Iceland airwaves kynnir fyrstu nöfnin á 25 ára afmæli hátíðarinnar

Iceland Airwaves hefur nú birt fyrstu nöfnin sem koma fram á 25 ára afmælisútgáfu hátíðarinnar, sem fer fram dagana 7. – 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt…

Skráning hafin fyrir Músíktilraunir

Músíktilraunir Hins hússins fara fram í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu í næsta mánuði en keppnin hefur verið haldin árlega nánast óslitið frá árinu 1982 þegar hljómsveitin DRON bar sigur úr býtum. Fjölmargar þekktar hljómsveitir hafa sigrað tilraunirnar og nægir hér að nefna sveitir eins og Maus, Dúkkulísurnar, XXX Rottweiler, Of monsters and men og Mammút. Í…

Músíktilraunir 2024 framundan

Það styttist í Músíktilraunir 2024. Þær voru lengi kenndar við Tónabæ en fara nú fram í Norðurljósum í Hörpu dagana 10.-16. mars nk. þar sem keppnin hefur verið haldin síðustu árin. Opnað verður fyrir skráningu í Músíktilraunir á heimasíðu keppninnar þann 5. febrúar og þar verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar,…

Fjöll með smáskífu og tónleika

Hljómsveitin Fjöll gefur í dag út sína þriðju smáskífu á árinu en sveitin hefur undanfarið verið að vinna að upptökum í Hljóðrita ásamt Kristni Sturlusyni, nýja lagið ber heitið Lengi lifir en áður hafði sveitin sent frá sér lögin Festar og Í rokinu. Lengi lifir er nú aðgengilegt á Spotify og hér má nálgast það. …

Iceland Airwaves 2023 – Tónlistin í myndum

Iceland Airwaves hefur verið í fullum gangi um helgina og hefur miðbærinn verið fullur af fólki sem þeytist á milli tónleikastaða til að líta hljómsveitir og tónlistarfólk úr öllum áttum augum – fjölbreytnin er mikil og enn er hægt að kíkja á off venue atburði þennan sunnudaginn. Glatkistan var á ferðinni sem fyrr og tók…

Iceland Airwaves 2023 – Veisla framundan

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er komin í fullan gang en hún var sett opinberlega í gær, fimmtudag – fyrstu viðburðirnir fóru þó fram á miðvikudaginn. Veislan heldur áfram og meðal þess sem sjá má og heyra í dag og í kvöld má nefna Kira Kira og Heklu í Fríkirkjunni, Sigrúnu Stellu og Gróu í Gamla bíói,…

Iceland Airwaves 2023

Hin árlega tónlistarveisla Iceland Airwaves er handan við hornið og eins og oft áður verður Glatkistan á ferð með myndavélina á lofti um þessa miklu tónleikahelgi. Veislan hefst á morgun miðvikudag með fjölda tónlistarviðburða en hátíðin verður svo sett formlega á fimmtudaginn og heldur áfram með samfleytu tónleikahaldi fram á sunnudag þar sem fjöldi íslenskra…

Myrkvi sendir frá sér breiðskífuna Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir í dag frá sér plötuna Early warning en það er önnur breiðskífa sveitarinnar. Það eru þeir Magnús Thorlacius og Yngvi Holm sem skipa Myrkva en þeir félagar voru áður hluti af hljómsveitinni Vio sem sigraði Músíktilraunir vorið 2014 og var ári síðar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna  sem „bjartasta vonin“, efni plötunnar var að…

INNIPÚKINN Í REYKJAVÍK UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Bríet, Gugusar, Þórunn Antonía og Kristín Sesselja eru meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Innipúkans 2023 sem fram fer í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Í fyrsta sinn munu plötusnúðar troða upp á stóra sviði hátíðinnar þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram á lokakvöldi Innipúkans undir merkjum PartyZone 95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar…

Síðustu nöfnin bætast við á Iceland Airwaves 2023

Nú liggur fyrir hvaða tónlistaratriði koma fram á Iceland Airwaves 2023. Fjöldinn allur af frábærlega flottum, ofur hipp og ótrúlega skemmtilegum atriðum mun spila í miðborg Reykjavíkur í nóvember. Meðal nýjustu nafnanna sem nú slást í hópinn eru  okkar allra besti Daði Freyr, iðnaðar teknópönk-rokk- og sviðsframkomugoðsagnirnar í Hatara, heimaræktaði rapparinn GKR, indí-folkstjarnan Axel Flóvent, hin dáleiðandi JFDR, hin…

