Karlakór Stokkseyrar (1945-64)

engin mynd tiltækKarlakór Stokkseyrar starfaði á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, líklega þó stopult þar sem langt líður á milli þess sem blöð og tímarit á þeim tíma fjalla um kórinn.

Kórinn var stofnaður í byrjun árs 1945 en stjórnandi hans var Pálmar Þórarinn Eyjólfsson tónskáld og organisti.

Heimildir herma að Pálmar hafi stýrt kórnum allan tímann en það stenst varla þar sem hann bjó í Vestmannaeyjum á árunum 1949-51. Annað hvort lá starfsemi Karlakórs Stokkseyrar þá niðri eða að einhver annar sinnti starfinu á meðan. Kórinn gekk í SÍK (Samband íslenskra karlakóra) 1947.

Annars eru heimildir um þennan kór afar litlar og því eru allar upplýsingar um hann vel þegnar.