Afmælisbörn 3. október 2022

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og níu ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…