Stripshow (1991-97)

Rokksveitin Stripshow naut nokkurra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar og segja má að sveitin hafi verið eins konar undanfari Dimmu sem kom fram á sjónarsviðið á nýrri öld. Stripshow gaf út plötu sem einnig kom út í Asíu. Stripshow var stofnuð árið 1991 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir bræður Ingólfur Geirdal gítarleikari…

Stripshow – Efni á plötum

Stripshow – Late nite cult show Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: Spor 13169962 Ár: 1996 1. Where are we now? 2. Whiplash 3. Pinheads 4. Blind 5. Lady Tarantula 6. Spooks 7. Late nite cult show 8. Sentmental Jack & the pupper 9. Sentimental Jack’s sinister 10. Ceremony 11. Rapsody in black 12. Cleptolangia 13. Freaks 14.…

Strengir [2] (1965-67)

Árið 1965 hafði verið starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Molar en með mannabreytingum hafði verið ákveðið að skipta um nafn á henni og var hún því nafnlaus þegar hún var bókuð „á loftinu“ í Glaumbæ um sumarið. Umboðsmaður sveitarinnar Þráinn Kristjánsson (sem einnig hafði verið umboðsmaður Strengja hinnar fyrri (Strengir [1])) taldi sig eiga…

Strengir [1] (1963-65)

Í Reykjavík starfaði unglingahljómsveit á fyrri hluta sjöunda áratugarins undir nafninu Strengir, auðvelt er að rugla þeirri sveit við aðra með sama nafni sem starfaði stuttu síðar en Þráinn Kristjánsson umboðsmaður fyrri hljómsveitarinnar taldi sig eiga nafnið og setti það á þá síðari um hálfu ári eftir að sú fyrri (sem hér um ræðir) hætti…

Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík [2] (1980-2017)

Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði í hartnær fjóra áratugi og vakti víða athygli hér heima og erlendis, sveitin ól af sér fjölda þekktra hljóðfæraleikara sem sumir hverjir hafa myndað hryggjarstykki Sinfóníuhljómsveitar Íslands, öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, sent frá sér plötur og þannig mætti áfram telja. Strengjasveit hafði verið starfrækt innan Tónlistarskólans í Reykjavík með…

Strengjasveit Tónlistarskólan í Reykjavík [1] (1942-80)

Tónlistarskólinn í Reykjavík (sem var stofnaður árið 1930) hafði verið rekinn af Tónlistarfélaginu í Reykjavík frá árinu 1932 sem á sama tíma annaðist rekstur Hljómsveitar Reykjavíkur. Tónlistarkennsla stóð því í nokkrum blóma á höfuðborgarsvæðinu og árið 1941 virðist hafa verið gerð fyrsta tilraun til að setja á fót strengjasveit innan skólans sem væri óháð Hljómsveit…

Strengjasveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík (1943-47)

Strengjasveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík var ekki eiginleg eining innan tónlistarfélagsins heldur hluti af Hljómsveit Reykjavíkur sem þá starfaði innan félagsins, þannig gat strengjasveitin verið nokkuð misjöfn að stærð, allt niður í tríó eða kvartett en yfirleitt var hér um tólf manna sveit að ræða. Sveitin kom fyrst fram opinberlega þegar ellefu meðlimir úr Hljómsveit Reykjavíkur…

Strengjakvartettinn Hugo (1995-2012)

Strengjakvartettinn Hugo starfaði um árabil undir lok liðinnar aldar og fram á þessa öld og kom reglulega fram opinberlega þótt ekki væri hann starfræktur samfleytt. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður innan Tónmenntaskólans í Reykjavík vorið 1995 og voru meðlimir hans alla tíð þau Una Sveinbjarnarsdóttir og Hrafnhildur Atladóttir fiðluleikarar, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og Hrafnkell…

Strengir [4] (2003-05)

Hljómsveit starfaði snemma á þessari öld, að minnsta kosti árið 2003 og svo aftur 2005, undir nafninu Strengir. Líklega starfaði þessi sveit ekki samfleytt. Meðlimir Strengja voru allt þekkt tónlistarfólk, þau Hjörleifur Valsson, Birgir Bragason, Hörður Bragason og Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) söngkona.

Strengir [3] (um 1995)

Upplýsingar óskast um keflvíska hljómsveit sem starfaði undir nafninu Strengir einhvern tímann á tíunda áratug liðinnar aldar, hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun sem þessari.

Strengjasveitin (1979-80)

Ballhljómsveitin Strengjasveitin starfaði á Selfossi um nokkurra mánaða skeið 1979 til 80 en sveitin var stofnuð upp úr Óperu og Evrópu. Meðlimir Strengjasveitarinnar voru Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Skúlason trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari, Sævar Árnason gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék á nokkrum dansleikjum en hætti síðan…

Afmælisbörn 26. október 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sjötíu og eins árs gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…