Afmælisbörn 31. desember 2015

Á þessum síðasta degi ársins er aðeins eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Gísli Þór Gunnarsson (G.G. Gunn) trúbador og sálfræðingur er fimmtíu og sjö ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó þrjár plötur. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur…

Afmælisbörn 30. desember 2015

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fertugur í dag og á því stórafmæli. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur einnig…

Afmælisbörn 29. desember 2015

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru tvö talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún hefur verið búsett og starfað í Bandaríkjunum ásamt öðrum Charlies stöllum. Vilhjálmur (Björgvin Guðmundsson) frá…

Afmælisbörn 28. desember 2015

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Fleiri karlakórar

Áhugamenn um kóratónlist fá nú enn einn skammtinn af karlakórum frá síðustu öld inn í gagnagrunn Glatkistunnar. Þetta er næst síðasti karlakóraskammturinn í bili og raðast þeir að mestu leyti inn í K-ið. Meðal karlakóra sem nú komu inn eru Geysir, Goði, Ernir, Fram og Fylkir en flestir kóranna störfuðu á landsbyggðinni. Athugið að í mörgum…

Söngfélagið Geysir (1910)

Lítið söngfélag, Geysir starfaði í Glæsibæjarhreppi, litlum hreppi sem var innan af Akureyri við Eyjafjörðinn. Magnús Einarsson organisti hreppsins stjórnaði söng Geysis sem kom einhverju sinni fram opinberlega með söngskemmtan árið 1910. Ekki liggur þó fyrir hvort Söngfélagið Geysir starfaði lengur.

Karlakór Keflavíkur [1] (1928-29)

Karlakór Keflavíkur var skammlífur karlakór, starfaði í um eitt ár 1928-29. Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti stjórnaði þessum kór en annars eru upplýsingar um þennan kór afar takmarkaðar.

Karlakórinn Fylkir (1964)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Fylki en hann var starfræktur í Skagafirðinum árið 1964. Ekkert er að finna um starfstíma kórsins, stjórnanda né annað sem viðkemur honum. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.

Karlakórinn Húnar (1944-55)

Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson stjórnaði Karlakórnum Húnum sem starfræktur var á Blönduósi á árunum 1944-55. Kórinn söng einkum á Húnavökum og öðrum samkomum í heimahéraði. Svo virðist sem Karlakórinn Húnar hafi komið saman aftur vorið 1963 undir stjórn Þorsteins Jónssonar en ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur í það skiptið.

Karlakórinn Fram (1937-38)

Karlakórinn Fram starfaði á Patreksfirði á árunum 1937 og 38, hugsanlega nokkuð lengur. Jónas Magnússon skóla- og sparisjóðsstjóri á Patreksfirði stjórnaði kórnum en aðrar upplýsingar um þennan karlakór finnast ekki.

Karlakórinn Bragi [1] (1900-45)

Karlakórinn Bragi á Seyðisfirði starfaði í hartnær hálfa öld og var um tíma elsti starfandi karlakór landsins. Kórinn var stofnaður aldamótaárið 1900 fyrir tilstuðlan Kristjáns Kristjánssonar læknis og tónskálds á Seyðisfirði. Stofnfélagar voru fjórtán er lengst af voru meðlimir kórsins milli tuttugu og þrjátíu. Kristján stýrði kórnum fyrstu fjórtán árin en þá tók annað tónskáld,…

Karlakórinn Bragi [2] (1934)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Braga sem starfaði á Dalvík. Engar upplýsingar liggja fyrir hversu lengi en hann hefur varla verið langlífur. Heimild segir Jóhann Tryggvason hafa stjórnað kórnum 1934 en aðrar upplýsingar væru vel þegnar.

Karlakórinn Ernir [1] (1934-35)

Karlakórinn Ernir var starfræktur í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á fjórða áratug síðustu aldar. Forsaga kórsins er sú að Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði hafði verið í pásu í einhvern tíma þegar nokkrir félagar úr kórnum, sem voru í verkalýðsfélaginu Hlíf í Firðinum, ákváðu árið 1931 að stofna kór í anda karlakóra verkamanna og kölluðu…

Karlakórinn Ernir [2] (1935-37)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um karlakórinn Erni sem starfaði á Flateyri 1935-37 að minnsta kosti. Theódór Árnason var stjórnandi kórsins. Allar nánari upplýsingar um Karlakórinn Erni væru vel þegnar.

