Hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2016?

iceland_flag-620x330Þá er búið að velja þau sex lög sem bítast um að komast í lokakeppni Eurovision keppninnar sem haldin verður í maí í Svíþjóð. Dómnefndin nýtti sér ekki það ákvæði að bæta sjöunda laginu við og því verða þau sex sem keppa um sætið í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld.

Glatkistan stendur nú fyrir skoðanakönnun um hvaða lag ætti að verða fulltrúi Íslands í keppninni, könnunin verður opin til klukkan 21:45 á laugardagskvöldið og eru allir hvattir til að kjósa.