Afmælisbörn 9. maí 2024

Í dag eru afmælisbörn dagsins sex talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður (f. 1928) hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2023. Hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera…

Hjálmtýr E. Hjálmtýsson (1933-2002)

Tenór-söngvarinn Hjálmtýr E. Hjálmtýsson var býsna þekktur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, söng einsöng með kórum og einn á sviði en gaf einnig út breiðskífu í eigin nafni, Hjálmtýr var síðar þekktur úr klassískri senu kvikmyndarinnar Með allt á hreinu og sem faðir þekktra söngsystkina. Hjálmtýr Edward Hjálmtýsson var fæddur sumarið 1933 í…

Hjálmtýr E. Hjálmtýsson – Efni á plötum

Hjálmtýr E. Hjálmtýsson – Hjálmtýs E. Hjálmtýsson tenór og Gísli Magnússon píanó Útgefandi: Hið íslenzka útgáfufjelag Útgáfunúmer: HEH-001 Ár: 1980 1. Í dag skein sól 2. Heiðbláa fjólan 3. Í fjarlægð 4. Vögguljóð 5. Horfinn dagur 6. Kirkjuhvoll 7. Tonerna 8. Aria Macduff 9. O. Paradiso 10. É la solita storia 11. Mi Par D’udire…

Hljómsveit Eyþórs (2004-07)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Eyþórs en hún starfaði á austanverðu landinu, hugsanlega einhvers staðar í kringum Höfn í Hornafirði á árunum 2004 til 2007 að minnsta kosti. Hljómsveit Eyþórs lék á nokkrum dansleikjum á þessu tímabili, allt frá uppskeruhátíð bænda í Suðursveit til fjölskylduhátíðarinnar Álfaborgarséns á Borgarfirði eystri. Engar frekari upplýsingar er að…

Hljómsveit Erichs Hübner (1957-62)

Trommuleikarinn Erich Hübner (Erik Hubner) starfrækti hljómsveit í eigin nafni eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1952 frá Ísafirði en ekki er ljóst hvenær sú sveit tók til starfa. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1957 til 1962 en hún gæti hafa verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1957 þeir…

Hjartsláttarkvöld [tónlistarviðburður] (1998-2000)

Hin svokölluðu Hjartsláttarkvöld voru haldin um tveggja ára skeið á Kaffi Thomsen við Hafnarstræti en þar voru kynntir nýir straumar og stefnur einkum í dans- og jaðartónlist en slík bylgja gekk þá yfir hérlendis. Kvöld þessi voru haldin á sunnudagkvöldum einu sinni í mánuði og var ástæðan fyrir tímasetningunni að aðstandendur þeirra vildu stíla inn…

Hljómsveit Eyþórs frá Egilsstöðum (1989)

Hljómsveit var auglýst haustið 1989 undir nafninu Hljómsveit Eyþórs frá Egilsstöðum en hún lék þá á tveimur dansleikjum í Danshöllinni í Brautarholti. Ekki liggur fyrir hvort um sama Eyþór er að ræða og starfrækti hljómsveit á austanverðu landinu um fimmtán árum síðar, alltént er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og…

Hjónabandsglæpatríóið (2007-08)

Hjónabandsglæpatríóið var lítil hljómsveit sem virðist hafa verið stofnuð utan um sýningar Þjóðleikhússins á leikritinu Hjónabandsglæpum e. Eric-Emmanuel Schmitt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman í Kassanum árið 2007. Tríóið var skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara, sem komu fram í sýningum á verkinu en þeim lauk um haustið…

Hjónabandið [8] (2011)

Hljómsveit sem bar nafnið Hjónabandið lék á dansleik í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu sumarið 2011 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Hugsanlegt er að hér sé annað hvort um að ræða hljómsveitirnar Hjónabandið úr Önundarfirði eða Hjónabandið úr Fljótshlíðinni, sem báðar voru starfandi á þessum tíma en það hlýtur þó að vera…

Hjónabandið [7] (2004-11)

Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir starfræktu dúett sem þau kölluðu Hjónabandið, af því er virðist um nokkurra ára skeið – líklega á árunum 2004 til 2011 eða jafnvel lengur. Arngrímur lék á harmonikku og Ingibjörg á trommur en hún hóf að spila á trommur um sextugt, líklega skiptu þau hjónin með sér söngnum. Hjónabandið…

Hjónabandið [6] (2000)

Árið 2000 var starfræktur sönghópur (eða söngdúett) innan Kirkjukórs Akureyrarkirkju undir nafninu Hjónabandið en hann kom fram á tónleikum kórsins þá um haustið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hjónabandið, m.a. hverjir skipuðu það og hversu lengi það starfaði.