Karlakórinn Ernir [3] (1936-44)

Karlakórinn Ernir hinn reykvíski, á sér um átta ára sögu en kórinn starfaði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Upphaflega var kórinn settur saman fyrir skemmtiatriði á skemmtun innan Strætisvagna hf. en Ólafur Þorgrímsson forstjóri fyrirtækisins hafði forgöngu um það atriði. Ólafur sá sjálfur um að stjórna kórnum og mæltist söngurinn það vel fyrir…

Karlakórinn Feykir (1961-70)

Karlakórinn Feykir starfaði í um áratug á síðustu öld og ber vitni um blómlegt tónlistarlíf og ríka sönghefð í Skagafirðinum en um tíma voru þar þrír karlakórar starfandi samtímis. Feykir var stofnaður í febrúar 1961 í sveitunum austan megin Skagafjarðar og voru stofnmeðlimir kórsins um tuttugu. Meðlimum kórsins átti þó eftir að fjölga um helming…

Karlakórinn Geysir [1] (1912-14)

Karlakórinn Geysir, söngfélagið eða jafnvel karlmannasöngfélagið eins og það var einnig stundum nefnt, starfaði um tveggja ára skeið í Íslendingabyggðum í Winnipeg, snemma á síðustu öld. Halldór Þórólfsson var stjórnandi þessa Íslendingakórs sem stofnaður var haustið 1912 og samanstóð af um tuttugu og fimm söngmönnum. Geysir hafði á stefnuskrá sinni að æfa og flytja mestmegnis…

Karlakórinn Goði (1972-80)

Karlakórinn Goði var fremur óhefðbundinn karlakór sem starfaði á áttunda áratug síðustu aldar, og sendi frá sér þrjár plötur. Kórinn var stofnaður haustið 1972 og var skipaður söngmönnum úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar. Goði fékk strax í upphafi tékkneskan stjórnanda, Robert Bezdék sem starfaði þá sem kennari við tónlistarskólann á Húsavík. Bezdék hafði ekki starfað…

Karlakórinn Goði – Efni á plötum

Karlakórinn Goði – Kór, kvartett, tríó Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T09 Ár: 1974 1. Klukkan hans afa 2. Sævar að sölum 3. Ach ty step 4. Bóndi 5. Blikandi haf 6. Thamle chalaupka 7. Sigurður Lúter 8. Sköpun mannsins 9. Flökkumærin 10. Syngdu þinn söng 11. Næturfriður 12. We shall overcome Flytjendur: Karlakórinn Goði – söngur…

Karlakórinn Hljómur (1983)

Karlakórinn Hljómur mun hafa verið starfræktur í Dalasýslu árið 1983 og jafnvel lengur. Kórinn söng á safnplötunni Vor í Dölum sem kom út það ár en engar aðrar heimildir er að finna um hann, líklega hefur hann því verið stofnaður eingöngu fyrir þetta tiltekna verkefni. Hljómur átti sex lög á Vor í Dölum, platan hlaut…

Afmælisbörn 24. desember 2015

Aðfangadagur jóla hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreisn æru,…

Afmælisbörn 23. desember 2015

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er skráð hjá Glatkistunni á Þorláksmessu: Árni Björnsson tónskáld (f. 1905) hefði átt afmæli þennan dag en hann lést 1995. Árni var úr Kelduhverfinu, fékk snemma áhuga á orgelleik, kórstjórnun og tónsmíðum, og svo fór að hann fór til náms, fyrst innanlands og síðan utan, og lét draum sinn rætast. Þegar hann…

Afmælisbörn 22. desember 2015

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2015

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er fimmtíu og sjö ára, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús, og leikið á…

Afmælisbörn 20. desember 2015

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2015

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og þriggja ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Ágrip af sögu jólaplötuútgáfu á Íslandi

