Afmælisbörn 31. janúar 2016

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd. Árni er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er…

J.E. kvintett (1960-61)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um J.E. kvintettinn, skammlífa sveit sem starfaði 1960-61 og lék í Gúttó. J.E. mun hafa staðið fyrir Jón Egill Sigurjónsson en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um hann eða aðra meðlimir hljómsveitarinnar. Anna Vilhjálms söng með sveitinni og var þetta hennar fyrsta söngreynsla með hljómsveit.

Jakob Lárusson (1909-2000)

Jakob Lárusson píanóleikari (1909-2000) var ekki áberandi í íslensku tónlistarlífi en hann starfrækti Tríó Jakobs Lárussonar (stundum einnig kallað Konkúrrantarnir) á síðari hluta fjórða áratugar síðustu aldar á Siglufirði þegar síldin setti svip sinn á bæjarlífið þar. Jakob kenndi á píanó bæði sunnan heiða og norðan, og heyrðist píanóleikur hans einnig leikinn í útvarpinu í…

Jakob Ó. Jónsson (1940-2021)

Nafn söngvarans Jakobs Ó. Jónssonar er ekki endilega meðal þeirra þekktustu en hann hann söng samt sem áður opinberlega með hljómsveitum sínum í yfir hálfa öld, með fáum og stuttum hléum. Jakob (Óskar) Jónsson (fæddur 1940) byrjaði að leika og syngja með danshljómsveitum fyrir helbera tilviljun en þegar bakmeiðsli urðu til þess að hann varð…

Janis Carol (1948-)

Janis Carol er ekki íslensk söngkona en hún bjó hér og starfaði um árabil og var aukinheldur ein af tengdadætrum Íslands. Hún er enn að. Janis Carol (Walker) fæddist 1948 í Bretlandi en fluttist til Íslands sex ára gömul eftir að foreldrar hennar skildu og móðir hennar kom til Hafnarfjarðar en hún kynntist íslenskum manni…

Janis Carol – Efni á plötum

Janis Carol [ep] Útgefandi: Sarah records Útgáfunúmer: SL 002 Ár: 1970 1. Draumurinn 2. Íhugun Flytjendur: Janis Carol – söngur Ólafur Sigurðsson – trommur Tómas M. Tómasson – bassi Karl J. Sighvatsson – orgel Einar  Vilberg – gítar   Janis Carol [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1978 [?] [engar upplýsingar…

Jarðkaka (1993)

Jarðkaka var hljómsveit sem Lárus Sigurðsson starfrækti ásamt fleirum vorið 1993. Allar frekari upplýsingar um Jarðköku væru vel þegnar.

Afmælisbörn 30. janúar 2016

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

Kikk – Efni á plötum

Kikk – Kikk Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 079 Ár: 1984 1. Try for your best friend 2. Is this the future 3. Looking for someone 4. It’s a War 5. Victims 6. Pictures Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur Sveinn Kjartansson – bassi Nikulás Róbertsson – hljómborð Guðmundur Jónsson – gítar Jón Björgvinsson – trommur

Kims (1968-69)

Hljómsveitin Kims starfaði í Garðahreppi á tímum bítla og hippa. Sveitin tók m.a. þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1968. Ekki liggur fyrir hvernig henni reiddi af þar en veturinn eftur, 1968-69, lék hún í nokkur skipti í Búðinni (Breiðfirðingabúð). Meðlimir Kims voru Ægir Ómar Hraundal söngvari og gítarleikari, Þorsteinn Hraundal…

Kinkí (1993-94)

Hljómsveitin Kinkí lék á tónleikastöðum höfuðborgarinnar veturinn 1993-94 og gæti hafa verið blústengd. Rúnar Örn Friðriksson söngvari, Einar Þorvaldsson gítarleikari, Þórarinn Freysson bassaleikari og Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari voru meðlimir þessarar sveitar.

