Nú styttist í stærstu tónlistarhátíð ársins en Iceland Airwaves hefst formlega á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag.
Yfir hundrað viðburðir verða í boði fyrir miðahafa að þessu sinni og fjölmargir Off venue tónleikar úti um allan bæ þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Listasafn Reykjavíkur (Hafnarborg), Iðnó, Fríkirkjan, Gaukurinn, Húrra og Gamla bíó eru meðal tónleikastaða og svo má líka nefna Lucky records, 12 tóna, Prikið og Smekkleysu sem dæmi fyrir þá sem vilja njóta off venue viðburða.
Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina en nú er t.d. hægt að fá dagpassa á hana, hér má svo nálgast alla dagskrá yfir viðburði hátíðarinnar en Glatkistan verður á ferðinni alla helgina með myndavélina á lofti.