Stutt ágrip af sögu jólalagaútgáfu á Íslandi er nú komið inn á Glatkistuvefinn. Þar er hægt að lesa sig til um sögu og þróun jólaplatna á Íslandi í stuttu máli og í þeirri umfjöllun er jólaplötum skipt í fjóra flokka, þegar fram líða stundir verður hægt að sjá þar megnið af íslenskri jólalagaútgáfu. Hægt er…

Jólatónlist (1926-)

Jólaplötur er stærri partur af tónlistarútgáfu Íslendinga en margir gera sér grein fyrir. Ennþá kemur árlega út fjöldinn allur af slíkum plötum og eru sjálfsagt mun fleiri en fólk sér í almennum plötuverslunum, ástæðan fyrir því er hið mikla magn jólasafnplatna sem fyrirtæki hafa gefið út og sent viðskiptavinum sínum og velunnurum. Útgefnar jólaplötur á Íslandi…

Jólatónlist: einstaklingar og hljómsveitir (1952-)

Þessi flokkur hefur að geyma dægurlagageirann, einstaklinga og hljómsveitir sem gefið hafa út jólaplötur og falla ekki undir hina flokkana þrjá. Barnastjarnan Anný Ólafsdóttir varð fyrst til að syngja á sjötíu og átta snúninga plötu 1952 en 1964 kom út fyrsta breiðskífan með slíkum jólalögum, það var platan Hátíð í bæ með Hauki Morthens. Efni…

Jólatónlist: einsöngvarar og kórar – Efni á plötum

Diddú – Jólastjarna Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 186 Ár: 1997 1. Hátíð í bæ 2. Söngur Maríu 3. Enn á ný við eigum jól 4. Þorláksmessukvöld 5. Glæddu jólagleði í þínu hjarta 6. Við þurfum meira af jólum 7. Nú minnir svo ótal margt á jólin 8. Það heyrast jólabjöllur 9. Það á að gefa…

Jólatónlist: einstaklingar og hljómsveitir – Efni á plötum

Jólakettir – Svöl jól Útgefandi: Sproti Útgáfunúmer: Sproti 007 Ár: 1998 1. Móa – Jólasveinninn kemur í kvöld 2. Jólakettir – Nóttin var sú ágæt ein 3. Páll Óskar Hjálmtýsson – Hin helga nótt 4. Jólakettir – Jólasveinar ganga um gólf 5. Skapti Ólafsson – Sleðaferð 6. Jólakettir – Jólasveinninn minn 7. Páll Óskar Hjálmtýsson…

Jólatónlist: jólasafnplötur með áður útgefnu efni – Efni á plötum

Jólasnjór – ýmsir (x2) Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-128-29 / SG-787-88 Ár: 1979 1. Telpnakór úr Melaskóla – Heims um ból 2. Elly Vilhjálms – Jólasveinninn minn 3. Barnakór – Göngum við í kringum einiberjarunn 4. Savanna tríóið – Það á að gefa börnum brauð 5. Elísabet Erlingsdóttir – Úr Grýlukvæði 6. Ragnar Bjarnason – Litli…

Heiðurstónleikar System of a down á Gauknum

Armensk/Ameríska rokksveitin System of a down verður heiðruð þann 15. janúar nk. á Gauknum, Tryggvagötu 22. System of a down hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir fjörutíu milljónir eintaka, sveitin á ófáa slagarana sem munu fá að heyrast á þessum heiðurstónleikum en dagskráin mun spanna lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið…

Afmælisbörn 16. desember 2015

í dag er eitt skráð afmælisbarn meðal tónlistarfólks: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.

Jólablús Vina Dóra á fimmtudagskvöldið

Fimmtudagskvöldið 17. desember nk. munu Vinir Dóra troða upp með jólablúskvöld í Iðnaðarmannahúsinu á Hallveigastíg 1. Gjörningurinn hefst klukkan 21 og er miðaverð á tónleikana kr. 2500. Vini Dóra skipa Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og söngvari, og Jón Ólafsson bassaleikari og söngvari. Í miðjum erli aðventunnar,…

Afmælisbörn 15. desember 2015

Í dag eru skráð tvö afmælisbörn hjá Glatkistunni, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og eins árs í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og…