Kinks (1965-67)

Hljómsveitarnafnið Kinks er kunnuglegt nafn úr breskri tónlistarsögu en hérlendis starfaði sveit með þessu nafni, líklega á árunum 1965-67, eða um það leyti sem sól þeirra bresku reis hvað hæst. Hin íslenska Kinks var starfrækt í Alþýðuskólanum á Eiðum og gæti hreinlega verið fyrsta svokallað bítlasveitin sem starfaði á Austurlandi. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Marinónsson…

Samfélagslega ábyrgt blúskvöld á Rósenberg

Tónlistarviðburður sem hlotið hefur heitið Samfélagslega ábyrgt blúskvöld, verður haldinn á Rósenberg mánudagskvöldið 1. febrúar nk. klukkan 21. Þarna verður leikinn blús til styrktar verkefni sem heitir Frú Ragnheiður, og verður hljómsveit kvöldsins skipuð eftirtöldum hljóðfæraleikurum: Sigurður Sigurðsson munnharpa og söngur, Jón Ólafsson bassi og söngur, Halldór Bragason gítar og söngur, Tryggvi Hubner gítar og Birgir…

Afmælisbörn 28. janúar 2016

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar í dag: Telma Ágústsdóttir söngkona er þrjátíu og níu ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Afmælisbörn 26. janúar 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara.

Afmælisbörn 25. janúar 2016

Fimm afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sextíu og fimm ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Ketill Jensson (1925-94)

Ketill Jensson tenórsöngvari var meðal efnilegustu söngvara Íslands um miðja öldina en söngferill hans varð mun styttri og endaslepptari en búist var við. Ketill var Reykvíkingur fæddur 1925 og þótti snemma liðtækur söngvari, reyndar eins og fleiri í hans ætt. Hann hafði stundað sjómennsku í einhvern tíma þegar hann hóf söngnám hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara…

Ketill Jensson – Efni á plötum

Ketill Jensson Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 87 Ár: 1955 1. Musica proibita 2. Siciliana (úr Cavalleria rusticana) Flytjendur: Ketill Jensson – söngur Fritz Weisshappel – píanó     Ketill Jensson  Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 91 Ár: 1955 1. A canzone ‘e Napule 2. Questa o quella Flytjendur: Ketill Jensson – söngur Fritz Weisshappel…

KFUM & the andskodans (1992-2004)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina KFUM & the andskodans (skammstöfunin KFUM stendur fyrir Klessukeyrt fólk undir mótorhjólum), en svo virðist sem um sé að ræða eins konar tónlistarklúbb innan bifhjólasamtakanna Sniglanna. Sveitin er þ.a.l. náskyld hljómsveitum á borð við Sniglabandinu, B P & þegiðu Ingibjörg, Með læti og Hress, sem allar eru angi…

Kiðlingarnir (1999-2003)

Kiðlingarnir var hópur krakka sem starfaði sem söngflokkur og um tíma sem hljómsveit, undir leiðsögn og stjórn Ómars Óskarssonar. Kiðlingarnir voru fjórir talsins, Ómar Örn Ómarsson og Óskar Steinn Ómarsson synir fyrrnefnds Ómars en einnig voru tvær frænkur þeirra, Hrefna Þórarinsdóttir og Þóranna Þórarinsdóttir í hópnum, þær eru þó ekki systur. Upphaflega voru einnig Arnar…

Kiðlingarnir – Efni á plötum

Kiðlingarnir 6 – Gleðileg jól [ep] Útgefandi: KIÐ útgáfa Útgáfunúmer: KIÐ 001 CD Ár: 2000 1. Gleðileg jól 2. Jesús jólabarn Flytjendur: Ómar Örn Ómarsson – söngur Óskar Steinn Ómarsson – söngur Hrefna Þórarinsdóttir – söngur Kristján Valgeir Þórarinsson – söngur Þóranna Þórarinsdóttir – söngur Arnar Þór Þórsson – söngur Bergsteinn Ómar Óskarsson – kassagítar…

Afmælisbörn 23. janúar 2016

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og fjögurra ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…

Afmælisbörn 22. janúar 2016

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og þriggja ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Kennaraskólakórinn (1948-72)

Til margra ára var starfandi blandaður kór innan Kennaraskólans, starfsemi hans var langt frá því að vera samfleytt en um tíma var um að ræða býsna öflugan kór. Hér er miðað við að upphaf kórsins megi rekja til haustsins 1948 en heimild er þó fyrir að Jónas Tómasson hafi stjórnað kór innan skólans veturinn 1909-10.…