Lúðrasveit verkalýðsins býður til stórtónleika í Hörpu

Lúðrasveit verkalýðsins fagnar um þessar mundir sjötíu ára afmæli sínu og hefur af því tilefni blásið til stórtónleika í tónlistarhúsinu Hörpu sunnudaginn 26. mars nk. kl. 14, í Silfurbergi. Sveitin leikur þá undir stjórn Karenar Sturlaugsdóttur og hefur jafnframt verið stofnuð Stórsveit verkalýðsins sérstaklega fyrir þessa tónleika, þá kemur fram með sveitinni góðvinur hennar, Jón…

Myrkvi með Draumabyrjun – nýtt lag

Hljómsveitin Myrkvi hefur nú á nýju ári, nánar tiltekið á þrettándanum sent frá sér smáskífu sem ber nafn við hæfi svona í upphafi árs – Draumabyrjun en lagið er nú aðgengilegt á Spotify auk þess sem hægt er að líta myndband við það á Youtube. Myrkvi var áður einstaklingsverkefni Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú…

Iceland Airwaves 2022 – laugardagskvöld

Iceland Airwaves heldur áfram, í dag hefur fjöldi off venue viðburða verið á boðstólum en með kvöldinu hefst aftur skipulögð dagskrá hátíðarinnar og hér má sjá allt sem verður í boði. Þá eru hér að neðan einnig kynntar fáeinar hljómsveitir. Vök – Vök er að gera garðinn heldur betur frægan og sveitin er í kvöld…

Iceland Airwaves 2022 – Veislan heldur áfram

Annar dagur Iceland Airwaves er runninn upp og sem fyrr er heilmikið bitastætt í boði. Hér eru örfáar ábendingar fyrir kvöldið. BSÍ – Dúettinn BSÍ (Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender) spratt fram á sjónarsviðið fyrir um fjórum árum með sjö tommu ep-plötu sem vakti nokkra athygli, sem þau fylgdu svo eftir með fimm laga skífunni…

Iceland Airwaves 2022 – Veislan er hafin

Iceland Airwaves 2020 er farin af stað og miðborg Reykjavíkur iðar af fólki sem komið er til að njóta tónlistarinnar. Í morgun bárust þær fréttir að uppselt væri á hátíðina en heilmikið er þó um að vera off venue fyrir þá sem ekki náðu sér í miða. Af ýmsu er að taka í kvöld, fimmtudagskvöld…

Iceland Airwaves 2022

Nú styttist í stærstu tónlistarhátíð ársins en Iceland Airwaves hefst formlega á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Yfir hundrað viðburðir verða í boði fyrir miðahafa að þessu sinni og fjölmargir Off venue tónleikar úti um allan bæ þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Listasafn Reykjavíkur (Hafnarborg), Iðnó, Fríkirkjan, Gaukurinn, Húrra og…

Greifarnir – Útihátíð á SPOT 2022

Nú styttist í skemmtilegustu helgi ársins. Eftir tvö erfið ár er kominn tími til að reima á sig djamm-skóna og syngja og dansa frá sér allt vit á Spot um Verslunarmannahelgina en Greifarnir verða þá með dansleiki laugardags- og sunnudagskvöld ásamt Sigga Hlö og Dj Fox. Á sunnudagskvöldinu verður Brekkusöngur Greifanna jafnframt á sínum stað…

Ben Waters í Húsi Máls & menningar

Boogie-Woogie/blús píanósnillingurinn og söngvarinn Ben Waters blæs til tónleika í Húsi Máls og menningar (Laugavegi 18) föstudaginn 22. apríl klukkan 20:00. Ben Waters hefur spilað ötullega síðustu áratugi, um 250 tónleika á ári um allan heim og er um þessar mundir í hljómsveit Ronnie Wood (and his Wild Five). Hann hefur gefið út plötur og…

Blúshátíð í Reykjavík 2022 – Blúsdagur í miðborginni

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana eftir tveggja ára hlé en hún hefst með Blúsdegi í miðborginni á laugardaginn. Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig, skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00, Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags…