Fleiri karlakórar bætast í hópinn

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og eins og í síðustu viku eru það karlakórarnir sem eru í aðalhlutverki. Nítján karlakórar, flestir frá fyrri hluta 20. aldarinnar eru í þessum pakka og eru víðs vegar af landinu. Áfram verður unnið í K-inu þannig að fókusinn verður á karlakóra frá ýmsum tímum á næstunni. Viðbætur, leiðréttingar og aðrar…

Karlakór Sauðárkróks [1] (1932-43)

Kóra- og söngstarf hefur alltaf verið líflegt í Skagafirðinum og þrívegis hafa þar verið starfandi karlakórar undir nafninu Karlakór Sauðárkróks. Sá fyrsti starfaði á árunum 1932-43 og var alla tíð undir stjórn Eyþórs Stefánssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Í upphafi var um að ræða tvöfaldan kvartett líklega án nafns til 1935 þegar hann var formlega stofnaður,…

Karlakór Sauðárkróks [2] (1963-69)

Karlakór Sauðárkróks (sá annar) starfaði á sjöunda áratugnum. Kórinn var stofnaður haustið 1963 en Ögmundur Eyþór Svavarsson mjólkurfræðingur var stjórnandi hans og hvatamaður að stofnun hans. Í upphafi voru innan við tuttugu söngfélagar í kórnum en um vorið 1964 voru þeir orðnir ríflega þrjátíu. Kórinn starfaði líklega til 1969 en þá var hann stjórnandalaus og…

Karlakór Sauðárkróks [3] (1979-80)

Þriðja útgáfa Karlakórs Sauðárkróks leit dagsins ljós í kringum 1980. Það var Gunnsteinn Ólsen söngkennari á Sauðárkróki sem stjórnaði kórnum og einnig gæti Hilmar Sverrisson einnig hafa komið að honum. Karlakór Sauðárkróks hinn þriðji varð ekki langlífur en hann vann sér það einkum til frægðar að æfa í sláturhúsinu á Sauðárkróki.

Karlakór Stokkseyrar (1945-64)

Karlakór Stokkseyrar starfaði á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, líklega þó stopult þar sem langt líður á milli þess sem blöð og tímarit á þeim tíma fjalla um kórinn. Kórinn var stofnaður í byrjun árs 1945 en stjórnandi hans var Pálmar Þórarinn Eyjólfsson tónskáld og organisti. Heimildir herma að Pálmar hafi stýrt kórnum allan tímann…

Karlakór Biskupstungna (?)

Karlakór Biskupstungna starfaði í áratugi undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu en kórinn æfði iðulega á heimili hans. Heimildir eru mjög mismunandi og margsaga um hversu lengi kórinn starfaði, allt frá tuttugu og upp í fjörutíu ár. Staðfest er að Karlakór Biskupstungna starfaði á árunum 1949-58 en fylla þarf í eyðurnar framan og aftan…

Karlakór Ungmennafélags Reykjavíkur (1907)

Karlakór Ungmennafélags Reykjavíkur starfaði 1907 og mun þá hafa verið starfandi um tíma. Ekki liggur þó fyrir hversu lengi hann starfaði. Sigfús Einarsson tónskáld var stjórnandi kórsins. Allar upplýsingar um þennan kór eru vel þegnar.

Karlakór verkamanna [1] (1927-28)

Fjölmargir karlakórar verkamanna voru starfandi hérlendis framan af síðustu öld. Fyrstur þeirra var kór verkamanna starfandi á Akureyri. Karlakór verkamanna á Akureyri var stofnaður vorið 1927 og starfaði hann nokkuð fram á árið 1928 þegar hann lagði upp laupana. Segja má að kórinn hafi markað upphaf karlakórasöngs á Akureyri því áhuginn var vakinn og ríflega…

Karlakór verkamanna [2] (1932-40)

Karlakór verkamanna í Reykjavík var líkast til mest áberandi þess konar karlakóra sem störfuðu einkum á fjórða áratug síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í mars 1932 og starfaði fyrsta árið undir stjórn Benedikts Elfar en að því loknu tók Hallgrímur Jakobsson við keflinu. Hann stjórnaði kórnum allt til loka en kórinn starfaði til 1940. Karlakór…