Kennaraskólakórinn – Efni á plötum

Kennaraskólakórinn – Kennaraskólakórinn: Stjórnandi Jón Ásgeirsson [45 prm] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 555 Ár: 1971 1. Skólasöngur Kennaraskólans 2. Vorljóð 3. Krummavísa 4. Maíljóð 5. Activities 6. Little David Flytjendur:  Kennaraskólakórinn – söngur undir stjórn Jóns Ásgeirssonar

Kentucky harvester (1994)

Hljómsveitin Kentucky harvester starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1994 og lék á árlegum útitónleikum Portdeildar í Reykjavík. Engar upplýsingar er að hafa um þessa hljómsveit en þær væru vel þegnar.

Kertið (um eða eftir 1980)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitin Kertið en sú sveit mun hafa verið starfandi um eða eftir 1980. Hugsanlegt er að Kertið hafi verið starfandi á austanverðu landinu en allar upplýsingar varðandi þessa hljómsveit eru vel þegnar.

Afmælisbörn 21. janúar 2016

Á þessum degi koma þrjú afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er hvorki meira né minna en fertugur í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nýjasta plata hans kom út á síðasta…

Afmælisbörn 20. janúar 2016

Tvö afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og eins árs gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Keflavíkurkvartettinn (1963-73)

Keflavíkurkvartettinn var eins konar útibú frá Karlakór Keflavíkur og starfaði um áratuga skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Tilurð kvartettsins varð með þeim hætti að hann var settur saman fyrir skemmtiatriði á tíu ára afmæli Karlakórs Keflavíkur vorið 1963, þá undir stjórn Herberts H. Ágústssonar. Uppákoman heppnaðist það vel að ákveðið var að…

Keflavíkurkvartettinn – Efni á plötum

Keflavíkurkvartettinn [45 rpm] Útgefandi: Ásaþór Keflavík / Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 – 1025 Ár: 1968 1. Bandúra 2. Haustlauf 3. Seljadalsrósin 4. Vín, vín þú aðeins ein Flytjendur: Keflavíkurkvartettinn: – Haukur Þórðarson – söngur – Sveinn Pálsson – söngur – Ólafur R. Guðmundsson – söngur – Jón M. Kristinsson – söngur hljómsveit undir…

Kennarabland MS (1993-94)

Kennarabland MS var hljómsveit nokkurra kennara innan Menntaskólans við Sund en hún starfaði 1993 og 94 og kom í nokkur skipti fram m.a. á kosningauppákomum R-listans fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar vorið 1994. Meðlimir Kennarablands MS voru Ársæll Másson gítarleikari (Bambínós o.fl.), Hákon Óskarsson trompet- og básúnuleikari, Þórður Jóhannesson gítarleikari og Þorgeir Rúnar Kjartansson saxófónleikari (Júpiters…

Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar (1970-1994)

Jakob Óskar Jónsson starfrækti danshljómsveitir undir eigin nafni frá áttunda áratug síðustu aldar. Margir komu og fóru í gegnum þær sveitir. Það var 1970 fremur en 1969 sem Jakob stofnaði hljómsveit sína en hann hafði áður sungið með fjölmörgum hljómsveitum í sama geira, 1968 hafði hann hins vegar þurft að taka sér hlé frá tónlistinni…

Afmælisbörn 19. janúar 2016

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sextíu og sex ára. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru, bjó síðar í…

Afmælisbörn 18. janúar 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og fjögurra ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Jenni Jóns (1906-82)

Margir muna eftir Jenna Jóns en hann var einn helsti laga- og textahöfundur landsins hér áður, auk þess að starfrækja Hljómatríóið lengi vel. Jenni Kristinn Jónsson (f. 1906) fæddist í Ólafsvík en bjó á Patreksfirði framan af og tengdi sig alltaf við staðinn. Tónlistaráhuginn kom snemma hjá Jenna og hann eignaðist sína fyrstu harmonikku aðeins…

Kátir félagar [1] (1933-44)

Kátir félagar var karlakór starfandi um liðlega áratuga skeið fyrir og um seinni heimstyrjöldina. Kátir félagar voru stofnaðir árið 1933 og voru í kórnum um fjörutíu manns alla tíð, Hallur Þorleifsson hafði með stjórn hans að gera allan tímann. Innan kórsins starfaði lítill sönghópur sem kallaði sig Kling Klang kvintettinn. Kórinn var upphaflega hálfgerð uppeldisstöð…