Blúshátíð í Reykjavík 2022

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana en hún hefur ekki farið fram síðan 2019 af óviðráðanlegum orsökum. Hátíðin verður með breyttu sniði í ár en einungis verða einir tónleikar í boði – miðvikudagskvöldið 13. apríl nk. (kvöldið fyrir skírdag) kl. 20, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram á Hilton…

Sjö hljóta Kraumsverðlaunin 2021

Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta í dag Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent en meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt…

Guðmundur Pétursson á Ölveri – Sérstakur gestur: Davíð Þór Jónsson

Laugardalskvöldið 20. nóvember nk. heldur Guðmundur Pétursson gítarleikari blústónleika í Ölveri Glæsibæ en það er í annað sinn í haust, hann fær nú til liðs við sig Davíð Þór Jónsson píanó- og orgelmeistara.  Auk þess spila með þeim Mósesmaðurinn Andri Ólafsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Tónleikar Guðmundar og Þorleifs Gauks í…

Ben Waters í Húsi Máls og menningar

Föstudagskvöldið 29. október kemur boogie-woogie píanósnillingurinn Ben Waters fram í Húsi Máls og menningar ásamt hljómsveit og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00. Píanóleikarinn og söngvarinn Ben Waters spilar kraftmikið boogie-woogie, blús og rokk og ról í anda gömlu meistaranna en hann hefur spilað ötullega síðustu áratugi (í kringum 250 tónleika á ári) og er um þessar…

Lame dudes í Húsi Máls og menningar

Blásið verður til tónleika í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í kvöld, mánudagskvöldið 18. október en þá munu Lame dudes stíga á svið og leika eigið efni, nýtt og gamalt í bland við valin kóverlög. Lame dudes skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Jakob Viðar Guðmundsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson bassaleikari, Gauti…

Blúskonsert við Laugardalinn 16. október

Laugardagskvöldið 16. október nk. verðu blásið til blúskonserts á Ölveri en þar munu þeir félagar Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þorleifur Gaukur Davíðsson munnhörpuleikari kafa ofan í rætur sínar í blúsnum. Með þeim á sviðinu verða  Andri Ólafsson bassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari. Tónleikarnir í Ölveri hefjast klukkan 21:00 og miða á þá er hægt…

Bláa höndin í Húsi máls og menningar

Föstudags-tónleikaröðin í Húsi máls og menningar heldur áfram og nú er röðin komin að glænýju blúsbandi, BLÁU HÖNDINNI! Valinn maður í hverju rúmi, Jonni Ólafs (aka Kletturinn), Jakob Frímann, Einar Scheving og Gummi Pé. Hin nýstofnaða blúshljómsveit flytur hreinræktaðan blús og munu Kletturinn, Segullinn, Pýarinn og Skelfingin bjóða gestum og gangandi í óvissuferð um lendur…

Jóhann Jóhannsson – Karolina fund söfnun

Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að heimildamynd um Jóhann Jóhannsson tónlistarmanns sem lést langt fyrir aldur fram í febrúar 2018. Það eru þeir Davíð Hörgdal Stefánsson og Orri Jónsson (auk Eyju Orradóttur) sem hafa haft veg og vanda að verkinu og samhliða því og rannsóknarvinnu um tveggja ára skeið hafa þeir félagar…

Beggi Smári & Bex band á Dillon

Blúsarinn Bergþór Smári & Bex band verða með sumarblústónleika á Dillon við Laugaveg fimmtudagskvöldið 1. júlí kl. 21:00 og verður sérstakur gestur þeirra gítarleikarinn Nick Jameson. Ásamt Begga Smára sem leikur á gítar og syngur, skipa Bex bandið þeir Ásmundur Jóhannsson trommuleikari og Brynjar Páll Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis.

Tónleikar á vegum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar stendur fyrir tónleikum í kvöld, 1. október í Bókasafni Sandgerðis við Skólastræti og hefjast þeir klukkan 20:00. Það er bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson sem er miðpunktur tónleikanna, hann gaf út sína fyrstu sólóplötu, Áróru í september 2018 en hún hlaut tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar á síðasta ári.…

Kveinstafir í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Eins og undanfarna fimmtudaga verða tónleikar í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Kveinstafir sem stígur á stokk fimmtudagskvöldið 17. september. Kveinstafir hafa starfað í 8 ár og hafa á boðstólum blues og rock ábreiður í bland við eigið efni en meðlimir sveitarinnar eru þeir Steinar sem leikur á…