Hjördís Bergsdóttir (1945-)

Myndlistarkonan Hjördís Bergsdóttir (Dósla) var á sínum yngri árum virk í starfsemi félagssamtaka eins og Rauðsokka og Vísnavina og kom oft fram á samkomum þeirra með söng og gítarundirleik. Hjördís Guðný Bergsdóttir er fædd 1945 og það mun hafa verið um miðjan áttunda áratuginn sem hún hóf að koma fram með tónlistaratriði á fundum og…

Afmælisbörn 8. maí 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Afmælisbörn 7. maí 2024

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Hákon Leifsson kórstjórnandi, organisti og tónskáld er sextíu og sex ára gamall í dag. Hákon sem er doktor í tónlistarfræðum hefur stjórnað fjölda kóra í gegnum tíðina s.s. Vox Academica, Háskólakórnum, Stúdentakórnum, Kirkjukór Keflavíkurkirkju, Kór Grafarvogskirkju og Barnakór Seltjarnarneskirkju svo aðeins fáeinir séu nefndir en…

Afmælisbörn 6. maí 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og fimm ára gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Afmælisbörn 5. maí 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2024

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru sex talsins að þessu sinni: Jakob Frímann Magnússon er sjötíu og eins árs í dag. Hann er auðvitað einna þekktastur fyrir framlag sitt með Stuðmönnum en Jakob á ennfremur sólóferil sem spannar um tug platna. Hann lék á árum áður með öðrum sveitum eins og Rifsberju, Bone symphony, Hvítárbakkatríóinu (White…

Afmælisbörn 3. maí 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og níu ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Afmælisbörn 2. maí 2024

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru níu tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Hjalti Gunnlaugsson (1956-)

Hjalti Gunnlaugsson er vel þekkt nafn í hinum kristilega hluta tónlistarinnar hér á landi og hefur komið að miklum fjölda útgefinna platna í þeim geira auk þess að senda sjálfur frá sér nokkrar sólóplötur en hann á sér einnig sögu í almennri ballspilamennsku. Hjalti Gunnlaugsson er Reykvíkingur, fæddur 1956 og mun hafa byrjað á að…

Hjalti Gunnlaugsson – Efni á plötum

Hjalti Gunnlaugsson – Opnum hjörtu okkar [snælda] Útgefandi: Hjalti Gunnlaugsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1980 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hjalti Gunnlaugsson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Hjalti Gunnlaugsson – Sannleikurinn í mínu lífi Útgefandi: Ný tónlist Útgáfunúmer: N.nr.: 4176-8738 Ár: 1985 1. Langt er það síðan 2. Hjá þér 3. Opna þú…

Hin konunglega flugeldarokksveit – Efni á plötum

Hin konunglega flugeldarokksveit – Pólisman [ep] Útgefandi: Hin konunglega flugeldarokksveit Útgáfunúmer: HKFPOLIS2021PR Ár: 2021 1. Pólisman Flytjendur: Ágúst Karlsson – [?] Valdimar Örn Flygenring – [?]     Hin konunglega flugeldarokksveit – Við gerðum ekkert [ep] Útgefandi: Ágúst Karlsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2021 1. Við gerðum ekkert Flytjendur: Ágúst Karlsson – [?]…

Hin konunglega flugeldarokksveit (1981-83)

Hin konunglega flugeldarokksveit var eins konar pönkhljómsveit sem starfaði um nokkurt skeið á öndverðum níunda áratug síðustu aldar eða rétt um það leyti sem pönkbylgjan stóð yfir hér á landi. Hin konunglega flugeldarokksveit, sem var úr Breiðholtinu var líklega stofnuð haustið 1981 eða litlu síðar upp úr hljómsveitinni Ekki en fáar heimildir er að finna…