Kátir félagar [3] (1956-59)

Hljómsveitin Kátir félagar starfaði í Reykjavík á sjötta áratugnum og lék einkum gömlu dansana. Framan af voru í sveitinni Gunnar Páll Ingólfsson gítarleikari, Ásgeir Egilsson saxófónleikari, Pálmi Snorrason harmonikkuleikari og Guðmundur Steinsson trommuleikari. Þórður Kristjánsson söng með Kátum félögum 1956 en Sigvaldi Þorgilsson trommuleikari hafði verið í sveitinni í upphafi. Árið 1957 var Kristmann Magnússon…

Kátir félagar [2] (1939-43)

Tvær hljómsveitir störfuðu í Neskaupstað undir nafninu Kátir félagar, sú fyrri á stríðsárunum. Kátir félagar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði á Norðfirði en það var á árunum 1939-43, hugsanlega þó lengur. Meðlimir sveitarinnar voru bræðurnir Óskar Jónsson harmonikku- og orgelleikari og Geir B. Jónsson mandólínleikari en auk þeirra var Hilmar Björnsson trommuleikari, sem lék á…

Kátir félagar [4] (1962-65)

Kátir félagar frá Neskaupstað var hljómsveit nokkurra unglinga á Shadows og frumbítlaskeiðinu, 1962-65. Sveitin var líklega angi af Lúðrasveit Neskaupstaðar en var þó að öllum líkindum gítar- eða bítlasveit. Meðlimir Kátra félaga voru Smári Geirsson trommuleikari, Heimir Geirsson, Örn Óskarsson og Hlöðver Smári Haraldsson, engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan. Fleiri gætu hafa komið…

Kátir félagar [5] (1963-75)

Kátir félagar úr Reykjavík var danstríó sem sérhæfði sig einkum í gömlu dönsunum en sveitin starfaði á árunum 1963-75. Félagarnir kátu voru Gunnar S. Gunnarsson gítarleikari, Guðmundur Óli Ólason harmonikkuleikari og Jóhannes B. Sveinbjörnsson trommuleikari, þremenningarnir sungu allir. 1969 hætti Gunnar í sveitinni en Hjörtur Guðbjartsson tók við af honum og lék með þeim þar…

Kátir félagar [6] (1967)

Innan Verzlunarskóla Íslands var starfandi tónlistarhópur vorið 1967 undir nafninu Kátir félagar. Líklegast er að um sönghóp hafi verið að ræða en einnig er hugsanlegt að þarna hafi hljómsveit verið á ferðinni. Allar upplýsingar um þessa Kátu félaga væru vel þegnar.

Kátir piltar [1] (1902-10)

Karlakórinn Kátir piltar starfaði um nokkurra ára skeið upp úr aldamótunum 1900 undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar. Nokkuð öruggt má telja að kórinn hafi verið stofnaður 1902 þótt einhverjar heimildir segja hann jafnvel hafa verið stofnaðan fyrir aldamótin (1899), Bynjólfur mun hafa stofnað kórinn en einnig gæti Árni Thorsteinsson tónskáld eitthvað hafa komið að stofnun hans.…

Kátir piltar [2] (1944)

Kátir piltar sem störfuðu 1944 var líklega ekki eiginlegur karlakór heldur söngflokkur námsmanna sem fór frá Íslandi 1944 og söng á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba, á hátíð hugsanlega tengdri nýfengnu lýðveldi Íslendinga. Kórinn söng þar undir stjórn Gunnars Erlendssonar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um Káta pilta.

Kátir piltar [3] (1944-50)

Hljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð. Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett. Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og…

Kátir piltar [4] (1983-94)

Kátir piltar úr Hafnarfirði (hinir síðari) komu fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar og vakti verulega athygli, sérstaklega fyrir lagið Feitar konur en sveitin var í raun fjöllistahópur einstaklinga sem síðar hefur orðið þekktur í íslensku lista- og menningarlífi. Kátir piltar eiga uppruna sinn að rekja til Flensborgarskóla í Hafnarfirði en þar voru…