Ebenezer Quart í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 10. september, annað kvöld, stendur Cadillac klúbburinn fyrir lifandi streymi eins og undanfarin fimmtudagskvöld. Að þessu sinni er það hljómsveitin Ebenezer Quart sem stígur á svið en tónleikarnir hefjast klukkuna 20:30 og hægt verður að streyma þeim í gegnum Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Ebenezer Quart er blúshljómsveit í víðum skilningi þess orðs. Það eru ekki…

Lame dudes í lifandi streymi frá Cadillac-klúbbnum

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. september verða tónleikar í Cadillc klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Lame Dudes sem lætur til sín taka. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verður þeim streymt beint frá Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Lame Dudes hafa spilað blúskennda tónlist frá 2007 á flestum öldurhúsum höfuðborgarinnar. Hljómsveitin gaf út blúsplötuna “Hversdagsbláminn”, að…

GG blús í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 27. ágúst verður GG blús dúettinn með tónleika á Cadillac klúbbnum og verður þeim streymt lifandi í gegnum Facebook-síðu klúbbsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. GG blús er blúsaður rokkdúett af Álftanesi, skipaður reynsluboltum úr bransanum – Guðmundi Jónssyni sem leikur á gítar og Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, báðir syngja þer með svo með sínu nefi.…

Blús á Rosenberg í kvöld

Blúsfélag Reykjavíkur boðar til blústónleika í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. júní á Cafe Rosenberg á Vesturgötu 3, klukkan 20:30. Það er Beggi Smári Acoustic Band sem spilar ásamt Nick Jameson en auk Begga Smára (gítarleikara og söngvara) leika þeir Andri Guðmundsson á bassa og Ásmundur Jóhannsson á trommur í kvöld. Frítt inn.

Blúshátíð í Reykjavík 2020

Nú styttist í Blúshátíð í Reykjavík 2020 en hún fer fram í byrjun apríl mánaðar. Setning hátíðarinnar fer fram laugardaginn 4. apríl með Blúsdegi í miðborginni, þá leggur blúshátíðin Skólavörðustíginn undir sig en skrúðganga verður frá Leifsstyttu klukkan 14. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður…

Hinsegin kórinn með vortónleika

Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju laugardaginn 18. maí nk. kl. 15. „Miklu meira en orð“ er titill tónleikanna, enda eru kórfélagar sammála um að þær tilfinningar sem vakna við flutning kórtónlistar séu mun sterkari en innantóm orð. Halldór Smárason meðleikari kórsins lætur ekki sitt eftir liggja við að þétta litrófið með tónum frá…

Róbert Þórhallsson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar laugardaginn 13. apríl. Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með…

Blúshátíð í Reykjavík 2019

Blúshátíð í Reykjavík fer fram venju samkvæmt um páskana en hátíðin fer nú fram í þrettánda skipti. Blúshátíð í Reykjavík 2019 hefst laugardaginn 13. apríl með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14, Lúðrasveitin Svanur og bílalest fagna vorinu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val…

Jólablús á VOX club

Hljómsveitin Vinir Dóra verður með jólablúsgjörning á VOX Club á Hilton við Suðurlandsbraut þann 21. desember klukkan 21. Jólablúsinn hefur notið mikilla vinsælda árum saman og er gott tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blústónlistarinnar á Íslandi síðan þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989.…

Gleðjist! Fagnið! Dómkórinn flytur Jólaóratoríuna í Hallgrímskirkju

Víða um lönd finnst fólki engin jól koma nema það fái að heyra Jólaóratoríu Jóhanns Sebastíans Bach. Dómkórinn í Reykjavík ætlar að afstýra þeirri tómleikatilfinningu með því að flytja þetta dásamlega verk í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 17:00. Kórinn fær til liðs við sig tuttugu manna hljómsveit og fjóra einsöngvara: Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Hönnu…

Síðustu forvöð að styrkja útgáfu til heiðurs Jórunni Viðar

Í tilefni af aldarafmæli Jórunnar Viðar tónskálds og píanóleikara hafa þær Erla Dóra Vogler mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari lagt upp með fjölda tónleika með sönglögum og þjóðlagaútsetningum Jórunnar auk útgáfu geisladisks á afmælisárinu. Þær hafa verið hvattar áfram dyggilega af fjölskyldu Jórunnar Viðar og þá einna helst Lovísu Fjeldsted, dóttur Jórunnar og sellóleikara…