Hjálmar Jónsson (1865-1952)

Hjálmar Jónsson var einn af þeim tónlistarforkólfum sem er hverjum hreppi nauðsynlegur en hann var organisti og forsöngvari í Mývatnssveit, og af honum er þekkt tónlistarfólk komið. Hjálmar var fæddur haustið 1865 og alinn upp á Skútustöðum við Mývatn, ekki liggja fyrir upplýsingar um tónlistariðkun á æskuheimilinu en hann fór suður til Reykjavíkur um tvítugt,…

Hjálmar Kjartansson (1922-2007)

Nafn Hjálmar Kjartanssonar óperusöngvara er ekki vel þekkt í dag en Hjálmar hafði sönginn að aukastarfi í áratugi og söng t.a.m. í fjölda óperuuppfærsla. Hjálmar Kjartansson fæddist vorið 1922 í Reykjavík og bjó þar og starfaði alla ævi. Hann var menntaður málarameistari og var reyndar einnig frístundamálari, nam t.a.m. við Myndlistar- og handíðaskólann en söngurinn…

Hjónabandið [2] (1986)

Hjónabandið mun hafa verið sönghópur sem starfaði um skeið árið 1986 innan Kveldúlfskórsins svokallaða sem starfaði þá í Borgarnesi undir stjórn Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þennan sönghóp en reikna má með að þar hafi verið kvartett, sextett eða tvöfaldur kvartett skipaður hjónafólki.

Hjónabandið [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt á Höfn í Hornafirði í kringum 1980 – a.m.k. árið 1981 undir nafninu Hjónabandið en það ár lék hún bæði á heimaslóðum á Höfn og á Norðfirði. Haukur Þorvaldsson var einn meðlima Hjónabandsins en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann lék, líklegt er út frá nafni sveitarinnar að hún hafi verið…

Hjólið (1975-78)

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það. Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen…

Hjárómar (um 1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hjárómar og starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum líklega um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því leitað til lesenda Glatkistunnar eftir þeim, sem og um starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun…

Hjálparsveitin [2] (1990)

Hjálparsveitin var hópur söngvara sem sendi frá sér lagið Neitaðu að vera með, sumarið 1990 en lagið kom út á tveimur safnplötum það sumar, annars vegar á Hitt & þetta aðallega hitt alla leið og hins vegar á kasettu- og geisladiskaútgáfu Bandalaga 2 þar sem titill lagsins var reyndar Neitum að vera með. Lagið var…

Hjónabandið [3] (1994)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit (eða eitthvað annað) sem kom fram á skemmtun á Breiðdalsvík haustið 1994, undir nafninu Hjónabandið. Hér er líklega ekki um að ræða hljómsveit sem bar þetta sama nafn ríflega áratug fyrr á Höfn í Hornafirði.

Afmælisbörn 1. maí 2024

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar á þessum degi verkalýðsins: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari á fjörutíu og eins árs afmæli í dag en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig fjörutíu og eins árs á…

Afmælisbörn 30. apríl 2024

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2024

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld fagnar stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2024

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet,…

Afmælisbörn 27. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Afmælisbörn 26. apríl 2024

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Afmælisbörn 25. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar (1995-)

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar er um margt merkileg hljómsveit en segja má að verkefni hennar hafi í gegnum tíðina verið tvíþætt, fyrir utan að vera venjuleg hljómsveit sem leikur á dansleikjum af ýmsu tagi hefur sveitin haft það megin markmið að varðveita og gefa út alþýðutónlist af austanverðu landinu – tónlist sem annars hefði horfið af…

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Efni á plötum

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar Útgefandi: Ris Útgáfunúmer: Ris 005 Ár: 1996 1. Sumarstemmning 2. Gleðisveifla 3. Blíðasti blær 4. Láttu þig dreyma 5. Vor við Löginn 6. Þá og nú 7. Þegar þoka grá 8. Vonarland 9. Kveldóður 10. Á fornum slóðum 11. Fljótsdalshérað 12. Austfjarðarþokan 13. Tjörulagið Flytjendur: Friðjón Ingi Jóhannsson – söngur, raddir, tambúrína, hristur,…

Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar (1989)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar úr Vestmannaeyjum en sveit með því nafni lék á „litla pallinum“ á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga verslunarmannahelgina 1989. Einar Sigurfinnsson (Einar klink) sem sveitin er kennd við var söngvari sveitarinnar og hafði sungið með Eyjasveitum fyrrum en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar. Þessi hljómsveit…

Hjá Geira (1995-96)

Hjá Geira var söngsextett sem starfaði innan Samkórs Norðurhéraðs veturinn 1995-96, líklega undir stjórn Julian Hewlett. Ekki liggur fyrir hvaðan nafn sextettsins kemur en hópinn skipuðu þau Rosemary Hewlett, Ásdís Snjólfsdóttir, Julian Hewlett, Egill Pétursson, Anna Alexandersdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Sextettinn kom fram á nokkrum tónleikum þar sem samkórinn söng, einkum þó um vorið m.a.…

Hít (1995)

Danshljómsveitin Hít var skammlíf sveit sem starfaði vorið 1995 og lék á fáeinum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona, Birgir J. Birgisson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Tómas Jóhannesson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari.

Hittumst í himnaríki (1992)

Upplýsingar um norðlenska rokksveit sem bar nafnið Hittumst í helvíti eru af skornum skammti en þessi sveit var starfandi árið 1992 á Akureyri og innihélt m.a. fóstbræðurna Rögnvald Braga Rögnvaldsson [bassaleikara?] og Kristján Pétur Sigurðsson [söngvara?]. Ekki er vitað um aðra meðlimi og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Himbrimi [2] – Efni á plötum

Himbrimi – Himbrimi Útgefandi: Himbrimi Útgáfunúmer: HBRIM001CD Ár: 2015 1. Tearing 2. Waiting 3. Give me more 4. Forrest 5. Drifting 6. Highway 7. Broken bones Flytjendur: Margrét Rúnarsdóttir – söngur, raddir píanó, Wurlitzer og Rhodes píanó Birkir Rafn Gíslason – gítarar, hljómborð, forritun og sánd Hálfdán Árnason – bassi Skúli Arason – hljómborð og…

Himbrimi [2] (2013-18)

Hljómsveitin Himbrimi starfaði um nokkurt skeið á öðrum áratug þessarar aldar en sveitin átti rætur að rekja til Hafnarfjarðar rétt eins og önnur sveit með sama nafni mörgum árum fyrr, líklega er þó enginn skyldleiki milli sveitanna tveggja. Himbrimi var stofnuð árið 2013 og voru meðlimir hennar frá upphafi þau Margrét Rúnarsdóttir söngkona og hljómborðsleikari,…

Hljómsveit Einars Loga (1959-66)

Um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit að nafni Hljómsveit Einars Loga en sú sveit lék víða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og var reyndar á tímabili fastagestur í hinum ýmsu klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu heimildir um hljómsveit Einars Loga eru frá því í mars árið 1959 en það er áður…

Hjálmar Guðnason (1940-2006)

Hjálmar Guðnason trompetleikari var mikilvægur póstur í tónlistarlífi Vestmannaeyinga en auk þess að vera trompetleikari kenndi hann tónlist og stjórnaði lúðrasveitum í Eyjum, þá var hann einnig virkur í samfélagi Betel safnaðarins og stýrði þar margs konar söngstarfi auk annars. Hjálmar var fæddur í Vestmannaeyjum haustið 1940 og bjó þar alla ævi, fyrst á Vegamótum…

Hjálmar Eyjólfsson (1911-90)

Hjálmar Eyjólfsson, kenndur við Brúsastaði í Hafnarfirði var kunnur harmonikkuleikari en hann lék á dansleikjum og öðrum skemmtunum um árabil, mestmegnis á heimaslóðum í Hafnarfirði en einnig víðar á landsbyggðinni. Hjálmar var fæddur sumarið 1911 og bjó líkast til mest alla ævi sína í Firðinum þaðan sem hann stundaði sjómennsku, starfaði við skipasmíðar og eitthvað…