Fleiri karlakórar bætast í hópinn

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og eins og í síðustu viku eru það karlakórarnir sem eru í aðalhlutverki. Nítján karlakórar, flestir frá fyrri hluta 20. aldarinnar eru í þessum pakka og eru víðs vegar af landinu. Áfram verður unnið í K-inu þannig að fókusinn verður á karlakóra frá ýmsum tímum á næstunni. Viðbætur, leiðréttingar og aðrar…

Karlakór Sauðárkróks [1] (1932-43)

Kóra- og söngstarf hefur alltaf verið líflegt í Skagafirðinum og þrívegis hafa þar verið starfandi karlakórar undir nafninu Karlakór Sauðárkróks. Sá fyrsti starfaði á árunum 1932-43 og var alla tíð undir stjórn Eyþórs Stefánssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Í upphafi var um að ræða tvöfaldan kvartett líklega án nafns til 1935 þegar hann var formlega stofnaður,…

Karlakór Sauðárkróks [2] (1963-69)

Karlakór Sauðárkróks (sá annar) starfaði á sjöunda áratugnum. Kórinn var stofnaður haustið 1963 en Ögmundur Eyþór Svavarsson mjólkurfræðingur var stjórnandi hans og hvatamaður að stofnun hans. Í upphafi voru innan við tuttugu söngfélagar í kórnum en um vorið 1964 voru þeir orðnir ríflega þrjátíu. Kórinn starfaði líklega til 1969 en þá var hann stjórnandalaus og…

Karlakór Sauðárkróks [3] (1979-80)

Þriðja útgáfa Karlakórs Sauðárkróks leit dagsins ljós í kringum 1980. Það var Gunnsteinn Ólsen söngkennari á Sauðárkróki sem stjórnaði kórnum og einnig gæti Hilmar Sverrisson einnig hafa komið að honum. Karlakór Sauðárkróks hinn þriðji varð ekki langlífur en hann vann sér það einkum til frægðar að æfa í sláturhúsinu á Sauðárkróki.

Karlakór Stokkseyrar (1945-64)

Karlakór Stokkseyrar starfaði á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, líklega þó stopult þar sem langt líður á milli þess sem blöð og tímarit á þeim tíma fjalla um kórinn. Kórinn var stofnaður í byrjun árs 1945 en stjórnandi hans var Pálmar Þórarinn Eyjólfsson tónskáld og organisti. Heimildir herma að Pálmar hafi stýrt kórnum allan tímann…

Karlakór Biskupstungna (?)

Karlakór Biskupstungna starfaði í áratugi undir stjórn Þorsteins Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu en kórinn æfði iðulega á heimili hans. Heimildir eru mjög mismunandi og margsaga um hversu lengi kórinn starfaði, allt frá tuttugu og upp í fjörutíu ár. Staðfest er að Karlakór Biskupstungna starfaði á árunum 1949-58 en fylla þarf í eyðurnar framan og aftan…

Karlakór Ungmennafélags Reykjavíkur (1907)

Karlakór Ungmennafélags Reykjavíkur starfaði 1907 og mun þá hafa verið starfandi um tíma. Ekki liggur þó fyrir hversu lengi hann starfaði. Sigfús Einarsson tónskáld var stjórnandi kórsins. Allar upplýsingar um þennan kór eru vel þegnar.

Karlakór verkamanna [1] (1927-28)

Fjölmargir karlakórar verkamanna voru starfandi hérlendis framan af síðustu öld. Fyrstur þeirra var kór verkamanna starfandi á Akureyri. Karlakór verkamanna á Akureyri var stofnaður vorið 1927 og starfaði hann nokkuð fram á árið 1928 þegar hann lagði upp laupana. Segja má að kórinn hafi markað upphaf karlakórasöngs á Akureyri því áhuginn var vakinn og ríflega…

Karlakór verkamanna [2] (1932-40)

Karlakór verkamanna í Reykjavík var líkast til mest áberandi þess konar karlakóra sem störfuðu einkum á fjórða áratug síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í mars 1932 og starfaði fyrsta árið undir stjórn Benedikts Elfar en að því loknu tók Hallgrímur Jakobsson við keflinu. Hann stjórnaði kórnum allt til loka en kórinn starfaði til 1940. Karlakór…

Karlakór verkamanna [4] (1933-34)

Karlakór verkamanna var starfandi á Eskifirði 1933 og 34 að minnsta kosti. Hann gæti þó hafa starfað mun lengur. Vitað er að fyrsti stjórnandi kórsins var Arnfinnur Jónsson en um aðra er ekki vitað. Allar upplýsingar um Karlakór verkamanna á Eskifirði eru vel þegnar.

Karlakór verkamanna [5] (1936)

1936 var Karlakór verkamanna starfandi á Norðfirði. Ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur en það eina ár en Ingólfur Sigfússon var stjórnandi hans. Allar upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.  

Karlakór Dagsbrúnar (1946-48)

Karlakór Dagsbrúnar var starfandi innan verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar á árunum 1946 til 48 undir stjórn Hallgríms Jakobssonar. Ekkert bendir til að kórinn hafi starfað um lengri tíma. Allar nánari upplýsingar um þennan kór má senda til Glatkistunnar.

Karlakór verkamanna [7] (1936-42)

Karlakór verkamanna var starfandi í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið á árunum 1936-42. Árni Hálfdán Jóhannsson Johnsen stjórnaði kórnum fyrri þrjú árin en síðan Guðjón Guðjónsson. Þessi kór hafði yfirleitt að geyma um tuttugu og fimm söngmenn en þeir voru flestir utanbæjarmenn, farandverkamenn sem komu og fóru.

Karlakór Vestmannaeyja [1] (1881-82)

Karlakór Vestmannaeyja hinn fyrsti starfaði í um eitt ár eða e.t.v. aðeins einn vetur, á síðasta fimmtungi 19. aldar. Kórinn var stofnaður haustið 1881 og var Sigfús Árnason organisti við Landakirkju stjórnandi kórsins, kórinn var oft kenndur við hann og nefndur Karlakór Sigfúsar Árnasonar. Stofnmeðlimir hans voru tólf og hélst sú tala líklega nokkurn veginn…

Karlakór Vestmannaeyja [3] (?)

Karlakór var starfandi í Vestmannaeyjum, líklega á fjórða áratug síðustu aldar, undir stjórn Halldórs Guðjónssonar. Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan kór en þeir sem hefðu þær mættu gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar.

Karlakór Vestmannaeyja [4] (1941-62)

Sá Karlakór Vestmannaeyja sem starfaði hvað lengst og áorkaði hvað mestu, var starfræktur á um rúmlega tuttugu ára skeiði um miðja síðustu öld. Það sem þó einkenndi starf hans öðru fremur voru tíð kórstjóraskipti en sjö stjórnendur komu við sögu hans, þar af einn þeirra þrívegis. Það var Ragnar Halldórsson tollþjónn í Vestmannaeyjum sem var…

Afmælisbörn 14. desember 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og þriggja ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari…