velja þau sex lög sem bítast um að komast í lokakeppni Eurovision keppninnar sem haldin verður í maí í Svíþjóð. Dómnefndin nýtti sér ekki það ákvæði að bæta sjöunda laginu við og því verða þau sex sem keppa um sætið í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld. Glatkistan stendur nú fyrir skoðanakönnun um hvaða…

Könnun – Í hvaða sæti lendir Unbroken í Eurovision 2015?

Nú er lokakeppni Eurovision 2015 í Austurríki á næsta leiti og því er ekki úr vegi að kanna hug lesenda um það hvernig íslenska laginu muni ganga. Íslenska lagið, Unbroken í flutningi Maríu Ólafsdóttur og Stop Wait Go, tekur þátt í síðari undankeppninni sem fram fer á fimmtudagskvöldið, fyrri undankeppnin fer hins vegar fram á…